Tíminn - 02.07.1987, Síða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 2. júlí 1987
ÍÞRÓTTIR
^0^
°<Mf
ÍR-Víkingur 3-2 (3-2)
(Hoxmir Karlsson 3)*(Trausti Ómarsson,
Hörður Theodórsson)
Lciknir-ÍBV 2-4 (1-1)
(Boldur Baldursson. Atli)-(Bergur Ág-
ústsson 3, Lúðvík Bergvinsson)
Stjarnan-Rcynir S. 3-2 (2-1)
(Ragnar Gíslason, Valdimar Kristjáns-
sonMDavíð Skúlason. Kjartan Einarsson,
Helgi Kárason)
Leiftur-KS 1-1 (0-0)
Leiftur sigraði 5-4 í vítaspymukeppni.
(Hafsteinn Jakobsson)-(Hafþór Kolbeins-
son)
Þróttur N.-Einherji 2-1 (1-1)
(Eysteinn Kristinsson, Guðbjartur
MagnasonMEiríkur Sverrisson)
Grindavík-Sclfoss 2-0 (1-0)
(Sigurgeir Guðjúnsson, Símon Alfreðs-
son)
Handknattleiksmótið í Júgóslavíu:
Slakur fyrri hálf leikur
og íslendingartöpuðu með20mörkumgegn 22 fyrir Spánverjum
fslenska landsliðið í handknattleik
tapaði fyrir Spánverjum í fyrri leikn-
um í úrslitakeppminni á handknatt-
leiksmótinu í Júgóslavíu í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 22-20 eftir að Spán-
verjar voru yfir 13-8 í hálfleik.
UMSJÓN:
Hiördís
Árnadóttir
BLAÐAMAÐUR
fslenska liðið átti mjög slakan fyrri
hálfleik og tókst ekki að vinna upp
muninn í þeim síðari. Þó voru þeir
ekki langt frá að ná a.m.k. öðru
stiginu en misnotuðu vítakast á
mikilvægu augnabliki og urðu að
bíta í það súra epli að tapa.
Spánverjar mættu mjög grimmir
til leiks og uppskáru sigur. Islenska
liðið leikur gegn A-Þjóðverjum á
morgun og tryggir sér annað sætið á
mótinu með sigri í þeim leik en
Sovétmenn unnu A-Þjóðverja í gær-
kvöldi.
Mörk íslenska liðsins í leiknum í
gærkvöldi gerðu: Karl Þráinsson 5,
Alfreð Gíslason 4, Þorgils Óttar
Mathiesen 3, Jakop Sigurðsson 3,
Sigurður Gunnarsson, Sigurður
Sveinsson, Kristján Arason, Geir
Sveinsson og Atli Hilmarsson 1 hver.
Mjög erfitt er að ná símasambandi
við Júgóslavíu en í gærkvöldi þegar
það náðist loks lágu þau skilaboð frá
Guðjóni Guðmundssyni liðsstjóra
íslenska landsliðsins að mikið ónæði
hefði verið af símhringingum og að
menn þyrftu hvíld. Þeir myndu því
ekki svara síma.
- HÁ
Mjólkurbikarinn:
Mikið af mörkum
- Heimir Karlsson og Bergur Ágústsson
báðir með þrennu
Einar Einarsson Víkingur í færi við ÍR markið en Þorsteinn markvörður ÍR-inga tók boltann nánast af tánum á
honuitl. Tímamynd Pjelur.
Futre til Atletico Madrid:
Fyrir 25 milljónir
og gulan
Reuter
Portúgalski knattspyrnumaðurinn
Paulo Futre, aðalstjarna Porto. hef-
ur gengið til liðs við spænska 1.
deildarliðið Atletico Madrid. For-
ráðamenn Atletico borguðu 6,6
milljónir dollara fyrir Futre (25 millj.
ísl. kr.), 3,1 til Porto, Futre fékk
Porscne
sjálfur 3,5 milljónir og fær að auki
ýmsar auka sporslur. Þá féllst félagið
á að láta draum hans um að eignast
gulan Porsche rætast. Futre mun
búa í lúxusvillu í góðu hverfi vestur
af Madríd þar sem meðal íbúa er
Hugo Sanchez leikmaður Real
Madrid.
Það var mikið skorað í þriðju
umferð Mjólkurbikarsins í gær-
kvöldi, fimm mörk í tveimur leikjum
og sex í einum. Tveir leikmcnn
skoruðu þrennu, Heimir Karlsson
hjá ÍR þegar lið hans vann Víkinga
3- 2 og Bergur Ágústsson hjá ÍBV
þegar Eyjamenn unnu Leikni 4-2.
IR-ingarvoru komnir í 2-0 eftir 13
mínútur gegn Víkingum en Hæðar-
garðsdrengirnir náðu að minnka
muninn og jafna. ÍR-ingar áttu síð-
asta orðið og tryggðu sér sæti í 16
liða úrslitunum.
Jafnræði var í leik Leiknis og
Eyjamanna framanaf en Eyjamenn
skoruðu fyrsta markið. Leiknismenn
náðu að jafna og þannig var staðan
í hálflcik. Eyjamenn skoruðu tvö
mörk á einni mínútu í seinni liálf-
leiknum og þrátt fyrir að Leiknis-
menn bættu einu marki við tíu
mínútum fyrir leikslok tókst þeim
ekki að slá Eyjamenn út af Iaginu.
Þeir svöruðu einfaldlega með fjórða
markinu rétt fyrir leikslok og sigruðu
4- 2.
í Neskaupstað var það Eiríkur
Sverrisson sem kom Vopnfirðingum
yfir strax á I. mín. en Eysteinn
Kristinsson jafnaði fyrir heimamenn
skömmu fyrir leikhlé. Guðbjartur
Magnason skoraði svo sigurmark
Norðfirðinga þremur mínútum fyrir
leikslok. Leikurinn var hraður og
fjörugur, mikil barátta og opin færi
á báða bóga, ekta bikarleikur.
Leiftur sigraði KS eftir framlengd-
an leik og vítaspyrnukeppni 6-5 á
Ólafsfirði. Staðan að loknum venju-
legum leiktíma var 1-1 og ekki voru
skoruð mörk í framlengingunni.
Þctta var mikill baráttuleikur eins og
ævinlega þegar þessi lið mætast.
Hafþór Kolbeinsson náði forystunni
fyrir KS á 65. mín. en Hafsteinn
Jakobsson jafnaði fyrir heimamenn
10 mín. síðar. í framlengingunni
hefðu KS-ingar átt að tryggja sér
sigur þegar Hafþór Kolbeinsson
komst í mjög gott færi en Þorvaldur
Jónsson markvörður, besti maður
leiksins, varði glæsilega.
KS átti heldur meira í þessunt leik
og máttu heimamenn teljast frekar
heppnir að sigra.
Eins og áður sagði átti Þorvaldur
mjög góðan dag í marki Leifturs og
varði hann m.a. tvær vítaspyrnur í
lokin. Hjá KS átti Jakob Kárason
ágætan leik. -HÁ/öþ
Karl Þráinsson var markahæstur fslendinganna í leiknum gegn Spánverjum og skoraði 5 mörk.
íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild kvenna:
Valur vann KR
- Guðrún skoraði sitt 5. mark beint úr
aukaspyrnu
Valsstúlkur sigruðu KR-inga með
einu marki gegn engu f 1. deild
kvenna í knattspyrnu á Valsvcllinum
í gærkvöldi. Það var Guðrún Sæm-
undsdóttir sem gerði eina mark
leiksins beint úr aukaspyrnu, fimmta
markið sem hún skorar á þann hátt
í sumar. Þetta var líklega það glæsi-
legasta, spyrnan tekin til hliðar við
vítateiginn og boltinn fór í boga yfir
varnarvegginn, markmanninn og í
hliðarnetið fjær.
Jafnræði var með liðunum fram-
anaf en Valsarar sóttu í sig veðrið er
á leið og voru mun meira með
boltann. Þær fengu nokkur ákjósan-
leg færi sem þeim tókst ekki að nýta
og verður sigur þeirra að teljast
sanngjarn. -HÁ
Navratilovaáfram
Reoler
Martinu Navratilova er komin
í undanúrslit á Wimbledonmót-
inu í tennis. Hún hefur ekki enn
lent í vandræðum með mótherja
sína. Andstæðingur hennar í
undanúrslitum vcrður Chris
Evert. í hinum undanúrslita-
leiknum mætast Steffi Graf scm
vann Gabrielu Sabatini og Pam
Shrivcr sem vann HelenuNSuk-
ovu.
McClairogAnderson
til Manchester Utd.
Reuler
Landsliðsmennirnir Brian
McClair og Viv Anderson gengu
í gær til liðs við Manchcster
United. Báðir fengu þeir fjögurra
ára samning hjá breska 1. deildar-
liðinu en upphæðin sem liðið þarf
að greiða fyrir þá hefur ekki verið
gefin upp. United mun þó hafa
boðið Celtic og Arsenal um helm-
ing þess sem liðin vilja fá fyrir
McClair og Anderson'.