Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. september 1987
Tíminn 3
Danir stela milljónum
af íslenskum neytendum
„Danir hafa makad krókinn á umboðslaunum frá okkur í gegn um
árin,“ sagði Krístján Jóhannnesson innflytjandi í Asborg sf. sem enn einu
sinni hefur nú staðið í strögli við danska milliliði. í þetta sinn einn sem
hirti tugi þúsunda kr. í sinn vasa af smá pöntun, fyrir það eitt að senda
reikning til íslands, en varan kom beint frá framleiðslulandinu - Hollandi.
Þarna var um 25-50% álagningu á verskmiðjuverðið að ræða hjá
Dananum.
Um 50 þús. til Danans fyrir
að skrifa einn reikning
í þessu tilfelli var um að ræða
varahluti (slitfleti) í verksmiðjuvél-
ar, sem eigendurnir keyptu fyrst
frá umboðsmanni í Danmörku.
Kristján (sem er þeim kunnugur)
ákvað að reyna hvort hann gæti
ekki útvegað þeim hlutina beint frá
framleiðandanum í Hollandi. Sá
hollenski sagði honum verð á
hlutunum hjá sér og hafði ekkert
við það að athuga að senda vara-
hlutina beint, enda hafði hann gert
það til þessa. En litlu síðar hafði
danski umboðsmaðurinn samband
við Kristján, og þá kom í ljós, að
til viðbótar í kringum 150 þús. kr.
greiðslu til hollenska fyrirtækisins,
hafði sá danski bætt við í kringum
50 þús. kr. í sinn eigin vasa fyrir
það eitt að skrifa einn reikning.
Stykki sem t.d. kostaði um 18.800
kr. frá Hollandi, hækkaði upp í um
27.700 kr. á reikningnum frá Dan-
anum.
Hægt að komast framhjá
þeim dönsku
Kristján sagðist í þetta sinni sem
oft áður hafa tekist að losna við
danska milliliðinn. Nefndi hann
m.a. dæmi um upphaf viðskipta
sinna við Portúgala. „Á sínum
tíma var skorað á okkur innflytj-
endur að versla meira við Portúgal
til að jafna viðskiptahalla þeirra
vegna saltfiskkaupanna héðan. Ég
vildi taka þátt í þessu. En þegar ég
hafði fundið fyrstu vörutegundina
var umboðsmaður í Danmörku.
Ég fékk bréf frá portúgalska fyrir-
tækinu um að ég gæti skoðað allar
þeirra vörur í sýningarsal í Kaup-
mannahöfn. Ég svaraði að ég hefði
engan áhuga á viðskiptunum ef
þau færu í gegn um Danmörku. Ég
ræddi síðan við ræðismann Portú-
gala hér á landi og setti hann inn í
málið. Hann snéri sér til verslun-
arfulltrúa portúgalska sendiráðsins
í Osló, sem síðan setti sig í sam-
band við fyrirtækið í Portúgal, og
þá varð allt laust. Viðskiptin við
Portúgal hafa síðan gengið ágæt-
lega“.
Ljúga oft til um
umboð sín
„Það þarf að brýna það fyrir
Islendingum sem eru í viðskiptum
að leita ævinlega að besta verði og
að finna framleiðandann - það er
það sem gildir. Og þó framleiðand-
inn hafi umboðsmann í Dan-
mörku, og sá segist vera með
umboð fyrir alla Skandinavíu, þá
hef ég iðulega reynt slíka umboðs-
menn að ósannindum í þeim
efnum.
í flestum tilfellum tekst að losna
við milliliðinn ef maður er harður.
En þú verður þó ævinlega að vera
í þeirri aðstöðu að geta sagt; ef þú
ert ekki tilbúinn að samþykkja
mitt boð, þá hætti ég að versla við
þig“. Kristján kvaðst hafa lent í
einu fyrirtæki sem neitaði að selja
nema í gegn um umboðsmann,
sem í það sinn hafi raunar verið
norskur en ekki danskur.
Sama vara oft 10% ódýrari
hjá Þjóðverjum en Dönum
Að sögn Kristjáns er alveg fork-
astanlegt hvað „danskurinn" klíni
oft hraustlega á hlutina. Þrátt fyrir
það versli Islendingar því miður
allt of mikið við þá.
„Ég tel að við Islendingar eigum
að færa okkar viðskipti meira til
Þýskalands, Hollands og Belgíu,
þar er verðið best og í sumum
tilfellum í Englandi. En það er
alveg undantekning ef besta verðið
fæst í Danmörku. Það má t.d.
næstum ganga að því vísu að vara
hækki um 10% við að fara yfir
landamærin frá Þýskalandi til Dan-
merkur. Sama vara er oft um 10%
ódýrari hjá Þjóðverjum".
Þeir grófustu með
allt að 200% álagningu
Kristján nefndi gamalt dæmi sem
á sínum tíma hafi opnað augu hans
fyrir hvað dönsku umboðs-
mennirnir gátu verið grófir í svindl-
inu. „Ég flutti þá inn frá danska
fyrirtækinu Holm & Smidth m.a.
sérstök hefti til að festa merki í föt
í efnalaugum ásamt blettahreinsi-
efnum og fleira. Eigendur efna-
lauganna kvörtuðu undan hvað
heftin væru dýr, en pakkinn kost-
aði 432 kr. Eg skrifaði þá beint til
framleiðendanna, ABC Fastener
& co. í Chicago, pantaði vöruna og
tók hana heim í flugi með Loftleið-
avél. Þá fékk ég pakkann á 126 kr.,
eða aðeins um þriðjunginn af verð-
inu frá þeim dönsku.“
Að mati Kristjáns er um veru-
lega stórt mál að ræða hvað varðar
geysilegan milliliðakostnað sem
rennur í vasa Dana vegna kaupa
okkar á vörum frá fjölda annarra
landa, bæði frá Evrópu, Banda-
ríkjunum og víðar.
„Ég lít t.d. þannig á, að það hafi
ráðið úrslitum þegar illa gekk hjá
okkur fyrir nokkrum árum, að
Danir hafi hirt af okkur verulegan
hluta þess gjaldeyris sem átti að
verða eftir hérna heima til að jafna
viðskiptahallann. - Viðskiptahalla
í formi erlendra skulda, sem mynd-
uðust m.a. vegna þeirrar háu
álagningar sem Danirnir stungu í
sinn vasa“ sagði Kristján Jóhannes-
son.
- HEI
Innflytjendur
þurfa aðstoð
gegn Dönum
- aö mati verðlagsstjóra
„Það er engin spurning að
þessi háu umboðslaun vegna
kaupa í gegn um 3. land eru stórt
vandamál, eins og við hjá Verð-
iagsstofnun höfum oft bent á.
Við höfum hins vcgar ekki vald
til eða tök á að koma í veg fyrir
þetta, ncma einungis með upplýs-
ingum. Það eru sérstaklega Danir
sem komast þarna inn sem milli-
liðir bæði vegna fyrirtækja í Evr-
ópu og Bandaríkjunum og jafn-
vel Japan," sagði Georg Ólafs-
son, verðlagsstjóri. En Tíminn
spurði hann hvort íslendingar
þyrftu endalaust að sætta sig við
að einhverjir Danir gerðust sjálf-
kjörnir umboðsmenn í innflutn-
ingi íslendinga víðs vegar að úr
heiminum.
Georg sagði að Verðlagsstofn-
un hefði á sínum tíma gert úttckt
á og skýrslu unt þetta mál. Þá hafi
verið metið að algengur verð-
munur við kaup frá Danmörku í
stað framleiðslulands væri 25-
30% og jafnvel dæmi um upp í
80% mun. Innflytjendurhafi ver-
ið sammála um að þarna væri
mikill vandi á ferð er lyti bæði að
innflutningsmálum og gjaldeyris-
málum, og talið að koma þyrfti
þeim til aðstoðar með einhverj-
um hætti, þannig að þeir gætu
skipt beint við upprunaland.
Þessa innflytjendur telur Georg
að þurfi að aðstoða, vegna þess
að þeir hafi ekki sterka stöðu.
Hann sagðist þó vita um menn
sem hafi náð árangri. Sérstaklega
með því að fara beint í viðkom-
andi fyrirtæki og fá viðtal við
menn á toppnum. Eflaust gætu
menn gcrt meira af því og þá gert
fyrirtækjunum grcin fyrir aðstöð-
unni hér og okkar hlið á málun-
um.
- HEI
Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði:
VERKFALL Á
MIÐNÆTTI
„Síðustu fregnir seni ég hafði af
málinu, voru þær að það gengi allt
mjög stirðlega", sagði Þórarinn V.
Þórarinsson, frkvstj. VSÍ í samtali
við Tímann í gær þegar leitað var
frétta af deilu VSÍ og Félags starfs-
fólks í húsgagnaiðnaði. í sama streng
tók Kristbjörn Árnason, formaður
þess félags í gær: „ Það verður gerð
Hrund Þórhallsdóttir íslandsmeistarí í telpnaflokki 14 ára og yngri og Ragnar Fjalar Sævarsson íslandsmeistari
14 ára og yngri. Tímamynd Brein
Skákþing íslands, 14 ára og yngri:
Ragnar og Hrund íslandsmeistarar
Ragnar Fjalar Sævarsson og
Hrund Þórhallsdóttir stóðu uppi
sem sigurvegarar á Skákþingi Is-
lands 14 ára og yngri sem lauk í
félagsheimili Taflfélags Reykjavík-
ur á sunnudaginn. Mikil og hörð
keppni var í báðum flokkum og
litu mörg óvænt úrslit dagsins ljós.
í piltaflokki voru keppendur 36
talsins og voru tefldar 9 umferðir
eftir Monradkerfi. Ragnar Fjalar
sem er 13 ára fékk 7 1/2 vinning af
9 mögulegum en Héðinn Stein-
grímsson, heimsmeistari unglinga
12 ára og yngri, varð í 2. sæti með
7 vinninga. Þeir tefla báðir í Tafl-
félagi Reykjavíkur. f 3.-4. sæti
urðu þeir jafnir Rúnar Sigurpáls-
son Taflfélagi Akureyrar og Páll
Árnason Taflfélagi Kópavogs með
6 1/2 vinning. Margir mjög góðir
skákntenn lentu aftar í röðinni
eftir harða keppni og er greinilegt
að enginn hörgull er á ungum og
upprennandi skákntönnum.
Níu telpur mættu til leiks og
vildu þær allar keppa í telpna-
flokki, ekki með strákunum eins
og þeim var gefinn kostur á. Hrund
Þórhallsdóttir Taflfélagi Reykja-
víkur og Ólöf Eyþórsdóttir Taflfé-
lagi Kópavogs urðu efstar og jafnar
með 7 vinninga af átta mögulegum
en Hrund sigraði í úrslitaskák og
er því íslandsmeistari í telpna-
flokki 1987. - HÁ
úrslitatilraun í þessu máli í kvöld
áður en verkfallið skellur á. Ég er nú
ekki sérstaklega bjartsýnn á að það
gangi saman. „
Allar líkur benda því til þess að
verkfall skelli á í húsgagnaiðnaðin-
um í kvöld og ef fer fram sem hingað
til, gæti það dregist nokkurn tíma.
Það sem gerir þessa deilu erfiðari
viðfangs en clla, eru deilur þessara
aðila frá í vetur um túlkun febrúar-
samninganna. Þáurðusamningsaðil-
ar sammála um að reynt yrði að færa
kauptaxta nær greiddu kaupi, en eru
hins vegar ósammála um hvernig
beri að túlka samninga einstakra
starfsmanna við fyrirtækin, sem
ganga lengra en heildarsamningur-
inn. Sagði Þórarinn V. Þórarinsson
að frá þessum lausu endum yrði að
ganga áður en hægt væri að ræða
frekar saman.
Annað deiluatriði eru greiðslur
fyrir bónus og sagði Kristbjörn að
VSÍ vildi lækka bónusgreiðslur. Þó
verkalýðsfélagið væri sammála um
að draga úr gildi bónusgreiðslna þá
væri starfsfólk í greininni því mót-
fallið og það réði gerðum forystunn-
ar. -phh