Tíminn - 02.07.1987, Page 5
Fimmtudagur 2. júlí 1987
Tíminn 5
„ Vanskilastóllinn" var ekki eini þröskuldurinn þegar á reyndi:
Ríkisstjórn flokkanna
þriggja loks að fæðast
Þingflokkur framsóknarmanna býr sig undir mikilvægar ákvarðanir á fundi í Alþingishúsinu í gær.
Samstaða náðist um verkaskipt-
ingu í væntanlegri. ríkisstjórn á
fundi forystumanna Framsóknar-
flokks, Alþýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks um miðjan dag í gær.
Samkomulag hefur orðið um Þor-
stein Pálsson í forsætisráðherra-
stólinn.
í hlut Framsóknarflokksins kem-
ur utanríkisráðuneytið með utan-
ríkisviðskiptum,sjávarútvegsráðu-
neytið, landbúnaðarráðuneytið og
heilbrigðisráðuneytið.
Alþýðuflokkur fær fjármála-
ráðuneyti, skert viðskiptaráðu-
neyti, dóms- og kirkjumálaráðu-
neyti og félagsmálaráðuneyti. Þá
fá kratar formann fjárveitinga-
nefndar.
Sjálfstæðisflokkur fær forsætis-
ráðuneyti, menntamálaráðuneyti,
samgönguráðuneyti og iðnaðar-
ráðuneyti. Þar fyrir utan fá sjálf-
stæðismenn embætti forseta Sam-
einaðs þings og formann utanríkis-
málanefndar.
Sex manna nefnd frá flokkunum
hafði fundað um verkaskiptinguna
frá því snemma á þriðjudagskvöld.
Síðan voru formenn flokkanna
kallaðir á fund nefndarinnar laust
eftir miðnættið og stóðu þau fund-
arhöld fram til hálf fimm í gærm-
orgun. Miðaði í áttina, en þó töldu
menn þýðingarlaust að halda áfram
í morgunsárinu. Forystumenn
flokkanna hittust síðan í Stjórnar-
ráðshúsinu klukkan hálf ellefu í
gærmorgun og þar náðist sam-
komulag um verkefnaskiptinguna,
sem síðan var lögð fyrir þingflokk-
ana á fundi þeirra klukkan 10 í
gærkveldi.
Eina breytingin frá því sem áður
hafði verið skýrt frá var það að
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur skiptust á stólum, sam-
göngumálin færðust frá krötum til
sjálfstæðismanna, sem sóttust
mjög eftir þeim, en í staðinn fengu
kratar dóms- og kirkjumál. Þá gaf
Framsóknarflokkurinn embætti
formanns fjárveitingarnefndar til
krata, því Sjálfstæðisflokkurinn
sótti fast að fá formann utanríkis-
málanefndar.
Miklir spádómar eru uppi um
ráðherraefni flokkanna. Sam-
kvæmt heimildum Tímans munu
sjálfstæðismenn stilla auk Þor-
steins Pálssonar, upp þeim Friðrik
Sóphussyni í mennta- eða sam-
göngumál, Birgi ísleifi Gunnars-
syni í iðnaðarmálin og Halldóri
Blöndal í mennta- eða samgöngu-
málin. VirðistÓlafurG. Einarsson
hafa orðið úti eftir að upp rann
fyrir sjálfstæðismönnum að þá yrðu
allir ráðherrar þeirra af sunnan-
verðu landinu.
Alþýðuflokkur stillir upp þrem-
ur ráðherrum úr Reykjavík, Jón
Sigurðsson verður með fjármálin,
Jón Baldvin sjálfur verður dóms-
og kirkjumálaráðherra og fær þar
fyrir utan restina af viðskiptamál-
unum. Jóhanna Sigurðardóttir
mun fá félagsmálin.
Hagstofan er hins vegar enn á
vergangi. Þá má geta að utanrík-
isviðskiptin verða færð til utanrík-
isráðuneytis með auglýsingu dag-
inn eftir valdatöku ríkisstjórnar-
innar.
En þrautirnar voru ekki fyrir bí
þrátt fyrir að „vanskilastóll" Jóns
Baldvins væri kominn í leitirnar,
því gamall draugur gekk hastarlega
aftur og leiddi til þess að fundur
forystumannanna leystist upp um
fimmleytið í gær. Þá kom til um-
ræðu málamiðlunartillaga sjálf-
stæðismanna um kaupleiguíbúð-
irnar. Þótti Jóni Baldvin lítið um
þá málamiðlun og gekk á dyr.
Þingflokksfundir hófust svo klukk-
an sex, en ekki þótti fært að
afgreiða vcrkaskiptingartillöguna
fyrr en lausn væri komin í kaup-
leiguíbúðamálinu og voru þing-
flokkarnir boðaðir í því skyni til
framhaldsfundar klukkan 22 í gær-
kvöldi.
Fyrir liggja fyrstu heildardrögin
af stefnuyfirlýsingu og stjórnarsátt-
mála. Þau plögg á eftir að taka til
afgreiðslu í þingflokkunum og er
stefnt að að Ijúka því starfi í dag.
Hugsanlegt er þó að ekki takist að
ganga endanlega frá hinum ítarlega
stjórnarsáttmála fyrir stjórnar-
skiptin og verði hann gefinn út í
„hvítri bók“ innan eins mánaðar.
Ef allt gengur upp, þá verða
miðstjórnir og flokksstjórnir kall-
aðar saman á föstudagskvöld.
Ríkisráðsfundur og stjórnarskipti
færu þá fram á laugardag. ÞÆÓ
Húsavíkurbæjarstjóri um Landsmótiö:
HÖFUM PLÁSS FYRIR
JAFN MARGA OG MÆTA
Landsmót Ungmennafélags ís-
lands verður haldið á Húsavík í
næstu viku, nánar tiltekið dagana 9,-
12. júlí.
Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri
á Húsavík, sagði í samtali við blaðið,
hlut bæjarstjórnar á landsmótinu
sjálfu ekki vera stóran. „Við þurfum
að vera viðstaddir setningarathöfn
og bjóða frammámönnum ung-
mennafélaganna og ýmsum öðrum
gestum til kaffisamsætis á eftir.
Meira heyrir nú ekki okkur til“ sagði
Bjami.
Meðal þess sem boðið verður upp
á á Landsmótinu má nefna Víkinga-
leika, dansleiki, kvöldvökur, mynd-
listarsýningar, leiklistarsýningar,
brúðusýningar, barnakeppnisatriði
og síðast en ekki síst, að sjálfsögðu
íþróttakeppnir.
Landsmótið í ár, það nítjánda í
röðinni, er jafnframt það lang fjöl-
mennasta sem haldið hefur verið, en
rúmlega fimmtán hundruð keppend-
ur í landsmótsgreinum og rúmlega
fimm hundruð aðilar í sýningar-
greinum ýmiss konar. Húsvíkingar
koma jafn vel til með að vera í
minnihluta á mótinu, því íbúar pláss-
inseru tvöþúsundogfimm hundruð.
„Okkar áætlun hljóðar upp á
fólksfjölda í tjöldum og gerum ráð
fyrir átta til tólf þúsund manns. Það
þýðir það að mótsgestir verði mun
fleiri, því ekki gista allir í tjöldum.
Hins vegar verður engin „katast-
rófa“ þó að það komi ennþá fleiri.
vegna þess að við höfum nóg pláss til
að leyfa fólki að tjalda á. Við von-
umst eftir mjög góðu veðri, og þá
höfum við rými fyrir jafn marga og
mæta“ sagði Bjarni einnig.
Stofnkostnaður bæjarsjóðs við
Landsmótið er ekki skilgreindur
enn, því sumt af honum eru varan-
legar framkvæmdir, annað aðeins til
bráðabirgða, sem standa aðeins yfir
mótið og verða síðan teknar niður
aftur. Kostnaður við tjaldstæði, lag-
færingar á völlunum, og ýmislegt
þess háttar, er um tíu milljónir.
En hver verður svo ágóði bæjar-
félagsins?
„Húsavíkurbær fær vonandi mikla
og góða auglýsingu og kynningu á
sjálfum sér. Við fáum einnig inn
töluvert inn af óbeinum tekjum, eins
og af sölu matvæla og þess háttar.
Hluti af aðgangseyri kemur í hlut
heimamanna, eins og t.d. Völsunga
og fleiri félaga og það er óbeint til
bæjarins. Mín trú er sú að við stönd-
um uppi eftir þetta mót betur en
sléttir og ef við tökum landkynning-
una inn í, þá erum við komnir í
gróða. Og þá á enn eftir að reikna
með vel frágenginni aðstöðu til ým-
issa nota sem ekki var tilbúin áður.
Að vísu verður greiðslustaða bæjar-
sjóðs slæm fyrstu mánuðina, en það
nær ekki út árið“ sagði Bjarni að
lokum. -SÓL
Fréttabréf
um land-
búnaðarmál
Upplýsingaþjónusta landbún-
aðarins hefur hafið útgáfu frétta-
bréfs sem heitir „Fréttir af land-
búnaðarmálum". Fyrsta frétta-
bréfið er að koma út og verður
m.a. sent búnaðarsamböndum,
stéttasambandsfulltrúum og ein-
staklingum sem þess óska en
fréttabréfið fæst ókeypis.
Fréttabréfið sem nú er að koma
út er helgað landbúnaðarsýning-
unni „Máttur lífs og moldar" sem
haldin verður í Reiðhöllinni 14. -
23. ágúst n.k.
Hugmyndasamkeppni að nýrri
atvinnustarfsemi í sveitum er nú
í fullum gangi en hún er haldin f
tengslum við landbúnaðarsýning-
una.
Hugmyndum á að skila fyrir 1.
ágúst. Þess má geta að fyrir
skömmu var haldin sambærileg
hugmyndasamkeppni í Noregi.
Hugmyndin sam þar bar sigur úr
býtum var útfærð hugmynd um
dvöl barna í sveit.