Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Timirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Ofþensla og verðbólga
Á það hefur verið bent í forystugreinum hér í blaðinu
að málefnasamningur ríkisstjórnarinnar sé svo viðamik-
ill og fjölbreyttur að augljóst sé að hann verði ekki
framkvæmdur á stuttum tíma. Málefnasamningurinn er
það ítarlegur að hann verður ekki framkvæmdur nema
a.m.k. á heilu kjörtímabili.
Petta er að sjálfsögðu kostur á samningnum, en ekki
galli eins og einstöku maður hefur ýjað að. Frá almennu
sjónarmiði er það mikilvægt að stjórnarstefna sé sem
skýrust og að málefnasamningur sé ávallt leiðbeinandi
fyrir einstaka ráðherra og Alþingi um hvernig haga skuli
verkum í undirbúningi löggjafar og framlagningu frum-
varpa á Alþingi. Hefur það iðulega leitt til óeðlilegrar
ákvarðanatöku og vafasamra umsvifa ráðherra, ef þeir
höfðu lítið við að styðjast um hver vera skyldu
áherslumál á stjórnartímabilinu. Það gefur sjaldnast
góða raun þegar misvitrir ráðherrar fara að spila
stefnumálin af fingrum fram.
Þessarar ríkisstjórnar bíða mikil verkefni, og ljóst er
að ef góð samvinna og heilindi haldast í stjórnarsam-
starfinu þá þarf þessi ríkisstjórn ekki að kvíða verkefna-
skorti. Flokkarnir sem tekist hafa á hendur þetta
stjórnarsamstarf hafa jafnframt tekið á sig mikla
ábyrgð, sem þeir verða að vera færir um að standa undir
að því er varðar skynsamlega efnahags- og stjórnmála-
þróun næsta kjörtímabil.
Hin nýja ríkisstjórn tekur við góðum arfi úr hendi
ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Á stjórnar-
tíma hennar skilaði mörgum mikilvægustu málum
þjóðarinnar í rétta átt, ástand efnahagsmála batnaði á
þessu árabili og hagur launþega var betri í lok
stjórnartímans en hann hafði áður verið, ekki síst að
því leyti að kaupmáttur ráðstöfunartekna var mjög
mikill og sjaldan eða aldrei verið meiri eftir þeim
mælikvarða sem á slíkt erjagður.
Framsóknarmenn leggja höfuðáherslu á að haldið verði
fyrri stefnu um baráttuna gegn verðbólgunni. Því aðeins
er hægt að tryggja velferð almennings og trausta afkomu
atvinnuveganna að verðbólgu sé haldið niðri. Um þetta
markmið ríkisstjórnarinnar, sem Framsóknarmenn
leggja mest upp úr, verður ekki einungis að nást góð
samstaða milli stjórnarflokkanna, heldur er nauðsynlegt
að önnur áhrifaöfl í þjóðfélaginú leggi sitt lið fram í
þessu efni. Það er til lítils að ríkisstjórnin setji sér
markmið og leiti leiða til að ná slíkum markmiðum ef
áhrifamikil öfl í þjóðfélaginu hindra með einum eða
öðrum hætti framgang efnahagsaðgerða eða ráðstafana
í ríkisfjármálum og peningamálum.
Það er í rauninni ekki annað en pólitískur óvani að
heilsa nýrri ríkisstjórn með fyrirframdómum um niður-
stöður af verkum hennar, ef ekki hótunum um gagnað-
gerðir, þótt mönnum kunni að mislíka eitthvað í
einstökum ákvörðunum hennar eða fyrirætlunum. Má
þar sem dæmi taka síendurteknar upphrópanir for-
ystumanna Félags ísl. iðnrekenda sem virðast líta á sig
sem einhvers konar yfirbjóðendur ríkisvaldsins og eins
og þeir tali máli allrar þjóðarinnar og geti sagt
landsstjórninni fyrir verkum.
Nær væri að íslenskir iðnrekendur, bygginga-
verktakar, byggingarvörusalar, steinsteypufram-
leiðendur og aðrir sem nú taka af alefli þátt í
þensluaukandi atvinnustarfsemi, ættu hlut að því að
stilla framkvæmdum í hóf og varast það kapphlaup í
framkvæmdum sem veldur þenslu og verðbólgu.
Fimmtudagur 16. júlí 1987
60 króna kaffibolli
Garri hitti á dögunum mann sem
var nýlega búinn að nota góða
veðrið til þess að ferðast dálítið um
á bíl sínum hér innanlands. Sá hafði
eins og gengur stöðvað bifreið sína,
af og til við þjóðveginn, skotist inn
á sölustaði og veitingasölur og fengið
sér snarl í gogginn, svona rétt eins og
gerist og gengur um ferðalanga.
Þessi málvinur Garra er líkt og
fleiri landar hans töluverður kaffi-
maður, og hann veit fátt betri hress-
ingu en að fá sér kaffibolla til að örva
einbeitinguna við aksturinn á þjóð-
vegakerfinu. Þess vegna hafði hann
af og til leyft sér þann munað i
ferðinni að kaupa sér bolla af kaffi
þar sem hann kom við.
Garri þorir að fullyrða að þessi
vinur hans er síður en svo sínkari á
fé en almennt gengur og geríst. En
þegar talið barst að verðinu, sem
hann hafði þurft að greiða fyrir
kaffibollana, þá varð Garra fljótt
Ijóst að gengið hafði verið fram af
vini hans.
Eftir því sem hann sagði þá er
algengt gangverð á kaffibolla um
scxtíu krónur á þessum stöðum, og
gildir þá nokkurn veginn einu hvar
stansað er, til dæmLs á hringvegin-
um. Og þetta þótti Garravini dýrt,
þótt hann setti það í sjálfu sér ekki
fyrirsig að verða af með þessa aura.
Hann benti á að ætti að reikna
álagninguna í þessu dæmi þá yrði
prósentan svo hrikaleg að engu tali
tæki. Að því er hann sagði kostar
kaffipakki nálægt hundrað krónum
út úr búð. Úr honum má fá á að
giska fjörutíu bolla, og sé margfald-
að saman fjörutíu og sextíu þá er
útkoman heilar tvö þúsund og fjögur
hundruð krónur. Og breytir þá litlu
þó að veitingasalar bjóði kannski
upp á ábót ofan á þennan eina sextíu
króna bolla, þvt að þeir eru víst
fæstir sem notfæra sér slíkt.
Eitt sterlingspund bollinn
En Garravinur hafði í sjálfu sér
ekki mestar áhyggjur út af því þótt
smurt væri með þessum hætti ofan
á kaffisopann fyrír íslendinga sem
eru akandi á leið um landið. Það
sem hann benti á var hitt að með
verðlagningu á borð við þessa væri
þjóðin beiniínis að ávinna sér óorð
erlendis fyrir hátt verð.
Erlendir ferðamenn sækja nú
orðið hingað stórhópum saman, og
það sem Garravinur benti á var að
gagnvart Bretum til dæmis þýðir
þetta að einn lítill kaffidreitill kost-
ar hvorki meira né minna en hcilt
stcrlingspund. Gagnvart Banda-
ríkjamanni er verðið umreiknað
hvorki meira né minna en einn og
hálfur dollar.
Því fer fjarri að allir þeir erlendu
ferðamenn, sem sækja okkur
heim. séu efnafólk með fullar
hendur fjár. Ætli stærsti hlutinn af
þessu fólki sé ekki launamenn,
svona rétt eins og við hinir, sem
leyfa sér svo sem eins og eina góða
sumarleyfisferð á ári, og þurfa þá
vitaskuld að halda utan um aurana
sína rétt eins og við.
Að brjóta niður álitið
Við íslendingar höfum unnið
markvisst að því á liðnum árum að
byggja hér upp arðbæra ferðaþjón-
ustu, og með býsna góðum árangrí.
Hins vegar verðum við að gæta
þess vel í þessu efni eins og öðru
að blóðmjólka ekki kúna. Með
verðlagningu á borð við þessa erum
við að ganga fram af stærstum
hluta þess fóiks sem hingað kemur
erlendis frá, og slíkt getur reynst
okkur dýrkeypt.
Á þriöja þúsund prósenta álagn-
ing á kaffibolla kann að viðgangast
á rándýrum hótelum, þar sem hald-
ið er uppi fyrsta flokks þjónustu
með tilheyrandi kostnaði. En í
litlum söluskála einhvers staðar úti
í sveit, þar sem tilkostnaðurinn er
ekki annar en ein kaffivéi, örlítið
af rafmagni, og einn starfsmaður
til að hella upp á könnuna og þvo
upp bollana, nær slík verðlagning
ekki nokkurri átt. Hvað sem upp-
hæðinni líður þá er háttalag á borð
við þetta grciðasta leiðin til þess að
skapa okkur óorð meðai erlendra
ferðamanna og væntanlegra gesta
okkar erlendis frá. Garri.
lllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT llllllllllllllllllllllllllllllll IllIIIRIIIIllllllllIlliIiIIlllÍllll^
Með aðra hönd á stýri...
Að deyja með stígvélin á fótun-
um þótti hetjubragur í villta vestr-
inu þegar það var og hét. Þá er
gengið út frá því að þeir sem ekki
söfnuðust berfættir til feðra sinna
urðu ekki sóttdauðir. Svipaðra við-
horfa gætti hjá norrænum
mönnum, þar sem vopnadauði var
aðgöngumiði að Valhöll.
Enn eru á meðal vor hetjur sem
fyrirlíta berfættan dauðdaga. Um
þá verður einhvern tíma hægt að
segja: Þeir dóu með farsímann í
höndunum.
Einhver fáfengilegasti hégóma-
skapur sem rekið hefur á fjörur
stöðutáknasýkinnar eru bílasím-
arnir sem bægja allri minnimáttar-
kennd frá og veita eigendunum
upphafna fróun með því að láta
aðra sjá að þeir hafi efni á að kaupa
og reka svona síma og að sjálfir séu
þeir svo mikilvægir og tími þeirra
svo dýrmætur, að þeir aka eins og
Bjössi á mjólkurbíinum með aðra
hönd á stýri. í hinni hendinni er
farsíminn. Bjössi mjólkurbílstjóri
varð að láta sér nægja holdbetri
handfylli.
Kjaftaglöð
sýndarmennska
Nú hefur komið fram tillaga um
að banna bílstjórum notkun far-
síma í akstri. Það virðist full ástæða
til að hafa vit fyrir þeim, því það er
orðin algeng sjón að sjá menn
burðast við að aka og kjafta í tólin
samtímis. Þetta gengur ekki upp,
síst þegar umferð er mikil, og auka
þessir talglöðu símamenn á hættur
í umferðinni, sem er ærin fyrir.
í sjálfu sér er engin ástæða til að
amast við farsímum. Þeir eru ágæt-
ir þar sem þeir eiga við og margir
hafa af þeim góð not.
En að þörf sé fyrir allan þann
fjölda sem búið er að hrúga í bíla
síðustu mánuðina er fráleitt. Það
er líka erfitt að sjá hvaða nauðsyn
ber til þess að vera að tala í síma í
taugaveiklaðri Reykjavíkurum-
ferð.
Þetta er ekkert annað en sýndar-
mennska, sem því miður er ekki
hættulaus, hvorki fyrir hina talandi
bílstjóra eða aðra vegfarendur.
Það er hægur vandinn að stöðva bíl
ef bráðliggur á að tala í síma. Það
er því sjálfsagt að banna allt kjaft-
æði í farsíma á meðan á akstri
stendur. Það þjónar hvort sem er
engum öðrum tilgangi en að flagga
kjánalegu stöðutákni.
Sjálfvirk hreinsunardeild
Sóðarnir mörgu og alræmdu
dreifa áldósum og öðrum drykkjar-
vöruumbúðum út um öll foldarból
og var ekki á óþrifnaðinn aukandi.
Þó eru áldósirnar illskárri en glerið
sem liggur brotið um götur og vegi
og er sums staðar að verða eins og
hluti af náttúrunni. Dósirnar eru
að vísu meira áberandi og Ijótari,
en hættuminni.
Stutt er síðan farið var að nota
áldósir utan um gosdrykki hér á
landi og eins og fyrri daginn kemur
nýjungin aftan að löggjafanum,
sem aldrei tekur við sér fyrr en í
óefni er komið.
Reynslan er samt næg í öðrum
löndum. Tómar glerflöskur er hægt
að selja þótt ekki sé verðmætið
mikið. Því er nokkru af þeim
skilað þótt illvirkjar brjóti mikið.
Við áldósunum vill enginn taka
nema ruslatunnumar.
Það er því enginn fjárhagslegur
ávinningur að halda dollunum til
haga.
I Bandaríkjunum t.d. fellur til
einhver ósköp af tómum áldósum.
Óvíða sjást þær samt á almanna-
færi. Við því er m. a. séð með því
að þeir aðilar sem selja drykkjar-
vörur í dósum eru skyldugir að
kaupa umbúðirnar aftur. Fara þær
í endurvinnslu. En það er ekki allt
málið.
Krakkar og aðrir þeir sem munar
um að vinna sér inn fáeina dollara
eru naskir að safna dósunum sam-
an og þannig sér sjálfvirkt hreins-
unarlið um að bjór- og gosdrykkja-
þambarar skilja ekki eftir sig slóð-
ina og að borgir og bæir fari ekki á
kaf í áldósir.
Manni skilst að hugmyndir séu
uppi um einhvem slfkan dósaskatt
og því fyrr sem hann verður lagður
á því betra.
Bann við dósanotkun er fráleitt,
því álumbúðimar em miklu skárri
en fjandans glerið í höndunum á
skaðræðisgripum. OÓ