Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1987 Gámaútflutningurinn innanlands?: Engar reglur til um kaup útlendinga á fiskmörkuðum „Það hefur ekki reynt á þetta ennþá. Þetta er mjög sérstaks cðlis og við höfum ekki haft svona tilfelli áður,“ sagði Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu í samtali við Tímann, þegar forvitnast var um lagalegar heimildir útlcndinga til að kaupa fisk á íslenskum fisk- mörkuðum, verka hann hér eða flytja beint út, og þar með flytja gámaútflutninginn inn í landið. „Það eru til rcglur um heimildir útlendinga til að eiga hlut í fisk- mörkuðum á íslandi. Þæreru alveg skýrar. Hins vegar eru engar reglur til um kaup útlendinga. Fiskút- flutningur er háður leyfum frá viðskiptaráðuneytinu. Viðskipta- ráðuneytið hefur nánast, ef svo má að orði komast, ekki beitt þeim heimildum, að því er varðar út- flutning á ferskum fiski, hingað til. Hvort svo verður í framtíðinni veit ég ekki, en auðvitað er þetta hlutur sem verður að koma í ljós,“ sagði Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri hjá Sjávarútvegsráðuneytinu í samtali við blaðið. „Þetta er prinsipmál og ekki er alveg Ijóst hvernig túlka á lögin, því get ég ekki svarað þessu alveg á stundinni," sagði Þórhallur enn- fremur. Svo virðist því sem hér sé komin leiðin til að taka fyrir gámaútflutn- inginn,einfaldlega að flytja útlend- ingana inn, í stað þess að flytja gámana út. „En þá fcr maður að velta fyrir sér hvort það sé eitthvað verra að útlendingar kaupi íslenskan fisk á íslenskum uppboöum heldur en útlendum. Reynslan verður að leiða í Ijós hvort svarið er já eða nei við þessari spurningu. Fyrir- fram sér maður ekki hvort svarið verður uppi á teningnum," sagði Árni að lokum. í hnotskurn er máli því þannig: Útflutningur á fiski er háður leyf- um. Viðskiptaráðuneytið, sem hef- ur slíkar leyfisveitingar með höndum, hefur gefið slík leyfi, nánast hverjum sem er, en það getur einnig hvenær sem er tekið upp hjá sér breytingar á þeirri venju sinni. Það er ekkert sem bannar útlendingum að kaupa fisk á íslenskum fiskmörkuðum. Þeir þurfa leyfi til að verka hann hér innanlands, ef málið horfir svo við þeim, en það er svo háð útflutn- ingsleyfum viðskiptaráðuneytisins, hvort þeim er heimilt að flytja ' hann út. Útgerðarmaður sagði í samtali við blaðið að það yrði alger kú- vending og stefnubreyting hjá við- skiptaráðuneytinu, ef það færi virkilega að beita stöðvunarvaldi á útflutningi á ferskum fiski. „Það fá allir leyfi sem sækja um, Ég á ekki von á breytingu í þeim efnum“ sagði hann að lokum. -SÓL Borgar- ráð nú æðstaráð Borgarráð er nú æðstaráð Reykja- víkurborgar. Borgarstjórn Reykja- víkur er nú í sumarfríi og mun ckki koma til funda fyrren í ágústmánuði og fer borgarráð með umboð hcnnar á meðan. Borgarráð kemur að jafn- aði saman einu sinni í viku á þriðju- dögum, en oftar ef þörf þykir. Á fundi borgarráðs á þriöjudag var m.a. samþykkt að setja ákvæði sem bannar akstur vélknúinna tor- færuhjóla, þar með talin fjórhjól, innan borgarmarkanna. Þó er borg- arráði heimilt að veita undantckn- ingar á nánar tilteknum svæðum. Mun nú vera í undirbúningi að finna hentug svæði innan borgarmarkanna fyrir þennan akstur. Þá samþykkti borgarráð cinnig að veita 500.(100 krónum til fornleifa- uppgröfts við Aðalstræti. Auk þessa voru ýmis viðkvænt mál rædd á fundinunt. Þar á meðal var rætt um úthlutun á lóðum til bílasala en afgreiðslu þeirra mála var frestað. Borgarráð er skipað þremur full- trúum Sjálfstæðisflokks og tvcimur fulltrúum minnihlutans. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur því alræðisvald í borgarráði eins og í öllum nefndum borgarinnar. Auk kjörinna fulltrúa sitja ýmsirembættismenn borgarinn- ar fundi borgarráðs. - HM Borgarráðsmenn voru ábúðarfullir í byrjun fundar á þriðjudag þegar Pjetur Ijósmyndari Tímans smellti þessari mynd af valdamestu stofnun borgarinnar um þessar mundir. Illlllllllllllllllllllll VEIÐIHORNID b, 1;:: % :ÚÚ 'Ú úl,; ■ ai■;Umsjón: Eggert Skúlason'l Fornleifagröftur í Aöalstræti: Enn leitað að Ingólfi! Árbæjarsafn er að hefja enn eina leitina að Ingólfi og bústað hans í Aðalstrætinu. Nú eru að hefjast framkvæmdir við hús Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna sent mun rísa við hlið Morgunblaðshallarinnarþar sem Fjalakötturinn sálugi stóð áður. Áður en þessar framkvæmdir hefj- ast munu aðilar á vegum Árbæjar- safns ganga úr skugga um hvort finna má leifar frá Ingólfi eða seinni tíma fornminjar á lóðinni. Borgar- ráð úthlutaði safninu 500.000 króna aukafjárveitingu til þessa verks á fundi sínum á þriðjudag. Gert er ráð fyrir að fornleifagröftur þessi muni taka tæpan mánuð, en ef merkar fornleifar finnast má gera ráð fyrir að borgarráð ntuni lengja þann frest. Hús Sölumiðstöðvarinnar mun verða fjórar heilar hæðir, auk einnar hæðar undir súð. Til samanburðar þá er Morgunblaðshöllin sex hæðir, auk þakhýsis. -HM Nær eingöngu hrygnur veiðast í Vatnsdalsá Af þeim 278 löxum, sem komið höfðu á land í gær, úr Vatnsdalsá voru aðeins 36 hængar. Svo gríðar- legur munur á kynjunum er óeðli- legur, því yfirleitt eru hængarnir fyrr á feröinni. Veiðimenn úr Vatnsdalnum hafa rætt þessa skipt- ingu og sitt sýnist hverjum, en flesta undrar. Hafa meðal annars vaknað upp spurningar hvort þessi óeðlilega skipting, og ef hún helst áfram, geti á einhvern hátt ógnað hrygningu í ánni í haust. Tíminn leitaði til fiskifræðings á Veiði- málastofnun með þessa spurningu. Þar fengust þau svör að þessi skipting teldist óeðlileg en menn þyrftu að kynna sér betur kynja- skiptingu í veiði í ánni síðustu ár, til þess að hægt væri að segja til um hversu afbrigðilegt þetta væri. Þess ber að geta að líklega eiga eftir að koma fleiri torfur af hængum, en engu að síður er veiði á hrygnum í miklum meirihluta enn sem komið er. Vonbrigði í vatnsleysinu Margir veiðimenn hafa farið heint með öngulinn í rassinum síðustu daga. Vatnsleysi er kennt um, en það á þó ekki við alls staðar. Nú velta menn fyrir sér hvað gerist ef ekki rignir á næst- unni. Eigum við von á svipuðu og gerðist ’85, þegar laxinn beið lengi fyrir utan og sumir segja að hann hafi jafnvel ekki allur gengið upp fyrir rest, eða lætur fiskurinn sig hafa það að ganga upp þegar líður á sumarið. Þessum spurningum er ekki hægt að svara. Það eru þó ekki allar veiðiár líflitlar sökum vatnsleysis. Stóra- Laxá í Hreppum er dæmi um það. Nú rétt eftir helgina var ekkert að frétta þaðan, nema eymd og vol- æði, lítill sem enginn fiskur geng- inn í ána þrátt fyrir ágætt vatns- magn og góð ytri skilyrði. Hvað er að gerast með Stóru-Laxá? Þau voru ekki öll falleg ummælin sem rituð hafa verið í gestabókina síð- ustu árin um ána. Ein athugasemd- in var stutt og laggóð og segir kannski allt sem segja þarf. „Áin er biluð“ ritað argur veiðimaður. Tíu laxar úr Svartá Veiði hófst í Svartá í gær. Voru tíu laxar komnir á land þegar veiði- menn tóku sér hvíld klukkan 13 í gærdag. Er þetta í fullu samræmi við veiðina í Blöndu það sem af er, en hún hefur verið mjög góð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.