Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn 40 ára nemendur úr „Ingimarsskólanum" hittast Á laugardaginn kemur munu 40 ára ' gagnfræðingar úr Ingimarsskólanum svonefnda koma saman f Hótel Örk í Hveragerði og minnast afmælisins og liðinna daga. Þessi árgangur sem útskrifaðist 1947 hafa haft þann sið að hittast á 5 ára fresti og endurnýja kynnin og staðfesta vinátt- una. Að þessu sinni er meira til haft en venjulega enda markverð tímamót í sögu hópsins. Gert er ráð fyrir rútuferðum til og frá Hveragerði til að auðvelda mönnum ferðalagið. Fóstbræður syngja í Langholtskirkju Karlakórinn Fóstbræður heldur hina árlegu samsöngva fyrir styrk,tarfélaga sína dagana: þriðjudaginn 5. maí, miðviku- daginn 6. maí , föstudaginn 8. maí og laugardaginn 9. maí í Langholtskirkju. Laugardagstónleikarnir hefjast kl. 18.00, en hinir hefjast kl. 20.30. Á fyrri hluta ‘ efnisskrár eru flutt lög eftir innlenda höfunda, en á síðari hluta efnisskrár verða erlend lög. Stjórnandi kórsins er Ragnar Björnsson, en undirleik annast Vilhelmína Ólafsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru: Gunnar Guðbjörnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Guðjón Ósk- arsson. Síðari hluta maímánaðar fer kórinn í söngferð til Þýskalands, Austurríkis og Ungverjalands. Ferðin mun taka rúmar þrjár vikur. Kórinn mun taka þátt í kórakeppni í borginni Limburg í Þýska- landi dagana 28. maí til 1. júní. Þar munu koma fram um 240 kórar frá 30 þjóðlönd- um. Síðast var þar haldin kórakeppni 1981 og þá tók Kirkjukór Landakirkju þátt í keppninni. Sundlaugarnar f Laugardaf og Sundlaug I Vesturbœjar eru opnar mánudaga - föstudaga ■ kl. 7.00-20.30. Laugardaga |<l. 7.30-17.30 og, sunnudaga kl. 8.00-17.30. ‘Sundlaugar Fb. Brei&holti: Opin mánudaga - föstddhgá kl.7.20-20.30 og laugardaga kl.;7.30-1 17.30. Sunnudaga kl. 8.00-17.301'Lokunártímii er miöaður við þegar. söiu er haptt. Þá hafa gestir1 30 mln. til umráða. M •' Varmárlaug i Mosfellssvelt: Opin mánudaga - fö^udaga kl. 7.00-8.00 og kl. 17.00-19.30.,' Laugardaga kl. 10.90-17.30. Sunnudaga kl,- 10.00-15.30. 4 ' ' " / - ■■■< Sundhöll Keflavlkur er opjn piánúdaga - fimmtudaga: 7.00-9.00, 12.00-21.00. Föstu-, daga kl. 7.00-9.00 og 12.00-19.00. Laugardaga, 8.00-10.00 og' 13.00-18.00. S^nnudaga 9.00-' 12.00. Kvennatimar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30-21.00. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - fö\tu- daga kl. 7.00-9.00 og kl. 14.30-19.30. Laugar- daga kl. 8.00-17.00. Sunnudaga kl. 8.00-12.00. Kvennatlmar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20.00-21.00. Síminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánudaga - , föstudaga kl. 7.00-21.00. Laugardaga frá kl. . 8.00-16.00ogsunnudagafrákl.9.00-11.3Q, ',.7 *r . . 1 Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga-föstu- rdaga kl. 7.00-8.00,12.00-13.00 og 17.00-21.00,1 ~k laugardögum kl. 8.00- 16.00. Sunnudögum' 8.00-11.00. Slmi23260. ‘ 1 Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánudaga -1 föstudaga kl. 7.10-20.30. Laugardaga kl. 7.10-1 17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. ..... Kvenfélag Háteigssóknar Heldur fund þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gesturfund- arins verður séra Bernharður Guðmunds- son. Blikksmíðavélar óskast til kaups. Sími32101. Til sölu Búvélar til sölu. Upplýsingar gefur Hjálmar Sveinsson í síma 93-3876 eftir kl. 20.00 á kvöldin. t Móðir mín Anna Guðnadóttir, Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði lést í Landakotsspítala 4. maí. Kristinn Guðnason. Ráðstefna um sorg og sorgarviðbrögð: „Samtal er sorgar léttir“ Fyrirhugað er að halda ráðstefnu um sorg og sorgarviðbrögð fyrir þá sem orðið hafa fyrir ástvinamissi. Ráðstefnan verður haldin í Templara- höllinni, sunnud. 10. maí kl. 13.00-18.00. Fyrirlesarar verða Páll Eiríksson geð- læknir, Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús- prestur, Sigrún Proppé listmeðferðar- fræðingur, Þóra Karlsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Katrín Árnadóttir. Þeir sem standa að þessari ráðstefnu eru hópur fólks, sem hefur orðið fyrir þeirri reynslu að missa maka og/eða börn. Hefur hópurinn hist vikulega í vetur og unnið undir handleiðslu Páls Eiríkssonar geðlæknis. Mikil þörf virðist vera fyrir slíka hópa sem gætu síðan miðlað af saméiginlegri reynslu sinni. Þátttöku þarf að tilkynna og eru nánari upplýsingar í símum: Margrét, sími 40567, Sigríður sími 651892 kl. 17.00- 19.00. 3. maí til föstud. 8. maí. (Ráð- stefnugj. 500 kr.). Þriðjudagur 5. maí 1987 Burtfararprófs-tónleikar í Tónlistarskólanum í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík heidur burt- fararprófstónleika þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30 í húsnæði skólans að Laugavegi 178, 4. hæð. Guðrún Skarphéðinsdóttir, blokk- flautuleikari fiytur lög eftir J.S. Bach, Philidor, Castello, Van Eyck, Frescobaldi og Loiettet. Flytjendur með Guðrúnu eru. Anna Magnúsdóttir, sembal, Helga Jóns- dóttir, blokkflauta, Kristín Stefánsdóttir, blokkflauta, Linda Hreggviðsdóttir, blokkflauta, Sverrir Guðmundsson, óbó og Stefán Örn Arnarson, selló. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Laugardaginn 11. apríl s.l. voru gefin saman í hjónaband Sólveig Þóra Jóns- dóttir og Hólmgrímur Rósenbergsson. Heimili þeirra er að Kleppsvegi 70, Reykjavík. Myndakvöld Útivistar Myndakvöld Útivistar verður fimmtud. 7. maí í Fóstbræðraheimilinu. Fyrsta kvöldganga vorsins verður um Leirvog miðvikudagskvöldið 6. maí kl. 20:00. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bens- ínsölu. Frítt f. börn m. fullorðnum. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohói- ista, T raðarkotssundi 6. Opin kl. 10.00-12.00 alla laugardaga, sími 19282. _ AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvaridamál aðf stríða, pá>r simi samtakanna 16373, milli kl. 17.00-20.00 daglega. 4. maí 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....38,430 38,550 Sterlingspund........64,436 64,6370 Kanadadollar.........28,7180 28,807 Dönsk króna.......... 5,7446 5,7625 Norsk króna.......... 5,7629 5,7809 Sænsk króna.......... 6,1710 6,1903 Finnskt mark......... 8,8640 8,8917 Franskur franki...... 6,4697 6,4899 Beigískur franki BEC .. 1,0416 1,0449 Svissneskur franki....26,4033 26,4857 Hollenskt gyllini....19,1676 19,2274 Vestur-þýskt mark....21,6324 21,7000 ítölsk líra.......... 0,03021 0,03031 Austurrískur sch..... 3,0760 3,0856 Portúg. escudo....... 0,2777 0,2785 Spánskur peseti...... 0,3079 0,3088 Japanskt yen......... 0,27554 0,27640 Irsktpund............57,772 57,952 SDR þann 20.03 ......50,3174 50,4742 Evrópumynt...........44,9266 45,0669 Belgískur fr. fin.... 1,0333 1,0366 Samt. gengis 001-018 ..294,58045 295,49891

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.