Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júlí 1987 Tíminn 5 Þau lifa frá einu kvöldi til annars „Kynlífssjúkir“ leita lækninga í litlu herbergi í kirkju einni í sudurhluta Flórida sitja saman í hring fjórir karlar og fjórar konur. Þau skiptast á um að hafa yfir reynslusporin 12 sem AA- samtökin hafa að leiðarljósi. í upphafi viðurkennir fólkið vanmátt sinn. Þá stendur einn mannanna upp og kynnir sig. „Ég heiti Joe og ég er kynlífssjúkur". Annar maður, sem segist vera „fullnægingarsjúkur“, segir frá örvæntingunni þegar dómari dæmdi hann í 15 ára tugthús fyrir að hafa misþyrmt barni. “Móðir mín sagði mér alltaf að tala ekki við ókunnuga,“ segir ein kvennanna, 36 ára gömul. Hún bætir við: „Ég hlýddi henni. í staðinn fyrir að taia við ókunnuga hafði ég við þá samræði.“ Fólkið segir sögur sínar grátandi og síðan er andartaksþögn. Þetta er í fyrsta sinn sem sumir fundar- menn kyn- og ástsjúkra AA hafa skýrt frá leyndarmálum sínum. Þessa dagana eru víða samkomur í Bandaríkjunum, í kirkjukjöllur- um, sjúkrahúsum og í verslunar- húsnæði þar sem trúarsöfnuðir hafa hreiðrað um sig. Þeir sem þar koma saman eru miður sín vegna hegðunar sinnar og skömmin grúfir yfir þeim; þeir eru að reyna að komast að því á hvaða augnabliki þeir villtust af réttri leið. Hugtakið „kynlífssýki" er mjög umdeilt meðal sálfræðinga en engu að síður hafa sprottið upp ýmsir hópar í flestum stórborgum Banda- ríkjanna til að kljást við vandamál- in sem herja á þá sem sýna sjúkleg afbrigði í kynlífi. Útbreiðsla slíkra hópa er slík að í Minneapolis-borg einni, fyrsti hópurinn varstofnaður þar 1978, eru nú 30 slíkir hópar starfandi og hafa m.a. á verkefna- skrá sinni fundi fyrir maka kynlífs- sjúkra. Um hvaða fólk er hér að ræða? Flestir þeirra sem leita hjálpar eru miðstéttarfólk, margir eru í hjóna- bandi og sumir hommar. Nokkrir hafa komist í kast við lögin vegna áráttu sinnar. f meðferðarhópun- um er að finna presta, dómara og' opinbera embættismenn. Kynlífssjúkir vitna oft um það að þeir séu líka drykkju- og eitur- lyfjasjúkir. A.m.k. helmingur þeirra varð fyrir kynferðislegu of- beldi sem börn að sögn sálfræðings- ins Patricks Cames, sem skrifaði bókina „Out of the Shadows: Understanding Sexual Addiction“ (Út úr skuggunum: Skilningur á kynlífssýki). Hún kom út 1983 og varð til þess að vekja athygli á þessu vandamáli, að áliti margra. Einhvern tíma kemst þetta sjúka fólk að því að kynlíf er eins «HI Sálfræðingurinn Patrick Carnes að störfum í sjálfshjálparhóp kynlífssjúkra. (Mynd: Newswcek) áhrifamikið og efnafræðilegt lyf til að deyfa sársauka, hafa stjórn á reiði eða komast í yfirborðslega náin kynni við annað fólk. Ein- kennandi er að sjúklingarnir draga sig í hlé frá vinum og vandamönn- um. „Það er kynlífið sem gerir einangrun þeirra þolanlega," segir Carnes. En það gerir þá ekki hamingjusama. Margir þeirra þjást af þunglyndi og sjálfsmorðsþönk- um. Stundum standa þeir í mörg- um ástarsamböndum, eða leita lags við fólk til eins kvölds í einu, oft marga sama kvöldið eða vændisk- onur. Sumir hafa líka nautn af að sýna kynfæri sín eða leggjast á gægjur hjá öðrum, eða leita á börn. Nefnd innan samtaka banda- rískra sálfræðinga sem fjallar um sálfræðilegar truflanir í kynlífi felldi nýlega úrskurð þess efnis að ekki lægi fyrir nægileg sönnun þess að kynlífssýki ætti heima á listan- um yfir sjúklegt kynlífsathæfi. En ýmsir sálfræðingar eru sannfærðir um að hér sé um sjúkdóm að ræða og að hann breiðist ört út. Einn þeirra er dr. Mark Schwartz, sál- fræðingur við Tulane University, sem tekur til kynlífssýkimeðferðar sjúklinga á geðsjúkrahúsi í New Orleans. Hann segir að á undan- förnum 1-2 árum hafi komið fram í dagsljósið fjöldinn allur af sjúkl- ingum sem áður hafi verið í felum. Meðferð dr. Schwartz tekur fjór- ar vikur og komast færri að en vilja. Umsækjendur frá mörgum ríkjum Bandaríkjanna fylla langa biðlista. Schwartz hefur sett saman lista með 21 spurningu þar sem fólk getur sjálft kannað hvort það er haldið kynlífssýki og er stuðst við þennan spurningalista hvar- vetna þar sem fengist er við þetta vandamál. Á honum er að finna spurningar eins og „Setur kynlífs- hegðun þín þig í hættu?“ „Finnst þér kynlífshegðun þín eyðileggja þig sjálfan en getur samt ekki gefið hana upp á bátinn?“ „Er kynlífs- hegðun þín slík að þér finnst ástæða til að halda henni leyndri fyrir öðrum?“ „Veldur eðlileg kynlífshegðun, eins og sjálfsfróun, því að þér finnst þú hafa gert eitthvað rangt eða fyllist tóm- leika?“ Hvað er svo nýstárlegt við hug- takið „kynlífssýki"? Prófessor við læknadeild Cornell háskóla, sem hefur rannsakað fiknimál í 30 ár, segir að vandinn sé ekki lengur skilgreindur með tíðni kynreynslu. Nú sé frekar fengist við spurning- una um hvernig kynlífi sé lifað. Þeir sjúku noti ekki kynlíf til að sýna ást eða til skemmtunar, held- ur til að stjórna sársauka eða áhyggjum. „Það gengur svo langt ' að hugurinn allur og ímyndunarafl- ið er bundið við kynlíf og það hefur forgang fram yfir allar aðrar at- hafnir," segir hann. Dr. Schwartz segir atferli margra kynlífssjúkra slíkt að líf þeirra sé í hættu. Kynlífssjúkir séu svipaðir alkóhólistum sem neita því að þeir eigi við drykkjuvandamál að stríða. Þeir standi í þeirri trú að enginn viti hvernig ástand þeirra er. Síðan bætist nú við eyðniplág- an, sem hafi í för með sér endan- Iega áhættu. Enda segir einn sjúkl- inganna: Það á margt fólk eftir að deyja áður en tök nást á vandamál- inu. Allir vita um afleiðingarnar en við getum ekki hætt. Karen Feit stjórnar meðferð á sjúklingum á heilsuhæli í grennd Minneapolis, þar sem 300 sjúkling- ar hafa hlotið fjögurra til sex vikna meðferð vegna kynlífssýki. Hún álitur að vergjarnar konur séu engu færri en kynlífssjúkir karlar, en tekur það fram að það sé erfiðara fyrir konur að viðurkenna að þær eigi við vanda að etja. „Þær konur sem horfast í augu við vandann," segir hún, „láta yfirleitt til skarar skríða þegar hjónabandið er að fara í rúst, eða vegna ótta við eyðni, eða þá þær eru hræddar við það ofbeldi sem oft fylgir eins kvölds kynnum.“ Sjálfshjálparhópar kynlífssjúkra eru svo nýtilkomnir að enn er of snemmt að segja til um hvort þeir hafa varanlega bót í för með sér. En það er augljóst að þeir bjóða hughreystingu og huggun örvænt- ingarfullu fólki, sem hefur álitið að það ætti hvergi skjól. Dæmi um það er Larry, þrítugur iðnverka- maður í Minnesota, sem leitaði inngöngu í félagsskap SAA (Sex Addicts Anonymus) vegna þess hvað hann stóð í mörgum ástar- samböndum, auk þess sem hann var haldinn sjálfsfróunaráráttu. Þar að auki var hann altekinn áhuga á pornógrafíu. Móðir hans hafði beitt hann kynferðislegu of- beldi þegar hann var barn. Nú er Larry að leita sér hjálpar og reynir að treysta hjónaband sitt. Hann hefur þá trú að félagsskapurinn í SAA sé honum bráðnauðsynlegur til að batinn haldi áfram. „Fundirn- ir gefa mér ákaflega mikið," segir hann, „eins mikið og alls kyns ást, heilmikið af heilbrigðum faðmlög- um og auk þess stað þar sem er óhætt að segja frá öllum leyndar- málum.“ Nú er loks í augsýn bati fyrir Larry og aðra hans líka vegna þess að fjöldi fólks er nú tilbúinn að koma fram í dagsljósið og skýra frá því sem enginn dirfðist að segja frá .áður. (Newsweek) MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.