Tíminn - 02.07.1987, Síða 4
4 Tíminrr
Fimmtudagur 2. júlí 1987
RauoakrosshúS'
ið vekur athygli
Rauðakrosshúsið hefur nú verið
starfrækt frá því í des. 1985 og veitt
neyðarþjónustu fyrir börn og ung-
menni að 18 ára aldri. í upphafi var
tilgangurinn að koma ungum vímu-
efnaneytendum til hjálpar og
kanna um leið umfang „vfmuefna-
vandans" sem svo rnjög var umtal-
aður á þeim tíma sem starfsemin
hófst.
Reynslan hefur sýnt að vandi
barna og unglinga í samfélagi nú-
tímans er flóknari en svo að hann
megi skrifa á kostnað vímuefnanna
einna. Oftast liggja þar að baki
flóknari, sálrænir, félagslegir og
umhverfislegir þættir.
Fljótlega kom í ljós að þeir sem
höfðu glímt við vandamálin í
skamman tíma gátu nýtt sér þá
fyrstu hjálpar þjónustu sem boðið
er uppá með betri árangri.
Rauði kross íslands hefur staðið
einn að rekstri stöðvarinnar en’
ríkisstjóm íslands ákvað að tillögu
framkvæmdanefndar ríkisstjórnar-
innar í fíkniefnamálum, sem skip-
uð var fulltrúum einstakra ráðu-
neyta að veita 2,5 millj. kr. til
rekstursins á þessu ári og sömu
upphæð á því næsta.
Hildur Rós Ragnarsdóttir frá Akur-
eyri fékk viðurkenningu fyrir bestu
ásetu í yngri flokki. Hiidur var
einnig í þriðja sæti í barnaflokki á
Herði frá Höskuldsstöðum. Hér
heldur hún kampakát á verðlaunun-
um.
Áhugamenn um bók-
menntir og Vaka-Helga-
fell:
Málþing um
verk Halldórs
Laxness
Félag áhugamanna um bókmennir
og bókaforlagið Vaka-Helgafell
gangast fyrir málþingi sem ber yfir-
skriftina Laxness-þing 1987.
Málþingið verður haldið að Hótel
Esju, laugardaginn 4. júlí n.k. og
fjallað verður um verk Halldórs
Laxness og stöðu skáldsins í íslensk-
um bókmenntum og menningu. Sér-
stakur gestur þingsins verður sænski
bókmenntafræðingurinn Peter Hall-
berg sem manna mest hefur rannsak-
að verk Halldórs og skrifað um þau
margar bækur.
Laxness þingið er haldið í tilefni
af 85 ára afmæli nóbelsskáldsins á
þessu ári og bæði lærðir og leikir
munu flytja ávörp og erindi. Mál-
þingið er opið öllum en þátttakendur
þurfa að skrá sig gegn sérstöku
þinggjaldi. Skráning fer fram hjá
Vöku-Helgafelli. ABS
Frá sýningu ræktunarhópa á fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna á Melgerðismelum
Tímamvndir: Ö.I».
Fjóröungsmót norðlenskra hestamanna á Melgeröismelum:
Nös frá Stokkhólma
fékk heiðursverðlaun
Fjórðungsmóti norðlenskra hesta-
manna lauk á Melgerðismelum sl.
sunnudag. Kynbótahrossin á mótinu
voru mörg og sjaldan eða aldrei
verið betri að áliti mótsmanna.
Ein hryssan, Nös 3794 frá Stokk-
hólma fékk heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi. Eigandi hryssunnar er
Leifur Þórarinsson Keldudal. Eink-
unn fyrir fjögur afkvæmi var gefin
8,13 og 1. heiðursverðlaun.
Hryssur með afkvæmi sem fengu
I. verðlaun voru Snælda frá Argerði,
Rós frá Hvassafelli og Hrund frá
Keldudal. Stóðhestar með afkvæm-
um sem fengu 1. verðlaun voru
Hervar frá Sauðárkróki, Fáfnir frá
Fagranesi, Freyr frá Akureyri og
Fengur frá Bringu.
í 150 metra skeiði sigraði Seifur
frá Keldudal á 15,3 sek, í 250 metra
skeiði sigraði Leistur frá Keldudal
22,0 sek., í 250 metra stökki sigraði
Elías frá Hjallanesi á 18,0 sek., í 350
mctra stökki sigraði Lótus frá Götu
á 25,0 sek., í 800 metra stökki
sigraði Lýsingur frá Brekku á 62,4
sek. og í 300 metra brokki sigraði
Erró, eigandi Ríkharður Eiríksson,
á 38,6 sek.
í víðavangshlaupi sigraði Sonja
Grant á Örvari á 2.34.3 mín.
f A flokki gæðinga var Seifur frá
Kelduda! hæstur. Móðir Seifs er Nös
frá Keldudal en faðir Þáttur 722. í B
flokki gæðinga fékk Aron frá Litlu
Gröf hæsti einkunn. Móðir hans er
Grá frá Litlu-Gröf en faðir Sörli 653.
í unglingaflokki sigraði Heiðdís
Smáradóttir á Drottningu frá Brún
við Akureyri en í barnaflokki sigraði
Júlíus Jóhannesson á Blakk frá
Starrastöðum.
Ný kirkja á Ströndum
Fimm ár eru liðin frá því safn-
aðarfundur var boðaður og hald-
inn um framtíð Árneskirkju í
Árneshreppi á Ströndum. - Á
þeim fundi ar það mál rætt í
bróðerni og samhug. Samþykkt
var að byggja nýja kirkju í stað
þeirrar gömlu, sem að dómi þar
til kvaddra manna var orðin svo
hrörleg að viðgerð hennar mundi
kosta meira en ný kirkja er svar-
aði betur þörfum og kröfum nú-
tímans. Aðeins eitt mótatkvæði
kom fram.
Jafnframt lagði sóknarnefndin
fram teikningu að fyrirhugaðri
sóknarkirkju, en hún var ekki
endanlega samþykkt. Lögð var
áhersla á að hraða þyrfti þeirri
framkvæmd og var fullur samhug-
ur um það.
En áður en til framkvæmda
kom, eins og ætlað var, komu í
spilið ný og annarleg sjónarmið
um ágæti gömlu kirkjunnar.
Hana bæri að gera upp og við-
halda henni sem sóknarkirkju
safnaðarins vegna aldurs hennar
og byggingarstíls. - Um þetta
hefur verið staðið í stappi þar til
á almennum safnaðarfundi þann
3. maí 1986, að yfirgnæfandi
meirihluti safnaðarins (33 gegn
13) samþykkti á ný að byggja
nýja kirkju. - Síðan hefur verið
unnið að undirbúningi þess,
teikningar gerðar og kostnaðar-
áætlun.
Á almennum safnaðarfundi,
þann 3. þessa mánaðar, voru
lagðar fram til umræðu og sam-
þykktar teikningar af kirkjunni
og staðarval. Enginn ágreiningur
kom fram við umræðu um málið.
En óskað var atkvæðagreiðslu
um þessi atriði. Við atkvæða-
greiðsluna kom fram 6 mótat-
kvæði, án rökstuðnings. Þar með
er yfirstiginn síðasti þröskuldur-
inn á vegi þessarar framkvæmdar.
Framkvæmdir hafnar:
f framhaldi af því sem hér
hefur verið rakið eru fram-
kvæmdir að hinni nýju kirkju
hafnar. - Búið er að taka grunn
að kirkjunni. Næstu daga verða
undirstöður hennar og grunnur
steyptur. Fyrirhugað er að koma
kirkjubyggingunni undir þak á
þessu sumri.
Nýju kirkjunni er valinn staður
utan kirkjugarðs, skammt frá
veginum að Árnesi. Teikning að
hinni nýju kirkju er gerð af
Guðbergi Gauta Jónssyni arki-
tekt, í Reykjavík. Hún er í þeim
stíl að hún tekur snið af hinu
stórbrotna og sérstæða landslagi
byggðarlagsins.
I stórt er ráðist af fámennum
söfnuði, en með samstilltu átaki
safnaðarins yrði það viðráðan-
legt. En það tekur sinn tíma þar
til fullgert verður. Þess er vænst,
að burtfluttir Árneshreppsbúar
og aðrir velunnarar hinnar sér-
stæðu byggðar bregðist vel við og
leggi sitt lið til að létta undir með
þessa mikilsverðu framkvæmd,
minnugir þess að margt smátt
gerir eitt stórt.
Á Jónsmessudag
Guðmundur P. Valgeirsson.
Tónlistarskóli
Kópavogs:
tónlist fýrir
fullorðna
Nemendur Tónlistarskóla
Kópavogs voru 440 síðasta
starfsár. Þar af var 101 nemandi
í forskóla Tónlistarskólans en 6
menntaskólanemar stunduðu
nám í tónlistarvali og 1 útskrifað-
ist af tónlistarbraut.
Síðasta haust var sú nýlunda
tekin upp við skólann, að bjóða
upp á námskeið í tónlist fyrir
fullorðna. Námið er í fyrirlestra-
formi og ætlað fólki sem hefur
áhuga á tónlist en hefur ekki haft
tök á að læra á hljóðfæri. Helstu
undirstöðuatriði tónlistar eru
kynnt svo og hljóðfærafræði.
Einnig er gefið yfirlit yfir helstu
tónlistarstefnur og skóla í tónlist.
Tónlistarskólinn lagði mikla
áherslu á tónleikahald í skóla-
starfinu eins og jafnan áður. Síð-
asta vetur heimsóttu nemendur
skólans nokkur dagheimili og á
næsta ári er ráðgert að heimsækja
öll dagheimili kaupstaðarins og
halda tónleika. Á hverju ári eru
haldnir jóla- og vortónleikar svo
og tónleikar fyrir nemendur og
aðstandendur þeirra. ABS
Símskeyti lesin
viðtakanda í síma
Símskeytaþjónusta verður
með öðrum hætti en tíðkast hefur
frá og með 1. júlí nk. Þá verður
hringt til viðtakanda venjulegs
símskeytis og textinn lesinn fyrir
hann. Skeytið er svo póstlagt, en
sýnist viðtakanda svo getur hann
einnig sótt það á símstöðina.
Óski hins vegar viðtakandi eða
sendandi venjulegs skeytis að það
sé afhent samdægurs verður það
sent gegn hraðboðagjaldi, kr.
90,00. Óski sendandi einnig eftir
því að skeytið sé afhent gegn
kvittun er gjald fyrir það kr.
15,00. Framangreind gjöld eru
án söluskatts.
Heilla- og samúðarskeyti verða
þó áfram borin út til viðtakenda
án hraðboðagjalds. þj