Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 20
Pétur og Rúnar
fengu bikarana
Sjá íþróttir bls.10-13
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
HRESSA
KÆTA
1917
70
X D A
1987
Aukafjárveiting upp á
21 milljon til Viðeyjar
Borgarráð ákvað 21 milljón
króna aukafjárvcitingu til stand-
sctningar á Viðeyjarstofu á fundi
sínum í síðustu viku, en fram-
kvaemdir við þetta virðulega 18.;
aldar hús standa nú yfir. Ætlunin
cr að gera Viðeyjarstofu upp í sína
upphaflcgu mynd og nýta hana
undir ráðstcfnur, fundi og veisl-
uhöld. Til að koma nauðsynlegri
aðstöðu fyrir vcrða byggð tvö jarð-
hýsi fyrir norðan Viðcyjarstofu þar '
sem m.a. verður komið fyrir tækni-
rými, matargcymslum og snyrtiað-
stöðu. Ætlunin er að Viðcyjarstofa
verði tilbúin 18. ágúst á næsta ári,
tveimur árum eftir að Rcykjavík-'
urborg fckk stofuna í gjöf frá,
ríkinu í tilcfni 200 ára afmælis
Reykjavíkur.
Við gcrð fjárhagsáætlunar fyrir
þctta ár lá kostnaðaráætlun við
uppbyggingu Viðcyjarstofu ekki
fyrir, en ákvcðið var að veita 20
milljónum króna til framkvæmda
við Viðcyjarstofu og Viðcyjar-
kirkju. Að sögn Björns Friöfinns-
sonar framkvæmdastjóra lögfræði-
og stjórnsýsludeildar Reykjavíkur-
borgar var löngu Ijóst að fjárveit-
ingin dugði engan veginn til þeirra
framkvæmda sem áætlaðar voru á
þessu ári. Því voru tvær lciðir,
annars vegar að frcsta framkvæmd-
um fram yfir áramót eða veita
auknu fjármagni í endurbygging-
una á þessu ári og hefði borgarráð
valið síðari kostinn.
í tengslum við framkvæmdirnar
norðan við Viðeyjarstofu hefur
farið fram mcrkur fornleifagröftur
og meðal annars fundist suður-
vcggur þess sem mcnn álíta hina
gömlu klausturbyggingu í Viðey.
Þar fannst til dæmis forn leðuraskja
sem hefur að geynta vaxplötur sem
menn notuöu í stað pappírs sem
var mjög dýr á þeim tíma. Leðuras-
kja þessi bíður nú þcss að vera
rannsökuð frekar. Þá hefur því
verið fleygt að grafið hafi verið
niður í vínkjallara ábótans í Viðey
og leðuraskjan geymi uppskriftir
að hinum ýmsu kokteilum
uppáhaldi voru.
Séð til Viðeyjar þar sem unnið er að endurbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju.
MMWMM
■■m
Kaupin á Útvegsbankanum:
Sameiginlegt eignar-
hald í uppsiglingu?
„Ég tel að þetta hafi verið gagnleg-
ur fundur og miði heldur í þá átt að
hugsanlegt sé að ná sameiginlegri
lausn á málinu," sagði Jón Sigurðs-
son, viðskiptaráðhcrra í samtali við
Tímann í gær, er hann var inntur
eftir tíðindum af fundi sínum með
fulltrúum SÍS og KR-inganna svok-
ölluðu um kaup á Útvegsbankanum.
Sagði Jón að fundurinn hefði verið
vinsamlegur og að hann kanriaðist
alls ekki við „þann stríða tón sem
DV væri að reyna að búa til. Það
kcmur mér mjög á óvart“.
Fundinn sátu auk viðskiptaráð-
hcrra, Þórhallur Ásgeirsson ráðu-
neytisstjóri og tveir ntenn úr ráðu-
neytinu. Fyrir hönd „KR-inganna“
mættu þeir Hörður Sigurgestsson
forstjóri Eimskipsog Friðrik Pálsson
forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. Fyrir hönd Sambandsins
mættu þeir Guðjón B. Ólafsson
forstjóri, Axel Gíslason aðstoðar-
framkvæmdastjóri, Geir Magnússon
bankastjóri Samvinnubankans og
Kjartan P. Kjartansson fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs.
Á fundinunt bentu forráðamenn
Sambandsins viðskiptaráðherra á að
hreinn meirihluti yrði að vera fyrir
hendi til að tryggja eðlilega starfs-
háttu bankans. Greinilegt var á máli
fulltrúa Sambandsins að þeir eru
farnir að þreytast á biðstöðunni sem
verið hefur í málinu og heldur áfram
eftir fundinn í gær, því það var siður
en svo að línur skýrðust eftir hann.
Aðspurður um hvaða lausn gæti
fengist á þessum máli, önnur en að
annar hvor aðili hætti við kaup eða
þá að aðilar sameinist á einhvcrn
hátt um kaupin á hlutabréfum Út-
vegsbankans, sagði viðskiptaráð-
herra: „ Já, ætli að það sé ekki þetta
síðara, sem þú nefndir."
Ekki vildi Jón ræða nánar hvort
annar aðilinn væri tilbúinn að eiga
minnihluta í bankanum, en sagði að
hans skilningur væri sá að enn hefðu
viðræðuaðilar ekki lokað neinum
leiðum.
Næsti fundur hefur verið boðaður
að viku liðinni.
- phh
Vigdís
í Japan
í gær hófst heintsókn forseta
íslands Vigdísar Finnbogadóttur.
til Japans þar sem luin mun opna
norræna vörusýningu „Scandin-
avia today" fyrir Itönd Norður-
landaþjóöanna. í ferðinni mun
Vigdís meðal annars hitta hinn
aldna keisara Japans að máli auk
þess sem hún mun heimsækja
fjölda þekktra safna. kastala og
hofa.
Á morgun, miðvikudag, heldur
Vigdís blaðamannafundi í tilefni
sýningarinnar „Scandinavia to-
day“ og verður auk þess viðstödd
móttöku fimm norrænna sendi-
herra í danska sendiráðinu.
Heimsókn forseta íslands til
Japans stendur í átta daga- og
lýkur 20. september.