Tíminn - 02.07.1987, Qupperneq 9
Fimmtudagur 2. júií 1987
Tíminn 9
AÐ UTAN
lllllllllllll!
llllllllllll!
Illllllllll
■1
Fatasalar veðja nú
á pínupilsin
- þau eru allsráðandi á markaði í New York í sumar og spáð
5-6 ára líftíma
Er pínupilsatískan búin að festa sig í sessi? Þarf að fara að skipta um allt í fataskápnum, varla dugir til að klippa
neðan af gömlu fötunum! Fataframleiðendur hugsa gott til glóðarinnar að vera konum hjálplegir við
endurnýjunina.
„Longuette" er orðið sem notað
er í tískuheiminum um það sem á
íslensku er kallað hálfsíð pils, þ.e.
pilsfaldurinn er um miðjan kálfa eða
neðar. Fatasalar og tískuhönnuðir
komu sér saman um að þessi pilssídd
yrði allsráðandi haustið 1970 og
kostuðu miklu til auglýsinga og
kynningar á henni. Aðrar pilssfddir
voru þá ekki á boðstólum.
Fatasalarnir reyndust hafa tekið
rangan pól í hæðina, fatnaður af
nýju síddinni hrannaðist upp í versl-
unum en seldist ekki. Viðskiptavin-
irnir höfðu ekki áhuga á þessari nýju
tísku. Konur voru einfaldlega ekki
lengur reiðubúnar til að hlýða fyrir-
skipunum um hvar kjólfaldurinn ætti
að vera - né reyndar öðrum fyrirmæl-
um tískukónga. Þær vildu geta valið
á milli.
Þarna fengu fatasalar dýrkeypta
lexíu og þegar hálfsíðu pilsin fengu
ofurlitla uppreisn æru síðar á 8.
áratugnum gættu þeir þess að gefa
konum kost á að velja á milli sídda.
Nú eru það pínupils
- og jafnvel pínupínupils
Nú er eins og minnið hafi svikið
fatasalana. I sumar hafa fatasalar í
New York lagt alla áherslu á stutt
pils, allt frá venjulegum stuttum
pilsum til pínupilsa og jafnvel pínu-
pínupilsa sem ná varla 40 cm sídd.
Og núna virðast þeir hafa veðjað á
réttan hest, stuttu pilsin renna út.
Hvernig nær svona tískufyrir-
brigði svo afgerandi undirtökunum?
f apríl héldu tískuhúsin í Evrópu
sýningar sínar á hausttískunni og
þar var pilsfaldurinn greinilega á
uppleið. Á tískusýningum aðeins
seinna í New York var þetta ferðalag
pilsfaldsins upp á við staðfest og þá
létu fatasalar til skarar skríða. f
Macy's, stórversluninni í New York,
var opnuð sérstök deild fyrir ungar
konur og var hún sérstaklega helguð
stuttu tískunni. „Við fálmuðum eig-
inlega út í vindinn eftir einhverju
hálmstrái og héngum svo fast á því,“
segir tískuverslunarstjórinn. “Við
keyptum allt sem við náðum í í
stuttu tískunni og sá klæðnaður fyllti
mikið pláss í auglýsingunum okkar.
Það er líka allt uppselt hjá okkur
sem hefur verið auglýst.
Þegar tíska slær svona í gegn getur
verið erfitt fyrir verslanir að eiga
alltaf nægar vörur til að svara eftir-
spurn og í rauninni er tískumarkað-
urinn ótrúlega svifaseinn. Það á
sérstaklega við þá hönnuði sem
vinna með dýrari efni. En þeir sem
hafa augun aðallega á ungu kynslóð-
inni og nota efni eins og denim,
twill, bómull o.fl. í slíkum verð-
flokki eru fljótari að taka við sér og
eiga auðveldara með að auka fram-
leiðsluna með litlum fyrirvara.
Fatasalarnir eru auðvitað misfljót-
ir að taka við sér, en nú reikna sumir
þeirra með því að hlutdeild pínupils-
anna í markaðnum í New York í
sumar verði 50%, í miðríkjunum
eru stúlkurnar heldur seinni að taka
við sér og þar er reiknað með 15%
hlutdeild pínupilsanna.
Tískan gengur
í 7 ára bylgjum
„Tískan hefur tilhneigingu til að
ganga í 7 ára bylgjum,“ segir einn
framsýnn fataframleiðandi sem hef-
ur sýnt snarræði og náð mikilli sölu
á pínupilsum. Hann bætir því við að
nú sé 21 ár síðan pínupilsin komust
í tísku síðast og þess vegna hefði
mátt búast við að þeirra tími væri
runninn upp á ný.
En bandarískir fatasalar studdust
við fleiri tákn þess að pínupilsin
yrðu vinsæl. f London og á vinstri
bakka Signu í París sáust allt í einu
ekki gallabuxur í verslunum, ein-
göngu pínupils. Þar að auki hafa síð
pils verið mikið í tísku undanfarin
2-3 ár og tískuverslanirnar þrífast nú
einu sinni á síbreytilegri tísku.
Þó að pínupilsin eigi upp á pall-
borðið hjá kaupendum þessa stund-
ina er samt of fljótt fyrir fatasalana
að hrósa happi í síddamálinu enn
sem komið er. íhaldssamari verslan-
ir í New York eru enn tregar að
bjóða viðskiptavinum sínum ekki
upp á aðra sídd og athygli vakti fyrir
skömmu þegar útstillingardama var
að verki í glugga einnar fínustu
verslunar borgarinnar. Sjálf klæddist
hún pínutísku, en fatnaðurinn sem
hún stillti út var allur í hefðbundnari
sídd. Og þegar eru farnar að heyrast
raddir í tískudálkum blaða frá vel
klæddum konum, sem segjast hafa
fengið nóg af því að hafa pilsfaldinn
á stöðugri ferð upp og niður. Vel
stæðum konum sem vilja halda sig
við hefðbundnari sídd er bent á að
tískukóngurinn Giorgio Armani er
sama sinnis og þær, hann hefur ekki
enn ánetjast stuttu tískunni og held-
ur sig eingöngu við gamla og góða
sídd á pilsfaldinum.
Hververða örlög
síðbuxnanna?
En hver verða örlög síðbuxnanna
sem hafa að undanförnu verið ákaf-
lega vinsælar? Þeim hefur varla
brugðið fyrir á sýningum þar sem
hausttískan hefur verið kynnt. En
þær eru orðnar svo fastar í sessi að
fatasalarnir eru enn á báðum áttum
um hvort þeim sé óhætt að segja
skilið við þær.
En eitt er víst. Þeir sem hafa sitt
lifibrauð í fataiðnaði hugsa gott til
glóðarinnar. Þegar djarflegar breyt-
ingar verða á síddinni á kjólfaldinum
fylgja nefnilega geysilegar breyting-
ar á öðrum klæðnaði kvenna, jakkar
og blússur verða að endurnýjast og
ýmsir fylgihlutir.
Það eru því blómatímar framund-
an í fataiðnaði ef spádómar um
algeran sigur pínupilsanna ganga
eftir.
Bandarískir skólakrakkar
heimsækja sovéska jaf naldra
- og læra margt skemmtilegt og skrítiö
„Gagnfræðaskólakrakkar í
Sovétríkjunum eru alvarlegri, gera
meiri heimavinnu og eru stoltari af
þjóðerni sfnu en bandarískir skóla-
krakkar á sama aldri. En þeim þykir
líka gaman að skemmta sér.“
Þetta er samdómaálit 48 bandar-
ískra gagnfræðaskólanema, sem ný-
lega dvöldust í Sovétríkjunum í
þrjár vikur og kynntust jafnöldrum
sínum. Þetta er í fyrsta skipti sem
bandarískir skólanemendur fara í
slíka heimsókn til Sovétríkjanna, en
vonandi verður framhald á þeim.
Þessi reynsla lofar nefnilega góðu.
Bandarísku krakkarnir dvöldust í
Leningrad og Moskvu og sátu á
skólabekk og deildu frístundum með
rússneskum jafnöldrum sínum.
Margt kom þeim á óvart og þeir
urðu fljótlega varir við það að þær
hugmyndir sem þeir höfðu með sér
að heiman stóðust ekki þegar á
reyndi. T.d. höfðu 45% þeirra geng-
ið út frá því sem gefnu að rússneskir
jafnaldrar þeirra væru frábrugðnir
þeim amerísku, en eftir að heim var
komið var aðeins 21% enn sama
sinnis. Og einn bandarísku nemend-
anna sem hafði alltaf ímyndað sér að
Rússar væru „kaldir og fráhrindandi
og afskaplega strangir í samskiptum
sínum við annað fólk" komst að
annarri niðurstöðu.
Hvað er líkt og hvað
er ólíkt með bandarískum
og rússneskum krökkum?
Þegar heim var komið áttu banda-
rísku krakkarnir að gera grein fyrir
því hvað væri líkt og hvað ólíkt með
rússneskum og bandarískum krökk-
um á þessum aldri og hvort það væri
ekki fleira sem greindi þá að en hitt.
Þá lentu þeir í vandræöum.
Einn sagði: Bandarískir krakkar á
táningsaldri eru þroskaðri félags-
lega. T.d. vilja rússneskir krakkar
frekar eyða frístundunum í að lesa
bók eða ganga um almenningsgarð-
ana eða spila á píanó, þegar amer-
ískir krakkar myndu sennilega fara
út og horfa á sjónvarp með félögum
sínum eða fara í bíó eða taka sér
eitthvað annað fyrir hendur í félags-
skap annarra.
Og ein stúlkan sagðist hafa ætlað
að sýna sína bestu hlið og íklæðast
pilsi eða kjól, frekar en buxum eins
og hún gerir oftast nær. En svo kom
í ljós að gallabuxur eru mikið í brúki
þarna fyrir austan og hún hefði
getað skilið pilsin eftir heima.
En nýir siðir eru greinilega ekki
alls staðar vel séðir þarna fyrir
austan. Þannig varð t.d. ein amer-
íska stúlkan fyrir því í neðanjarðar-
lestinni í Moskvu að gömul kona sló
til hennar fyrir að sitja með kross-
lagða fótleggi. Og cinn strákurinn í
hópnum, sem fór út að skokka í
samfestingi, fékk þau tilmæli frá
lögreglunni að hlaupa heldur á stutt-
buxum.
Sinn er siður í landi
hverju
Einum bandaríska stráknum kom
það á óvart að rússneskir jafnaldrar
hans virtust ekkert hafa við það að
athuga að eiga að gegna tveggja ára
herskyldu. „Þeir löluðu ekki mikið
um það,“ segir hann. En hann sagði
líka að rússnesku jafnaldrarnir virt-
ust hafa mun stcrkari tilfinningu
fyrir sögu lands síns og þjóðar og
hinni geysilegu eyðileggingu sem
Rússar urðu að þola í heimsstyrjöld-
inni síðari. „Ég held að þeir séu
ekkert æstir í að fara til Afganistan
og drepa fólk,“ segir hann.
Bandarísku nemendurnir fengu
einnar klukkustundar rússnesku-
kennslu á hverjum morgni, síðan
tóku við tónlistartímar og loks
kennslustundir í fögum eins og so-
véskri landafræði eða sögu. Þcir
voru líka til aðstoðar í enskutímum
rússnesku nemcndanna.
Rússnesku krakkarnir voru ekkert
með á nótunum þegar bandarísku
krakkarnir voru að segja þeim frá
ýmsum sérbandarískum hátíðisdög-
um, en það sama hefur vafalaust gilt
um ýmsa rússneska siði sem þcir
bandarísku eru alls óvanir.
Á sunnudögum og stundum líka á
kvöldin var bandarísku krökkunum
boðið á heimili rússnesku skólasyst-
kinanna. Þar þótti þeirn allt snúast
um máltíðina en lítið við að vera
þegar hún var afstaðin. „Krakkarnir
þar eru ckki mikið úti á kvöldin.
Eftir kl. 9 er ekki hægt að kaupa ís
neins staðar og það er ekki einu sinni
hægt að setjast inn á kaffihús. Það
eina sem fullorðnir og krakkar geta
gert á kvöldin er að fara heim og sofa
svo að allir vakni hressir og kátir í
vinnuna og skólann að morgni. Nú
eða fara í gönguferðir um Moskvu,
og það er reyndar það sem flestir
gera á kvöldin," segir ein stúlkan.
Misskilningur af ýmsu tagi skaut
auðvitað upp kollinum. Eitt kvöldið
fóru tvær rússneskar stúlkur út með
tveim bandarísku piltanna. Lögregl-
an tók þær í sína vörslu og áleit þær
vændiskonur.
Enn eitt sem bandarísku nemend-
unum þótti skringilegt var að heyra
yfirmenn skóla eins í Leningrad
halda því fram að of náin samskipti
einstaklinga af ólíkum þjóðernum
væru óheppileg. „Þeir eru sennilega
hræddir um að samskiptin verði of
náin,“ sögðu krakkarnir spekings-
lcga.
Leið til friðsamlegrar
sambúðar?
Þetta eru sýnishorn af því sem
bandarísku skólakrökkunum þótti
öðru vísi í fari rússneskra jafnaldra
þcirra cn þeir eiga sjálfir að venjast.
Gaman væri að fá samsvarandi at-
hugasemdir frá rússnesku skóla-
nemunum, vafalaust hefur ýmislegt
í fari bandarísku krakkanna komið
þeim líka á óvart. En það hlýtur
einmitt að vera tilgangurinn með
svona samskiptum að kynnast lífi og
siðum fólks í öðrum löndum og að
auka skilning á milli þjóða. Það má
jafnvel gera sér vonir um að svona
persónuleg samskipti séu líklegri
leið til friðsamlcgrar sambúðar
þjóða í heiminum en eilífar og
endalausar viðræður sérfræðinga við
borð úti í heimi.