Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. júlí 1987
’Tíminn 1T
Sú breyting, sem orðið hefur á
kjörum og högum íslensku þjóðar-
innar síðustu 80-100 árin er firna-
mikil.
Fastmótaðar aldagamlar venjur
og gróin hefð hafa horfið á furðu
skömmum tíma.
í félagslegu tilliti hófst almenn
vakning með stofnun bindindissam-
takanna undir lok síðustu aldar og
að marki með tilkomu ungmennafé-
lagshreyfingarinnar, sem lyfti undir
og örvaði þjóðarvitund íslendinga
og sameinaði þá til átaka um varð-
veislu alls þess, er íslenskt var og
glæddi ást og virðingu fyrir landi og
þjóð.
I upphafi 20. aldarinnar var mikið
að gerast í atvinnumálum þjóðarinn-
ar. Iðnbyltingin heldur innreið sína
með vélvæðingunni. Gufuknúnir
togarar - vélar í róðrarbáta - verk-
smiðjur sem byggðu starfsemi sína á
vélarafli.
Landsmenn lögðu úr léttum sjóði
lóð sitt á vogarskál til að stofna
skipafélag svo létta mætti þrúgandi
ánauð. Það tókst þrátt fyrir fátækt
og fámenni. f vitund íslensku þjóð-
arinnar varð það óskabarn hennar.
Framsókn til menntunar verður
markvissari. Sett voru lög um
fræðsluskyldu barna, fjölda skóla er
komið á fót til að sinna þörfum
gróandi þjóðlífs þar á meðal Háskóli
íslands.
Fast var sótt fram á flestum svið-
um af stórhug, björgin færð í grunn
framtíðarinnar.
Þjóðfélaginu var umbylt, skapað
tæknivætt samfélag úr hinni þúsund
ára bænda- og höfðingjaþjóð.
Aldamótakynslóðin sem lifði
þetta tímaskeið öðlaðist sérstaka
reynslu og skipar að ég hygg einstak-
an sess í sögu íslensku þjóðarinnar.
Hún stóð föstum fótum í fortíð og
nútíð og hugði að framtíð án þess að
ruglast í ríminu.
Hugsjónaglóð aldamótaáranna
dofnaði ekki þótt árin liðu og tím-
arnir breyttust.
Hér verður minnst manns, sem
lifði þetta breytingaskeið íslenskrar
sögu.
Pétur Friðriksson var fæddur .í
Drangavík á Ströndum 18. junf
1887. Eru því liðin rétt 100 ár frá
fæðingu hans. Hann lést 9_ sept.
1979. Foreldrar hans voru Friðrik
Jóhannesson bóndi þar, Sigurðsson-
ar bónda sama stað, Alexíussonár
bónda Dröngum, Grímssonar bónda
sama stað, Alexíussonar bónda
Reykjanesi og kona hans Guðbjörg
Björnsdóttir, Björnssonar hreppstj.
Bæ í Trékyllisvtk, Guðmundssonar
bónda Stóra-Fjarðarhorni Kolla-
firði, Jónssonar hreppstjóra Steinad-
al, ættaður úr Skagafirði.
Sigríður Jónsdóttir kona Björns á
Stóra-Fjarðarhorni var systurdóttir
Einars Jónssonar dannebrogsmanns
í Kollafjarðarnesi, en sonur hans var
Ásgeir kenndur við Þingeyrar í
Húnavatnssýslu. Fyrri kona Björns
hreppstjóra móðir Guðbjargar var
Sigríður Magnúsdóttir, Illugasonar
Gestsonar Tungusveit.
Guðbjörg Jónsdóttir rithöfundur
Broddanesi var systurdóttir Björns
hreppstjóra. Hún segir lítillega frá
þessum sérkennilega frænda sínum í
Gömlum glæðum: Mátti hann muna
tímana tvenna, var hann vel bjarg-
álna fyrri hluta ævi sinnar, en lenti í
mikilli fátækt. Hann tók því hlut-
skipti sínu með æðruleysi og kj arki.
Hann þótti sérvitur og mun hafa
verið á undan samtíð sinni í mörgu.
Hann hafnaði t.d. útskúfunarkenn-
ingunni, var þó trúmaður. Hann
taldi holt að neyta meiri jurtafæðu
en þá gerðist, át hrossakjöt í trássi
við kristilega siðu og þótti mörgum
það athæfi ganga guðlasti næst.
Alexíusarættin var á sínum tíma
alþekkt um norðanverðar Strandir.
Móðurættin átti rætur vítt um innan-
verða Strandasýslu. Friðrik og Guð-
björg munu hafa átt 11 börn. Sex af
þeim komust til fullorðins ára. Pétur
var næstyngstur þeirra. Ekki naut
hann lengi móður sinnar því hún lést
af barnsförum, þegar hann var
tveggja ára að aldri. Var það mikill
missir eiginmanni og ungum
börnum.
Guðbjörg var talin merkis- og
greindar kona, sem bar andstreymi
fátæktar og barnamissis með hug-
prýði og stillingu.
Drangavík var talin kostagrönn
jörð jafnvel á þeirrar tíðar mæli-
kvarða og barnahópurinn var stór og
fátækt mikil.
Þá bjuggu að Dröngum, sem er
næsti bær við Drangavík, hjónin
Guðmundur Pétursson og Jakobína
Eiríksdóttir. Þangað var Pétur tek-
Aldarminnmg
Pétur Friðriksson
inn í fóstur við lát móður sinnar.
Drangahjónin gerðu til hans eins og
sinna eigin barna. Þar ólst hann upp
í hópi glaðra fóstursystkina og naut
góðs uppeldis. Er hann fór þaðan
var hann fulltíða maður.
Drangar voru um margt menning-
arheimili. Húsbændurnir nutu virð-
ingar. Var þar jafnan margt fólk og
efni góð eftir því, sem þá gerðist.
Haldinn var heimiliskennari fyrir
börnin. Virti Pétur fósturforeldra
sína mikils og var þeim þakklátur.
Dáði hann mjög fóstra sinn fyrir
fordómaleysi hans og réttsýni og
hversu athugull hann var um ýmis
fyrirbæri í náttúrunni. Á þeim tíma
höfðu börn og jafnvel fullorðnir
beyg af tilvist huldra vera, sem
margir töldu sig verða vara við.
Guðmundur fóstri Péturs áleit að
skýringar mætti finna á flestum fyrir-
bærum náttúrunnar ef eftir væri
leitað með skynsemi. Eftir lát fóstra
síns 1910 stóð hann fyrir búi fóstru
sinnar um hríð uns synir hennar
tóku við búsforráðum.
Næstu árin eftir að Pétur flutti frá
Dröngum var hann búsettur hjá
bændahöfðingjanum, Guðmundi
Péturssyni í Ófeigsfirði.
Á þessum árum réri hann á há-
karlaskipinu Ófeigi. Hörð mun vist-
in hafa verið á opnu skipi úti á regin
hafi og oft var þungur róðurinn
einkum ef taka þurfti barninginn
utan af miðum á hlöðnu skipi og
seglum varð ekki við komið. Vafa-
laust hafa hákarlalegurnar verið
ungum mönnum góður skóli í sjó-
mennsku undir stjórn öruggs og
æfðs stjórnanda. Þrátt fyrir vosbúð
ogbrfiði minntist Pétur þessara ferða
méð Hnægju. Fannst honum mikið
til um þá glaðværð, jafnvel gáska,
sem ríkti jafnan í þessum sjóferðum,
ekki síst hjá hinum eldri. Það var
eins og þeir losnuðu undan fargi
fátæktar og mótlætis, þegar þeir
settust á þóftur Ófeigs og stefndu til
hafs - til hins ókunna - albúnir til
átaka við rismikla sjói og dimrnu
skammdegisins, staðráðnir í að
koma að landi færandi hendi.
Árið 1915 verða þáttaskil í lífi
Péturs. Þá festir hann kaup á
Hraundal við ísafjarðardjúp í því
skyni að setjast þar að. Þess er að
geta að á þessum árum voru veruleg
kynni milli byggðanna sitt hvoru
megin Drangajökuls.
Að vestan var sótt á Strandir til
viðarkaupa. Var fengurinn dreginn
á hestum fyrir jökulinn þveran eink-
um frá Dröngum. Þetta voru langar
og erfiðar ferðir mönnum og
hestum. En frá Ströndum var farið
til verstöðvanna við ísafjarðardjúp
eða í verslunarerindum.
Margir voru því þaulkunnugir
jökulferðum og óx ekki f augum að
fara yfir jökulinn. Svo var einnig um
Pétur.
Þegar vestur kemur ræður hann til
sín ráðskonu og fer að búa. Hraun-
dalur er daljörð, túnið var lítið og
ákaflega þýft, engjavegur langur.
Heyskapur var því erfiður. Stað-
hættir allir með öðrum hætti en hann
var vanur á Ströndum. Veðrabrigði
voru oft snögg og veður hörð. Missti
hann bústofn sinn að mestu í fárvirði
einn veturinn og erfið veikindi sóttu
að.
Hraundalur var talinn allgóð
sauðjörð, vetrarbeit kjarngóð, en
vandhæfi á um fjárgæslu á vetrum
vegna harðviðra og því óhæg ein-
yrkja.
Næstu bæir við Hraundal eru
Laugaland og Skjaldfönn. Þar
bjuggu þá á báðum býlunum ung
hjón. Tókust góð kynni milli grann-
anna, sem entust ævilangt. Pétur
undi ekki fjarri sjó til Iengdar.
Hugurinn stefndi norður á Strandir,
á æskuslóðir í von um betri afkomu.
Þrátt fyrir litla auðsæld í Hraundal
sótti hann þangað lífshamingju sína.
Árið 1917 gekk hann að eiga ráðs-
konu sína, Sigríði Elínu Jónsdóttur
frá Bolungavík á Ströndum, glæsi-
lega og greinda konu. Þau voru
skyld. Afi Sigríðar í móðurætt, Þor-
leifur Einarsson hreppsstjóri í Bol-
ungavík var albróðir Guðfinnu,
ömmu Péturs í föðurætt. Sigríður
frá Reykjarfirði
reyndist honum traustur lífsföru-
nautur í 62 ára farsælu hjónabandi.
Stóð hún við hlið manns síns og
studdi hann og hvatti til athafna
einkum er þrengst var í búi.
Árið 1922 fluttu þau búferlum
norður yfir Drangajökul að Skjalda-
bjarnarvík á Ströndum, sem er nyrsti
bær í Strandasýslu. Búferlaflutning-
ar þessir urðu all sögulegir og al-
kunnir þar um slóðir. Fjárhagur
þeirra var það þröngur að þau höfðu
ekki ráð á að greiða flutning með
skipi. Kostir voru því tveir, að vera
kyrr eða leggja í þá tvísýnu að fara
jökul með bú og börn.
í Skjaldabjarnarvík bjuggu þau í
13 ár. Fyrstu árin í tvíbýli, síðan á
allri jörðinni. Átti Pétur Skjald-
abjarnarvíkina að hálfu. Þangað
komu til þeirra hjón í húsmennsku,
Svanfríður Daníelsdóttir og Þor-
bergur Samúelsson, gæða manneskj-
ur, sem unnu af trúmennsku og tóku
ástfóstri við börnin. Þau voru hjá
þeim í nokkur ár.
Skjaldabjarnarvík er all landstór
og fremur góð sauðjörð, snjólétt á
vetrum og fjörubeit nokkur, trjáreki
mikill og selveiði lítils háttar.
Þau komu upp góðu búi miðað við
það sem þá gerðist. Hagur þeirra
blómgaðist. Byggði Pétur upp flest
peningshúsin, gerði upp bæjarhús
og byggði við þau.
Skjaldabjarnarvík er ein af-
skekktasta jörð landins, hömrum
girt, langt til næstu bæja og yfir fjöll
að fara. Liðu stundum mánuðir að
vetrarlagi að ekki bar gest að garði.
Leiðir skiptust um Geirhólm. Þar
voru sýslumörk. Allar nauðsynjar
varð að draga að á sumrin, sjóveg.
Aðalverslunarstaðurinn var Norður-
fjörður, einnig var farið í verslunar-
erindum til lsafjarðar. Tók hvor-
tveggja leiðin álíka langan tíma.
Eftir að vetur lagðist að varð að bera
aðföng á bakinu. Fjallvegir tepptust
þegar á haustdögum svo hestum
varð ekki við komið. Oft báru menn
á bakinu þungar byrðar dögum
saman, þegar sækja þrufti björg í
kaupstað að vetrarlagi. Ef vel gekk
tók slík ferð 6-7 daga. Aðalverslun-
arferðirnar voru vor og haust. Farið
var til Norðurfjarðar. Var sammælst
á tveim þrem nyrstu bæjunum, ef við
mátti koma. Þetta voru erfiðar ferðir
enda leiðin löng meðfram skerjóttri
strönd. Hætt var við töf ef veður
versnaði. Sláturfé var rekið. Þótti
gott ef komist var á leiðarenda á
þrem til fjórum dögum. Oft varð að
sundleggja fénu í árnar. Rekstrar-
menn voru á stundum lítið þurrari
en lömbin úr vatninu. Það þótti ekki
tiltökumál. Slík ferð gat tekið allt að
hálfum mánuði.
Fyrstu ár sín í Skjaldabjarnarvík
fór Pétur undir Horn til að afla fugls
og eggja. Til þessara ferða notaði
hann tveggja rúma jullu og fór fyrir
Strandir við annan mann. Engar
fréttir var að fá af ferðum þeirra fyrr
en þeir komu aftur viku eða hálfum
mánuði síðar. Árið 1935 fær Pétur
ábúð á Reykjarfirði í sömu sveit og
flutti þangað. Mun þar mestu hafa
ráðið að börn þeira voru að komast
á legg og þau höfðu hug á að afla
þeim menntunar.
í þetta skipti fékk Pétur stóran bát
frá Isafirði (Persíu) til að flytja
búslóð og fólk í Reykjarfjörð. Með
sauðféð var ýmist farið landleiðina
eða flutt sjóveg til að létta reksturinn
þar sem komið var nálægt burði.
Þegar þau settust að í Reykjarfirði
voru að verða tímamót í Árnes-
hreppi. Það sama sumar tók til starfa
nýtísku síldarverksmiðja í Djúpu-
vík, sem er skammt út með Reykjar-
firði að sunnan. Síld var þá mikil á
Húnaflóa og fyrir Norðurlandi öllu.
Hófst nú mikill blómatími í sveit-
inni. Atvinna var mikil bæði í verk-
smiðjunni og við síldarsöltun. Á
vorin kom fjöldi fólks víðs vegar að
til að vinna yfir sumarið. Áhrifin
urðu margvísleg á þetta afskekkta
byggðarlag. Sveitin hafði dregist inn
í hringiðu síldarævintýrisins -
stóriðjunnar. Umsvifin kölluðu á
bættaþjónustu af ýmsu tagi. Flugvél-
ar komu þar við, skipakontur verða
tíðar, (erlend kaupskip og oft komu
annarra þjóða síldveiðiskip svo tug-
um skiptu og höfðu samband við
land), hafnar voru fastar ferðir um
Húnaflóann með fólk og varning,
símstöð var reist á Djúpuvík og
áhugi vaknaði á vegasambandi inn
sýsluna. Afkoma fólks batnaði þrátt
fyrir kreppuástand víða um land á
fjórða tug aldarinnar.
Fljótlega tekur að myndast vísir
að þorpi í Djúpuvík. Á veturna var
unnið að viðhaldi og ýmis konar
undirbúningi mannvirkja fyrir
sumarið.
Félagsleg áhrif eru einnig greini-
leg. Batnandi fjárhagur ýtir undir
frekari skólagöngu ungmenna en
ella, ungmennafélög eru stofnuð,
sem beita sér fyrir fjölþættara
skemmtanalífi og iðkun íþrótta svo
eitthvað sé nefnt. Enginn vafi er á
því að kynnin við aðkomufólkið
hvöttu til átaka á sviði félagsmála.
í Reykjarfirði bjuggu Pétur og
Sigríður í tvíbýli fyrstu árin, en
síðan á allri jörðinni. Reykjarfjörð-
ur er að mörgu leyti kostajörð. Þar
er grasgefið og sumarbeit góð, en
snjóþungt á vetrum og því gjafafrek
sauðjörð. Pétur byggði upp flest
eningshúsin og girti túnið að nýju.
Djúpuvík var góður markaður
fyrir búsafurðir, einkum var mjólk
eftirsótt. Um skeið var mjólkursala
aðaltekjulind búsins. Var mjólk flutt
daglega til Djúpuvíkur mestan hluta
ársins meðan starfsemi síldarstsöðv-
arinnar var í sem mestum blóma.
Mjólkurflutningarnir voru engan
veginn auðveldir að vetrarlagi.
Ófært var hestum mikinn hluta vetr-
ar vegna snjóa. Mjólkurpósturinn
varð þá að draga mjólkina á sleða
eða bera þegar verst lét.
Reyndi Pétur eftir því sem kostur
var að fullnægja eftirspurn. í því
skyni keypti hann stundum mjólk-
andi kýr að vorinu, þegar sumarfólk-
ið kom. Ég hygg að Pétur hafi verið
eini bóndinn í Árneshreppi fyrr og
síðar, sem rekið hafi kúabú sem
aðalbúgrein.
Búskapurinn var þó alltaf
blandaður, sauðfé og kýr. Búið var
arðsamt þó ekki væri það stórt.
Silungsveiði var nokkur í Reykja-
fjarðará, en hún er fremur lítil
bergvatnsá, sem liðast um sléttan
dalbotninn. Péturleyfði aldrei ádrátt
í ánni né við ósinn. Veiðina tak-
markaði hann við það, sem hann
taldi að veiða mætti að skaðlausu.
Þótti þetta nokkur harka í þá daga.
Djúpvíkingar sóttu fast um veiðar
fyrir sig og gesti sína. Fiskirækt og
ofveiði voru hugtök, sem þá var lítt
á lofti haldið.
Pétur var alla tíð leiguliði í
Reykjarfirði. Mun það hafa dregið
úr um að hefjast handa um ræktun.
Fljótt var sýnt að ekkert barnanna
myndi hyggja á búskap þar. Hluti
túnsins var véltækur og engjar að
nokkru. Fékk Pétur hestasláttuvél
og rakstrarvél, sem munu hafa verið
með þeim fyrstu sem notaðar voru í
hreppnum.
Þær breytingar, sem urðu í Árnes-
hreppi um þessar mundir og drepið
er á hér að framan bæði hvað snerti
efnahag og svið félagsmála, hvöttu
hreppsbúa til umræðu um ýmis um-
bótamál í byggðarlaginu. Það leiddi
til þess að sveitarstjórnin hófst
handa um að hrinda ýmsum þeirra í
framkvæmd, þótt ekki væri farið
mjög geyst af stað. Má í því tilliti
nefna sveitarsíma, vegagerð innan
sveitar, meiru fé var varið til skóla-
mála og félagsheimili var reist.
Pétur var félagsmálamaður og tók
þátt í þessari vakningu af heilum
huga. Hann var fljótlega valinn til
trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og
sveitunga. Sat lengi í hreppsnefnd,
skólanefnd, í stjórn Kaupfélags
Strandamanna, í stjórn Búnaðarfé-
lags Árneshrepps, sótti marga þing-
og héraðsmálafundi Strandasýslu,
sat stundum aðalfundi SÍS sem full-
trúi Kaupfélagsins og var fulltrúi
sauðfjárveikivarnanna í sveitnni svo
það helsta sé nefnt.
Ég hygg að Petur hafi notið þess-
ara ára í Reykjarfirði. Erfiðleikar
frumbýlisáranna voru að baki, börn-
in að vaxa úr grasi og farin að létta
undir við bústörfin, betra tóm gafst
til að sinna öðru.
Eftir átján ára búskap í Reykjar-
firði brugðu þau búi og fluttu til
Hellissands á Snæfellsnesi, en þar
var einn sonur þeirra kaupfélags-
. stjóri. Höfðu þau þar nokkrar kind-
ur og jafnframt vann Pétur ýmis
störf við kaupfélagið. Sigríður vann
um tíma við fiskverkun.
Til Reykjavíkur fluttu þau 1963,
keyptu íbúð í Efstasundi 100. Þar
áttu þau rólegt ævikvöld. Síðustu
árin var heilsa Péturs þrotin. Kona
hans annaðist hann af mikilli alúð og
nærgætni. Á sjúkrahús fór hann
tveim mánuðum fyrir andlát sitt.
Þeim varð sex barna auðið er upp
komust:
Guðmundur vélstjóri, látinn, var
kvæntur Jóhönnu Guðjónsdóttur,
Guðbjörg gift Gunnari Guðjónssyni
vélstjóra, Jóhannes kennari kvæntur
Kristínu Björnsdóttur, Friðrik kenn-
ari kvæntur Jóhönnu H. Svein-
björnsdóttur, Matthías skrifstofu-
stjóri kvæntur Kristínu Þórarins-
dóttur, Jón bifvélavirki kvæntur
Rósu Sigtryggsdóttur.
Pétur taldi sig hafa verið gæfu-
mann og nefndi til þess þrennt:
f fyrsta lagi að hann fékk góðrar
konu. í öðru lagi að þau eignuðust
myndarleg börn og í þriðja lagi að
hann hlaut trúnað margra sam-
ferðamanna sina.
Benedikt Benjamínsson Stranda-
póstur gisti oft í Reykjarfirði í
póstferðum. Hann segir um kynni
sín af Pétri og heimili hans í minning-
abók sinni:
„í Reykjarfirði bjó Pétur Friðriks-
son og kona hans, Sigríður Jónsdótt-
ir. Þau voru sæmdar hjón og fór ég
þar sjaldan hjá garði án þess að hafa
viðdvöl. Þau höfðu flutt í Reykiar-
fjörð vestan frá Hraundal við Isa-'
fjarðardjúp (fluttu frá Skjaldabjarn-
arvík ath. mín.) og er um búferla-
flutning þeirra norður yfir Dranga-
jökul víðkunn saga og er sú ferð
talin til afreka.
Pétur var í stjórn Kaupfélags
Strandamanna og þar af leiðandi að
nokkru leyti yfirmaður minn eftir að
ég tók við útibúinu á Djúpuvík.
Okkur samdi vel, reyndist hann mér
sanngjarn og hollur samstarfsmaður
enda heils hugar samvinnumaður."
Pétur reyndi að fylgja eftir þeim
málum, sem hann hafði með hönd-
um með festu og sanngirni. Mér er
minnisstætt hve drjúgan þátt hann
átti í að íbúð fyrir skólastjórann var
reist við barnaskólann að Finnboga-
stöðum. Með byggingu þessarar
íbúðar var bætt úr brýnni þörf og
komið á meiri festu í skólastarfi en
verið hafði um tíma vegna tíðra
kennaraskipta.
Bjartsýni og kjarkur aldamótaár-
anna settu mark sitt á þessa kynslóð.
Seigla og óbilandi sjálfsbjargarvið-
leitni ásamt staðfastri trú á guð sinn
og landið, fleyttu mörgum yfir sker
og boða á leið til betri lífskjara.
í kyrrð og ró elliáranna hvarflaði
hugur hans þráfaldlega norður f
sveitina þar sem vaggan stóð og
lífsstarfið var unnið, dvaldi þar við
menn og málefni. Harmaði hann
mjög örlög byggðanna á norðurslóð-
um. Saga þessa mannlífs, sem þar
blómgaðist í hans tíð, fer brátt að
verða saga genginna kynslóða, sem
fáir kunna skil á. En meðan móða
fortíðar færist yfir minningu þess
fólks, sem háði þar lífsstríð sitt,
standa þessar sveitir auðar og yfir-
gefnar umvafðar tign stórfenglegs
landslags og óravídda úthafsins.
Jóhannes Pétursson.