Tíminn - 16.05.1987, Síða 17
Laugardagur 16. maí 1987
Tíminn 17
AÐ UTAN
Eiga Danir gas og olíu
til næstu 200 ára?
Stóra Boje-svæðið liggur í leyni
undir þrem minni lögum (eitt
þeirra heitir reyndar líka Boje).
Lárétta borunaraðferðin gerir það
kleift að ná til miklu stærri hluta
oliu- og gaslagsins en hefðbund-
na aðferðin. Þar með er komist
hjá því að koma upp fjölda fram-
leiðslubrunna og við það sparast
að sjálfsögðu miklar peningafúig-
ur.
Það hefur löngum verið Dönum
áhyggjuefni hvað land þeirra hefur
verið snautt af náttúrlegum orku-
gjöfum. Önnur lönd hafa því sem
næst haft öll ráð þeirra í þeim
efnum í hendi sér og þeir orðið að
kaupa að þá orku sem þeir neyta.
En nú sýnist vera að birta til í
orkumálum Dana. Síðan 1972 hafa
þeir verið færir um að vinna eilítið
magn olíu undan hafsbotni á
dönsku svæði í Norðursjónum.
Komið hefur í ljós við rannsóknir
jarðfræðinga að þar er að finna
olíu á nokkuð stóru svæði í tals-
verðu magni - en því miður er sú
tækni enn ekki uppfundin sem
gerir vinnsluna fýsilega.
Nýjar upplýsingar eru komnar
fram um Boje-svæðið í Norðursjó
og samkvæmt þeim ætti Danmörk
hvorki að þurfa að þola skort á olíu
né gasi í framtíðinni. Á því svæði
sem þegar hefur verið kannað lítur
út fyrir að vera meira en einn
milljarður tonna af olíu, og svipað
magn af jarðgasi og þar sem Danir
hafa ekki þörf fyrir nema 10 millj-
ónir tonna af olíuvörum á ári, lítur
helst út fyrir að birgðirnar undir
hafsbotninum nægi í 150-200 ár.
Að þeim tíma liðnum gera Danir
sér vonir um að tekist hafi að finna
upp eilífðarvélina og þar með séu
öll orkuvandamál úr sögunni!
Galli á gjöf Njarðar
Sá er að vísu galli á gjöf Njarðar
að enn sem komið er er það ekki
nema hverfandi lítill hluti þessara
olíubirgða sem núverandi tækni-
kunnátta gerir hagkvæmt að sækja
upp á yfirborðið, miðað við núver-
andi olíuverð. Það er einkennandi
fyrir bæði svæðin Dan og Boje í
danska hluta Norðursjávar að hið
gífurlega magn af olíu, sem vitað
er að þar er að finna, er í ákaflega
þéttum jarðfræðilegum lögum sem
þráast við að láta olíuna og gasið
laust.
Á Dan-svæðinu áætla jarð-
fræðingar að sé að finna 300-350
milljónir tonna af olíu. Þegar fram-
leiðslan hófst 1972 var ekki útlit
fyrir að unnt yrði að ná meira en
3-4% olíunnar upp. Og fjárfesting-
ar svo milljörðum skiptir í nýjum
framleiðslubrunnum og fram-
leiðslupöllum hafa enn sem komið
er ekki gefið vonir um að fram-
leiðslan aukist í meira en 8-9%.
Dan-svæðið er um 30 ferkílómetrar
að stærð og nú er búið að bora yfir
40 brunna í tilraun til að „ræsa“
fram svæðið.
Tæknileg ögrun
Boje-svæðið, sem nú er í brenni-
depli, er 7-8 sinnum stærra að
flatarmáli, en þar er olían og gasið
í miklu þynnri lögum en á Dan-
svæðinu. Ólíu- og gasleiðandi lögin
í Boje eru ekki nema 20-50 m þykk
(200 m þykk í Dan) og þau eru á
þriggja kílómetra dýpt undir hafs-
botni. Það er því risavaxin tæknileg
ögrun fyrir A.P. Möller og Dansk
Undergrunds Consortium (DUC)
að þróa aðferðir til að auka úr-
vinnsluhlutfallið svo vit sé í.
Ein aðferðin sem DUC hyggst
notfæra sér eru láréttar boranir.
Þyngdaraflið sameinað tæknilegri
snilld gefur möguleika á að beygja
smátt og smátt nokkurra tommu
svert stálrör, en til þess þarf þó
nokkra vegalengd, og háþróaður
mæliútbúnaður við endann á bor-
strengnum segir nákvæmlega til
um hvar borhausinn er staddur.
Um þessar mundir er DUC að
vinna að láréttri borun á Dan
F-svæðinu. Borunarbrautin sveig-
ist um 87 gráður og á að liggja 300
m inn í olíulagið. Hingað til hefur
borunin gengið að óskum en það
er ekki enn farið að reyna fram-
leiðslu úr brunninum.
Önnur aðferð sem á að reyna, er
að mynda sprungur í þéttu lögin
svo að olían og gasið eigi auðveld-
ara með að renna í átt til borhol-
anna. Þessar sprungur á ekki að
gera með kjarnasprengingum, eins
og nýlega kom til tals við olíubor-
anir Sovétmanna, heldur verður
beitt vatnsaflsfræði til að
„sprengja" þær. Það má líka notast
við efni og sýrur til að auka á
rifumyndunina, og þessa dagana er
tilraun í gangi á Skjold-svæði
DUCs, þar sem vatn er í lykilhlut-
verki. Vatnið er pressað undir
olíuna með stórum þjöppurum. Þá
myndast þrýstingur sem ýtir stærri
hluta olíunnar og gassins í átt til
framleiðslubrunnanna.
Neyddirtil
frekari rannsókna
Boje-svæðið hefur verið þekkt
síðan 1982, en það voru boranir í
Jens-lagið þar 1985, sem lögðu
grunninn að þeirri vitneskju sem
nú er fyrir hendi um hið mikla
olíumagn á Boje. Sú borun var
kölluð Norður Jens-2 og var gerð
eftir að A.P.Möller og DUC var
gert að hrinda í framkvæmd ná-
kvæmari rannsóknaráætlunum í
danska „gullkubbnum", en það er
svæðið í Norðursjónum kallað sem
A.P. hefur umráðarétt yfir til árs-
ins 2012. Það er á þessu svæði sem
mestu olíufundirnir hafa verið
gerðir, þ.e. Boje, Gorm, Dan,
Tyra, Skjold og Rolf.
Sú borun náði í gegnum tvö lög,
Bo kallast það efra og Jens það
neðra. Árangurinn leiddi til þeirrar
vitneskju að Boje geymdi í raun og
veru geysimikið magn olíu, undir
hinum þekktu lögum Bo, Boje og
Roar.
Það er síður en svo óþekkt
fyrirbæri í jarðfræðinni að olíu- og
gassvæði liggi hvert upp af öðru en
í Danmörku er ekki mikið um það.
Þau þekktu dönsku olíu- og gas-
svæði sem Danir hafa þegar hafið
framleiðslu á, Dan, Gorm, Tyra,
Skjold, Rolf, eru öll í kalklögum
ekki langt undir hafsbotninum.
Eykst nú áhuginn
á olíuleit í
dýpri jarðlögum?
Jarðlögin frá júratímanum, sem
liggja dýpra og eru u.þ.b. 100
millj. ára eldri, hafa ekki mikið
verið rannsökuð og það eru þau
sem nýju félögin, sem hafa fengið
leyfi til olíurannsókna í Danmörku
eftir 1984, hafa einbeitt sér að.
Vitneskjan um Boje-svæðið get-
ur orðið til þess að auka áhugann
á þessum lögum dýpra undir hafs-
botninum og þar með aukið bjart-
sýnina á árangur leitar að nýjum
olíu- og gasnámum. Það eru því
góðar líkur á að ekki hilli enn undir
lok olíuævintýris Dana, sem mjór
vísir hófst að með vinnslu úr Dan-
svæðinu 1972.