Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. júlí 1987 Tíminn 9 SKÓGRÆKT I Hákonarskógi Þegar þjóðin reis úr öskustónni á síðasta aldarmorgni undir hárri árdagssól nýrrar framtíðar hafði hún glatað skóginum eins og gull- öldinni og mörgu öðru smálegu á langri hrakfallaför - eða brennt hann og beitt sér til lífs - og horfði síðan á móðurmold sína fjúka út í mistur og auðn. En það sem verra var; þjóðin hafði líka brennt skóg- inn í brjósti sínu. Sá uppblástur var mestur og verstur. Meginhluti hennar trúði því ekki lengur að skógar gætu dafnað á íslandi framar. Ræktunarmenn voru þó enn all- margir til og þeir hófust handa, en skógurinn var ekki hugsýn þeirra í þessari fyrstu ræktunarlotu. Þeir trúðu á grasið, og enginn skyldi vanmeta þann átrúnað, enda varð pund þeirra mikið. Og í einstaka íslensku brjósti lifði samt skógar- sproti þrátt fyrir allt og nærði von um að skógrækt gæti orðið mikil- vægt landgræðsluúrræði, því að grasið og skógurinn yrðu að vinna saman til þess að hemja móður- moldina og stöðva brottflug hennar. Þessir fáu menn gátu ekki höndum haldið og stungu niður einum og einum sprota hér og þar. Og viti menn, þeir urðu grænir. En þetta var hiédrægt starf í hálfgerð- um felum. Einstaka hrópandi dró ekki af röddinni þegar hann benti þjóðinni á fjúkandi auðnina. Nú vitum við, að þeir hrópuðu ekki til einskis. Einn þeirra var Sigurður búnaðar- málastjóri. Gamanhaukar sögðu að hann hæfi allar ræður sínar og greinar með orðunum: Land vort er bert og nakið. Honum dygðu ekki minna en tvö sterkustu lýsingarorð í þetta kall. Samt óx enginn skógur enn í brjósti þjóðarinnar. Þegar svona var statt kom Hák- on Bjarnason, skógræktarstjóri til leiks, ungur og gunnreifur. Hann hafði gert sér ljóst, að sá sem ekki kann er vopnvana í hverri orrustu, og því leitaði hann einna fyrstur íslendinga kunnáttu í skógrækt í erlendum menntastofnunum. Hann gerðist skógræktarstjóri og hófst handa. Og nú er hann áttræð- ur, dagsverkið að mestu að lyktum leitt. Og hvílíkt dagsverk! Að því loknu er hann lýsandi dæmi um það, hve mikilvægt það er að fá til verks menn með eldhuga, hörku og þann eiginleika sem úrslitum ræðum - að stælast við hverja raun - eiga stálvilja, þegar hefja þarf sókn að nýju marki í málefni sem efinn hef- ur sauðbundið. Skógræktardæmi Há- konar Bjamasonar er órækt vitni um þetta. í hans hlutverki var ekki nóg að kunna fræðin vel, ekki nóg að vera ötull og sívakandi. Við þessar aðstæður hefði æviverk hans varla orðið nema hálft, ef hann hefði ekki átt eldhugann, trúna á það sem hann var að gera, vígfimina og duginn til að berjast. Mörg dæmi má finna um það í lífi og starfi Hákonar, að næsti hjalli varð ekki klifinn með venjulegu ganglagi í íslenskri embættisfærslu. Hann rak sig hvað eftir annað á veggi. En hann hafði ekki skap til að beygja hjá eins og beygur kvað, heldur réðst á torfæruna með tvíefldum krafti og komst yfir hana með mál sitt. Þegar kunnátta, framsýni og dugur hafa slíkan orkugjafa er sigurför vís. Þegar litið er um öxl í áttræðisáfanga Hákonar Bjarna- sonar, getur engum blandast hugur um það. Hann sótti nýja og nauðsynlega landnema í gróðurríki íslands yfir höf og lönd eins og víkingur á söguöld. Hann réðst gegn efanum með brugðnum brandi hvar sem öxi hans birtist. Hann ýmist heill- aði menn, ögraði þeim eða kom við kaunin. Hann hefði getað látið duga að græða skóg í moldinni, en hann vissi að það var ekki nóg eins og á stóð. Þann skóg mundi kala, ef hann næði ekki að festa rætur í brjósti þjóðarinnar. Þess vegna barðist eldhuginn við glám efans og sigraði með liði sínu og sam- verkamönnum sem sífellt fjölgaði. Raddir efans mega nú heita þagn- aðar. Þótt nýskógar íslands, utan mannsbrjóstanna, séu ekki víð- feðmir enn, er það sem gerst hefur í skógræktarmálunum meðal bestu gjafa sem þjóðin hefur hlotið á þessari öld. Við Hvaleyrarvatn ofan Hafn- arfjarðar hafa Hákon og Guðrún kona hans ræktað sinn eiginn skógarreit á nokkrum hekturum eins og dæmi um það hvað hægt er að gera með grænum höndum. Þar lét Hákon lúpínuna mynda skógar- svörðinn á blásnum melum og rofabörðum. Nú teygja hlynir langa ársprotana til himins. S.l. sunnudag buðu þau Guðrún og Hákon allmörgum skógarvinum sínum þangað heim. Það varð eftirminnileg stund. Einn gestanna - boðinn eða óboðinn - var Storm- ur frændi Hákonar. Og hver hefði fremur átt að líta við hjá Hákoni þennan heiðursdag? Stormur brá á leik, sveiflaði öldunum á vatninu í faldafeyki og þyrlaði upp moldar- strók úr hverju rofabarði í höfðun- um handan vatnsins. Síðan sendi hann gulbrúna moldarflugröst fram úr mynni Seljadals út í mistrið í átt til hafs. Það var eins og hann vildi segja: Góðir Hákonargestir, hér er ég líka, og ég verð eldri en Hákon karl. Og þó að ég nái mér ekki lengur niðri þarna í hlíðinni hjá ykkur, stækka melarnir mínir meira en skógurinn ykkar. Það er stórt orð Hákon, en ég er samt stærri enn. En Hákon leiddi gesti sína í skóg sinn þar sem unað var um stund í lognkyrru rjóðri við hjal og söng, þótt stormurinn herti á moldar- blæstrinum úr Seldal. Síðan var gengið heim í skógar- hús Hákonar og Guðrúnar, og menn héldu áfram að minnast þess hvers virði það hefði verið að eiga Hákon. Að lokum reis Steindór Steindórsson, sá hugreifi öldungur, úr sæti og mælti: Ég þarf aðeins að segja eitt orð - Hákonarskógur. Og það sagði allt sem segja þurfti. Við vorum í Hákonarskógi, og þeir skógar sem vaxið hafa í ís- lenskri mold og mannsbrjóstum síðustu hálfa öldina eru öðru frem- ur Hákonarskógar, og þeir eru mikils vísir. Seinna koma aðrir skógar ef hamingjan lofar. Ennþá er verk að vinna, því að stormurinn heldur áfram að sverfa niður í grjót seldalina, þar sem áður draup smjög af stráum. En Hákonarliði hefur líka fjölgað að miklum mun. En Hákoni sjálfum finnst úr hófi hve mikið látið er með hann núna Hvað er þetta? Ég gerði ekkert annað en skyldu mína, segir hann. Já, alveg rétt, Hákon minn góður. Þú ræktir aðeins vel þá lífsskyldu hvers góðs manndóms manns að glæða þann eld sem honum er gefinn og láta hann lýsa öðrum inn í framtíðina. En þú hefðir svo sem getað dregið af þér við þetta, sussað svolítið á eldmóðinn. Það hefði líklega orðið þér þægilegra. Það var víst einhvern tíma kallað að setja ljós sitt undir mæliker, og ýmsir hafa brugðið á það ráð sér til hagræðis. En hamingjan hjálpi okkur ef þú hefðir gert það. Það fer hrollur um mann að hugsa til þess núna á áttræðisaf- mælinu þínu. Með síðbúinni afmæliskveðju til þín og Guðrúnar. Andrés Kristjánsson. lllllllllll VIÐSKIPTALÍFIÐ m;: ' : lllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllll Enn um búvörur I von um umræður fremur en undirtektir munu Bandaríkin hafa lagt fram tillögur sínar um afnám styrkja til landbúnaðar og niður- greiðslu búvara í samningaumleit- ununum á vegum Alþjóðlegu tolla- stofnunarinnar (GATT). Með eng- ar vörur er eins lítið um frjálsa verslun landa á milli og búvörur. í heimi öllum, að undanteknum löndum með áætlunarbúskap, nema nú styrkir til landbúnaðar og niðurgreiðslur búvara árlega kring- um 120 milljörðum dollara. Af þeim hefur hlotist framleiðsla um- fram neyslu í þróuðum löndum. Hafa þannig safnast upp 400 mill- jónir tonna af óseldu korni í heimi öllum. Árlegur kostnaður EBE af geymslu búvara nemur nú um 4 milljörðum dollara og býst það til að eyða 20 milljónum tonna af kjöti, smjöri og korni. Víða nýtur landbúnaður líka tollverndar. Japan verndar þannig rísrækt sína gegn ódýrum innflutt- um rís. Bandaríkin tryggja sykur- ræktendum sínum þrefalt heims- markaðsverð á sykri. Og Saudi Arabía er orðið sjálfu sér nóg um hveiti, (ræktað með vatni úr djúp- um borholum) og nýir verndartoll- ar eru í uppsiglingu. Á Spáni og Portúgal, nýkomnum í EBE rækta 2 milljónir bænda olífur að meira eða minna leyti. 1 þeirra þágu hyggst EBE taka upp verndartoll á dýra- og jurtaolíum (gegn mótmæl- um okkar og Bandaríkjanna). Umbætur á tegundum nytjajurta og ræktunaraðferðum stuðla að þessari þróun. í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, Bandaríkjunum og Argentínu hefur framleiðsla bú- vara þannig aukist um 40% á síðustu 20 árum. Um leið hefur fólki að bústörfum fækkað, en að þeim vinna nú aðeins 3% Banda- ríkjamanna. Afleiðing þessa er að búvörur á alþjóðlegum markaði hafa lækkað í verði gagnvart mörg- um öðrum vörum, ekki síst þær vörur sem lönd þriðja heimsins setjæá markað, svo að gjaldeyris- tekjur þeirra hafa jafnvel minnkað verulega. Af þessari ástæðu og öðrum náttúrulegum, er skortur á matvælum í vanþróuðum löndum, sem að nýlegu mati Alþjóðabank- ans tekur til um 730 milljóna manna. Grisjuskrokkar og smjör í franskri frystigeymslu. ÁLVINNSLA ARABA Við Persaflóa eru Arabar í Sam- einuðu furstadæmunum að reisa þriðja álverið við Umm al-Qaivain. Fær það rafmagn, unnið við brennslu jarðgass. Til hins fyrsta álveranna Alum- inium Bahrain (Alba), var stofnað á sjöunda áratugnum, meðan sala áls fór enn vaxandi ár hvert. Stóð Bahrain að því ásamt 6 útlendum fyrirtækjum. Tekið hafði fyrir vöxt álmarkaðar er álverið tók til starfa og átti það í fyrstu í rekstrarvanda. Úr skaftinu gengu þá fjögur út- lendu fyrirtækjanna, en Saudi Ara- bía kom í þeirra stað. Útlendu fyrirtækin tvö, sem enn eiga hlut að álverinu, eru Kaiser Aluminium í Bandaríkjunum og Breten, vest- ur-þýskt fjárfestingarféiag. Upp- hafleg árleg vinnslugeta versins var 175.000 tonn, en verið er að auka hana upp í 225.000 tonn. Mun stækkun versins kosta um 160 mill- jónir dollara. Mikinn hluta vinnslu sinnar selur Alba til Japan. Dubai Aluminum (Dubal) er að öllu leyti í eigu Dubai. Tók það síðar til starfa en Alba og var þá versta álkreppan um garð gengin. Upphafleg árleg vinnslugeta þess var 130.000 tonn að sögn en það afkastaði um 150.000 tonnum. Stendur til að auka vinnslugetu þess upp í 170.000 tonn fyrir lok þessa áratugar. Álverið í Umm al-Qaivain, einu hinu minnsta furstadæmanna sam- einuðu, reisa nokkrir aðilar í fé- lagi: Tvö kínversk ríkisfyrirtæki, Everbright Holdings í Hong Kong (10%), Southwire í Bandaríkjun- um (10%) og Aluminium Com- pany of America (Alcoa) (5%), sem leggur til tæknilega þekkingu. Mun árleg vinnsla versins verða um 120.000 tonn á ári. Fyrstu 12 árin kaupa Kínverjar 65% hennar. Holiday Inn færir út kvíar Holiday Inn, bandarískur hótel- hringur, sá stærsti í heimi, tilkynnti í London 5. júní s.l., að hann hygðist reisa 25 „budget“ (fremur • ódýr) hótel á Bretlandi og yrðu þau kölluð Garden Court. Munu þau teljast til 130 hótela, sem hringurinn hyggst reisa utan Bandaríkjanna á næsta áratugi. Hin fyrstu þeirra á Bretlandi verða byggð í Norwich, Southampton, Maidstone, Ashford, Exeter, Salis- bury, Bath og í útjörðum London, Birmingham og Manchester. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.