Tíminn - 15.09.1987, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987-202. TBL. 71. ÁRG.
Hvalveiðimálið enn í Washington
Þrefað um orðalag
Búist hafði verið við úrslitum í hvalamálinu í
gærkvöldi en fulltrúar bandarískra stjórnvalda þrefuðu
fram á nótt um orðalag á tillögum sem lagðar verða
fyrir íslendinga. Svo virðist sem þrefið hafi staðið um
það hvernig komast mætti fram hjá bandarískum
lögum með heimildina til frekari hvalveiða. Sjávarút-
vegsráðherra býst við endanlegri niðurstöðu í málinu
í dag.
Sjá bls. 5
Kvótinn illskárstur
lausna í f iskveiðum
Sjávarútvegsráðherra hefur skipað nefnd til endurskoðunar á kvóta-
kerfinu.
Hagsmunaaðilar sjávarútvegs og menn tengdir honum hafa á síðustu
vikum tjáð sig um reynslu þá sem komin er af kvótakerfinu, á síðum Tímans,
undir yfirskriftinni „Kvóti - og hvernig þá?“
Á næstu dögum verður nefnd sem spannar allan geira sjávarútvegsins
kvödd til starfa við endurskoðun fiskveiðistefnunnar. í tilefni þess að nefndin
hefur fljótlega störf birtir Tíminn í dag samantekt og helstu niðurstöður úr
viðtölum við ofangreinda aðila.
Þrátt fyrir marga meinbugi benda menn á að af mörgum slæmum kostum
sé kvótakerfið vænlegasta leiðin til skynsamlegrar stýringar.
Sjá bls. 7
puiS^pgHiPt-