Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.09.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 15. september 1987 FRÉTTAYFIRLIT COLOMBO - Blóösúthell-j ingarnar halda áfram á Sri [ Lanka. Um helgina réöist einn öflugasti hópur aöskilnaðar-' sinna af kynþætti Tamíla, svo-í nefndir „Tamílatígrarnir“ áj annan hóp herskárra aöskiln- [ aðarsinna og drápu 66 menn. ; JERÚSALEM - Shimon Peres utanríkisráðherra ísrael tilkynnti hópi bandarískra negraleiðtoga aö ísrael mundi fljótlega koma á nýjum efna- hagslegum refsiaögerðum gegn Suður-Afríku. En ísrael ákvaö fyrr á árinu aö gera ekki nýja samninga um vopnakaup vio Suður-Afríku til aö leggja áherslu á andstööu sína gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnar Botha. BAGHDAD - Aö sögn I írakskra yfirvalda hrundi Irak sókn irans á aöalvígstöövun- um við Persaflóa, en árás ír- ana átti sér staö skömmu eftir aö Perez DeCuellar aðalritari Sameinuöu þjóöanna kom til Baghdad frá Teheran, höfuö- borg írans, til aö halda áfram friðarumleitunum sjnum. Þá sögöu irakar aö íran heföi einnig gert stórskotaliðsárás á hina mikilvægu borg Basra. JAKARTA - Subroto orku- j málaráðherra Indónesíu sagöi á fréttamannafundi aö nefnd á vegum OPEC mundi heim- sækja öll aðildarríki samtak- anna og freista þess að fá loforð hvers ríkis um aö þaö stæöi viö framleiðslukvóta sinn á olíu. En mörg ríki, sérstak- lega viö hinn stríöshrjáöa Persaflóa, hafa farið fram úr kvótanum að undanförnu og skapaö þar meö líkur á lækk- andi olíuveröi. PARIS - Tsjad hefur ásakaö Líbýu um aö hafa hvaö eftir annað rofið lofthelgi landsins þrátt fyrir þaö vopnahlé sem ríkin ákváöu meö sér sl. föstu- dag. Yfirlýsing frá her Tsjad segir aö lýbískar herþotur hafi sjö sinnum flogiö yfir norður- héruð Tsjad síöan á föstudag. AÞENA - Um 400 grískir diþlómatar í Aþenu og sendi- ráöum Grikklands hófu fimm daga verkfall í gær til aö fá fram hærri laun. Diplómatarnir segjast ekki hafa fengiö launa- hækkanir í 2 ár. Þá kröföust þeir þess aö utanríkisráöu- neytiðfengi hærrafjárframlag. MUNCHEN - Tuttugu og tveir Pólverjar og tveir Tékkar ákváöu aðsleppa rútunni heim og vera eftir í Vestur-Þýska- landi um helgina aö sögn lög- reglunnar í Bæjaralandi. Þaö voru því aðeins 7 farþegar sem sneru tilbaka úr sumarfrí- inu meö þólsku rútunni. JERÚSALEM - ísrael og Ungverjaland hafa endurnýjað stjórnmálasamband ríkjanna eftir 20 ára hlé, en því var slitið í stríðinu 1967. Undirstrikar þetta bætt samskiþti ísraels og ríkjanna austan járntjalds. ÚTLÖND Afvopnunarviöræðurnar í Genf: Samkomulag fyrir fundi Shultz og Shevardnadzes? Vonir standa til að fundur utanríkisráðherranna Shultz (t.v.) og Shevardnadze (t.h.) færi stórveldin nær samningi um meðaldræg og skammdrægari kjarnorkuvopn. Umtalsverð hreyfing virðist vera á viðræðum stórveldanna um útrým- ingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorkuvopna á landi, en fundur utanríkisráðherranna hefst í Was- hington í dag. En Bandaríkin lögðu fram ítarlega samningstillögu á sér- stökum fundi Genf í gær, þar sem nákvæm eftirlitsaðferð er skilgreind og felur hún í sér nokkrar eftirgjafir af þeirra hálfu. Aðalatriðin, sem samningsupp- kastið felur í sér er í fyrsta lagi útrýming allra meðaldrægra eld- flauga, sem draga frá 500 til 5000 kílómetra, og skotpalla þeirra. Þeim langdrægari verði útrýmt innan 3ja ára og þeim skammdrægari innan árs. f öðru lagi verður þróun, fram- leiðsla og flugprófun allra meðal- drægra eldflauga bönnuð og í síðasta lagi yfirgripsmikið og raunhæft eftir- litskerfi, sem hentar allsherjarbanni á meðaldræg kjarnorkuvopn. En það er einkum varðandi eftir- litsþáttinn, sem Bandaríkin hafagef- ið eftir til að liðka fyrir samningi. Áður hafði Bandaríkjastjórn krafist stöðugs eftirlits frá framleiðslustað eldflaugar til skotpalls, en er nú reiðubúin til að láta af eftirliti á framleiðslustað, þar sem hvort eð er á að eyða öllum eldflaugum af þessari tegund. Þá lýsti Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna því yfir á sunnudag að samkomulag um með- aldrægar eldflaugar væri innan seil- ingar. Að vísu vildi hann ekkert gefa upp um efni bréfs Gorbatsjovs til Reagans, sem hann mun afhenda Bandaríkjaforseta þegar þeir hittast í dag. Þá er vonast til að þar verði tekin ákvörðun um þriðja leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs, en sovéski utanríkisráðherrann sagði að slíkur fundur væri undir því kominn hvað gerðist í fundarhöldunum í Was- hington, sem lýkur á fimmtudag. Það virðist því eitthvað hafa rofað til eftir svartsýniskastið sem fylgdi kröfu Karpovs aðalsamningamanns Sovétríkjanna í viðræðunum á sl. fimmtudag þess efnis að Bandaríkin eyði þeim 400 kjarnahleðslum, sem þau eiga heima í Bandaríkjunum á Pershing-IA flaugar. Bandaríkja- menn höfnuðu þó þessari kröfu strax og sögðu hana í andstöðu við sovéska samningsuppkastið frá 29. júlí sl., auk þess væri verið að semja um eyðingu kjarnorkueldflauga ekki kjarnorkuhleðslna. Á föstudaginn lýsti Shultz yfir því að Bandaríkin væru tilbúin að skrifa undir samkomulag byggt á þeim drögum sem þegar lægju fyrir, en ásakaði um leið Sovétríkin um að reyna sífellt að viðra ný skilyrði til að tefja viðræðurnar. Eftir að Kohl kanslari Vestur- Þýskalands lýsti sig reiðubúinn að afsala Pershing-1 A eldflaugunum 72 eftir að samkomulag væri orðið að veruleika, virðist eini alvarlegi þröskuldurinn í vegi fyrirsamningin- um vera aðgerðir til að fylgjast með framkvæmd samningsins ásamt deilumálinu um hvort telja eigi bara eldflaugar eða kjarnahleðslur einn- '8Á A meðan á heimsókn Shevardna- dzes stendur verður undirritað sam- komulag úórveldanna um miðstöðv- ar til að minnka hættuna á kjarn- orkustyrjöld, en slíkarstöðvar verða settar upp í báðurn ríkjunum. Hvort af samningum um útrým- ingu meðaldrægra kjarnorkuvopna stórveldanna verður á þessu ári gæti skýrst á fundunum í Washington. Kongsberg Vaapenfabrikk á hausnum: Veikir varnirnar á norðurvæng Nato Yfirmenn norska hersins halda því frant að varnir á norðurvæng Atlantshafsbandalagsins muni veikj- ast til muna ef stærsta vopnaverk- smiðja Noregs, Kongsberg Vaapen- fabrikk hættir framleiðslu, en verk- smiðjan er í eigu norska ríkisins. Gjaldþrot blasir nú við vopna- verksmiðjunni í kjölfar heiftugra deilna um fyrirtækið eftir að það seldi Sovétríkjunum hernaðarlega mikilvægan tæknibúnað. Þar var um að ræða sölu á þróuðum tölvubúnaði til Leningrad skipasmíðastöðvarinn- ar á árunum 1982 til 1983. Þessi tæknibúnaður á að hafa gert Sovét- mönnurn mun auðveldara að smíða mjög hljóðláta kafbáta. Þar á meðal þá kafbáta, sem norski herinn fylgist með og stendur andspænis í Múrmansk.en þar er að finna mestu uppsöfnun hergagna í víðri veröld. Þá er sagt að verksmiðjan hafi selt fleiri „viðkvæmar" vörur til Sovét- ríkjanna allt frá árinu 1974. Heimildir innan norsku ríkis- stjórnarinnar segja að ef ekki semst um greiðslu skuldanna þá verði verk- smiðjan lýst gjaldþrota innan fárra vikna. Á síðasta ári nam tap fyrir- tækisins 918 milljónum norskra króna eða um 5,5 milljörðum ísl. kr. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið mjög þunglega í þessar sölur fyrir- tækisins og afturkallað alla nýja vopnaframleiðslusamninga við fyrir- tækið. Sú ákvörðun Pentagon hefur valdið fyrirtækinu þungum búsifj- um, þar sem framleiðsla þess miðað- ist mjög við vopnamarkað í Banda- ríkjunum síðasta ár. Nýorðinn yfirmaður norska hersins, Vigleik Eide hershöfðingi sagði að vopnaverksmiðjan gegndi mikilvægu hlutverki í vörnum Noregs. En sem kunnugt er byggir Noregur daglegar varnir sínar á eigin herstyrk og ekkert erlent herlið er þar að finna, þótt slíkt breyttist líklega á átakatímum. Eide hershöfðingi segir að fyrir liggi að endurnýja þurfi mikið af herbúnaði Norðmanna og þar gegni Kongsberg Vaapenfabrikk miklu hlutverki. En það eru fleiri vandamál, sem hinn nýskipaði yfirmaður herja Nor- egs verður að takast á við, því fregnir berast um að sífellt fleiri reyndir foringjar í hinum 325.000 manna her leiti sér nú að borgara- legu starfi vegna mun betra kaups en í hernum. Uppdráttarsýki dollarans linnir lítt og þó: METVIDSKIPTAHALLI í BANDARÍKJUNUM Gegn öllum væntingum hag- fræðinga féll dollarinn ekki í verði þrátt fyrir fréttir fyrir helgi um að viðskiptahalli Bandaríkjanna í júlímánuði hefði slegið nýtt met, var tæplega 16,5 milljarðar dala, sem er milljarði dala meira en í júní. Eru jafnvel uppi spár um að dollarinn hafi náð botninum og geti aðeins hækkað héðan í frá, en verðgildi dollarans hefur minnkað um nær helming eða 40% síðan 1985. Þetta met í viðskiptahalla kom reyndar mjög á óvart, því vænst hafði verið betri tíðar eftir að Japan tilkynnti að viðskiptajöfnuð- ur þeirra hefði snúist Bandaríkjun- um meira í hag, en viðskiptahallinn við Japan nemur þriðjungi að öll- um viðskiptahalla Bandaríkjanna. En Ijóst er að viðskiptahalli við Vestur-Evrópu, Kanada, Suður- Kóreu og Hong Kong hefur vaxið. Þessi óhagstæða þróun við- skiptajöfnuðar hefur einkum verið rakin til aukins innflutnings og verðs á eldsneytisgjöfum og iðnað- arvöru. Það sem sérfræðingum þykir þó verra er að útflutningur dróst saman, en aukinn útflutn- ingur hefur verið eina ljósið í bandarískum efnahagsmálum undanfarna mánuði. Jákvæð þróun var þó í heildsöluverði innan Bandaríkjanna, því það féll í verði og dró þar með úr áhrifum hækk- andi orkuverðs. Þá hræðist stjórnin í Washington að þessar dökku tölur muni enn auka á þrýstinginn frá þinginu, þar sem demókratar ráða ferðinni, um aðgerðir til að vernda bandarískt atvinnulíf. Því virðist sem sú efna- hagsstefna Reagans að treysta á verðminni dollar til að auka út- flutning frá Bandaríkjunum hafi mistekist að sinni, því önnur stór- veldi í efnahagskerfi heimsins, s.s. Japan og Vestur-Þýskaland hafa hingað til verið treg að hvetja hagkerfi sín og auka eftirspurn. Fjármálaráðherra Japans hefur þó lýst því yfir að horfur séu á hröðum hagvexti í Japan og aukn- ingu á innanlandsneyslu, þannig að hugsanlegt er að bandarískar útflutningsvörur njóti góðs af því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.