Tíminn - 02.07.1987, Side 6

Tíminn - 02.07.1987, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1987 arymann Diesel Vestur-þýskar gæða dieselvélar, loftkældar, sparneytnar, hjóðlátar. Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Múrhúðun og pípulagnir í Sjúkrahúsinu á Blönduósi Tilboð óskast í framkvæmdir við Sjúkrahúsið á Blönduósi er ná til að skila nýbyggingunni tilbúinni undir tréverk. Byggingin er nú fokheld. Húsið er kjallari, þrjár hæðir og ris. Heildarflatarmál er um 3000 m2. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. maí 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 21. júlí 1987 kl. 11.00. Nýju skattalögin: Gróöi fyrir „gamla“ hjónabandiö, tap fyrir „nýju“ fjölskylduna Vinna beggja for- eldra: þýðir lægri ráðstöfunartekjur - ef borga þarf daggæslu fyrir börn Útivinna beggja foreldra ungra. barna gæti jafnvel skilað fjölskyld- unni lakari fjárhagsafkomu þegar dæmið hefur verið reiknað til enda, heldur en ef aðeins annað foreldr- anna stundar vinnu utan heimilis. Þetta má ráða af útreikningum Sig- urðar Snævarr hagfræðings í tímarit- inu Mannlíf. Niðurstöður sínar telur hann benda til að ekki sé sjálfgefið að tvær fyrirvinnur þurfi í hverri fjölskyldu. Sigurður tekur dæmi af eigin- manni sem hefur um 882 þús. kr. tekjur í ár og þar af 71 þús. kr. á mánuði til ráðstöfunar eftir skatt ef hann er eina fyrirvinnan. Vinni kon- an hans úti fyrir um 46 þús. krónum á mánuði eykur það ráðstöfunartekj- ur fjölskyldunnar aðeins um rúmlega 18 þús. kr. á mánuði þurfi þau að borga dagmömmu fyrir gæslu eins barns og aðeins um 3 þús. krónur ef borga þarf gæslu tveggja barna. Þær 3 þús. krónur mundu tæplega standa undir ýmsum aukakostnaði af vinnu utan hemilis. Niðurstaðan af puði konunnar fyrir 46 þús. kr. mánaðar- launum gæti raunverulega þýtt rýrari afkomu fyrir fjölskylduna. Reiknað út frá nýju skattalögun- um telst Sigurði til að af 882 þús. króna árstekjum eiginmannsins (1987) mundu 30 þús. kr. fara í skatta, ef hann er eina fyrirvinna fjölskyldunnar og því 852 þús. kr. eftir til ráðstöfunar. Ef konan bætti við 551 þús. kr. árstekjum mundu sameiginlegir skattar þeirra hækka í um 193 þús. kr. ( hans 154 þús., hennar 39 þús. kr.) Daggæsluna reiknar Sigurður á 165 þús. kr. á ári með hverju barni. Af 550 þús. krónum sent konan bætti við heimil- istekjurnar yrðu því aðeins 223 þús. kr. (18 þús. á mán.) eftir miðað við daggæslu eins barns og aðeins um 58 þús. ef ungbörnin væru tvö. Af því gæti minna en ekkert orðið eftir þegar tekið er tillit til aksturskost- naðar úr og í vinnu og daggæslu - að ekki sé nú talað um ef þetta kostaði tvo bíla á heimilið í stað eins - og annars aukakostnaðar. Athyglivert er og, að niðurstaðan virðist sú sama ef hvort hjónanna vinnur fyrir 551 þús. kr. (um 46 þús. á mánuði), þ.e. samtals 1.102 kr. árslaunum eða annað þeirra fyrir 882 þús. kr. árslaunum ef þau þurfa að borga fulla daggæslu fyrir eitt barn. Af 220 þús. króna viðbótar- tekjum færu 213 þús. í hækkaða skatta og barnagæslu. Miðað við gæslu 2ja barna virðast ráðstöfunartekjur jafnvel meiri af 60 þús. króna mánaðarlaunum annars foreldranna (sem væru þá skatt- frjálsar) en þótt hvort um sig ynni fyrir um 48 þús. krónum á mánuði. Tekið skal fram að miðað við gömlu (núgildandi) skattalögin mundu ráðstöfunartekjurnar verða um 7 þús. krónum minni á ári en í framangreindum dæmum ef aðeins annað aflaði 882 þús. kr. tekna, en um 11 þús. kr. meiri af sameiginleg- um 1.433 þús. króna tekjum í ár. Þetta kemur til af aukinni millifærslu milli hjóna í nýju lögunum. Að sögn Sigurðar munu nýju lögin m.a. valda verulegri skattalækkun til barnlausra hjóna þar sem annað aflar allra eða meginhluta teknanna. Hins vegar séu barnabætur óbreyttar og mjög aukin skerðing á barnabótaauka. Barnafólk, þar sem bæði afla góðra meðaltekna muni því þurfa að greiða aukna skatta eftir nýju lögunum. HEI 5 kw. á 3000 sn/mín. 3 fasa og 1 fasa 220 volt. 3,5 kv. á 3000 sn/mín. 1 fasa 220 volt. í versluninni eru veittar allar upplýsingar um verð og greiðslukjör SöytrOMDyir Æy©©®!]!) & ©@. IM. Vesturgötu 16. Símar: 14680/13280 VERTU I TAKT VIÐ Timann ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 (Tímamynd: Pjetur) Jón Sigurðsson í sólarparadís Jón forseti Sigurðsson stendur á sínum stalli kyrr í hlýjurn frakka hvað sem á dynurog í öllum veðrum. Það reynist hins vegar starfandi fólki í miðborginni um rnegn þessa undan- farna sólardaga, en júnímánuður hefur verið sólarmeiri en elstu menn muna. Um hádegi síðustu daga hefur Jón orðið vitni að sérkennilegu sjónar- spili, þegar fólk streymir úr loftlaus- um skrifstofum og verslunum til að safnast saman framan við þinghúsið á Austurvelli til að njóta sólarinnar. Þar er sólarparadís verslunarmanns- ins og þarf ekki að leita lengra. Ljósmyndin ber glöggt vitni um að margir hafi að skaðlausu látið verk úr hendi falla um nónbil í gær. 5 hö. á 3000 sn/mín. 5 hö. á 3000 sn/mín. 5 hö. á 3000 sn/mín. 0 hö. á 3000 sn/mín. Beranlegar rafstöðvar Arsel Veitingar og ferðamannaverslun opið alla daga frá kl. 9.00—23.30 MIÐSTOÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MANUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FOSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.