Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. maí 1987
Tíminn 5
Um 4 þúsund beyglaðir eða ónýtir bílar á 3 mánuðum:
Slasaðir í umf erð-
inni helmingi fleiri
- en á síðasta ári
Um helmingi fleiri slösuðust í
umferðinni fyrstu 3 mánuði þessa
árs heidur en á sömu mánuðum í
fyrra og sömuleiðis heldur en að
meðaltali á sömu mánuðum síð-
ustu 4 ár á undan. Til viðbótar tók
umferðin 7 mannslíf þessa 3 mán-
uði.
Á skrár Umferðarráðs komust
238 slasaðir í umferðarslysum á
fyrsta fjórðungi þessa árs, en voru
122 á sama tímabili 1986 og að
meðaltali 127 á árunum 1983-1985.
Lægst var tala slasaðra á þessu
árabili 93 árið 1983 þannig að
hlutfallslega eru slasaðir nú 156%
fleiri en þá.
Á síðasta áratug hefur fjöldi
slasaðra í einhverjum þessara
þriggja mánaða aðeins einu sinni
farið yfir 60 manns, það var í mars
1985. Nú slösuðust 102 í janúar (33
í jan. í fyrra) og 80 í mars (39 í
mars í fyrra). Fjölgun slasaðra er
því gífurleg á hvaða samanburðar-
tölur sem litið er.
Þar sem þeim sem hafa slas-
ast hefur fjölgað miklu meira
en umferðaróhöppum og slys-
um virðist það benda til að á-
rekstrar hafi nú verið harðari
en á undanförnum árum. Um-
ferðarslys og umferðaróhöpp
með eignatjóni eingöngu eru skráð
tæplega 2.100 þessa fyrstu 3 mán-
uði ársins, samanborið við um
1.760 á sömu mánuðum í fyrra.
Líklegt er að þetta þýði hátt i 4
þúsund beyglaða eða ónýta bíla
sem á skrár hafa komist á þessum
eina ársfjórðungi auk allra þeirra
beyglna sem menn hafa samið um
á staðnum án þess að blanda lög-
reglu og tryggingafélögum í málin.
I árslok 1985 voru skráðir rúm-
lega 117 þús. bílar í landinu. Á
síðasta ári bættust við tæplega 16
þús. bílar og væntanlega nær 7 þús.
það sem af er þessu ári. Það gerir
samtals um 140 þúsund bíla. Þá
tölu er eftir að lækka um afskráða
bíla frá ársbyrjun 1986. Afskrán-
ingar ónýtra bíla hafa verið að
meðaltali um 4 þús. á ári þennan
áratug. Hafi þeim ekki fjölgað því
meira má áætla að um 133-134 þús.
bílar séu í landinu. Vantar því ekki
orðið mjög mikið á að bílafjöldi
nái fjölda landsmanna sem náð
hefur bílprófsaldri. -HEI
Skipulagsbreytingar boðaðar hjá Útvegsbankanum hf.:
Valddreifing innan
marka hertra
útlánareglna
- hvert útibú skal vera sjálfstæð arðbær eining.
Gæti þýtt breytingar á útlánum til „erfiðra" viðskiptavina bankans
Útvegsbankinn hf. hóf starfsemi
sína í gær og efndi bankaráð Útvegs-
bankans í því tilefni til blaðamanna-
fundar. Lýsti bankaráðið þar bjart-
sýni með áframhaldandi rekstur
bankans og boðaði breytingar á
skipulagi og rekstri bankans, sem
felast í aukinni sjálfstjórn deilda og
útibúa bankans. Eru þessar hug-
myndir reyndar framhald hugmynda
sem fyrrum bankastjórar Útvegs-
banka íslands höfðu verið að vinna
að undangengna mánuði.
Sagði Guðmundur Hauksson, ný-
ráðinn bankastjóri að ætlunin væri
að gera hverja starfseiningu bankans
arðbæra og leiddi því framtíðin í ljós
hverjar einingar gæfu af sér arð. Ef
ákveðin útibú skiluðu ekki arði, yrði
að taka rekstur þeirra til endur-
skoðunar og hugsanlega að segja
starfsfólki upp. Yrði ákvarðanatöku
innan bankans dreift meira en nú er,
en á sama tíma gæfi yfirstjórn bank-
ans miklu harðari línu varðandi
útlánareglur.
Aðspurður um hvort það væri þá
í valdi útibússtjóra úti á landi, sem
væri nú lagðar þær línur að útibú
hans sem sérstök starfseining ætti að
skila arði, að ákveða að hætta að
lána til illa statts frystihúss svo dæmi
sé tekið, eða hvort það væri mál
bankastjórnar í Reykjavík, sagði
bankastjórinn að um þetta atriði
væri ekki hægt að gefa ákveðið svar.
Það færi eftir aðstæðum hverju sinni.
Kom fram hjá bankaráðsmönnum
að í bígerð væri að stofna veðdeild,
auk þess sem hugsanlega tæki bank-
inn þátt í verðbréfamarkaðsvið-
skiptunum.
Gísli Ólafsson, formaður banka-
ráðs sagði að vinna ráðsins hefði að
mestu farið í þessi skipulagsmál og
hefði því ákvörðun um ráðningu
annars bankastjóra þurft að bíða og
væri bankaráðið sammála í þeirri
ákvörðun.
Um kaup aðila í sjávarútvegi og
annarra sem áhuga kynnu að hafa, á
hlutabréfum í bankanum sagði Gísli
að það væri ljóst að hugsanlegir
kaupendur héldu að sér höndunum
þar til ljóst verður hvernig rekstur
hins nýja banka kemur til með að
ganga. f dag á ríkissjóður um 76%
hlutabréfa og Fiskveiðasjóður 20%,
en einkaaðilar afganginn.
í lögum um hið nýja hlutafélag er
gert ráð fyrir að bankinn njóti ríkis-
ábyrgðar á erlendum lánum næstu
tvö ár frá stofnun hans. Aðspurðir
hvort erlent fjármagn yrði ekki
bankanum dýrara þegar ríkisábyrgð-
inni sleppir, töldu bankaráðsmenn
það ólíklegt, það færi þó eftir því
hvernig til tækist um reksturinn á
næstunni.
Aðspurður um hvort Útvegsbank-
inn hf. ætli sér að losa sig við
einhverja af sínum „erfiðari" við-
skiptavinum, sem margir hverjir eru
stórfyrirtæki, sagði Guðmundur
Hauksson, bankastjóri að svo gæti
vel farið, eftir að einstök mál hefðu
verið skoðuð í ljósi útlánastefnu
bankans. Næsti fundur bankaráðs
Útvegsbankans hf. verður 26. maí
næstkomandi. -phh
Formaður bankaráðs og bankastjóri Útvegsbankans hf. undir staðlaðri ímynd
af tengslum bankans við sjávarútveginn. Er hugsanlegt að þessi tengsl kunni
að breytast með nýjum herrum og nýjum tímum ? Tímamynd Brein.
Akstur á vegum ríkisins á síðasta ári:
Um 50 hringferðir á dag
Níu af 56 bílum Flugmálastjórnar 30 ára eða eldri
Áætlað er að ríkisstarfsmenn
hafi á síðasta árið ekið rúmlega 25
milljónir kílómetra, en það sam-
svarar því að um 50 bílar hafi ekið
hringinn í kringum landið hvern
einasta dag ársins, helga jafnt sem
rúmhelga.
Ríkissjóður greiddi starfsmönn-
um sínum rúmlega 144 milljónir
króna fyrir samtals um 11,3 milljón
kílómetra akstur á þeirra eigin
bílum á árinu. ( skýrslu Bíla og
vélanefndar er síðan áætlaður
15.000 km akstur að meðaltali á
hvern þeirra 913 bíla sem ríkið á,
eða um 14 millj. kílómetrar. Sam-
tals gerir þetta rúmlega 25 milljón
kílómetra akstur á vegum ríkisins,
eða um 104 kílómetra akstur í
þágu hvers íbúa í landinu. í skýrslu
nefndarinnar vantar þó greiðslur
fyrir leigu- og bílaleigubíla.
Ríkissjóður keypti 126 bíla á
síðasta ári fyrir samtals 93,3 millj.
króna. Kaupin fóru fram eftir
útboð. Með því fékkst um 13,5
millj. króna verðlækkun frá venju-
legu kaupverði sem ella hefði num-
ið 106,8 millj. króna.
Greiðslur fyrir starfsmannabíla
eru lang mestar á vegum heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytisins, um
40,5 millj. fyrir 3,3 milljón kíló-
metra akstur. Þar er fyrst og fremst
um greiðslur til starfsfólks Ríkis-
spítalanna og héraðslækna og
heilsugæslustöðva að ræða. Næst í
röðinni er samgönguráðuneytið
með 34,4 millj. króna greiðslur,
fyrst og fremst til starfsmanna
Vegagerðarinnar. Um 19 millj.
króna greiðslur eru fyrir starfs-
mannabíla á vegum dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins og þar eru
prestarnir hæstir á blaði.
Ríkisbílar voru sem fyrr segir
913 talsins um síðustu áramót.
Stærsti bílaflotinn er á vegum Pósts
og síma, 188 bílar, þá koma 168
bílar hjá lögreglu, fógetum og
sýslumönnum. Þriðja í röðinni er
Vegagerðin með 152 bíla, þá
RARIK með 124 bíla og Flugmála-
stjórn fimmta með 56 bíla. Flug-
málastjórnarmenn virðast vera
„góðir“ við bílana sína. Athyglis-
vert er að af þessum 56 bílum
hennar eru 9 bílar 30 ára eða eldri,
þ.e. af árgerðum 1952-1957, en
aðeins 16 af árgerð 1980 eða yngri.
Bílafloti allra annarra ríkisstofn-
ana er að yfirgnæfandi meirihluta
af árgerðum 9. áratugarins, þótt
finna megi einstöku dæmi um eldri
bíla en 1970.
-HEI