Tíminn - 06.09.1987, Page 14

Tíminn - 06.09.1987, Page 14
14 Tíminn Sunnudagur 6. september 1987 Þrjár góðar Frá sjónarhóli Poppsíðunn- ar hcfur það ekki verið neitt grín að hafa áhuga á góðri músík á hljómplötum undan- farna daga. Þetta er ekki vandamál fyrir þá rokkunn- endur sem hafa lokið sér af við sumarvinnu eða eru hara enn í sinni vanalegu vinnu. Þá ættu peningar ekki að vera vanda- mál þeirra og þar með ætti þeim að líða bara djéskoti vel. En fyrir hina hlýtur að vera bölvuð martröð að eiga lítið, ekkert, eða kannski ekki nóg til að fjárfesta í þeim hljóm- plötum sem hafa verið að streyma til landsins. Og látum okkur nú sjá. Hvað er það sem er svona gott? Dio Fyrsta platan sem létti budd- una er nýjasta afrek Ronnie James Dio og félaga. Dream Evil heitir platan og gefur nafn- ið tóninn fyrir þá sem fóru með allt úr buddunni til að eignast eintak. Það var von manna að Dio myndi gera betur en á tveimur síðustu plötum. Sacr- ed Heart er vægast sagt döpur og fimm laga hljómleikaplatan sem kom síðast var ekki upp á marga fiska. Því var það spurn- ing hvort kalla væri að fatast flugið. Og svarið er að finna á Dream Evil. Nei, þaö er stað- föst skoðun Poppsíöunnar að Dio sé ekki að fatast flugið. Night People er fyrsta lag plötunnar og gefur það strax til kynna að þeir piltar cru ekkert að gefa eftir. Næsta lag er dæmigeröur „standard" frá hljómsveitinni. Með þessu er átt við að titillag plötunnar hefði skammlaust getað verið á Holy Diver. Gott lag. Sunset Superman er skrítið og Dio bregst okkur ekki í All The Fools Sailed Away sem er í anda Egypt af The Last In Line. Hlið tvö stendur bctur sem heilsteypt plötuhlið og erfitt aö draga lögin í sundur. Smá- skífulagið I Could Have Been A Dreamer er grípandi og makalaust að það skuli ekki hafa fengið neina spilun hér. Þegar öllu er svo á botninn hvolft þá færi þessi plata Dio aftur á þann stall sem fyrstu tvær plöturnar byggöu undir hann. Og vonandi verður hér framhald á. Def Leppard Næsta plata tekur ekki eins auðveldlega peningana úr buddunni eins og Dio en ætti samt að gcra betur. Drengirnir í Def Leppard flytja okkur fagnaðarerindi sitt á plötunni Hysteria sem kostaði þá litla milljón punda (65x1.000.000 = 65.000.000!!!) og þessa pen- Aerosmith þeytist inn á topp 10 listann yfír bestu plötur ársins með Permanent Yacation Og Guns ’N’ Roses fylgir fast á eftir með Appetite For Destruction af betri poppplötum ársins. Hinar tvær sem við viljum minnast á eru ekki komnar til landsins þegar þetta er skrifað en væntanlegar á hverri stundu. Faster Pussycat með Faster Pussycat líkist Aeros- mith í einu og öllu. En þrátt fyrir augljósta eftiröpun er eitthvað ákaflega aðlaðandi við tónlist hljómsveitarinnar og þú ættir að veita henni athygli. Guns ’N’ Roses er nafn sem ætti að verða þér nokkuð kunnugt. Appetite For Destiuction heitir stóra platan þeirra og sennilega á hún eftir að deila einu af efstu sætunum með Aerosmith í lok ársins. Þá er það ekki meira að sinni en vonandi geta allir veitt sér eitthvað af þessum plötum, þær eru allar svo mikið þess virði. Þá er „Bon“-ington rokkhá- tíðin gengin um garð. Ekki var Poppsíðan til svæðis enda rigndi heil ósköp. En ótrúlegur fjöldi sótti hátíðina að þessu sinni þrátt fyrir hrakspár. Við hér á klakanum höfum ekki alveg misst af spennunni í kringum tónleika. Europe og dáða drengirnir í Aha spiluðu fyrir okkur og svo var gerð önnur tilraunin til að flytja Status Quo til landsins. Að þessu sinni komst áætlunin töluvert lengra en síðast. Svo langt að búið var að hcngja upp auglýsingar út um allt sem sögðu okkur hvar gamanið átti að vera. En annar þeirra tveggja sem ætluðu að láta inga verða þeir að fá til baka. Og hvers konar plötu koma þeir svo með? Plötu sem þeir geta selt næsta auöveldlega án þess að svíkjast undan merkj- um þungarokksins. Og hvers konar plata er nú það? Undar- leg, vægast sagt undarleg. Fyrir það fyrsta er þctta ekki þungarokksplata eins og bókin segir að hún eigi að vera. Til þess cr „sándið“ of nýtt, „próf- dóseringin" of „góð“ (?) og lögin of „rúnnuð". Til að vita nákvæmlega hvaö við eigum við þarftu að heyra plötuna. Og það cr einmitt það sem flestir ættu að gera. Þetta er frábær plata hvað sem hvcr segir. Hún tekur meira en klukkutíma að spilast og hún 'hrífur ekki næstum því strax, eins og smáskífan Animal, en vinnur á. Og þá eru þaö lögin Love Bites, Pour Some Sugar On Me eða Armageddon It sem slá þig út af laginu og þú byrjar að spila aftur og aftur. Hysteria er plata sem er peninganna virði. Hún lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu hlustun fyrir nú utan hvað hún cr löng, en hún vinnur á. Tíminn einn getur þó dæmt um hvort þetta cr hið óumdeilan- lega mcistaraverk eða bara óvenju góð rokkplata. Aerosmith Urn gæði næstu plötu og þeirrar sem enginn lætur fram hjá sér fara, hvernig sem á- standið er, efumst við ekki. Þetta er 11. hljómplata Aero- smith og sennilega þeirra besta til þessa. Þetta er ein af þremur bestu plötum ársins þannig að scnnilega eigum við ekki eftir að heyra jafn góða plötu á árinu. Tónlistin er eins og búast mátti við, rokk. Sumt ergamal- dags eins og við höfum heyrt þá gera áður á fyrri plötum sínum. Annað er blúsað og rólegt og svo eru líka nútíma- legir kaflar, eitthvað sem við höfum ekki heyrt frá þeim drengjum áður. Það er jafnvel lag á plötunni sem gæti endur- speglað það sem Aerosmith gætu gert í framtíðinni. En eins og á stendur þá á Poppsíð- an ekki til orð yfir þessa plötu. Með góðum vilja væri hægt að segja öll góðu og jákvæðu lýsingarorðin í heilli opnu hér í þessu blaði en þess á ekki að vera þörf. Málið er einfalt: Fáðu þér eintak. Að lokum eru þrjár plötur sem við viljum minnast á. Sú fyrsta verður tekin til nánari umfjöllunar á næstu Poppsíðu £ii það er ný plata frá The Cars. Door To Door heitir hún og kom þessi plata Poppsíð- unni í verulegt uppnám. Telj- um við að hér sé á ferðinni ein draum okkar allra rætast dró sig tilbaka svo botninn datt úr. Bobby og Tony hafa þó lofað okkur öðrum tónleikum fyrir áramót, en það eru þeir sem eru ábyrgir fyrir þeim tvennum tónleikum sem heppnuðust í sumar. Heyrst hefur að Spand- au Ballet eigi að spila hér fyrr en varir en látum það nú koma betur í ljós. Þangað til við sjáum og heyrum í næstu sveit skulum við horfa á og velta okkur svolítið uppúr mynd af tónleikum Mötley Crue. Það er trommari sveitarinnar sem er hápunktur hljómleikanna. Hann ku kalla fram, að hann hafi dreymt draum. Hann dreymdi að hann spilaði á sett- ið á hvolfi. Og um leið hallast trommusettið um 45 gráður til hægri, svo um 45 gráður til vinstri og þaðan fer það tilbaka og í 90 gráðu hring. Og þá segir strákskömmin „Og draumur- inn hefur orðið að veruleika“. Hinn einstaki gítarleikari Robbie Robertson mun að öllum líkindum senda frá sér „sóló“-plötu í september. Þeir sem ekki þekkja nafnið ættu að vita að þessi drengur var gítarleikari í hinni einstöku hljómsveit The Band sem með- al annars gerði myndina The Last Waltz og lék undir með Bob Dylan á seinni hclmingi sjötta áratugarins. Þeir sem hafa séð „Valsinn" vita að Robbie gefur gæða gítarleikur- um á borð við Eric Clapton ekkert eftir. Heldur hefur ver- ið hljótt um kappann undan- farin ár en þar á að verða breyting á. Platan hefur verið þrjú ár í vinnslu og sjálfur segir liann að þetta sé ekki framhald af því sem liann var að gera í The Band. „Tónlistin endur- speglar líðan mína í dag. Svona heyri ég tónlistina núna og ekki veit ég hvort þetta er það sem fólk vonast eftir og á von á. Þetta cr bara eins og hjarta mitt slær um þessar mundir". Robbie spilar á gítar og hljómborð auk þess að sjá um sönginn. En hann erekki alveg einn á ferð. Peter Gabríel hjálpar til í einu lagi. Strákarn- ir í BoDeans, (en Poppsíðan valdi fyrstu plötu þeirra sem næst bestu plötu síðasta árs eins og þið munið,) syngja bakraddir í tveimur lögum. Þokka piltarnir í U2 eru með í þremur lögum og það er Robb- ie ánægður með. „Þá vissi ég ekki að þeir ættu eftir að verða ein stærsta rokkhljómsveit heimsins,“ segir hann „en þetta er eins og að blanda tveimur heimum tónlistar saman“. U2 vann með Robbie áður en þeir tóku upp The Joshua Tree og útkomuna fáum við að heyra með haustinu. George Harrison er líka að gefa út nýja plötu. Og eins og hjá Robbie Robertson þá er drengurinn ekki alveg einn á ferð. Það er enginn annar en Jeff Lynne (E.L.O.) sem stjórnaði upptöku, Ringo Starr, Eric Clapton og Elton John eru á meðal þeirra sem spila á plötunni. Þetta er fyrsta plata Harrison síðan hann sendi frá sér Gone Troppo (sem þýðir að fara í frí) en hún kom út 1982.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.