Tíminn - 06.09.1987, Page 7

Tíminn - 06.09.1987, Page 7
Sunnudagur 6. september 1987 Tíminn 7 hennar, Geoff Pring liðþjálfi, ólst upp í húsinu á móti Gill og þau voru í brúkaupi hvors annars. Þegar Mick féll, segir Bern- adette, að við hcfði legið að hún skammaðist sín fyrir að vera Falk- landseyingur. Tíminn hefur þó mildað það. Ég hugsa ekki um það lengur, segir hún. Enginn getur gert að því, hvar hann er fæddur. Hins vegar á systir hennar, Cher- yl Black öllu erfiðara með að sætta sig við minningarnar, sem lögðu hjónaband hennar í rúst. Niðurlægingin sem maður hennar og félagar hans sættu af hálfu argentínska innrásarliðsins gleym- ist henni aldrei, en hún vill aldrei minnast á það. Sharon Shepherd er enn ein unga konan, sem reynir að sættast við fortíðina. Maður hennar var í flotanum og nokkurra vikna dóttir þeirra Zoe, Iést í svefni, meðan faðir hennar sigldi til Falklands- eyja. David var 19 ára, þegar við giftum okkur, 19 ára, þegar Zoe fæddist og 19 ára, þegar hún dó. Hann brást við með því einu, að neita að minnast á þetta allt. Shepherdhjónin hafa tvisvar flutt til að losna við minningarnar um dóttur sína og það var ekki fyrr en Wayne, sem nú er hálfs fjórða árs, fæddist, að þagnarmúrinn rofnaði. Nú tölum við oft um Zoe, segir Sharon. Við höfum myndir af henni um allt. Falklandseyjar munu alltaf vekja óþægilegar endurminningar fyrir þau og Sharon hugsar oft um, hvort allt umstangið hafi verið þess virði. Þetta var hræðileg sóun á mannslífum, segir hún. Svo má allt eins búast við að við þurfum að afhenda eyjarnar einhvern daginn. Til hvers var þetta þá? Ian Baxter sá um birgðasending- ar til Falklandseyja í stríðinu. Meg kona hans segir: Auðvitað var þetta þess virði, við vorum að berjast fyrir grundvallaratriði og slíkt kostar vissulega mannslíf. Ég er viss um að þessir menn myndu fara aftur, ef því væri að skipta. Meg tók til óspilltra málanna, um leið og stríðið hófst. Hún Sharon og David Shepherd (efst) eru saman, en dóttir þeirra lést, þegar faðir hennar sigldi í stríðið. Bernadetta Pring (t.v.) er haldin sektarkennd vegna ættlands síns. Meg Baxter (t.h.) styður enn við bakið á þeim, sem eiga um sárt að binda. skrifaði hvetjandi greinar í staðar- blaðið, starfaði óþreytandi að mál- um eiginkvennasamtaka hermanna og fannst mikið til koma þeirrar hlýju, sem hún fann í Plymouth. Þess vegna er ég hérna ennþá, segir hún. Ég bý hérna alla vikuna, meðan lan er í London. Ian fékk heiðursmerki fyrir störf sín í Falk- landseyjastríðinu og er nú yfirmað- ur á skráningastofu hersins. Seinna, þegar lan kemst á eft- irlaun og þau hjón hafa meiri tíma til að vera saman, hyggst Meg halda sambandi við konur, sem drógust inn í Falklandseyjastríðið á sínum tíma. Konur eins og Susie Hellberg, en Ivar maður hennar starfar enn við að aðstoða fólk, sem á um sárt að binda. Suzie er sannfærð um að breska stjórnin hafi gert rétt í að fara út í stríðið, þrátt fyrir að 225 ungir menn létu þar lífið. Það var hræðilegt, en samt hefði verið rangt af okkur, að láta eyjarnar fara. Sannfæringin um að barist hafi verið fyrir heiðri og sóma föður- landsins, er Gill Melia örlítil huggun, svo og öllum hinum fjöl- skyldunum, sem misstu ástvini sína fyrir fimm árum. Sjálf er ég viss um, að þetta hafi verið mikils virði, segir Gill og reynir að vera sannfærandi. Ann- ars hefði Mick dáið til einskis. Húsgögn á hagkvæmu verði Mjög ódýr unglinga- húsgögn HUSGÖGN OG ® INNRÉTTINGAR fiO cq SUÐURL ANDSBRAUT 18 UO UC7 SKRIFBORÐ fjölbreytt úrval Efni: Fura - eik - teak - beyki og hvítt með beykikanti. Ódýrir skrifborðsstólar á hjólum Svefnbekkir Fura, teak og hvítir með beykikanti

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.