Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. júlí 1987 Tíminn 7 Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Guðmundur Bjarnason þingmaður af Norðurlandi eystra er einn af sex ráðherrum í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem ekki hafa gegnt ráðherradómi áður. Þrátt fyrir að Guðmundur sé ungur að árum, aðeins 42ja ára, þá hefur hann þegar mikla reynslu sem stjórnmálamaður. Hann fór snemma að vinna með Framsóknarflokknum og má nefna að hann var formaður F.U.F. á Húsavík um tíma, fulltrúi í miðstjórn flokksins og hefur verið ritari hans seinni árin. Fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Húsavíkur 1970-1977, þar af forseti bæjarstjórnar frá 1974. Guðmundur var fyrst kosinn á Alþingi 1979 og hefur setið þar síðan. Þar hefur hann m.a. átt sæti í fjárveitinganefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Eg vil efla heilbrigðisþjón ustu á lands bvaaðinni Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Tímamynd: BREIN „Ég kem hér að mjög stórurn • málaflokki sem eru heilbrigðismál- in öll og almannatryggingarnar. Ég geri mér grein fyrir því að hér eru mikil störf að vinna, verkefnin eru fjölbreytt og yfirgripsmikil. Mín kynni af þessu eru störf mín á Alþingi undanfarin ár, í gegnum setu í fjárveitinganefnd Alþingis og nú síðustu veturna í heilbrigðis- og trygginganefnd neðri deildar. í fjárveitinganefnd hef ég haft tök á að fylgjast með fjárstreymi til ráðuneytisins og þeirra málaflokka sem undir það heyra. Auðvitað er ekki alltaf tími til að kafa ofan í einstaka þætti í fjárveitingum til heilbrigðis- og tryggingamála þeg- ar þeir koma þar til umfjöllunar, eða skoða hvernig einstakir kostn- aðarliðir eru uppbyggðir. Þó er það reynt eftir getu í fjárveitinga- nefndinni. En þar kynnast nefndar- menn þó því hvernig fjármagninu er varið. f heilbrigðis- og trygginga- nefnd er hins vegar meira fjallað um frumvörp sem koma frá eða falla undir valdsvið heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis og önnur þau mál sem eru til meðferðar í ráðu- neytinu á hverjum tíma. Þau eru mörg vandamálin sem hér þarf að leysa. Fyrsta verkefni mitt hér hefur einmitt verið ásamt starfsmönnum ráðuneytisins að fara í gegnum fjárlagatillögur ráðu- neytisins fyrir árið 1988. Það starf hefur gefið mér betri yfirsýn yfir verkefnin og í kjölfar þess á ég eftir skoða nánar hverju ég vil og get breytt. Helstu verkefnin á kjörtímabilinu í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að taka skuli allt fjárhagslegt skipulag heilbrigðisþjónustu og sjúkratrygginga til gagngerrar endurskoðunar. Þar er talað um að nýta alla fjármuni sem best og mér er það fullkomlega ljóst að það verður að gera þær kröfur til ráðu- neytis sem fer með u.þ.b. 40% af fjárlögum að þessu mikla fé verði skynsamlega og vel varið. Nú er auðvitað mjög stór hluti fjármunir sem renna til tryggingakerfisins, þ.e.a.s. elli- og örorkulífeyris. Þar er um að ræða fastan farveg sem kostar sitt. Síðan er allur kostnað- urinn við sjúkrahúsin og heilsu- gæsluna. f þessu sambandi vil ég leggja áherslu á hið svokallaða forvarnastarf, þ.e. að reyna að koma sem mest í veg fyrir sjúk- dóma, treysta og styrkja heilsu- gæsluna og annað forvarnarstarf í hvaða mynd sem það er. Þannig mætti hugsanlega draga úr því fj ármagni sem rennur til sjúkrahús- anna og heilbrigðismálanna. Heilsusamlegt líferni í hvaða mynd sem það er, það að mann- eskjunni iíði vel og sé í jafnvægi er tvímælalaust besta tryggingin fyrir heilbrigðu mannlífi; - besta for- vörnin. Varðandi tryggingamálalöggjöf- ina sjálfa þá hefur Alþingi á undan- förnum árum verið að gera breyt- ingar á einstökum þáttum. Ég er hins vegar fullviss um að nauðsyn- legt er að endurskoða almanna- tryggingalöggjöfina í heild, sem er mikið verkefni. Nefnd hefur verið að störfum við að athuga þau mál, en ég hef ekki haft tíma til að athuga hvar þau eru á vegi stödd, en því verki þarf að sinna á næst- unni. Við erum að byggja stór og mikil sjúkrahús og við viljum veita þá þjónustu hér sem mögulegt er og þurfa þar af leiðandi að leita sem minnst til útlanda með sjúkraþjón- ustu. Úr þeirri áherslu verður ekki dregið. Hins vegar verður ávallt að hafa hagkvæmnissjónarmið í há- vegum í þeim efnum. Þá eru einnig gífurlega stór verkefni í gangi sem verða að hafa sinn framgang. Má þar nefna krabbameinsdeildina við Landspítalann eða K-bygginguna svonefndu, sem er hundruð milljón króna dæmi á næstu árum. Þá hef ég séð undanfarna daga á tölum í þeim gögnum sem ég hef verið að skoða að lyfja- og sér- fræðikostnaður hefur aukist hlut- fallslega mjög mikið á seinustu árum. Að vísu eru þetta ekki stærstu tölurnar í heilbrigðismál- unum, það er miklu fremur annar rekstur stóru sjúkrahúsanna, en þessir tveir liðir hafa hækkað lang- mest hlutfallslega og þetta vil ég láta skoða. Ég vænti þess ef þessi atriði verða skoðuð nánar og ef frekara aðhald verður að raunveruleika þá þurfi að athuga samninga við heil- brigðisstéttirnar, hvernig þeim er varið. Ég er þó ekki reiðubúinn að segja meira um það á þessu stigi en allt þetta þarf að athuga vel. Þessi atriði eru ofarlega á blaði þegar farið verður að skoða hið fjárhagslega skipulag. Þó svo að ég muni leitast við að nýta fjármunina sem best og leita sparnaðarleiða þá vil ég leggja áherslu á að ekki er verið að tala um að skerða þá þjónustu sem ég tel að samfélagið eigi að veita þeim, sem á henni þurfa að halda, þ.e. fatlaðir, sjúkir og aldraðir. Þeir eru skjólstæðingar þessa ráðu- neytis og þeir eiga að fá þá þjón- ustu sem þeim ber. Það er eitt af stærstu hlutverkum okkar velferð- arþjóðfélags. Ég hygg að íslendingar hafi gert vel í þessum málum á undanförn- um árum og á þeirri grundvallar- stefnu verða engar róttækar breyt- ingar. Þá vil ég leggja áherslu á að heilbrigðisþjónusta á landsbyggð- inni verði efld og hún bætt þannig að fólk þurfi ekki að leita eftir allri þjónustu á höfuðborgarsvæðið. Unnið hefur verið í þessum málum á undanförnum árum með upp- byggingu heilsugæslustöðva. Það hefur verið mikilvægt fyrir lands- byggðina að koma á þeirri þjón- ustu. Þessu verkefni er ekki lokið, enn er verið að byggja heilsugæslu- stöðvar og því verkefni verður að halda áfram. Ég vil einnig styrkja stöðu stærstu sjúkrahúsanna úti á landi þannig að þau séu fær um að takast á við þau verkefni, sem hægt er að annast þar, t.d. á Akureyri og ísafirði svo ég nefni einhverja staði þar sem mikil uppbygging hefur verið í gangi. f þessu sambandi má einnig taka til athugunar hvemig hægt er að deila verkefnum milli sjúkrahúsa og sérhæfa stóru sjúkrahúsin, þannig að þau séu ekki öll að fást við sömu verkefni. Sérhæfing þeirra á tilteknum sviðum hlýtur að geta orðið hagkvæm, bæði í mannafla og tækjakosti. Að vísu er þetta nú þegar að einhverju leyti orðið að veruleika. Spurningin er hvort ekki megi koma slíkri sérhæfingu á í enn meiri mæli. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Umræðan um betri aðgreiningu verkefna ríkis og sveitarfélaga hef- ur lengi verið í gangi í pólitískri umræðu. Og það hefur verið rætt um að skoða það sérstaklega í heilbrigðisgeiranum. Við þá endurskoðun er nauðsynlegt að hafa í huga að saman fari ábyrgð á stjórnun og fjármagni. Það eru sjálfsagt ýmsirþættir í þessari þjón- ustu sem betur væru komnir hjá sveitarfélögunum, þá helst þeir sem lúta að heilsugæslunni. Nú hafa tvær nefndir verið að störfum við verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga ogskilað ítarlegu áliti. Verð- ur þetta mál skoðað hér í ráðuneyt- inu með hliðsjón af störfum þess- ara nefnda. Forvarnastarfið f málefnasamningnum er lögð áhersla á forvarnastarfið, heilsu- vernd og sjúkdómaleit, með það að markmiði að stemma stigu við sjúkdómum og slysum. Fræðslu- starf um ábyrgð einstaklinganna um eigin heilsu hlýtur að vera mikilvægt. í því sambandi kemur vel til greina að stíga eitthvert skref á átt til svokallaðrar neyslu- eða manneldisstefnu í því augnamiði að gera fólki betur grein fyrir því hvað kemur heilsu þess og heil- brigði best og þá einnig hvernig menn byggja upp sinn líkama og þol. Þannig að hugsjónin „heil- brigð sál í hraustum líkama" verð- ur í fullu gildi. Ávana- og fíkniefnavarnir Þetta er vaxandi vandamál í þjóðfélaginu og stjórnvöldum ber skylda að taka á þessu vandamáli af fullum krafti og leita árangurs- ríkra lausna þar á. Nýlega lauk störfum nefnd og skilaði skýrslu þar sem bent er á ýmsar leiðir í því skyni. Hér er vissulega mikið verk að vinna og hefur ríkisstjórnin þegar ákveðið að skipa nefnd til að samræma vinnubrögð og fylgja málinu eftir. Óldrunarmálin Undir ráðuneytið heyra mál aldraðra. Mikil þörf er á húsnæði fyrir aldraða um land allt. Eftir- spurnin eftir fyrirgreiðslu Fram- kvæmdasjóðs aldraðra, sem hefur þessa uppbyggingu á sinni könnu ásamt sveitarfélögunum, er mikil. í þessum málum má örugglega koma á meiri hagræðingu og þá einkum í þá átt að veita öldruðum betri þjónustu í heimahúsum, svo lengi sem þeir eru færir um að búa einir. Þannig má nýta betur þær fjárfestingar sem fyrir hendi eru. í sinni heimabygð og í því umhverfi sem þetta fólk hefur búið í, hlýtur því að líða best og okkar hlutverk er að búa öldruðum þær aðstæður að þeir geti verið heima hjá sér sem lengst. Heimahjúkrun hefur verið að aukast, en það má alltaf gera betur. Lyfja- og sérfræðiskostnaður Lyfjamálin hafa verið mikið til umræðu vegna hins háa lyfjakost- naðar í heilbrigðiskerfinu. Það á bæði við um lyfjaneyslu og lyfja- verð. Það verður því að líta á þetta sem tvíþætt vandamál. Annars vegar verður að athuga hvort hægt er að draga úr neyslu lyfja og hins vegar hvort lækka megi verð með því að endurskoða þá þætti sem mestu skipta, þ.e. sölu- og dreifi- kerfið. Umhverfismál Margir þættir, sem lúta að um- hverfismálum og umhverfisvernd heyra undir þetta ráðuneyti. Ríkis- stjórnin hefur sett sér það markmið að samræma alla þætti er lúta að umhverfisvernd og mengunarmál- um. Heilbrigðis-og tryggingamála- ráðuneytið mun þurfa að taka mikinn þátt í því verki. Undir þetta ráðuneyti heyrir hollustu- vernd og heilbrigðiseftirlit. Undir ráðuneytið fellur einnig eftirlit með eiturefnum svo og Geislavarnir ríkisins. Með tilliti til alls þessa er ljóst að í þessu ráðuneyti er við margvísleg verkefni að glíma og á hverjum degi koma upp ný mál sem taka þarf á og leysa. Heilbrigðis- og tryggingamálin eru einn mikilvæg- asti þáttur okkar velferðarþjóðfél- ags og á þessu sviði má ekki láta merkið niður falla. Það er mikilsvert fyrir Fram- sóknarflokkinn að fá nú tækifæri til að stjórna þessum málaflokki,“ sagði Guðmundur Bjarnason. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.