Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 3
(Tímamynd: Pjetur) Nýlunda á götum borgarinnar: Þrír smokka- sjálfsalar - og fleiri væntanlegir innan tíöar Þótt það teljist ekki nýlunda úti í hinum stóra heimi þegar settur er upp smokkasjálfsali á almannafæri telst það svo sannarlega í Reykjavík. Helsta athvarf þeirra borgarbúa, sem hafa átt bágt með að biðja um verjur til kaups í apótekum, hefur verið almenningssalernið í Banka- stræti, en umboðsmenn smokka á íslandi hafa loksins ráðist í uppsetn- ingu á smokkasjálfsölum. Tímanum og landlæknisembættinu er kunnugt um þrjá slíka; í Austurveri, Umferð- armiðstöðinni og í biðskýlinu við Hlemm. Sjálfsalarnir gleypa við tíu og fimm krónu myntum. „Það hefur verið ótrú á sjálfsölum hér á landi,“ sagði Vilborg Ingólfs- dóttir, deildarstjóri á Landlæknis- skrifstofum. „Sennilega er því um að kenna, að myntbreytingar hafa verið örar svo og skemmdarfýsn, sem sögð er landlæg á íslandi. En þessi rök eru að mt'nu viti hrakin með því, að nú er stöðugra gengi og bensínsjálfsalarnir hafa t.d. verið látnir í friði. Við höfum þess vegna hvatt smokkaheildsala til að setja upp slíka sjálfsala sem víðast." Varðandi skemmdarfýsnina er hægt að vitna um, að sumir þessara sjálfsala eru jafn rammgerðir og kortabankarnir. Reynist sjálfsalarn- ir vel og skemmdarvargar sjái sér hag í að skeyta skapi sfnu á öðru en þeim, eru fleiri væntanlegir á göturn- ar innan tíðar. þj Þriöjudagur 5. maí 1987 Nýr framkvæmdastjóri hjá Marel h.f. Dr. Geir A. Gunnlaugsson, verkfræðingur, hefur vertð ráðinn framkvæmdastjóri Marels h.f. frá 1. maí s.l., en Gylfi Aðalsteinsson, hagfræðingur, er verið hafði fram- kvæmdastjóri frá stofnun félagsins lét af störfum að eigin ósk 1. mars s.l. Geir A. Gunnlaugsson stundaði nám í vélaverkfræði við Háskóla íslands 1963-66 og Danmarks Tekniske Höjskole 1966-70. Hann stundaði síðan framhaldsnám við Brown University í Bandaríkjun- um og lauk þaðan doktorsprófi 1973. Hann varð dósent í vélaverk- fræði við Háskóla íslands 1974 og prófessor í sömu grein 1975 til ársloka 1986. Síðastliðin fjögur ár hefur Geir A. Gunnlaugsson verið framkvæmdastjóri Kísilmálm- vinnslunnar hf. Geir A. Gunnlaugsson erkvænt- ur Kristínu Ragnarsdóttur, meina- tækni, og eiga þau þrjú börn. Rannsóknarlögreglan í Keflavík: Ránshópur handsamaður - en engin lög ná yfir hann Undanfarna mánuði hefur mikill innbrotafaraldur geisað um Keflavík og hefur verið „nánast plága“, segir Óskar Þórmundsson, rannsóknar- lögreglumaður. Rannsóknarlögregl- an hefur nú haft hendur í hári þjófanna, sem eru sjö talsins, félagar á aldrinum 14 til 15 ára. „Það ná engin lög yfir þennan aldurshóp og þessir piltar ganga á lagið,“ segir Óskar. Margir þeirra hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Meðal annars voru þeir viðriðnir ávísanastuldinn, sem frægur varð er ávísanir flugu í tugatali um götur Keflavíkur, og þeir brutust m.a. inn í félagsheimili lögreglunnar fyrir ekki alls löngu. Einnig hefur hópurinn farið inn í myndbandaleigu og hljómtækja- verslun, þar sem þeir hafa stolið tækjum, en bíræfnin er slík, að þeir fundu sér þar afdrep til að horfa á sjónvarpið. Nokkrir unglinganna eru í skóla, en öðrum hefur verið vísað burt. „Þessir drengir væru að sjálfsögðu allir komnir í tugthúsið ef þeir hefðu aldur til,“ sagði Óskar enn fremur. Þangaðtil verðuraðbíðaátekta. þj GRUNNSKÓLAKENNARAR! ' Allir stjórnmálaflokkar lofudu fyrir kosningar að efla lands- byggðina. Takið þá á orðinu og leggjumst á eitt við að efla grunnskólana á landsbyggðinni. A Norðurlandi vestra eru stöður lausar við eftirtalda skóla: GRUNNSKÓLISIGLUFJARÐAR. Skólastjóri: Pétur Garðarsson. Simi 96-71184. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla, erlend mál, iþróttir, stærðfraeði, raungreinar, samfélagslræði og sérkennsla. GRUNNSKÓLISAUÐÁRKRÓKS, efra stig. Skólastjóri: Bjöm Sigurbjömsson. Simi 95-5385. Meöal kennslugreina: Danska, stærðfræði og raungreinar. GRUNNSKÓLI SAUÐÁRKRÓKS, neðra stig. Skólastjóri: Björn Bjömsson. Simi 95-5175. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla. HÉRAÐSSKÓLINN AÐ REYKJUM. Skólastjóri: Bjarni Aðalsteinsson. Simi 95-1000. Meðal kennslugreina: Stærðfræði, enska, samfélagsgrein- ar, liffræði og viðskiptagreinar. GRUNNSKÓLISTAÐARHREPPS, V.-Hún. Skólastjóri: Kristinn Breiðfjörð. Simi 95-1025. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla og kennsla yngri barna. LAUGABAKKASKÓLI. Skólastjóri: Guðmundur ÞórÁsmundsson. Simi 95-1901. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla og kennsla yngri barna. GRUNNSKÓLI HVAMMSTANGA. Skólastjóri: Flemming Jessen. Simi 95-1367. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla og kennsla yngri barna. GRUNNSKÓLI ÞVERÁRHREPPS, V.-Hún. Skólastjóri: PéturE. A. Emilsson. Simi95-1694. Meðal kenrislugreina: Stærðfræðiog almenn kennsla. HÚNAVALLASKÓLI. Skólastjóri: Jón I. E. Hannesson. Sími: 95-4370. Meðal kennslugreina: Stærðfræöi, tónmennt, smiðar og myndmennt. GRUNNSKÓLINN Á BLÖNDUÓSI. Skólastjóri: Eiríkur Jónsson. Simi 95-4147. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla og sérkennsla. GRUNNSKÓLI SKAGASTRANDAR. Skólastjóri: Páll Leó Jónsson. Simi 95-4642. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla, hand- og myndmennt. VARMAHLÍÐARSKÓLI. Skólstjóri: Páll Dagbjartsson. Simi 95-6115. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla. STEINSST AÐASKÓLI. Skólastjóri: Kristján Kristjánsson. Sími 95-6029. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla. GRUNNSKÓLI RÍPURHREPPS. Skólastjóri: Bjarni Gíslason. Simi 95-6534. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla. GRUNNSKÓLINN HOFSÓSI. Skólastjóri: Svandis Ingimundardóttir. Simi 95-6346. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, islenska, tungumál, stærðfræði, iþróttir, mynd- og handmennt. GRUNNSKÓLI HAGANESHREPPS. Skólastjóri: Valberg Hannesson. Simi 96-73240. Meðal kennslugreina: Raungreinarog tungumál. Fræösluskrifstofan á Norðurlandi vestra býður ýmiskonar þjónustu fyrir skóla umdæmisins. RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA. Þar starfa þrír sálfræðingar, sem eru kennurum og aðstandendum nemcnda til aðstoðar við úrlausn vandamála, sem upp kunna að koma í skólastarfinu. KENNSLUGAGNAMIÐSTÖÐ er í uppbyggingu þar sem hægt er að fá iánuð myndbönd, og kynna sér flest tiltæk kennslugögn. Þar verður einnig aðstaða fyrir kennara til að vinna að námsgagnagerð. FRÆÐSLUFUNDIR eru skipulagðir í samvinnu við Kcnnarasamband Norðurl. vestra og aðila utan umdæmisins og eru ýmist haldnir fyrir skólabyrjun að hausti eða á starfstíma skóla. KENNSLURÁÐGJAFAR munu starfa næsta vetur og verður auk almennrar kennslufræðilegrar ráðgjafar, sérstök áhersla lögð á kcnnslu yngri bama, móðurmál og raungreinar. SÉRDEILDIR fræðsluumdæmisins á Egilsá í Skagafirði og á Blönduósi veita þjónustu fyrir þá nemendur sem ekki geta fylgt venjulegri grunnskólakennslu. VIÐ LEITUM AÐ GÓÐU FÓLKI með kennslureynslu og menntun sem getur orðið okkur að liði við þessa þjónustu utan skólanna og vantar einkum SÉRKENNARA og starfsfólk til KENNSLUGAGNA- MIÐSTÖÐVAR og til KENNSLURÁÐGJAFAR. FRÆÐSLUSTJÓRI NORÐURLANDS VESTRA Guðmundur Ingi Leifsson Kvennaskólanum, 540 Blönduósi. Simar 95-4209 og 4369.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.