Tíminn - 16.05.1987, Page 10

Tíminn - 16.05.1987, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 16. maí 1987 Skuldir þjóöarinnar aukist úr 77% í 129% af landsframleiðslu 1980-1986: Einstaklingar 21 faldað skuldir sínar frá 1980 Einstaklingar hafa meira en 21 faldað skuldir sínar í krónum talið (úr 2,7 í 58,5 milljarða króna) það sem af er þessum áratug. Þarna er um nær þreföldun á skuldum að ræða miðað við hækkun lánskjara- vísitölu, og sömuleiðis um hátt í þreföldun skulda þótt miðað sé við hlutfall af landsframleiðslu. Á þessum 6 árum hafa skuldir ein- staklinga hækkað úr 13,8% í 37% af landsframleiðslu. Þótt einstaklingum (háttvirtum kjósendum) sé gjarnt að skammast út í ríkið og pólitíkusana fyrir skuldasöfnun og óráðssíu er raunin sú að sjálfir hafa þeir verið helm- ingi duglegrí við skuldasöfnunina á undanfömum árum heldur en ríkissjóður og ríkisstofnanir. Ein- staklingar skulda nú orðið um 9.000 milljónum króna meira en sjálfur ríkissjóður og stofnanir í hans eigu. Skuldum 204 milljarða í ársskýrslu Seðlabankans kem- ur fram að heildarútlán í íslenska lánakerfinu námu um 15 milljörð- um króna í árslok 1980 en voru komin í um 204 milljarða króna um síðustu áramót sem er um 13,5 földun í krónutölu en um 78% hækkun miðað við hækkun láns- kjaravísitölu og hækkun úr 77% í 129% sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir einstak- linga voru því aðeins um 18% af heildarskuldunum í upphafi ára- tugarins en komnar í um 29% af þeim um síðustu áramót. Einstaklingar skuldugri en ríkissjóður Árið 1980 skuldaði ríkið rúma 3,9 milljarða króna eða um 44% meira en einstaklingarnir í landinu. Um síðustu áramót skuldaði ríkið um 49,6 milljarða, eða 15% minna en einstaklingamir. í byrjun þessa áratugar voru skuldir atvinnuveg- anna um 7,4 milljarðar króna eða um helmingur heildarskuldanna og um 173% hærri en skuldir einstakl- inganna (heimilanna), árið 1982 voru þær um 133% hærri, árið 1984 94% hærri og á síðasta ári skulduðu atvinnuvegirnir aðeins orðið um 48% meira en einstaklingarnir (heimilin) í landinu. Hverjir eru duglegastir við offjárfestingu? Þessi skuldasöfnun einstaklinga umfram ríki og atvinnureksturinn vekur óneitanlega þá spurningu um hverjir hafi staðið mest í hinni margumræddu offjárfestingu í þjóðfélaginu. (Má t.d. í þessu sambandi rifja upp að árið 1983 fór fjórðungur af öllu lánsfé til hús- bygginga til fjölskyldna sem byggðu hátt í 60 fermetra á fjöl- skyldumeðlim eða stærra og að það sama ár voru byggðir yfir 100.000 fermetrar af íbúðarhús- næði umfram það sem til þurfti til að halda óbreyttum húsakosti mið- að við fólksfjölda. (Þessar upplýs- ingar komu fram í áfangaskýrslu nefndar þeirrar sem Stefán Ingólfs- son veitti forstöðu). Meira til einstaklinga minna til ríkis og fyrirtækja í skýrslu Seðlabankans segir i.a.: „Það sem einkum einkennir fjárfestingalánasjóðina hin síðari ár, er að útlán frá þeim fara í auknum mæli til einstaklinga, en hlutur fyrirtækja og opinberra að- ila fer minnkandi að sama skapi. Skýringin felst í þeirri áherslu, sem lögð hefur verið í aukin lán út á íbúðir frá Byggingarsjóði ríkisins, sérstaklega árin 1985 og 1986.“ Sem kunnugt er hefur pólitíska umræðan að undanförnu þó í veru- legum mæli snúist um þörf á miklu meiri peningum til útlána í hús- næðiskerfinu. Staöa peningalegs sparnaöar í árslok á verölagi 1986 Sparisk. og happdr.sk.brs Innstæður og seðlar 1975 Lán lánakerfisins Stöðutölur í árslok á verðlagi 1986 Til atvinnu- fyrirtækja - Til bæjar- og sveitarfélaga Til rikis Til heimila 1975 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 Athyglisvert er að þótt fólk borgaði sín 10% af launum í lífeyrissjóðina og legði peninga í banka jukust innistæður í þessum stofnunum raunverulega nánast ekki neitt á árunum 1975-1980, minnkuðu meira að segja árið 1979. Enn borgum við 10% af launum í lífeyr- issjóðina en þó hafa þeir hins vegar vaxið um 135% eða að raunvirði um 20 milljarða frá árinu 1980 og bankainnistæðumar um 64% á sama tima. Hin mikla aukning á skuldasöfnun einstaklinga frá 1980 umfram opin- bera aðila og atvinnuvegina kemur glöggt fram á þessari mynd. Næstu 5 árin á undan sá verðbólgan og neikvæðir vextir um að lækka skuldimar álíka mikið og við þær bættist og stundum meira en það. Þannig hafa skuldimar t.d. lækkað á núvirði um c.a. 10 milljarða króna á árinu 1979 og innistæður í bönkum og lífeyrissjóðum (sjá efri mynd) nokkumveginnn' sama hlút- falli. Heildarskuldirnar úr 77% 1129% af landsframleiðslu Mælt sem hlutfall af landsfram- leiðslu á hverjum tíma voru heild- arskuldir þjóðarinnar um 77% af landsframleiðslu árið 1980 en hafa verið í kringum 130% af lands- framleiðslu frá 1984,og lækkuðu þó heldur í fyrra. Skuldahlutfall ríkisins var þar af um 20% af landsfr. árið 1980, komst upp undir 35% árið 1984 en var aftur komið niður í rúm 31% um síðustu ára- mót. Sömu hlutföll atvinnuveg- anna voru um 38%, fór í 58% árið 1984 en hefur síðan lækkað um 3%. Hluti bæjar- og sveitarfélaga var um 5,3% af landsframleiðslu 1980, hækkaði verulega til 1984 en hefur síðan lækkað aftur í 6%. Skuldir einstaklinga úr 14% í 37% af landsframleiðslu Miðað við hlutfall af landsfram- leiðslu hafa því bæði opinberir aðilar og atvinnuvegirnir heldur lækkað skuldir sínar á undanförn- um árum. Einstaklingarnir em þeir einu sem hafa hækkað skuldir sínar jafnt og þétt. Sem hlutfall af lands- framleiðslu var það tæplega 14% árið 1980, komið í tæp 30% árið 1984, 34% árið 1985 og upp í 37% af landsframleiðslu um síðustu ára- mót og því verulega yfir ríkisskuld- irnar sem fyrr segir. Skuldasöfnun einstaklinga mest 1981 og 1983 Er þessi aukning þá ekki fyrst og fremst til komin vegna misgengis- ins og kaupránsins 1983 spyr sjálf- sagt einhver? Ekki sýnist þó auð- velt að rekja hana alla beint þangað. Skuldaaukningin umfram vísitöluhækkanir var mest á árun- um 1981, 1982 og 1984, milli 19 og 23% umfram vísitöluhækkanir, en 16% umfram vísitöluhækkanir árin 1983, 1985 og 1986. Samtals er þetta 178% hækkun umfram vísit- öluhækkanir, eða nær þreföldun að raunvirði eins og áður er sagt. Um 62% skuldanna innlent fjármagn en 38% erlend lán En hver lánar okkur svo allar þessar 203.949 milljónir sem við Þessi tafla úrársskýrslu Seðlabank- ans sýnir hvernig heildar skuldir okkar hafa hækkað úr rúmlega 15 milljörðum í tæpa 204 milljarða frá árslokum 1980 til síðustu áramóta og peningaeign okkar úr 9,3 millj- örðum í 126,6 milljarða á sama tíma. Mismunurinn er erlendu lánin. Athyglisvert er hvað skuldir einstaklinga (heimilanna) hafa hækkað hlutfallslega miklu meira en annarra. Skuldir: Tafla VI. 1. Lánakerfið. Peningalegur spamaður 9.308 26.301 63.405 126.640 (Stöðutölur í árslok í millj. kr.) Frjáls 5.358 14.252 31.769 65.328 Innlán og seðlar Spariskírteini 4.097 11.069 26.052 51.174 oghappdrættisbréf 905 2.220 3.700 8.470 Markaðsbréf, ót.a. 260 Annar 356 963 2.017 5.424 1980 1982 1984 1986 Kerfisbundinn 3.950 12.049 31.636 61.312 Etgntr Eignir Lífeyrissjóða 1.922 6.613 16.987 34.250 Útlán 15.114 47.510 121.728 203.949 Skylduspamaður í fjárfestingarlánasj. 251 554 1.096 1.736 Ríkissj. og ríkisst. 3.918 12.150 32.339 49.606 Eigiðfé lánast. o.fl. 1.778 4.882 13.555 25.326 Bæjar- og svcitarf. Atvinnufyrirtæki 1.041 3.666 7.937 7.431 22.180 53.889 9.556 86.300 Erlent lánsfjármagn 5.806 21.209 58.323 77.309 Hcimili 2.724 9.514 27.563 58.48'' Löng erlend lán 5.858 19.866 52.248 75.947 Eignir=skuldir 15.114 47.510 121.728 203.949 Stutt lán Stuttar kröfur á útlönd 985 -1.037 3.084 —1.741 8.658 -2.583 13.062 -11.700 skulduðum (um 840 þús. á hvern landsmann) um síðustu áramót? Um 65 milljarðar var frjáls inn- lendur sparnaður, þar af rúmlega 51 milljarður í bankakerfinu og hitt í spariskírteinum og öðrum skuldabréfum og eignum. Kerfis- bundinn spamaður var rúmlega 61 milljarður, þar af rúmlega 34 millj- arðar í lífeyrissjóðunum. Miðað við að einstaklingar eigi lífeyris- sjóðina og meirihluta af innlánum í bönkunum eiga þeir mikinn meirihluta af þessu fé og sem heild mun hærri upphæð en þeir skulda. Lang mestur hluti lána einstaklinga er og hefur verið af innlendu fé. Einmitt það atriði taldi hag- fræðingur einn sem undirrituð ræddi við höfuðskýringuna á þess- ari miklu skuldasöfnun þeirra, þ.e. að fyrir 1980 hafi þeirra lán verið að mestu óverðtryggð og þar með brunnið upp í verðbólgunni jafn harðan. Ríki og atvinnurekendur hafi að stórum hluta verið með erlend lán sem þar með voru í raun verðtryggð. Þeir rúmlega 77 mill- jarðar sem á vantaði að innlendur spamaður dygði fyrir öllum lánun- um vom síðan fengnir með hinum margumræddu erlendu lánum, sem við þurfum nú að nota fimmta hvern fisk til að borga vextina af. Erlendu lánin vom rúmlega 38% af heildarskuldunum árið 1980, komin upp í 48% árið 1984 en síðan aftur minnkað vemlega eða niður í 38% af heildarskuldunum á síðasta ári. Mun duglegri við skuMasöfnun en spamað Athyglivert er að á sama tíma og skuldir einstaklinga í krónum talið meira en 21 földuðust náðu innlán í bannkakerfinu aðeins að 13 faldast, eignir Iífeyrissjóðanna tæp- lega að 18 faldast, spariskírteini ríkissjóðs að rúmlega 9 faldast og skylduspamaður unga fólksins aðeins að 7 faldast. Þótt banka- og stjómmálamenn hafi fagnað aukn- um spamaði landsmanna nú á allra seinustu ámm virðast einstaklingar þó enn duglegri við að auka skuldir sínar en spamað. Skuldum Húsnæðis- stofnun 22.400 milljónir Af þeim um 58,5 milljörðum sem einstaklingar skulduðu um síðustu áramót vom um 22,4 millj- arðar hjá Húsnæðisstofnun. Þá má áætla að einstaklingar hafi skuldað drjúgan hluta þeirra 22 milljarða sem lífeyrissjóðirnir eiga umfram það sem þeir hafa lánað fjárfesting- arlánasjóðum. Þar við má bæta rúmlega 12 milljörðum sem ein- staklingar skulduðu í bönkum og sparisjóðum. Verðum ekki feit af núverandi eign í lífeyrissjóðunum Mörgum hefur orðið tíðrætt um gífurlega fjársöfnun lífeyrissjóð- anna á undanförnum árum, og 34 milljarðar króna eru að vísu dálag- legur skildingur. Ef við hins vegar skiptum upphæðinni milli ca. 135 þús. vinnandi manna og lífeyris- þega í landinu koma aðeins um 250 þús. krónur í hlut hvers og eins. Fáir verða því feitir í mörg ár sem lífeyrisþegar af þeim sjóði sem þeir hafa nú þegar safnað sér með þessum hætti. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.