Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Þriðjudagur 15. september 1987
Eitt stórt núll
- Fram og ÍBK gerðu markalaust jafntefli
í Laugardalnum
Fram og ÍBK gerðu markalaust
jafntefli í Laugardalnum á laugar-
daginn og voru þau úrslit sannar-
lega í takt við gang leiksins sem var
daufur svo ekki sé meira sagt.
Vcðrið lék þar stórt hlutverk enda
ckkert grín að leika knattspyrnu í
hávaðaroki og kulda.
Það voru Framarar sem höfðu
yfirhöndina í leiknum en hættuleg
færi urðu ekki mörg. Þau fáu sem
sáust voru Framara. Leikur bikar-
meistaranna olli vonbrigðum, þrátt
fyrir veðrið, og er vonandi að þeir
sýni þetta skemmtilega spil sem
þeim er lagið þegar þeir mæta
Sparta Prag á morgun.
Leikmenn léku almennt undir
getu og tilgangslítið að geta eins
öðrum fremur nema hvað Jóhann
Magnússon Keflvíkingur bar af í
fyrri hálfleik.
- HÁ
Völsungar halda sæti
sínu í fyrstu deild
- gerðu markalaust jafntefli við íslandsmeistara
Vals í síðustu umferðinni
Völsungar tryggðu sér áframhald-
andi tilverurétt í 1. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu þegar þeir
gerðu markalaust jafntcfli við ís-
landsmeistara Valsmanna að Hlíðar-
enda á laugardaginn. Dugði stigið til
að skjóta Víðismönnum ref fyrir rass
en mjótt var á inununum því marka-
hlutfall réði því hvort liðið félli i 2.
deild.
Félagarnir Kuldaboli og Kári áttu
stórleik á FUíðarendavelli og létu
leikmenn Vals og Völsungs þeint
það einum eftir. Mótaðist leikurinn
mjög af veðrinu og var ekki
skemmtilegur á að horfa. Völsungar
áttu á brattann að sækja mest allan
leikinn en Valsmönnum tókst ekki
að koma boltanum framhjá Þorfinni
Hjaltasyni í þessum leik frekar en í
hinum tveimur sem liðin hafa leikið
í sumar. Valsmenn áttu þó nokkur
hættuleg færi en inn vildi boltinn
ekki. í fyrri hálfleik skutu þeir
Ingvar Guðmundsson og Sigurjón
Kristjánsson skammt framhjá
Völsungsmarkinu og Sævar Jónsson
skallaði söntu leið í tvígang. Jónas
Hallgrímsson hóf síðari hálfleikinn
með þrumuskoti að marki Vals en
Guðmundur Hreiðarsson varði
glæsilega. Hilmar Sighvatsson og
Ámundi Sigmundsson sendu bolt-
ann framhjá Völsungsmarkinu og
Jón Grétar Jónsson misnotaði dauð-
afæri áður en Völsungar gerðu usla
í vítateig Valsmanna sem endaði
með því að vörninni tókst að hreinsa
frá. Ólafur Jóhannesson átti síðasta
hættulega skot Valsmanna og kont
það eftir mikla pressu á 37. mín.
Enginn leikmaður skaraði framúr
í þessum leik, öðrum fremur. Eirík-
ur Björgvinsson Völsungur var bor-
inn af leikvelli undir lok leiksins,
enn einn leikmanna Völsunga sem
hafnar á sjúkrabörum í sumar.
- tg/HÁ
Skagamenn í
Evrópusætinu
Ætli sé eitthvað gott þarna? Vaismenn kanna innviði íslandsbikarsins sem þeir fengu afhentan að loknum leik Vals
og Völsungs. Frá vinstri: Jón Grétar Jónsson, Sævar Jónsson, Guömundur Baldursson og Magni Blöndal Pétursson.
Tímamynd Pjelur.
Frá Jóhannesi Bjarnasyni á Akureyri:
Skagamenn tryggöu sér þátttöku-
rétt í Evrópukeppninni í knattspyrnu
í 12. sinn á 14 árum með því að gera
jafntefli við KA um helgina. Leikur-
inn var góður ef miðað er við
aðstæður en rok og rigning var
meðan hann fór fram. Athygli vakti
góð barátta KA manna en leikurinn
Lokastaðaní 1. deild
Valur . 18 10 7 1 30-10 37
Fram . 18 9 5 4 35-21 32
ÍA 9 3 6 36-30 30
Þór . 18 9 2 7 33-33 29
KR . 18 7 4 7 28-22 25
KA . 18 5 6 7 18-18 21
ÍBK . 18 5 6 7 22-30 21
Völsungur . 18 4 5 9 20-32 17
Vfðir 18 3 8 7 20-33 17
FH . 18 4 4 10 22-34 16
Marki of lítið
Körfuknattleikur, EM í Sviss:
Enn eitt tapið
- íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum
- Þjálfararnir ætla að hætta
íslenska landsliðið í körfuknatt-
leik tapaði fyrir Svisslendingum í
síðustu umferð undankeppni EM í
Lausanne í Sviss á laugardaginn.
Úrslit urðu þau að Svisslendingar
gerðu 112 stig gegn 100 eftir fram-
lengdan leik sem var mjög jafn og
Úrslitaleikurinn í 3. deild:
Markalaust
Frá Erni 1‘órarinssyni fréttaritara Tímans í
Fljótum:
Úrslitaleikurinn í 3. deild fór fram
á Sauöárkróki á laugardag. Þar
mættust Tindastóll og Fylkir. Lauk
leiknum með jafntefli, ekkert mark
var skorað þrátt fyrir að leikurinn
væri framlengdur í 2x15 mín. Tinda-
stólsmenn voru ívið sterkari aðilinn
í leiknum en sigurinn gat lent hjá
hvoru liðinu sem var því bæði lið
fengu ágæt marktækifæri. Norðan
strekkingur og kuldi setti nokkurn
svip á leikinn sem þó var furðu vel
spilaður miðað við aðstæður. Liðin
þurfa því að leika til úrslita að nýju.
spennandi. Svisslendingar höfðu yfir
55-48 í hálfleik en íslendingar náðu
upp forskotinu og voru komnir í
97-91 hálfri annarri mínútu fyrir
leikslok. Svisslendingar náðu að
jafna og tryggja sér sigurinn í fram-
lengingu.
Valur Ingimundarson var stiga-
hæstur Islendinganna í leiknum með
29 stig, Pálmar Sigurðsson gerði 28
stig og Birgir Mikaelsson 15.
Einar Bollason og Gunnar Þor-
varðarson landsliðsþjálfarar hafa ák-
veðið að hætta með landsliöið þar
sem árangurinn í keppninni var mun
lakari en vonir stóðu til.
Frakkar unnu Dani 123-95 í síð-
asta leik keppninnar og tryggðu
Frakkar og Svisslendingar sér þátt-
tökurétt í aðalkeppninni eftir tvö ár.
Upp úr riðlinum sem leikinn var í
Sofiu koma Búlgarar og Finnar og
Ungverjar og Hollendingar urðu í
efstu sætum í riðlinum sem leikinn
var í Belgíu. Þar höfnuðu Belgar í
þriðja sæti en íslendingar unnu sem
kunnugt er Belga fyrir rúmri viku.
- HÁ
Frá Frímanni Ólafssyni á Suðurnesjum:
Það sannaðist enn einu sinni að
stutt er milli hláturs og gráturs í
knattspyrnu. Þrátt fyrir að vinna 2-0
sigur á KR máttu Víðismenn sætta
sig við það hlutskipti að falla i 2.
deild, á markahlutfalli.
Víðismenn sóttu undan allnokkr-
um vindi í fyrri hálfleik. Á 14. mín.
var dæmd aukaspyrna á KR á miðju
vallarins. Daníel Einarsson skaut að
marki KR og engin hætta var á
ferðinni. Páll markmaður Ólafsson
fékk boltann beint á sig en missti
hann frá sér á óskiljanlegan hátt og
Svanur Þorsteinsson var fljótur að
átta sig og renndi boltanum í netið,
Eftir markið hresstust KR-ingar og
voru meira í sókn. Besta færi þeirra
átti Pétur Pétursson, skaut í bak
Hlíðars Sæmundssonar og þaðan í
stöng en Víðismenn náðu að
hreinsa. Pétur Pétursson var aftur í
aðalhlutverkinu á 42. mín. er Þor-
varður Björnsson gaf honum rauða
spjaldið fyrir „munnbrot". Pétur
hafði áður fengið gult spjald fyrir
það sama og orðbragðið sem hann
viðhafði er óprenthæft. Ljótt að sjá
svo reyndan leikmann eins og Pétur
sýna svona framkomu.
Seinni hálfleikur var að mestu
leyti eign Víðismanna. Þeir höfðu
alla burði til að bæta við þeim
mörkum sem til þurfti að halda
sætinu í 1. deild en heilladísirnar
voru ekki á þeirra bandi að þessu
sinni.
Vörn KR saknaði Ágústar Más og
opnaðist oft illa. Það var þó ekki fyrr
en á 90. mín. að Grétari Einarssyni
tókst að skora eftir sendingu frá
Klemens Sæmundssyni. Stuttu
seinna flautaði góður dómari leikinn
af. Fall Víðis var þó ekki ljóst fyrr
en úrslit höfðu borist úr lcik Vals og
Völsungs.
Hjá Víði voru Daníel Einarsson,
Sævar Leifsson og Grétar Einarsson
einna bestir í jöfnu liði en enginn
skaraði framúr hjá KR.
breytti engu um stöðu þeirra í deild-
inni.
Skagamcnn léku undan vindi í
fyrri hálfleik og strax á 7. mín. átti
Ólafur Þórðarson gott skot að marki
KA en Ólafur Gottskálksson varði
vel eins og hann átti oft eftir að gera
í leiknum. Liðin skiptust á um að
sækja og voru sóknir KA ívið hættu-
legri fyrsta hálftímann en eftir það
jafnaðist leikurinn og Skagamenn
sóttu stíft síðustu mínútur fyrri hálf-
leiks. Hafliði Guðjónsson sendi bolt-
ann fyrir KA markið á lokamínútu
hálfleiksins, Sigurður Lárusson
skallaði úr mjög góðu færi en Ólafur
Gottskálksson varði glæsilega.
KA-menn fengu sitt besta færi í
leiknum á 60. mín. Árni Freysteins-
son tók þá langt innkast, Erlingur
Kristjánsson framlengdi á Þorvald
Örlygsson sem skallaði í átt að
marki frá markteigshorni en Birkir
markvörður Kristinsson náði að
koma boltanum yfir slána á síðustu
stundu.
Leiknum lauk sem fyrr sagði með
markalausu jafntefli og verður það
að teljast nokkuð sanngjarnt. Bestu
menn KA voru þeir Ólafur Gott-
skálksson sem átti afburðagóðan
leik í markinu, Halldór Halldórsson
sem er sterkur í stöðu hægri bak-
varðar, Erlingur Kristjánsson í vörn-
inni og Bjarni Jónsson var sprækur
á miðjunni. Hjá ÍA var Guðbjörn
Tryggvason yfirburðamaður auk
þess sem Birkir Kristinsson stóð vel
fyrir sínu í markinu.
Hafliði Guðjónsson Skagamaður
var borinn af leikvelli á 75. mín. eftir
að brotið hafði verið illa á honurn.
Allt kom fyrir ekki
FH-ingar gerðu hvað þeir gátu í
viðureigninni við Þórsara á Kapla-
krikavelli í Hafnarfirði á laugardag-
inn. Þeir urðu að vinna leikinn stórt
og treysta síðan á að Víðir og
Völsungar töpuðu sínum leikjum.
FH vann 4-1 en Víðir vann cinnig og
Völsungur náði jafntefli þannig að
FH féll í 2. deild þrátt fyrir allt.
Þórsarar höfðu líka að einhverju
að stefna í þessum leik þó það hafi
ekki komið í ljós í lcik þeirra. Liðið
hefði með sigri tryggt sér sæti í
UEFA-keppninni á næsta ári þar
sem KA og Skaginn gerðu jafntefli
á Akureyri. Þórsarar voru hinsvegar
heillum horfnir og heppnin var held-
ur ekki með þeim þannig að leikur-
inn tapaðist auðveldlega.
Veður var ekki knattspyrnunni til
hjálpar í Krikanum. Hávaða rok og
kuldi og höfðu FH-ingar vindinn í
bakið í fyrri hálfleik og uppskáru tvö
góð mörk. Guðmundur Hilmarsson
skoraði eftir hornspyrnu með skoti í
stöng og inn og um miðjan hálfleik-
inn kom mark ársins. Kristján Hilm-
arsson prjónaði sig þá frá hliðarlínu
og inná miðjan völlinn rétt fyrir utan
vítateig. Þar reið skotið af og boltinn
small í stönginni alveg upp við
samskeytin og þeyttist þaðan í hlið-
arnetið á móti alveg við stöng.
Stórglæsilegt.
1 síðari hálfleik sóttu Þórsarar
mikið og átti Halldór m.a. skalla í
samskeytin strax í upphafi. FH-ingar
áttu þó mjög hættulegar skyndisókn-
ir og náðu að koma stöðunni í 3-0
með marki Hlyns Eiríkssonar af
stuttu færi. Árni Stefánsson lagaði
stöðuna fyrir Þór með marki úr
teignum eftir þunga pressu og veltu
áhorfendur nú fyrir sér viðureign
FH og Völsungs um daginn (3-3).
FH-ingar svöruðu hinsvegar strax
fyrir sig er Pálmi Jónsson var skyndi-
lega frír og lék á Baldvin markvörð
og renndi boltanum í netið og inn-
siglaði stóran sigur 4-1.
FH-liðið spilaði nokkuð vel í þess-
um leik með traustan Halldór Hall-
dórsson að baki sér. Þórsarar áttu
einfaldlega ekki svar við leik FH-
liðsins - ekki þeirra dagur.
þb