Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 15. september 1987
Ekki er allt sem heyrist:
Þrír atburðir
settir í einn
Vegna fréttar í Tímanum fyrir
helgi um gæsaskytterí yfir höfðum
manna í Eyjafirðinum, sem á ein-
hvern hátt hefur brenglast í meðför-
um manna, þykir rétt og tilhlýðilegt
að eftirfarandi komi fram.
í fyrsta lagi var Konráð Jóhanns-
son, sagður vitni að kvöldskytteríinu
er gæsaskytturnar fimm voru hand-
teknar af lögreglunni á Akureyri.
Það mun alrangt, því hann mun hafa
orðið vitni að kvöldskytteríi, en ekki
þessu sérstaka kvöldskytteríi.
í öðru lagi var hægt að lesa út úr
fréttinni, að við þetta sérstaka kvöld-
skytterí, hefðu högl skotist yfir fólki
í heyskap. Eins og hver heilvita mað-
ur getur séð, og lögregla á Akureyri
hefur réttilega bent á, þá eru fáir í
heyskap í 100 metra skyggni, þoku
og í svartamyrkri í septembermán-
uði. Það mun hins vegar hafa átt sér
stað fyrr í sumar að högl skutust yfir
höfuð fólks í heyskap.
Einnig skal bent á að Konráð lenti
sjálfur í því að högl skutust yfir höf-
uð hans, en það var löngu fyrir þenn-
an sérstaka atburð. Þá var Konráð á
leið yfir brú á landamerkjum Hösk-
uldsstaða og Þverár.
í þriðja lagi er hið rétta svo, að
Skotfélag Eyjafjarðar hefur alls ekki
harmað atburðinn, því það hefur
ekki komið saman til fundar nýlega.
Hins vegar hafa einstakir félagar
harmað þetta.
Hér með er beðist afsökunar á
fyrrgreindum mistökum og vonast til
að þau hendi aldrei, aldrei aftur.
-SÓL
Innihaldslýsing og varnaðarmerkingar eru til fyrirmyndar á nýju SPES
hreingerningarlínunni. Þá eyðast plastbrúsarnir upp í náttúrunni.
SPES línan í hreinlætisvörum:
FYRIRMYNDAR-
UMBÚDIR
Það eru fyrirmyndarumbúðir um
hreinlætisvörurnar í SPES línunni
sem nú eru að koma á markað á
íslandi. Samvinna var höfð við holl-
ustuvernd ríkisins við hönnun á
umbúðum um þvottaefni, hreingern-
ingalög og uppþvottalegi í SPES
línunni og fullnægja þær ítrustu
kröfum, en allar innihaldslýsingar
og varnaðarmerki eru að sjálfsögðu
á íslensku.
Vörur hinnar nýju SPES línu eru
í raun þær sömu og seldar voru undir
vörumerkinu SPAR til skamms
tíma, en vegna lögbanns á notkun
SPAR merkingarinnar á íslandi varð
að hætta dreifingu þessara hreinlæt-
isvara. Hins vegar hefur Sund hf. nú
látið sérpakka vörurnar fyrir ís-
lenskan markað undir vörumerkinu
SPES.
Þessi nýja SPES lína samanstend-
ur af þvottaefni í þriggja kílóa
pakkningum, mýki í 4 lítra brúsum,
hreingerningalegi í 1 lítra brúsum og
uppþvottalegi í 1 lítra og 2 lítra
umbúðum. Plastumbúðir þessar
hafa þann stóra kost að eyðast upp í
náttúrunni.
Slátrun hafiní
Skagafirði
FréttaritariTímansi l ljólum, Örn Þórarinsson:
Slátrun hófst hjá slátursamlagi
Skagfirðinga á Sauðárkróki fjórða
þessa mánaðar. Áætlað er að lóga
um lóþúsundfjáríhaust. Þokkalega
hefur gengið að fá fólk til vinnu í
siáturhúsinu og búist er við að það
verði fullmannað eftir helgina, en
talsvert af fólki er upptekið við
smalamennsku. Réttir verða víða í
Skagafirði um helgina. Hjá slátur-
samlaginu er lógað 400 fjár á dag.
Dilkar hafa ekki reynst verulega of
feitir enn sem komið er, tæp 4%
féllu fyrir fitu fyrstu þrjá dagana sem
slátrað var. Það er hins vegar ekki
marktækt því eingöngu hefur verið
lógað lömbum sem gengið hafa
heimavið í sumar, en bændur búast
almennt við fénu vænu af afréttum í
haust eftir gott og áfallalaust sumar.
Eldisstöð Óslax hf á Ólafsfírði. ,
AUKIN UMSVIF
HJÁ ÓSLAXIHF.
Fréttaritari Tímans í Fljótum Örn Fórarinsson
skrifar.
Framleiðsla fiskeldisstöðvarinnar
Óslax hf. á Ólafsfirði er sífellt að
aukast. Stöðin getur nú framleitt
um 250.000 gönguseiði og er hægt
að auka frantleiðsluna verulega
nreð fleiri útikerjum. Þetta kom
fram í máli Ólafs Björnssonar
framkvæmdástjóra þegar frétta-
maður Tíntans leit við hjá þeint
Óslaxmönnum fyrir skömmu.
Eldisrými stöðvarinnar er um
240 rúmmetrar en þegar hefur ver-
ið komið fyrir einu stóru útikeri
430 rúmmetrar að stærð og annað
álíka er í byegingu.
Á vegum Óslax hefur undanfarin
ár verið gerð tilraun með eldi á laxi
upp í sláturstærð. Nú eru um 2000
laxar í flotkví á Ólafsfjarðarvatni
sem slátrað verður f haust, en lax-
inn er nú 2 - 2 kg að þyngd til
jafnaðar.
Eldisker við fískeldisstöð Óslax 450 rúmmetrar að stærð (Tímamynd: ÖÞ)
Að sögn Ólafs hefur eldið í vatn-
inu gengið mjög vel.
Ekki mun þó áformað að fara út
í það að neinu ráði þar sem hætta
þykir á mengun vegna þess hve Ól-
afsfjarðarvatn er grunnt og er hér
því nánast um tilraun að ræða. Þrír
menn eru í föstu starfi hjá Óslaxi
hf.
Samningur Sinfóníuhljómsveitarinnar við Visa Island og Kntarkort hf. staðfestur. Leifur Steinn Elíasson frá Visa,
Sigurður Björnsson frá Sinfóníuhljómsveitinni og Grétar Haraldsson frá Kreditkort hf.
^Samningur Sinfóníuhljómsveitarinnar við krítarkortafyrirtækin:
ASKRIFTARKORTIN
MEÐ RAÐGREIÐSLUR
Sinfóníuhljómsveit íslands er í
þann veginn að hefja starfsár sitt og
er endurnýjun áskriftarskírteina nú í
fullurn gangi og stendur til 18. sept-
ember. Sinfóníuhljómsveitin býður
nú upp á það nýmæli að bjóða gest-
um hljómsveitarinnar að greiða
áskriftarskírteini með regluíegum
mánaðargreiðslum. Þetta fyrir-
komulag er nú kleift þar sem Sinfón-
íuhljómsveitin hefur gert samning
við Visa Island og Kreditkort hf. um
raðgreiðslur vegna kaupa á áskriftar-
skírteinum á reglulega tónleika
hljómsveitarinnar í vetur. Almenn
sala skírteina til nýrra áskrifenda
hefst 19.september.
Elli og örorkulífeyrisþegar fá 30%
afslátt af áskrifendaskírteinum og
skólafólk fær einnig afslátt af skírt-
einum sem og lausamiðum að ein-
stökum tónleikum.
Auk samningsins við kreditkorta-
fyrirtækin um raðgreiðslur geta við-
skiptavinir eftir sem áður keypt miða
að einstökum tónleikum með því að
hringja til skrifstofunnar og gefa upp
krítarkortanúmer sitt og tryggja sér
þannig miða.
Fastiráskrifendurfá 10% afslátt af
miðum á aukatónleika og má þar
nefna Vínartónleika ló.janúar 1988
og tónleika með rússneska bassa-
söngvaranum Paata Burchjuladze
11. febrúar.