Tíminn - 22.09.1987, Síða 4

Tíminn - 22.09.1987, Síða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 22. september 1987 ' !$. $mjk' fl , ■ 1 (1 jpf|í|fpllll® rHiL/ % Eins og sjá má var vel mætt á ráðstefnu um öryggismál sjómanna í gær. í pontu er Gylfi Símonarson, háseti úr Reykjavík. Tímamynd: bkein Öryggismálaráöstefna sjómanna um síöasta ár: EKKI LÁTIST JAFN MARGIR SÍDAN 1973 „í fyrra fórust 24 menn. Áriö er hiö mannskæðasta síðan árið 1973, cn þá fórust 35 menn í sjóslysum. Sé nánar Iitið á tölur um banaslysá sjó 1984 - 1986 kemur í Ijós að 26 týndust með skipum, er fórust, 8 féllu útbyrðis á rúmsjó, 12 fórust í hofnum eða við land og 4 fórust í vinnuslysum um borö í skipunum. Skipttipar urðu samtals 15, þar af 9 með mannskaða og sem fyrr scgir létu 26 menn líl'ið í þeint. Flcst hinna töpuðu skipa voru bátar undir 10 rúmlestum, eða 7 talsins." betta sagöi Hartddur Henrýsson, forseti Slysavarnafélags íslands m.a. í ræðu sinni á ráðstefnu unt örygg- ismál sjómanna, sem haldin var á föstudag. Ráðstefnan var haldin að tilstuöl- an Siglingamáíastofnunar ríkisins í samvinnu við 17 aðra hagsmunaað- ila, félög og stofnanir í sjávarútvegi og siglingum. Fundarstjórar á fundinum voru þeir Helgi Laxdal, varaforseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands, og Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri. Fundurinn hófst með setningu og var það Magnús fyrrnefndur sem setti fundinn. Því næst var ávarp Hreins Loftssonar, aðstoðarmanns samgönguráðhera, sent komst ekki til fundarins vegna veikinda. Eftir það var rætt um aðgerðir í öryggis- málum sjómanna frá síðustu ráð- stefnu.semhaldinvar 1984. Þartóku til máls Ólafur St. Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, Ragnhildur Hjaltadóttir, deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu, Sigurjón Hannesson, fulltrúi Siglingamálastofnunar og Haraldur Henrýsson, forseti Slysavarnafélags- ins. Eftir þær umræður var tekið til við næsta lið, sem var viðhorf fulltrúa sjómanna og útgerða til öryggis- mála. Kristján Ingibergsson, skip- stjóri úr Keflavík og Óskar Þórhalls- son, útgerðarmaður úr Keflavík ræddu þar um öryggismál fiskiskipa og þeir Gylfi Símonarson, háseti úr Reykjavík og Guðmundur Svavars- son, öryggisfulltrúi úr Reykjavík um öryggismál kaupskipa. Kristján ræddi m.a. um Landhelg- isgæsluna. Minnti hann á að við höf- unt milljón ferkílómetra lögsögu og peningaskortur ríkisins mætti ekki konta í veg fyrir að Fokkervél Gæsl- unnar og þyrlan TF-SIF gætu annað öryggismálunum. Benti Kristján m.a. á að SIF hefði sína veikleika. Hún tæki aðeins 8 manns, sem væri ekki meðalskipshöfn, hún væri ekki búin afísingarbúnaði og hún hefði aðeins 480 sjómílna flugþol. Það segði sig sjálft að íslendingar þyrftu að eiga 2 þyrlur sem bæru 24 menn, hefði 800 sjómílna flugþol og væru búnar fullkomnum afísingarbúnaði. Eftir matarhlé störfuðu umræðu- hópar og voru niðurstöður þeirra kynntar seinna um daginn. Þær helstu voru að ráðstefnunni var fagn- að sem ómetanlegri. Lögð var áhersla á mikilvægi Slysavarnaskóla sjómanna og lögð verði mikil áhersla á öryggisfræðslu sjómanna. Almennt voru menn sammála um að fiskveiðistefnan hefði ekki bein áhrif á öryggi smábáta. Hins vegar væri mönnum það ljóst að smábátar væru of dýrir, flestir keyptir gegnum fjármögnunarleigu og því þyrftu sjómenn að sækja sjóinn fastar allt árið til að geta staðið í skilum með lánin. Því fleiri bátar sem smíðaðir væru, því fleiri óvanir menn væru á sjó og því meiri slysahætta. Þá var talað um að til að stjórna smábátum niður í 6 m þyrfti sérstök skipstjórn- arréttindi, vélafræðslu og öryggis- fræðslu. Þá var talað um veðurfregn- ir, en með tilkomu fleiri útvarpsrása þykir hlustun á veðurfréttir hafa far- ið ört minnkandi. Því þykirmönnum sanngjarnt að leita samvinnu við all- ar útvarpsstöðvarnar um að útvarpa veðurfréttunum, eða að stofnuð yrði sérstök öryggisrás. Fleira kom fram á fundinum, sem var geysivel sóttur af hagsmunaaðil- um úr öllum áttum. -SÓL Trausti hf. kynnir nýja sprautusöltunarvél: Gjörbyltir saltf iskvinnslu Aðstandendur hinnar nýju sprautusöltunarvélar. Hans Lynggaard og Trausti Eríksson. (Tímamynd BREIN) Trausti hf. er um þcssar mundir að kynna sprautusöltunarvél sern aðstandendur fyrirtækisins telja að muni valda gjörbyltingu í vinnslu saltfisks. Þeir telja að með því söltunarkerfi sem þeir nú framleiða megi spara 20% í vinnulaunum og auka nýtingu á saltfiski um 15%- 20%. Hin nýja vél sem Trausti hf. er nú að kynna sem viðbót í fyrra söltunarkcrfi er byggð á sömu tækni og notuð hefur vcrið um árabil í söltun á kjöti og gefið þar góða raun og aukið gæði. Hönnun vélarinnar var í samvinnu við norska og danska aðila sem mikla reynslu hafa í sprautusöltun mat- væla. Nýja vélin er sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður, flattan fisk og flök. Vélin er breiðari en kjöt- vinnsluvélarnar auk þess sem af- köst hennar er miðuð við afköst flatningsvélar. Söltun fer þannig fram að salt- þækli er sprautað inn í fiskinn gegnum nálarsem eru mun sterkari en notaðar eru í kjötvinnslu, auk þess sem tekið er tillit til beina í röðun nálanna. Við það að salta fiskinn innan frá næst aukin nýting þar sem minna af uppleystum eggjahvítuefnum og þurrefnum tapast við verkunina. Auk þess gefur söltun innanfrá ljósari og áferðarfallegri fisk. Eins og áður segir er ráð fyrir gert að sprautusöltunarvélin gangi inn í söltunarkerfi það sem Trausti hf. hefur framleitt undanfarin 6 ár og mælst hefur vel fyrir. Það kerfi hefur byggt á svokölluðum sáldrur- um sem dreifa salti yfir fiskinn og umsöltunarbúnaði sem bætt hefur vinnuaðstöðu við upprif og gerir mokstur nær óþarfan. Ferskfisksölur erlendis: Gott verð á þorski Fjögur skip seldu í Bretlandi í síð- ustu viku og eitt r' Þýskalandi. Gyllir IS 261, Stapavík SI5, Garð- ey SF og Gjafar VE 600 seldu í Hull og Grimsby, sanitals 471.052 kíló af fiski. Megin uppistaðan, eða 353.000 kíló var þorskur, og fékkst fyrir heildaraflann 30.368.965 krónur. Meðalverð þorsksins var 67,59, en var 59,46 í síðustu viku. Skafti SK 3 seldi í Bremerhaven í síðustu viku 103.598 kíló, aðallega karfa. Söluverð aflans var 6.496.235 krónur. Meðalverð karfans var 63 krónur á kíló. Gámasala til Bretlands var ekki mikil í síðustu viku. Seld voru rétt rúm 400.000 kíló, aðallega þorskur, ýsa og koli. Meðalverð þorsksins var 84,89 krónur, ýsunnar 83,40 og kol- ans 83,38 krónur. -SÓL Trjáræktin til fjárhags- áætlunar Tillaga Alfreð Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg veitti 20 ntillj- ónum króna til sérstaks átaks í trjáræktarmalum kringum hinar ýmsu stofnanir Reykjavíkurborgar var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar á fimmtu- dagskvöld. í inngangsræðu Alfreðs kont fram að hann væri á engan hátt að iasta það sem gott hefði veriðgert í trjáræktarmálum á vegum Reykja- víkurborgar, bæði í Heiðmörk og öðrum útivistarsvæðum og við sumar stofnanir Reykjavíkurborgar. Hins vegar mætti gera mun betur í þeim málum og koma upp trjálundum mun víðar í borginni sjálfri, svo sem í kringunt skóla, dagvistarheimili og dvalarheimili aldraðra. Alfreð sagði það Ijóst að alntenningur í Reykja- vík hefði í sífellt auknum mæli áhuga á þessum málum og taldi Alfreð að Reykjavíkurborg ætti að ganga á undan nteð góðu fordæmi og gera sérstakt átak í trjárækt í borg- inni sjálfri. Hulda Valtýsdóttir tók til máls fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins rakti það sem gert hefur verið í trjáræktar- málum á vegum Reykjavíkurborgar á undanförnum árum. Hún lagði til að tillögunni yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og var ekki annað að skilja á hennar máli en sjálfstæðis- menn taki jákvætt í tillögu Fram- sóknarflokksins. -HM ium —— /HPm\ TÖLVU- NOTENDUR Víð í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.