Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. september 1987 Tíminn 9 SAMVINNUMÁL ll'lllill ílil !!ii!!llliíl!lllllllllli!ll Aðalstöðvar KF í Stokkhólmi. KF verður eintóm dótturfyrirtæki Róttækar skipulagsbreytingar í Svíþjóð Þær fréttir eru nú að berast frá Svíþjóð að þar í landi stefni nú allt í það að verulega róttækar skipulags- breytingar verði innan skamms tíma gerðar á þarlenda samvinnusam- bandinu KF. Það sem líklegast er til að vekja mesta athygli, a.m.k. hér á landi, er að gert er ráð fyrir að öll heildsölu- og verslunarstarfsemi KF verði sameinuð í nýju dótturfyrir- tæki, sem rekið verði sem hlutafélag og er á þessu stigi nefnt vinnuheitinu Konsument-Coop AB. Þessi breyting var seinast til um- ræðu á aukafundi í stjórn KF hinn 14. ágúst, og hlaut hún þar stuðning í öllum meginatriðum. Aftur var fyrirhugað að taka málið fyrir á reglulegum stjórnarfundi 11. sept- ember, og stefnt er að lokaafgreiðslu stjórnarinnar á því á fundi sínum hinn 11. desember. Fulltrúar starfsmanna KF hafa einnig lýst sig samþykka þessari breytingu, með fyrirvara um nokkur atriði. í meginatriðum felst breytingin í því að frámvegis verði KF áfram stjórnað af kjörinni stjórn, og undir hana heyri forstjóri sambandsins, líkt og verið hefur. Undir stjórn hans verði svo hið nýja dótturfyrir- tæki, ásamt nokkrum öðrum sem fyrirhugað er að stofna um einstök verkefnasvið. KF verður fyrirtækjasamsteypa I stuttu máli má segja að það sem hér sé að gerast líkist því mest ef Verslunardeild Sambands ísl. sam- vinnufélaga hér á íslandi yrði gerð að sjálfstæðu hlutafélagi sem lyti sérstakri stjórn og framkvæmda- stjóra, en starfaði jafnframt undir yfirstjórn forstjóra Sambandsins. Hjá KF er ætlunin að þær deildir þess, sem séð hafa um dagvörusölu, sérvörusölu, þróun og endurbygg- ingu gangi allar inn í þetta nýja hlutafélag. Svo undarlega sem það kann að koma mönnum fyrir sjónir hér á landi þá mun það vera einróma skoðun jafnt kjörinna sem ráðinna stjórnenda hjá KF að þetta fyrir- komulag sé það sem líklegast sé til að ná bæði mestri virkni í rekstrinum og mestum rekstrarlegum ábata. KF verði þá í rauninni ekki annað en sameiginleg stjórn fyrirtækjasam- steypu, eða „koncernledning" eins og Svíarnir kalla það, og með þessu segjast þeir stefna að því að ná rekstrarlegri ábyrgðar- og ákvarð- anadreifingu („operativ decentralis- ering"). Raunar er þetta ekki alveg nýtt fyrirkomulag hjá Svíunum, því að fyrir eru hjá þeim þrjú slík dótturfyr- irtæki sem starfa beint undir stjórn og forstjóra KF. Eitt þeirra er ferða- skrifstofan Reso, sem margir þekkja, en hin eru nýtilkomnari eða fjögurra til fimm ára gömul, nefnast KVI AB og KFI AB og taka yfir iðnfyrirtæki þess, hið fyrra á sviði matvæla- og fataiðnaðar en hið síðara á sviði ýmiss konar þyngri iðnframlciðslu. Hefur því fyrir- komulagi raunar verið líkt við það sem vera myndi ef Iðnaðardeild Sambandsins hér á landi yrði gerð að sjálfstæðu hlutafélagi eða hlutafé- lögum f eigu samvinnuhreyfingar- Tvö þjónustufyrirtæki Og jafnhliða stofnun dótturfyrir- tækisins, sem í vinnuplöggum er nefnt Konsument-Coop AB, er síð- an ætlunin að stofna ein tvö önnur. Annað þeirra verður KF Tjanste AB sem sameina á núverandi þjón- ustudeildir þess, og hitt verður KF Mcdia AB, en inn í það á að renna útgáfa tímaritanna Vi og Koopera- tören, ráðunautaþjónustan Svea og tvö bókaútgáfufyrirtæki sem sænskir samvinnumenn reka. Og öll þessi fyrirtæki eiga að lúta hvert sinni stjórn og hafa sína cigin framkvæmdastjóra sem stýri dagleg- um rekstri, og þeim er ætlað að starfa með þeim hætti að þau verði hvert um sig fjárhagslega ábyrgt fyrir eigin afkomu. En öll fyrirtækin sameiginlega eiga svo að heyra undir stjórn KF og forstjóra þess. -esig TÓNLIST Píanótónleikar Eddu Erlendsdóttur Á tónleikum sínum í Norræna húsinu 3. september flutti Edda Erlendsdóttir píanóleikari verk tón- skálda, sem skráin lætur að liggja að hafi staðið í skugganum, ýmist sem tónskáld eða sem píanótónskáld. Þar fór fyrstur Joseph Haydn (Són- ata í C-dúr), faðir sinfóníúnnar og strengjakvartettsins, en enginn jafn- oki Mozarts í píanómúsík. Annar kom Franz Schubert, meistari söng- ljóðsins og höfundur margvíslegrar yndislegrar tónlistar (Sónata í G-dúr op. 78), sem þó hefur staðið að verulegu leyti í skugga Beethovens. Schubert er svo andríkur í ýmsum kammerverkum sínum að hann get- ur ekki stöðvað sig á fluginu og verður ögn langdreginn fyrir vikið. Þriðji fór Franz Liszt, demón píanósins og vaxandi tónskáld í vitund manna, en hafði lengi staðið í skugganum. Eftir hann lék Edda fjögur smáverk, frá síðustu dögum listamannsins þegar hann var 75 ára, og báru þau af öllu sem þama heyrðist, hvort sem það var að þakka tónlistinni sjálfri, leik Eddu eða hvoru tveggja. Jafnframt því að vera skemmtilegust voru þessi smá- verk „mest nýmóðins", og mega jafnvel ýmsir af ungu mönnunum taka sig á ef þeir ætla ekki að verða eftirbátar hins 75 ára öldungs (sem fæddist raunar sama ár og Jón Sig- urðsson, 1811), sem var að yrkja fyrir rúmum 100 árum. Svona eru „framfarirnar" afstæðar í Iistinni, þótt þær séu ótvíræðar í vísindum og tækni - nema kannski píanótækni, eða hvernig skyldi Liszt sjálfur hafa spilað á píanó? Söngkonur segja mér að „þær stóru" frá fyrri hluta aldarinnar hefðu ekki einu sinni komist í kór á vorum dögum(!), en söngkonur eru nú svo dómharðar, eins og menn vita. Inn fjórða spilaði Edda Erlends- dóttir Alexander Zemlinsky (1872- 1942), kennara og tengdaföður Arn- olds Schönberg (Fantasía um ljóð eftir Dehmel, op. 9). Með því að hann er lítt eða óþekktur hér á landi (og vafalítið víðar, þótt þeir, sem hafa aðgang að tónlistar-alfræðibók- um láti ljós skína), er rétt að hafa það eftir tónleikaskrá, að „Alexand- er Zemlinsky telst til rómantískra tónsmiða en átti mikinn þátt í að leggja grunn að tónlist 20. aldar. Hann var m.a. eini (?) kennari Arnolds Schönbergs og sem hljóm- sveitarstjóri vann hann ötullega að kynningu verka hans og fylgisveina, einnig Mahlers og Strauss. Eftir Zemlinsky liggja nokkrar óperur, tvær sinfóníur, kammer- og söngverk." Fremur þótti mér tónlist Zemlinskys áheyrileg, enda virðist hann vera Eddu Erlendsdóttur nærri hjarta, því hún tók eftir hann auka- lag í lokin. Sá, er fjórir gengu fyrir þessu sinni, var Alban Berg (12 tilbrigði við eigið stef), nemandi Schönbergs og frægðarmaður fyrir óperurnar „Wozzeck" og „Lulu". Berg hefur ekki staðið sérstaklega í skugganum sjálfur, þótt hann hafi ekki fengið viðmóta frægð og Schönberg eða Webern, en hins vegar hafa „12 tilbrigði við eigið stef" staðið í skugganum af öðrum verkum tón- skáldsins, enda ekki gefin út fyrr en löngu eftir daga hans. Edda Erlendsdóttir er afar vand- aður og snjall píanisti, svo sem hún hefur margsýnt með tónleikum og hljómplötum undangenginna ára. Þessir tónleikar í Norræna húsinu vörpuðu engum skugga á það rykti, en hins vegar hefðu þeir mátt vera skemmtilegri: það er nefnilega ekki að ástæðulausu að þeir, sem standa í skugganum, standa í skuggamrm. Sig. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.