Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miövikudagur 3. júní 1987 LHS bjóst viö jaröskjálftanum: Leggur til að stof nuð verði jarðskjálfta- sveit Sendur veröi harðsnúinn hjálparflokkur hvert um heim sem er Landssamband hjálparsvcita skáta (LHS) hélt landsþing sitt fyrir mánaðamótin síðustu og 28. maí var undirrituð tillaga um að á fót yrði komið svokallaðri „jarðskjálfta- svcit" innan sambandsins, scm scr- fróðir menn, hvcr á sínu sviði, skipuðu. Þessari hugmynd hafa hjálparsveitarmenn velt fyrir sér í næstum þrjú ár og var ákveðið að láta til skararskríða á landsþinginu, þar sem samið var brcf og hugmynd- in kynnt ýtarlega. Alkunna cr að ísland cr jarð- skjálftasvæði, scgir í inngangi brcfs- ins og því næst, að miklir jarðskjálft- ar geti skekið landið hvcnær sem væri. Þetta var skrifað áður cn jarðskjálftahrinan gckk yfir landið í vikunni scm leið. Landssambandið greinir frá því að margt hafi verið framkvæmt til undirbúnings þcss að brcgðast rctt við stórum jarðskjálftum, en ekki hafi verið hugað að björgunar- og hjálparliði. Því hafi verið ákveðið að stofna jarðskjálftasvcitina. Hug- mynd skátanna er á þá leið, að sveitin vcrði skipuð 15 mönnum sem eru ávallt rciðubúnir til hjálparstarfa á jarðskjálftasvæðum hvar á jarð- kringlunni scm er. I svcitinni ættu sæti stjófar tvcir skipaðir af LHS, læknar, hjúkrunarfræðingar, bygg- ingarvcrkfræðingar, fjarskiptamað- ur, bílstjórar, stjórncndur ruðnings- starfa og vanir björgunarmcnn. Tak- markið er, að gcta sent á vcttvang á skömmum tíma harðsnúinn hjálp- arflokk, scm væri scrbúinn og þjáíf- aður til björgunar þar scm jarð- skjálfti hcfur valdið tjóni. Brcfi svcitarinnar lýkur með þess- um orðum: „Leitast verður við að hafa scm nánast samstarf við Al- mannavarnir ríkisins, Rauða kross íslands og aðra þá aðila sem málið cr viökomandi á cinhvern hátt. Leit- að verður cftir aðstoð Landhclgis- gæslu og varnarliðsins (utanríkis- rííðuncytisins) varðandi flutning sveitarinnar til og frá jarðskjálfta- svæðum." Þi Steingrímur sést hér ásamt innrammara sínum, Sigurjóni Þ. Kristjánssyni. Timamynd Pjetur Sjögóðár Steingríms Steingrímur Sigurðsson opnar málverkasýningu í Eden „Maður hefur ckkert að óttast í lífinu nema sjálfan sig." Þetta sagði Steingrímur St. Th. Sigurðsson list- málari þegar blaðamaður Tímans hitti hann að máli við undirbúning á málverkasýningu er hann hefur opn- að í Eden. „Sýningin er tileinkuð undanförn- um sjö góðum árum í lífi mínu," hélt Steingrímur áfram. „Sýningar mínar er alltaf til- einkaðar einhverju sem mér finnst athyglisvert. Ég vil alltaf vera að halda upp á eitthvað, ég er ekki maður hversdagsleikans. Listin er alltaf að cndurnýja sig, þannig er maður alltaf nýr, ungur, þrátt fyrir þessi liðlega sextíu ár." Á sýningu Steíngríms er 41 verk, flest nýleg. Kennirþarmargragrasa, abstraktfantasíur, landslagsmyndir, fólk og sitthvað fleira. Sýningin er sýning Steingríms nr. 62, en sú 11. sem haldin er í Eden. Sýningin stendur til sunnudagsins I4.júní. ísnesið glæsilega statt á Hornafírði. Kaupverð skipsins var 3,8 milljónir marka, eða ca. 80 milljónir íslenskra króna. Breytingar voru svo gerðar á skipinu fyrir tæpar 50 milljónir til viðbótar. Á hliðum þess stendur íslenskur saltfískur. Nýtt saltfiskflutningaskip: M.s. Isnes komið til heimahafnar í gær kom nýjasta skip Nesskips hf., m.s. ísnes í fyrsta sinn til heimahafnar í Hafnarfirði, en skipafélagið keypti það í V-Þýska- landi nú fyrir skömmu. ísnesið er 999 brúttó rúmlestir að stærð og var byggt í v-þýskri skipasmíðastöð árið 1976, sam- kvæmt ströngustu kröfum Germ- anische Lloyds flokkunarfélagsins og er það sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Nesskip lét breyta skipinu sérstaklega til flutninga á saltfiski á pöllum til Miðjarðarhafs- landa, eftir að það tók við því 15. apríl s.I. ísncs er fjórða skipið sem Nes- skip lætur breyta sérstaklega til saltfiskflutninga á s.l. 12 árum. Lestar skipsins og lestarlúgur voru sérstaklega einangraðar og kæli- kerfi sett í skipið, svo hægt væri að halda jöfnum 4 gráðu hita á celsíus að staðaldri í lestum þess, án tillits til sólar og sjávarhita Miðjarðar- hafsins. Allar breytingar á ísnesi vegna saltfiskflutninga voru gerðar samkvæmt ströngustu kröfum SÍF. Tæknideild Nesskips sá um breyt- ingarnar í samráði við forráða- menn SÍF. Breytingarnar kostuðu tæpar 50 milljónir króna, auk þess tíma sem það lá aðgerðarlaust, en það voru 5 vikur. ísnesið er 91 metri á Iengd og 14,5 metra breitt, þar sem það er breiðast. Lestarrými er 180 þúsund rúmfet og burðargeta 2500 lestir. Ein lestarlúga er á skipinu. Það getur flutt 155 gámaeiningar. í skipinu eru þrjú færanleg millidekk og er því hægt að lesta saltfisk á pöllum eða brettum á fjögur dekk. ísnes er með tvo 20 lesta þilf- arskrana, sem ganga á spori stafna á milli og sameiginleg lyftigeta þeirra er 40 tonn. A báðum síðum skipsins er málað „BACALAO ISLANDIA", sem þýðir íslenskur saltfiskur og er það góð auglýsing fyrir þessa verðmætu sjávarafurð. Nesskip á nú fjögur stórflutn- ingaskip, Akranes, Sandnes, Salt- nes og Selnes, sem flytja jafnt fyrir útlenda sem innlenda aðila. Auk þess á það Vesturland, sem er í ieigu hjá Eimskip. Skipstjóri á nýjasta kaupskipi Hafnfirðinga, fsnesi, er Gunnar Magnússon. Jón Snæbjörnsson er 1. stýrimaður og Sigurður Guð- jónsson yfirvélstjóri. Fram- kvæmdastjóri Nesskips er Guð- mundur Ásgeirsson. - SÓL Medic Alert á Islandi: Aðgát vegna sjúkdóms Aðgát vegna sjúkdóms er hug- myndin á bak við Mcdic Alert sam- tökin, en aðalfundur íslandsdeildar samtakanna var haldinn fyrir skömmu. Tilgangur Medic Alert er að útbúa og starfrækja aðvörunar- kerfi fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, sem að einhverjum ástæðum gætu veikst þannig að þeir yrðu ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum og þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga meðferð eða að rétt meðferð dragist úr hömlu. Samtökin, sem starfað hafa á íslandi í 2 ár, hafa komið hér upp þríþættu aðvörunarkerfi. í fyrsta Íagi er um að ræða sala sérstakra málmplata fyrir armbönd eða hálsmen, merkt MEDIC ALERT á annarri hlið, en á hina hliðina eru A EFTIR BOLTAN UM KOM BARN Drengur varð fyrir bíl á Hofs- vallagötu við Reynimel laust fyrir klukkan 22.30 á sunnudag. Það bar svo til, að hann missti bolta út á götu framan við strætisvagn, sem þar var í biðstöðu, og elti hann. Strætisvagninn byrgði ökumanni sýn, sem ók eftir Hofsvallagötunni og tókst honum því ekki að átta sig á drengnum, sem kom hlaupandi í veg fyrir bílinn og lenti á honum. Drengurinn slasaðist nokkuð og var færður á slysadcild. ÞJ þrykktar upplýsingar um sjúkdóm eða hættuástand sjúklings, síma- númer vaktstöðvar þar sem allar upplýsingar um heilsufar sjúklings- ins eru fyrir hendi, auk þjóðernis. í öðru lagi eru árlega endurnýjuð nafnspjöld með fullkomnari uppiýs- ingum en komast fyrir á málmplöt- unni , t.d. um aðra sjúkdóma sem máli skipta, lyfjameðferð og nafn og símanúmer þess læknis sem með- höndlar sjúkling og símanúmer hans. Þá er í þriðja lagi starfrækt vakt- stöð allan sólarhringinn þar sem allar upplýsingar eru fyrir um heilsu- far og meðferð sjúklingsins. Sú vakt- stöð er á slysadeild Borgarspítalans. Medic Alert starfar undir vernd Lionshreyfingarinnar og hefur meg- inkynning á þjónustu samtakanna verið í höndum Lionsmanna og lækna. Upplýsingabæklingar með umsóknareyðublaði eru til staðar í öllum apótekum, heilsugæslustöðv- um og víðar. - HM Minjagripir frá Glit ¦ með myndum frá helstu ferðamanna- og sögu- stöðum íslendinga Glit hefur hafið framleiðslu á nýjum minjagripum. Hvítt kera- mik og steinleir er brennt með myndum í drykkjarkönnur, vasa, platta, skartgripaskrín og fleiri muni. Myndirnar eru frá helstu ferðamanna- og sögustöðum ís- lendinga, svo sem Reykjavík, Gullfossi, Geysi, Mývatni, Þing- völlum, Akureyri og fleiri stöðum. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.