Tíminn - 22.09.1987, Page 15

Tíminn - 22.09.1987, Page 15
Þriöjudagur 22. söptember 1987 Tíminn 15 AÐUTAN : VI' Nú þykir sannaö samhengi milli tölvuskerma og húösjúkdóma: Geislun við af hleðslu rafagna getur valdið skaða á húð Hver sá sem vinnur við tölvu- skerm verður fyrir árás rafhlaðinna smáagna sem geta gefið frá sér geislun þegar þær afhlaðast. Þetta kemur fram í rannsóknum sem vísindamenn við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg hafa unn- ið að. Niðurstöður rannsókna þeirra, sem kynntar voru á alþjóð- legri ráðstefnu á Hawaii fyrir skömmu, kunna að vera mjög þýðingarmiklar þegar leyndardóm- urinn leysist um samhengi milli vinnu við tölvuskjái og húðsjúk- dóma. Erfiðasti hjallinn í þessum rannsóknum er að mæla og skrá niður geislunarmagnið. „En ég hef trú á því að við séum á réttri leið til að finna lausn á því vandamáli með aðstoð ljósmyndatækni,“ seg- ir Eugen Ungethúm, sem hefur yfirumsjón með rannsóknum á vinnuhollustuvernd á Sahlgrenska sjúkrahúsinu, í blaði opinberra starfsmanna í Svíþjóð, TCO-tidn- ingen. Hann sér nú fram á að eðlisfræðingar og læknar vinni saman og samræmi rannsóknanið- urstöður sínar til að leysa þetta vandamál. Rafhlaðnar smáagnir á rafsegulsviðinu enda með því að lenda í andliti þess sem við tölvuna vinnur Eugen Ungethúm hefur stjórnað rannsóknum á vinnuhollustumið- stöðinni á Sahlgrenska sjúkrahús- inu, sem fjallað hafa um rafsegul- sviðið sem getur mynaast milli tölvuskjásins og þess sem við tölv- una vinnur. Við þessar rannsóknir hafa vísindamennirnir gert mæling- ar bæði á vinnustöðum og rann- sóknarstofum. Á rafsegulsviðinu eru á ferðinni rafhlaðnar smáagnir sem með tímanum rata í ásjónu þess sem við tölvuna situr. Styrkur rafsegulsviðsins eýkst gífurlega við allar ójöfnur á húð- inni. Þar sem hár, bólur og aðrar ójöfnur standa út úr húðinni mælist rafsegulsviðið mun sterkara en það mælist í bakgrunninum, í nánd við skjáinn, og er það þó hreint ekki svo veikt þar. Inrian rafsegulsviðsins dragast rafhlaðnar smáagnir að andliti tölvunotandans. Þegar þær lenda á hárstrái, bólu eða annarri ójöfnu eru skilyrðin fyrir hendi fyrir af- hleðslu. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að slík afhleðsla er að öllum líkindum í formi geislunar. { því sambandi segir Eugen Ungethúm: - Það er óumdeilanleg hætta á geislun í næsta nágrenni við húð- ina. Sennilega er þar um útfjólu- bláa geisla að ræða. En vísindamönnunum hefur ekki enn tekist að mæla og skrá niður bylgjulengdina á þeirri geisl- un sem á sér stað við afhleðsluna. Þar er um ákaflcga erfiða mælingu að ræða á því afarsmáa svæði sem afhleðslan mun eiga sér stað. Eug- en Ungethúm, sem sjálfur er sér- fræðingur í að mæla rafmagns- fræðileg fyrirbæri og hefur áður verið valinn í hóp á vegum Heil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (WHO) sem kannað hefur rafmagnað umhverfi tölva, hefur þó góða trú á að þessi mælingar- vandi leysist í nánustu framtíð. Skjáirnir skulu jarðtengdir Rafsegulsviðið umhverfis tölvu- skjáina, sem Eugen Ungethúm hefur gert rannsóknir á, er enginn vandi að losna við með því að jarðtengja skjáinn. Eugen hvetur líka bæði þá sem vinna við tölvurn- ar og framleiðendur til að gæta þess að skjáirnir séu raunverulega jarðtengdir. Rafsegulsviðið um- hverfis tölvuskjáinn á að standa á núlli. Rannsóknir Eugens Ungethúms koma líka til góða prentsmiðjum og öðrum vinnustöðum þar sem rafsegulsvið eru mjög algeng. Hann hefur áður sýnt fram á að loftmengun er á sveimi í rafsegul- sviðinu og skaðar hörund og slím- húð tölvuneytenda. Eugen Ungethúm hcfur yfírum- sjón með rannsóknum á vinnu- hollustu við Sahlgrenska sjúkra- húsið í Gautaborg. Hann segir nú sannað samhengi milli húðsjúk- dóma og vinnu við tölvuskjái Framleiðendur hafa tekið mið af könn- unum á tölvuskjám að vissu marki Vorið 1986 settu samtök opin- berra starfsmanna í Svíþjóð á fót eftirlit með tölvuskjám og hafa framleiðendur, bæði í Svíþjóð og öðrunt löndum, tekið mið af þeim athugunum sem þar hafa verið gerðar. Sem dæmi má nefna að kröfur ríkisstarfsmannanna um veikara segulsvið umhverfis tölv- urnar hafa leitt til þess að IBM hafa sett á markað „monokromisk- an“ skjá þar sem tekið er tillit til þessara krafna. Að sögn Hans Wendschlag í þróunardeild IBM í Svíþjóð var enginn vandi að koma þessu al- þjóðlega risafyrirtæki í skilning um að væru kröfur settar fram í Sví- þjóð varðandi ákveðinn stuðul þar í landi eða um öryggi væri engin undankomuleið, við þeim yrði að bregðast. Og nú sé farið að leggja eyrun betur að því hvaða kröfur Svíar gera því að séu þær uppfylltar eru allar heimsins kröfur sem fram kunna að koma uppfylltar. Og talsmaður Hewlett-Packard í Svíþjóð segir fyrirtæki sitt taka fullt tillit til þeirra krafna sem fram eru settar vegna eftirlitsins. “Fram- leiðendur setja ekki vísvitandi á markað vöru sem skaðar neytand- ann. Þegar það gerist er það vegna fákunnáttu og að neytendur eru ekki einhuga í afstöðu sinni,“ segir hann. Og aðrir tölvuframleiðendur hafa tekið í sama streng og segjast vera að kynna sér þær kröfur sem fram hafa verið settar. Reynist þær skynsamlegar og í samræmi við vilja markaðarins segjast þeir reiðubúnir að taka þær til greina. Það eru fyrst og fremst kröfur opinberra starfsmanna um að draga úr geisluninni sem valda framleiðendum höfuðverk. Sumir tæknimenn benda á að sú vinna sem hefur verið lögð í að vanda betur leturgæðin verði til lítils ef öll áhersla verði lögð á að draga úr geisluninni. IBM fellst t.d. ekki á kröfuna um geislun og hámarks- hitaútgeislun. Þær kröfur verði að meta í hlutfalli við alla aðra geisla- og hitagjafa segja þeir. AÐ HANDAN Er þörf á flugmönnum fyrir handan? Iram til annars hnattar og fullkomn- Mikilhæf flugkona og álit hennar á framhaldslífi í Tímanum 10. júlí 1987 er skemmtileg fréttagrein. Þar segir frá flugkonunni Gardner White frá Texas, sem er 85 ára, og því fædd áður en Wright-bræðrum tókst fyrst- um manna að fljúga. I 60 ár hefur hún stundað flug af kappi, og kennt 4.800 flugmönnum flug, fengið sér- stök Lindbergverðlaun, verið að- stoðarflugmaður, og við og við lagt stund á hjúkrun. Enn flýgur hún daglega í einkaflugvél sinni og gerir þá stundum ýmsar „flugkúnstir" sem ýmsir yngri flugmenn þora ekki og kunna ekki eftir að leika. - Henni Ednu er því ekki fisjað saman. Hún segist ætla að halda áfram að fljúga, þangað til hún lognist útaf. En svo bætir hún við, og það finnst mér hámark þess, sem um hana er sagt og eftir henni haft. Hún segir: „Ef þörf er á flugmönnum fyrir handan, ætla ég að verða einn þeirra.“ (Leturbr. mín. I.A.) Það er bæði skemmtileg hugsun og merkileg, sem felst í þessum orðum hinnar öldruðu flugkonu, því fáir eru þeir, sem láta hafa eftir sér áætlanir um framtíðarstarf, eftir að flust er brott áf okkar jörð. Edna flugkona telur líklegt að þörf sé á flugmönnum „fyrir handan", og þá ætlar hún að taka þátt I því starfi. Þetta er ólíkt því viðhorfi, sem haldið er á loft, bæði af kirkjunnar þjónum og af dulhyggjumönnum hvers konar, að í framlífi sé allt andlegt einungis og óefniskennt. { þeirra augum er því óraunhæft að tala um flugvélar „fyrir handan" eða neinar þær athafnir sem líkst gætu störfum okkar jarðar manna. Að mati þeirra er því ekkert líkt með frumlífi okkar jarðarbúa og því lífi sem við tekur þegar héðan er haldið. En hún Edna flugkona veit betur, og það er lofsvert, að hún skuli þora að segja heiminum frá þeirri skoðun sinni. Tækni framlífsmanna Því sannleikurinn er sá, að fram- lífið mun vera eins raunverulegt og efniskennt eins og jarðlíf það, sem við jarðarbúar þekkjum þrátt fyrir allan mun, því á öðrum jarðstjörn- um annarra sólkerfa munu framtíð- arheimkynni okkar með vissu vera, og starfsvettvangur. Og ef svo er, sem ég tel ekki vafa á, þá má líka víst telja, að ýmisleg tækni muni þar þekkjast, ekki síður en hér. Menn, sem héðan flytjast geta stundað þar áhugamál sín, og þeir sem fyrir það eru gefnir, munu þá geta kynnt sér ýmsar tækninýjungar, sem þar eru efst á baugi. Á sumum framlífshnöttum munu t.d. farartæki ýmis konar vera smíð- uð og notuð til ferðalaga, flugvélar ekki undanskildar, og hef ég trú á, að Ednu flugkonu geti þar orðið að þeirri ósk sinni að gerast flugmaður í nýjum heimkynnum. Ósk hennar er langt frá því að vera óraunhæf. Frásagnir um flugsam- göngur á framlífshnetti Annars mun það sannleikur vera, að þótt margt sé líkt á hnöttum framlífsmanna, þá mun og margt ólíkt vera, einnig að því, er ferða- máta sncrtir. Ekki eru öll sund lokuð, milli frum- og framlífsbúa. Ýmsar fregnir - þótt ítarlegri mættu vera - berast okkur um geimdjúpin, frá þeim sem brott eru fluttir. Þess minnist ég, að ég og nokkrir vinir mínir, áttum eitt sinn furðu fróðlegt viðtal - með aðstoð mikilhæfs fjarskynjara - við góðan vin okkar, sem þá var látinn fyrir allnokkru. Sagðist hann hafa komið fram á öðrum hnetti, þar sem allt væri mjög miklu dásamlegra en það, sem um er að ræða á jörðunni. Sagði hann frá mörgu merkilegu. En þar sem ég er hér að ræða um farartæki og ferðamáta, ætla ég að- eins að drepa á það, sem fram kom um þau mál. Þessi vinur okkar, sem liðinn var og 1 ari, sagði okkur, að á stuttum vega- lengdum væri algengt að svífa í lofti. Væri það mögulegt, vegna þeirrar miklu samstiliingar afla, sem þarna væru ríkjandi. Væru og stundum farnar fjölmennari svifferðir milli staða sem fjarlægari væru. Hefði hann þá þegar sjálfur tekið þátt í slíkum ferðum. Þá gat hann þess, að vélknúin flugtæki og hraðfleyg, væru notuð til ferðalaga á langleiðum milli fjar- lægra landa og heimsálfa á þessum nýja hnetti sínum. Ég má víst ekki eyða hér meira rúmi að sinni, þótt margt fleira mætti segja úr frásögn þess brott- flutta vinar. En framlífssögur ýmsar styrkja mjög þann undirstöðuskilning á eðli tilverunnar, að lifað sé og þroskast til æ meiri fegurðar, vits og samstill- ingar við verund alls sem er á hinum ýmsu byggilegu hnöttum geimsins, og að lífið og efnisheimurinn eru hvort öðru tengt á órjúfandi hátt. Ingvar Agnarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.