Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. september 1987 Tíminn 15 MINNING !l!!MISl!l!l!!l! Þórður Ögmundur Jóhannsson Fæddur: 19.04.1914 Dáinn: 31.08.1987 í dagfimmtudaginn 10. september verður til moldar borinn einn frum- byggja Hveragerðis, Þórður Ög- mundur Jóhannsson. Þórður var fæddur í Sogni í Ölfusi hinn 19. apríl 1914 og voru foreldrar hans Jóhann Bergsteinsson og Guðrún Ögmunds- dóttirbúendurþar. Þórður var yngra barn þeirra Sognshjóna, en systir hans, Guðrún Þjóðbjörg, er fædd 1912. Árið 1930 fór Þórður þá 16 ára á vertíð í Þorlákshöfn. Sjómennska Þórðar varð ekki löng en þó afdrifa- rík þar sem hann lenti í slysi, sem hafði mikil áhrif á lífshlaup hans. Brákaðist Þórður það illa í mjaðm- arlið að hann átti upp frá því erfitt með gang þó að hann fengi umtals- verða bót með aðgerð, sem gerð var rúmlega 20 árum síðar. Þetta leiddi til þess að Þórður hóf gagnfræðanám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla fslands vorið 1935. Sama ár flutti Þórður ásamt foreldrum sínum ogsysturtil Hveragerðis. Parbyggðu þau hús er nefnt var Grund og var Þórður oft kenndur við þann stað síðan. Þar heitir nú Þórsmörk 1 í Hveragerði. Þórður stundaði kennslu árin 1935-'39 og var farkennari í Selvogi og Grafningi. Þá hóf hann akstur á vöruflutningabifreið og síðan fólks- og vöruflutninga hjá Guðmari Stefánssyni sérleyfishafa á leiðinni Reykjavík - Ölfus. Þórður hóf kennslu á ný við barna- skólann í Hveragerði 1953 og tók þá jafnframt við vörslu bókasafnsins þar. Bókasafninu þjónaði hann af einstakri alúð allt til síðasta vors og naut þar aðstoðar fjölskyldu sinnar.' Sem áður sagði bjó Þórður með systur sinni og foreldrum. 1942 bætt- ist systursonurinn Jóhann Ragnar Ragnarsson í hópinn og má segja að Þórður hafí gengið honum í föður stað. Árið 1959 urðu enn þáttaskil í lífi Þórðar er hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Þórunni Ástríði Björnsdóttur fæddri 1919~að Skarði í Grýtubakkahreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu. Þau Þórður og Þórunn eignuðust þrjár dætur en þær eru: Guðrún fædd 1960 bókasafns- fræðingur, Svava Hólmfríður fædd 1962 við nám í lyfjafræði og Arn- heiður fædd 1964 í búfræðinámi. Á Þórð hlóðust ótal trúnaðarstörf, sem of langt mál yrði upp að telja. Hann sat m.a. í hreppsnefnd Hvera- gerðishrepps, gegndi hreppstjóra- stöðu og starfaði mikið að málefnum fatlaðra í félaginu Sjálfsbjörg. Kynni okkar Þórðar hófust fyrst fyrir 13 árum og í mínum huga verður hann ætíð ímynd hins þjóð- lega fræðaþuls. Hann var sjófróður og minnugur einkum um allt er viðkom hans nánasta umhverfi. Hveragerði, Ölfus, umhverfi ogsaga hlaut Iíf í frásögn hans og ef leita þurfti sögulegra upplýsinga um eitthvað þótti sjálfsagt að ganga í smiðju til Þórðar. Aldrei var hann svo störfum hlaðinn að hann gæfi sér ekki tíma til að leysa vanda spyrj- andans og gilti þar einu hvort um var að ræða skólabarnið við ritgerðar- smíð eða fræðimanninn frá Örnefna- stofnun. Veit ég að margur gekk vel nestaður fróðleik af fundi Þórðar en sjálfur spurði hann aldrei um hver hirti launin eða heiðurinn af elju- verkum hans. Þegar Þórður fann að heilsan var að bila ákvað hann að losa sig við umsýslu bókasafnsins og hugðist helga sig rit- og fræðastörfum þann tíma sem ef til vill enn gæfist. Er við áttum síðast viðræðustund rakti hann af eldlegum áhuga sögu Grýlu og annarra goshvera í nágrenninu. Þá sagðist hann ætla að fara að skrá sögu mjólkurbús Ölfusinga enda mál til komið að hann færi sjálfur að skrásetja eitthvað af þeim fróðleik, sem hann hefði að sér dregið. Einnig tók hann vel þeirri hugmynd að fara að flytja inn á hljóðband helstu þætti úr sögu Hveragerðis, sem hann geymdi í minni. Nú aðeins nokkrum vikum síðar er hann hins vegar horfinn af sviðinu þannig að þær áætlanir verða ekki framkvæmdar. Auðugasta uppsprettan um sögu Hveragerðis er þorrin þannig að hún verður ekki sú sama og orðið hefði ef Þórðar hefði notið lengur við. Það má vera okkur sem eftir lifum áminning um að vera betur á verði um vörslu sögulegra minja og gæta þess betur að týna ekki reynslu þeirrar kynslóðar, sem lifað hefur mestar breytingar íslandssögunnar. Þórðar yrði best minnst ef hafist yrði markvisst handa um söguritun Hveragerðis og í því starfi hygg ég að menn muni hitta hann oft fyrir. Mér er ljúft að minnast allra þeirra stunda ánægju og fræða, er ég naut hjá Þórði. Hafi hann þökk fyrirsamfylgdina. Fjölskyldu hans og ástvinum öll- um votta ég mína innilegustu samúð. Björn Pálsson VIDSKIPTALIFIÐ illllllilllHll! Enn um samruna Asea og Brown Boveri Samruni Asea og BBC er fyrsta mikla nýja samsteypan í rafmagns- iðnaði í áratugi, en í iðnaðinum er hörð samkeppni á milli evrópskra, bandarískraogjapanskrafyrirtækja. Helstu markaðssvæði Asea eru Norðurlönd, nálæg Austurlönd og Norður-Ameríka, en BBC , Vestur- og Suður-Evrópa. Á síðasta áratug kreppti að Asea, en það rétti úr kútnum í upphafi þessa áratugar og hefur afkoma þess á síðustu árum verið góð. Á þessum áratugi hefur hins vegar þrengt að BBC, og réð það til sfn nýjan forstjóra fyrir 2 árum, dr. Leutwiler, sem breytt hefur skipu- lagi þess. Fram á síðasta ár voru dótturfyrir- tæki þess rekin nálega sem sjálfstæð fyrirtæki, en miðstýring hefur nú verið aukin. Þá hefur BBC haft enn stærri hluta tekna sinna af útbúnaði til raforkuvera en Asea. Um fjölda starfsmanna og rckstr- arafkomu - sjá töflur. Fáfnir T h v n e w t o p t e n Salastn knuy tltctrkal anfmatrlng Totw Cfoup ialtf(1«M) Numbtr •mployei of • < :ompMiy SKbn StCbn (19M) I Ista/MC 100 100 140,000 s iamtni M 1M 343,000 s lemeni M 1M 343,000 f lltadii M 213 144,000 ( icntral Eltctrie M 21« 304,000 Wtitlnghouie 57 73 125,500 C :ge 4» U 150,000 » littubithl 42 90 71^100 Toihlba 37 144 120^)00 AEG 23 3» 78,000 GEC 21 47 145,000 Sourct: As— tSPH Járnhálsi2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 REYKJMJIKURBORG Ml^ Jau&tr Stodui Mr Skammtímavistunin Álfalandi 6 Viltu vinna á litlum heimilislegum vinnustað? Heimilið er skammtímavistun fyrir fötluð börn. Á heimilinu dvelja 6 börn í senn og okkur bráðvantar starfsmann til að elda matinn okkar. Um er að ræða 40% og 50% starf. Vinnutími er virka daga frá 16-20 2 eða 3 daga í viku og aðrahverja helgi frá 11-19. Tilvalið fyrir þá sem vilja vinna með skóla. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 32766 og 18089. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. SEXnuœSEXNORÐUR Framleiðslustörf 1. Óskum að ráða konur til framleiðslu á „Bláa Vinyl glófanum", góð laun í boði. Upplýsingar í síma 12200. 2. Óskum einnig að ráða konu hálfan daginn við stjórnun á sjálfvirkri saumavél. Vinnutími frá 12-17 eða eftir samkomulagi. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 12200. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagötu 51 - Reykjavik - Simi 1-15-20 —fír ssb Hafnarfjarðarbær Áhaldahús Verkamenn óskast í almenna útivinnu og á loftpressur. Mötuneyti á staðnum. Hagstæður vinnutími. Upplýsingar í síma 53444. Yfirverkstjóri Til sölu Citroen BX 14 5 gíra árg. '86 Upplýsingar í síma 79616. T^r TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. i PRENTSMIDIAN ^m l'KIMSMIDIAN^ \C^dda\ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.