Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 5. maí 1987 SPEGILL 'zmMm. Heimsókn Hófíar til munaðarleysingja í El Salvador: Áhrifaríkasti viðburður fegurðar- drottningar- ársins á barnaheimilinu í El Það var mikil hátíð hjá börnunum til hjálpar bágstöddum börnuni, og þetta barnaheimili í El Salvador hefur notið góðs af þeirri starfsemi. Hún segir svo frá: „Hofi var þarna orðin guðmóðir litlu stúlkunnar og hún fékk að fara með litlu stúlkuna með sér heim á hótelherbergi part úr degi til að kynnast henni betur og hugsa um hana. En það má segja að Hofi hafi eignast þarna um 600 vini, því börnin dáðu hana. Kölluðu hana á sínu máli “Miss Mundo“ (Ungfrú heimur) og sögðu að hún væri „engill með gullhár". Það var átak fyrir okkur að kveðja börnin, en hópur þeirra fékk að fylgja okkur á flugvöllinn og þar sungu þau kveðjulög ásamt nunnunum, sem sjá um barnaheimilið. Við vorum þarna á hættulegum slóðum, því að skæruliðar höfðust við í nágrenninu, en þetta gekk allt vel. í borginni stóð Hofi fyrir tískusýningu í fjáröflunarskyni fyrir börnin og komu inn yfir 20.000 sterlingspund," sagði Julia Morley. Hún bætir því við, að allir hafi hrifist af Hófi, fegurð hennar og hlýlegri framkomu. Stóra stundin - þegar Hólmfríður hlaut titilinn, en það var ekki alltaf glcði og glaumur sem fylgdi þeim heiðri. Mikil og erfíð ferðalög voru líka nauðsynlcg til að afla fjár til Hófí í heitu löndunum. Hún tekur sig vel út í sólfötum eins og öllu öðru. Það varð að sjálfsögðu mikil gleði og stolt sem greip um sig á íslandi vegna kosningar hinnar ungu íslensku stúlku, Hólmfríðar Karlsdóttur, sem fegurstu stúlku heims. Þegar Hófí hlaut titilinn „Miss World ’86“ kepptust auðvitað blöðin um að birta sem flestar myndir af henni og dást að „Hófí", sem öllum landsmönnum þótti sem þeir ættu svolítið í. Tíminn birti auðvitað iíka myndir af hinni fslensku fegurðardrottningu, en þegar mesti fjöl- miðlaæsingurinn hafði gengið yfir barst okkur hér í hendur enskt blað, þar sem sagt er frá heimsókn „Miss World ’86“ eða Hófí til hins stríðshrjáða lands E1 Salvador. Það er haft eftir henni og Juliu Morley, stjórnanda Miss World-keppninnar, að þetta hefði verið áhrifamesti viðburður ferðalags fegurðardrottningarinnar um heiminn. Hér á eftir fer útdráttur úr frásögn blaðsins: „Hún er svo falleg... svo falleg, má ég taka hana upp?“ sagði Hofi Karlsdóttir, Miss World, þegar hún sá litluþriggjamánaðastúlkuna ábarnaheimil- inu fyrir munaðarlaus börn. Þessi litla stúlka hafði verið yfirgefin á víðavangi til að deyja, en var bjargað á barnaheimilið. Þarna myndaðist sterkt samband, milli íslensku 22 ára fegurðardrottningarinnar og litlu telpunnar, sem engan átti að. Telpan var nú skírð Maria Hofi de Los Angeles. „Ég átti bágt með að halda aftur af tárunum", sagði Julia Morley, en hún hefur skipulagt ferðir fegurðardrottninga um heiminn til þess að safna fé Salvador þegar „Miss Mundo“ kom í hcimsókn. hvar sem var og þá ekki síst þar sem börn áttu í hlut. Við hringdum til Hólmfríðar Karlsdóttur til að forvitnast um hvort hún hefði frétt frá börnunum í El Salvador. Hún sagði að mjög erfitt væri að ná sambandi þangað. Þar hefðu nýlega geisað miklir jarðskjálftar og hrundu þá til grunna bæði barnaheimilið og barnaspítalinn. - Jú, litla Maria Hofi de Los Angelcs komst lífs af og öll börnin á barnaheimilinu, en einhver dauðsföll urðu á barnaspít- alanum. Hólmfríður sagðist þó hafa feng- ið bréf frá barnaheimilinu, og hún sagðist fá fréttir í gegnum skrifstof- una í London, þaðan sem Miss World- keppninni er stjórnað. Jul- ia Morley framkvæmdastjóri hefur haft santband við Hólmfríði. Hún segir að hjálp hafi m.a. verið send frá Bandaríkjunum til að byggja upp og gera við byggingar barn- aheimilisins og spítalans," því það hrundi allt í rúst, - en ástandið var þó nógu slæmt fyrir", sagði Hólm- fríður Karlsdóttir, fegurðardrottn- ing, sem nú vinnur á barnaheimili í Garðabæ. Þær nöfnur Hófí Karlsdóttir og Maria Hófí de Los Angeles, í El Salvador. Nú er litla Hófí komin á annað ár. Driföxlar, hlífar og hjöruliðir í landbúnaðartæki ágóðu verði Járnhálsi 2. Sími 673225 110 Rvk. Pósthólf 10180 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:... 96-21715/23515 BORGARNES: ........ 93-7618 BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HÚSAVÍK: .. 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303 interRent [&EIÍI Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Hvenær byrjaðir þú "

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.