Tíminn - 22.09.1987, Side 6

Tíminn - 22.09.1987, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 22. september 1987 ÁTVR: VÍNÚTSÖLUR OPNA VÍDA Á NÆSTUNNI „Við þurfum að ganga frá lóð- inni á Stuðlahálsi og vegna legu þessarrar lóðar þurfum við senni- lega að steypa upp hluta af húsi. Það er hins vegar ótímabært að segja að þarna sé áfengisverslun á ferðinni en það gæti orðið það,“ sagði Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis-og Tóbaksverslunar ríkis- ins aðspurður hvort ÁTVR væri að byggja stórhýsi yfir áfengisútsölu að Stuðlahálsi 2. „Þessar framkvæmdir eru bara hluti af þessu vöruhúsamáli okkar. Til þess að mega gcra eitthvað verða menn að leggja fram heildar- skipulag á lóð. Það má ekki byggja grunn án þess að gera grein fyrir því hvernig húsið kemur til með að líta út. Við erum aðeins að leggja í þær framkvæmdir sem eru skynsamlegar á þessu stigi málsins,“ sagði Höskuldur cnn- fremur, en búið er að ganga frá teikningum að húsinu. „Við erum hins vegar aftur alvar- lega að hugsa um áfengisverslun í væntanlegri verslunarmiðstöð i Mjóddinni, svo erum við að opna útsölu á Ólafsvík." Höskuldur sagði einnig að innan skamms myndi útsala opna á Norðfirði. Aðspurður sagði Höskuldur að vegna þess hve áfengisverslun í Kringlunni ætlaði að gefa góða raun væri farið að skoða opnun í Mjóddinni. Þar yrði um leiguhús- næði að ræða en ekki búið að ákveða hvort um sjálfsafgreiðslu yrði að ræða líkt og í Kringlunni. Hátt í tvö ár eru liðin síðan Ólafsvíkingar samþykktu að heim- ila áfengisbúð á staðnum og að öllum líkindum verður búðin opn- uð eftir um það bil einn og hálfan mánuð. ÁTVR opnar búðina í samvinnu við verslunina Þóru sem er fataverslun. Gólfflötur þeirrar verslunar er um 60 fermetrar í allt en vínbúðin er aðeins hluti af þeirri búð. Áfengisbúð á Norðfirði verð- ur að líkindum með svipuðu sniði, gefist þetta form í Ólafsvík vel. Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes hafa einnig beðið um opnun áfengisút- sölu og sagði Höskuldur að það hlyti að þurfa að fara að líta á þær óskir. ABS Deilan í húsgagnaiðnaöinum: Kjararannsókn arnefnd túlkar ágreininginn „Það ber enn heilt úthaf á milli,“ sagði Kristbjörn Árnason, formað- ur Félags starfsfólks í húsgagnaiðn- aði þegar Tíminn ræddi við hann í gær. Virðast það orð að sönnu, því enn hafa deiluaðilar ekki einu sinni komið sér saman um hvaða laun starfsfólk í húsgagnaiðnaðinum hafi haft og því ekki von að hægt sé að ná samningum um það hversu mikið sú óvissutala eigi að hækka. Að sögn Kristbjörns hafa dei- ífúaðilar fengið Kjararannsóknar- nefnd til að leggja sitt mat á hver laun hafa verið og þó fyrst og fremst hvernig þau hafa verið samsett.: „Við höfum ekki getað orðið sammála um þetta, en von- andi næst niðurstaða í þessu. Það voru starfsmenn Kjararannsóknar- nefndar sem framkvæmdu á sínum tíma launakönnun meðal félaga okkar og þeir ætla að túlka þetta fyrir okkur," sagði Kristbjörn Arnason. Komu starfsmenn Kjararann- sóknarnefndar síðan á samninga- fund deiluaðila í gær, en að sögn Kristbjörns er lítil von til þess að deilan leysist fljótlega. Til þess beri enn of mikið á milli. -phh Vegaframkvæmdir á' Norðurlandi vestra: Styrkingar, klæðningar og endurbyggingar víða Við hér á Tímanum látum ekki deigan síga fremur en fyrri daginn. Enn erum við mætt með kort yfir helstu vegaframkvæmdir Vegagerð- ar ríkisins og nú í Norðurlandi vestra. Áður höfum við farið yfir Vestur- land, Vestfirði og Austurland. í rökréttu framhaldi af því kemur Norðurland vestra. Snillingurinn Jónas Snæbjörns- son, umdæmisverkfræðingur Vega- gerðarinnar á Sauðárkróki útbjó kortin og verður að segjast að frá- gangur hans á kortunum var með eindæmum góður. Við byrjum á að líta yfir Miðfjarð- arveg frá Austurá að Laugarbakka, því næst Norðurlandsvegur frá Múla að Vatnshorni og að lokum yfir VEIÐIHORNIÐ Meðalársveiði í Elliðaánum Lokið er nokkuð undarlegu veiðisumri. Veiðitölur er víða farn- ar að berast og munum við greina frá þeim í blaðinu. Elliðaárnar gáfu 1175 laxa í sumar og reyndar er varla hægt að kalla það allt saman fiska. Talsvert var um laxa á bilinu eitt til tvö pund. Ótrúlega smátt. Leitað var til Veiðimála- stofnunar eftir skýringum á þessu. Að sögn Garðars Þórhallssonar formanns árnefndar Elliðaánna fengust þau svör frá Veiðimála- stofnun að líklegast væri um að ræða laxaseiði sem hefðu gengið seint niður í fyrra og þarafleiðandi haft stutta viðkomu í sjó. Skemmdarverk Ekki alls fyrir löngu var greint frá því í fjölmiðlum að skolp hefði komist í Elliðaárnar og mátti helst skilja á fréttinni að slíkt væri alvanalegt. Þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þessa kom í ljós að unnin höfðu verið skemmdarverk á holræsisbrunni í grennd við ána. Stórhgrýti hafði verið hent í brunninn og þar af leiðandi opnaðist rás fyrir skolpið og fór það beint út í á. Þessu var fljótlega kippt í liðinn og sam- kvæmt bestu vitneskju aðstand- enda árinnar fer nú ekki dropi í hana af skolpi fremur en endranær. Næst besta sumar Breið- dalsár Alls veiddust 257 laxar í Breið- dalsá í sumar og er það næst besta sumarið frá stofnun veiðifélagsins, en það var stofnað 1963. Besta sumarið var árið 1978, en þá veidd- ust 412 laxar. Stærsti laxinn sem veiddist í ánni í sumar var átján punda lax sem veiddist í Norður- dalsá og greint var frá í Veiðihorn- inu fyrr í sumar. Besta veiði á eina stöng í einn dag reyndust vera níu laxar en mikið var um að menn fengu fjóra og upp í fimm. Vatnsnesveg frá Böðvarshólum að styrkingar, klæðningar og endur- Norðurlandsvegi. Um er að ræða byggingar. -SÓL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.