Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn ÁRNAÐ HEILLA Sextugur í dag: Sveinbjörn Dagfinnsson Á sextugsafmæli Sveinbjarnar Dagfinnssonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, hvarflar hugurinn aftur um 14 ár, þegar við hittumst fyrst til þess að taka tal saman í næði. Hann kom austur á Hérað með ráðherra sínum, Hall- dóri E. Sigurðssyni, og þeir ætluðu saman að skoða Hallormsstaðaskóg, ásamt því að reka önnur erindi. Þröngt var á gistihúsinu, svo að þannig skipaðist, að Sveinbjörn gisti hjá okkur. Þetta hljóðláta kvöld sátum við framan við arineld og talið barst m.a. - og líklega mest - að starfsvettvangi mínum, skógrækt- inni. Orðin sem töluð voru, eru mér nú gleymd, en hitt man ég, að skoðanir okkar fóru undarlega vel saman. Mér þótti einstaklega nota- legt að ræða við þennan húsbónda minn, sem starfaði í svo mikilli fjarlægð frá mínum vinnustað. Við höfðum daginn áður farið í nokkurra klukkutíma skógargöngu með Hall- dóri E. í yndislegasta veðri, sem hugsast gat. Skógurinn og skógrækt- in var því sjálfgefið umræðuefni. Mér þótti náttúrlega vænt um að finna áhuga Sveinbjarnar á þessu verkefni. Hann hafði reyndar fengið nokkur kynni af skógræktinni frá tengdaföður sínum, Hermanni Jónassyni fyrrv. forsætisráðherra, sem var um langt skeið varaformað- ur Skógræktarfélags Islands og rækt- unarmaður af guðs náð, eins og gróðrarstöð hans í Fossvogi og skógarreiturinn á Kletti í Reyk- holtsdal báru gleggst vitni um. En þennan dag hafði Sveinbjörn fengið tækifæri til þess að sjá besta árangur- inn í skógrækt hér á landi á þeim tíma. Gleði hans yfir því duldist ekki kvöldið góða. Ekki óraði mig fyrir því þá, að ég ætti eftir að hafa við hann náið samstarf, sem nú hefir staðið í 10 ár og 16 daga. Samstarf, sem aldrei hefir borið skugga á og orðið því nánara sem liðið hefir á, þegar hann er nú genginn formlega í framvarð- arsveit áhugafólks um skógrækt. Fyrir mig hefir þetta verið meiri styrkur en orð fá lýst. Fyrir „málefn- ið“ er hann ómetanlegur. Ekki skulu hér rakin í smáatriðum æviatriði Sveinbjarnar, en lög- fræðingur er hann að mennt, stund- aði framhaldsnám í fræðigrein sinni í Þýskalandi einn vetur, varð fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu að loknu embættisprófi 1952, deild- arstjóri í landbúnaðarráðuneytinu 1958 og ráðuneytisstjóri í sama ráðu- neyti 1973. Hann starfaði á yngri ráðuneytisstjóri árum í ýmsum félagasamtökum en síðar mest í samtökum hestamanna, uns hann var á sl. ári kjörinn í stjórn Skógræktarfélags íslands. Kvæntur er hann Pálínu Her- mannsdóttur Jónassonar og eiga þau 4 börn. Eins og geta má nærri og þegar hefir verið nefnt, hafa kynni okkar orðið mest í kringum starf mitt að skógræktarmálum. Fyrir utan venju- legan daglegan rekstur, hefir Svein- björn haft forystu í ýmsum nefndum og hópum, formlegum og óformleg- um, þar sem ég hefi verið kvaddur til þátttöku. Ætíð hefir forysta hans verið málefnaleg og örugg, þar sem leitað hefir verið eftir sem flestum sjónarmiðum. Af slíkum störfum held ég mér sé minnisstæðast að hafa fengið að starfa með honum og öðrum ágætum mönnum að gerð og framkvæmd tveggja landgræðslu- áætlana, sem hafa reynst veruleg lyftistöng fyrir landgræðslu og skóg- rækt og rannsóknir því tengdar að endurheimta landgæði og notfæra sér nýjan gróður í því skyni. Skoðun- arferðir um landið í sambandi við þetta starf, sem Sveinbjörn gekkst fyrir, verða okkur lengi minnisstæð- ar. f tengslum við landgræðslumálin verður að geta um eitt mál, sem verið hafði í miklum ólestri, en ‘ Sveinbjörn gekk í að koma bættri skipan á: Gerð grunnkorta, sem gætu orðið tæki til margvíslegrar skipulagsvinnu. Ýmsir aðiljar höfðu um skeið fengist við slíka kortagerð hver í sínu horni og sumpart í slóð hver annars. Honum tókst að ná þessum aðiljum saman og fá þá til Sumarferð ’87 Sumarferð Framsóknarfélaganna I Reykjavík verður farin laugardag- inn 18. júlí n.k. Farin verður Fjallabaksleið syðri. Aðalleiðsögumaður verður Þórarinn Sigurjónsson frá Laugardaelum. Meðal leiðsögumanna eru: Þorsteinn Oddsson á Heiði, Sigurjón Pálsson frá Galtalæk, Hermann Guðjónsson, Finnur Ingólfsson og Guðni Ágústsson. Þeir sem vilja koma í rútuna f Hveragerði, Selfossi, Hellu eða Hvolsvelli eru beðnir um að láta Eirík á skrifstofu Framsóknarflokksins vita f síma 91-24480 og verður þá stoppað þar. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Ungt framsóknarfólk! Við hvetjum ykkur til að fjölmenna í sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík á laugardaginn. Farin verður Fjallabaksleið syðri sem er stórskemmtileg fjallaleið. Haldið verður af stað kl. 8.00 og komið í bæinn um kl. 22.00. Það verður góð stemmning með góðu fólki. Sjáumst! Stjórn FUF f Reykjavík. þess að samræma vinnu sína, svo að nú blasir við, að í fyrirsjáanlegri framtíð verði til kort, sem nota má við gerð skipulags í sveitum landsins. Gróður- og jarðakortin, sem nú er verið að gera af öiiu íslandi, eru fyrsti sýnilegi árangurinn af þessu framtaki Sveinbjarnar. Útgáfa þess- ara korta var komin í strand, en er nú á fullu skriði, og er á okkar tímum álíka þýðingarmikið verk og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var fyrir nær 300 árum. Ég þakka Sveinbirni á þessum merkisdegi í ævi hans fyrir samstarf og hjálp, sem hann hefir ætíð verið reiðubúinn að veita mér, og holl ráð. Áhugi hans á því að endurheimta gróður landsins og auka hann að fjölbreytni hefir verið okkur, sem að þeim verkum starfa, ómetanleg hvatning til þess að gera okkar besta. Svo ánægjulegt sem það er að leita til hans á skrifstofunni, sem er að sjálfsögðu aðalvinnustaður hans, hefir þó orðið minnistæðast að fara með honum á vettvang í skóglendun- um og á nýmörkunum og gleðjast með honum yfir því, að þar bregður fyrir sýn, sem niðjar okkar eiga vonandi eftir að sjá stórum svæðum á íslandi. í nýmörkunum sér hann nýjan möguleika fyrir framtíð margra sveita. Og aldrei þreytist hann á því að brýna okkur á því að standa betri vörð en við höfum gert um birkilendið með blágresinu blíða, þennan öflugasta varnarmúr jarðvegsins og annars gróðurs. Fyrir hönd skógræktarmanna þakka ég Sveinbirni fyrir „góða hjástöðu" eins og Goðmundur á Glæsisvöllum þakkaði Þorsteini bæjarmagni forðum. Eftir er þá aðeins að færa Svein- birni bestu afmælisóskir okkar Guðrúnar og samgleðjast Pálínu og börnum þeirra á þessum tímamótum í ævi hans. Sigurður Blöndal. Sviðsmynd: Ný hljómplata frá Greifunum Hljómsveitin Greifarnir varð til er meðlimir hennar tóku þátt í Músík- tilraunum 1986. Áður höfðu fjórir af fimm meðlimum Greifanna starfað saman í heimabæ sínum Húsavík undir nafninu Special Treatment. Greifarnir tóku þátt í hljómsveita- keppni í Atlavík árið 1985 og í Músíktilraunum sama ár. Ári síðar sigruðu þeir Músíktilraunir og var þá nýr söngvari genginn til iiðs við hljómsveitina, Felix Bergsson. Nokkru síðar gáfu Greifarnir út plötuna Blátt blóð síðasta sumar. Nú láta Greifarnir frá sér plötuna Sviðsmynd. Á henni eru lögin “Ást“,“Framan við sviðið“, „Frysti- kistulagið" og „Þyrnirós“. Næsta haust hyggjast Greifarnir jafnframt hljóðrita efni á nýja stóra plötu sem kemur á markað fyrir jólin. Hljómsveitina skipa Felix Bergsson, Kristján Viðar Haralds- son, Sveinbjörn Grétarsson, Jón Ingi Valdimarsson og Gunnar H. Gunnarsson. Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli. UUMFEROAR I 1 RAD Fimmtudagur 16. júlí 1987 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK ~ Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjörnsson leika á Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Á þriðju tónleikahelgi Sumartónleika t Skálholti munu Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjörnsson leika bæði gömul og ný verk fyrir flautu og fiðlu. A laugardag kl. 15 leika þau eingöngu verk eftir G. Ph. Telemann. Á laugardag kl. 17 leika þau blandaða efnisskrá og á sunnudag kl. 15 verða seinni tónleikar frá laugardegi endurteknir. Á sunnudag Id. 17 er messa í Skálholtskirkju. Dr. Sigurður Örn Steingrímsson predikar en sr. Guðmundur Úli Ólafssón þjónar fyrir altari. Organisti er Ólafur Sigurjónsson. Manuela Wiesler og Einar G. Sveinbjörnsson munu einnig leika við messu. Áætlunarferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík báða tónleikadagana kl. 13 og til baka frá Skálholti kl. 18. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Jón Baldvinsson tekur á móti þingmanninum Daniel K. Akaka frá Hawaii á sýningu sinni í Menningárstofnun Bandaríkjanna. Jón Baldvinsson sýnir í Menningarstofnun Jón Baldvinsson málari sýnir verk sín í Menningarstofnun Bandaríkjanna við Neshaga 16 þessa dagana. Sýningin er i opin til kl. 20 í kvöld, á morgun frá hádegi til kl. 17 og á laugardag kl. 14-22. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sími 52502. fna Saldme. ína Salóme í Nýlistasafninu fna Salóme heldur einkasýningu á textilverkum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3 frá 18. júlí til 26. júlí. ína útskrifaðist frá MHÍ árið 1978 og hélt síðan til framhaldsnáms í Svíþjóð og Danmörku. Síðastliðin fjögur ár hefur ína dvalið í Finnlandi, þar af sex mánuði í norrænu myndlistarvinnustofunni að Sveaborg veturinn 1986-87 og eru verkin sem hún sýnir núna öll unnin þar. Þetta er önnur einkasýning fnu Salóme, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Nýlistasafnið er opið virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 18. júlí - kl. 08 Hekla. Gönguferð fram og til baka á Heklutind (1491 m) tekur 10 klst. Ógleymanleg gönguferð. Verð kr. 1.200,- Sunnudagur 19. júlí: Kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1000. Kl. 10. Dyravcgur - Grafningur. Gengið frá Kolviðarhóli um Dyraveg (gömul þjóðleið) í Grafning. Verð kr. 800. Kl. 13. Illagil - Vegghamrar í Grafningi. Ekið í Hestvík og gengið þaðan inn Illagil að Vegghömrum. Verð kr. 800. Miðvikudagur 22. júlí: Kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1000. kl. 20 Ketilstígur (kvöldferð). Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. Norræna húsið: Opið hús fyrir norræna ferðamenn Merkir staðir á Suðurlandi f kvöld kl. 20.30 verður opið hús fyrir norræna ferðmenn í Norræna húsinu. Þar flytur Árni Böðvarsson, orðabókarritstjóri og málráðunautur, fyrirlestur, sem nefnist: Merkir staðir á Suðurlandi. Fyrirlesturínn er á norsku. Þá verður sýnd kvikmyndin Surtur fer sunnan með dönsku tali. Norræna húslð: Sól, hnífar, skip Sumarsýning Norræna hússins stendur nú yfir. Sól, hnífar, skip er yfirskrift sýningarinnar og er listamaðurinn Jón Gunnar Árnason, sem sýnir þar teikningar og skúlptúr. Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári) 11. júlf 1987 (Ein * merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *”* vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveönir af bönkum og sparisjóðum Lands- banki Utv'égs- banki Búnaðar- banki Iðnaðar- banki Verslunar- banki Samvinnu- banki Alþýöu- banki Spari- Vegin sjóðir meðaltðl Dagsetning siöustubreytingar 11/7 11/7 11/7 11/7 11/7 21/6 1/7 11/7 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 8.00* 6.00 6.00 8.00 6.00* 4.00 6.00 4.00" 6.40* Avisanareikningar 8.00* 6.00 6.00 6.00 6.00* 7.00 12.00 4.00" 6.80* Alm.sparisj.bækur 15.00* 12.00 13.00 14.00 14.00* 10.00 12.00 15.00"* 13.80* Annað óbundiðsparitó" 7-24.50 12-23.90 7-22.00 14-20.00* 11-22.50 12-18.00 3.50 7-22.00 Uppsagnarr.,3mán. 16.00* 15.00 13.00 15.00* 15.00 16.00 16.00* 13.80 Uppsagnan.,6mán. 17.00 14.00 20.00 20.00* 17.00 19.00 17.00* 16.80* Uppsagnarr., 12mán. 17.00* 19.00 20.00 26.50"° 17,70* Uppsagnarr., 18mán. 25.00" 27.00 25.50 "31 25.60 Verðtr.reikn3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 Verðtr.reikn6mán. 3.50 4.00 3.50 3.00* 3.50 3.00 4.00 3.50 3.50* Ýmsirreikn." 9.00 5-6.50" Sórstakarverðbætur 14.0* 12.00 18.00 14.00 12.00 10.00 12.00 12Í29.3"1* 15 90* Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandarikjadofiar 6.00 6.25* 6.00 6.25 6.50 6.00 6.50 6.50* 6.20* Steriingspund 7.50 8.00 8.00 7.50 9.00 6.00 8.00 7.50 7.80 V-þýskmðrk 2.50 2.75* 2.75 2.75 3.50 3.00 3.00 3.00 2.80 Danskarkrónur 8.50 8.75* 8.50 8.50 10.00 9.00 9.00 8.50 8.60* Utlánsvextir: VixJar(tocvextir) 27.00* 24.00* 24.00" 28.50 28.50* 24.00" 25.50 26.00"’ 26.30* Hlaupareikningar 28.50* 25.50* 25.00 30.00 30.00* 25.00 27.00 29.50* 27.70* þ.a. grurmvextir 12.00 12.00 12.00 11.00 12.00 1Z0O 12.50 12.00 11.90 Alm-skuldabról" 28.00* 25/25.5"* 28.00* 29.50 29.50* 25.00 26.50 29/29.5"* 27.90* þ.a. gnjrmvextir 10.00 1Z00 12.00 11.00 1Z00 12.00 12.00 12.00 1120 Verölrakbf.að2Sárs 8.00* 7.5Æ.0"* 7.50 9.00* 8.00 7.00 7.50 7.8/B.0"* 7.90* Verðtr.skbr.>2.5árS| 7.50 6.75/7.0" 7.50 8.00 8.00 7.00 7.50 7.98.0" 7.50 Afurðalán í krónum 23.00 21.00 23.00 23.00 23.00 24.00 23.00 Afurðalán í SDR 7.75 7.75 7.75 7.75 8.00 825 7.90 Afurðalán í USD 8.75 9.00 8.75 8.75 9.25 8.75 8.80 Afurðalán i GBO 10.00 10.50 10.00 10.00 10.75 11.50 10.40 Afurðalán í DEM 525 525 5.25 5.25 5.50 5.50 5.30 II. Varekiavexlír, ákveðnir alSoðlabanka: Frá l.júnl 1987 2.8% (33.6% árári). I.Júll 19873.0% (36.0% áári). III. MeðaJvextir 21.5.87 (gota gitt I júnj 87): Alm. skbr. 22.9% (102+12.7). ví. lán að 2.5 ánm 6.8% og mrxisl 25 ár 7%. MeðalvexHr 21.6.87 (gela g* I júll 87): Alm. sktx. 24.6% (10.9+117), vB. lán að 2,5 ánjm 7.2% og mimsl 25 ár 7.3%. 1| Sjá meðfylgjanrí lýsingu. 2) Aðelns hjá Sp. Véist). 3) Aðeris hjá SPRON. Sp. Káp.. Hafna4, Mýras, Atareyrar. ÓlaMl. Svarld. SlgUi, NorM).. Arskðgsstr. i Eyrar I Kellavlk. 4) Viðsk.vlxlar koypör m.v. 26.0% vext hjá Bún.banka 25.0% hjá Samvianka og 26.5% hjá nokknrm sparisj. 5) Vaxlaálag á skukjatxél li uppgjöts vanskilalána er 2% á ári. Vertb. beitjr þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. GeL. Mývem, Reykd. 09 Akureyrar. 7) Lœgri vexímir gida elum tastegnaveð eraðrœða.8)Uegrilalanervegnainnlána.9)UndanlerSp. IKellav[k:Tékkare<kn.3%,alm.spartókogsét5t.verðbeBtur10%ogSp.V4tún:TNd(ar8i(a7%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.