Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Sunnudagur 27. september 1987 stöngunum og milli þeirra, svo fuglarnir gætu fótað sig þar ef þeir féllu. Fálkarnir voru stöð- ugt hafðir með hettur, sem náðu niður fyrir augu. Þeir voru ekki fluttir á skip fyrr en það var alveg ferðbúið. Áður en lagt var af stað var slátrað nautgripum til fæðu handa þeim í 14 daga. Ennfremur var lifandi nautpen- ingur og sauðfé flutt um borð í skipið ásamt nægilegu fóðri handa þessum peningi, svo skip- ið væri birgt með vistir handa fálkunum til sjö vikna. Naut- gripunum og sauðfénu var svo slátrað eftir þörfum. Var kjötið mýkt með mjólk, ef fálkarnir urðu sjúkir, sem stundum kom fyrir. I vistarveru þeirra voru dúkar hafðir á gólfum og skipt um þá tvisvar eða þrisvar í viku og þeir þvegnir, því þrifnaður varð að vera í besta lagi, til þess að fálkarnir héldu þrifum og heilsu.“ KONUNGLEGAR GJAFIR Kunnáttumenn urðu að hirða og fóðra fálkana ef vel átti að vera. Enskir, hollenskir eða þýskir menn sem lærðir voru í álkafræðum voru því fengnir til umsjónar í byrjun, því engir danskir fálkafræðingar voru til fyrr en fálkastöð í Danmörku hafði verið rekin um all langt skeið. Fyrstu dönsku fálkastöð- ina mun Friðrik konungur II hafa sett á stofn 1571, en hún lagðist af innan skamms, vegna fákunnáttu og dugleysis fálka- meistarans. Líkur benda til að ný stöð hafi ekki verið sett á fót að nýju fyrr en árið 1664 af þáverandi krónprinsi, síðar Kristjáni V., en þetta ár voru fluttir til Danmerkur 48 íslenskir fálkar. En þó er það fyrst í lok aldarinnar að fálkabúrin voru reist á þeim stað sem síðar hét Falkonergaarden og strætið Falkonerallé hlaut þar nafn af. Yfirmaður stöðvarinnar varð brátt einn mestur virðingar- manna ríkisins, en í hans hlut kom að úrskurða um þá fálka sem senda skyldi erlendum þjóðhöfðingjum. Við komu fálkanna til Kaup- mannahafnar voru þeir sýndir Fálkarnir af gamla fálkahúsinu á Bessastöðum tróna þöglir yfir um- ferðargný miðbæjar Reykja víkur á þaki verslunarinnar Hamborgar. með mikilli viðhöfn konungi, hirðinni og öðrum höfðingjum borgarinnar og síðan sendir með sérstökum erindrekum til er- lendra höfðingja, samkvæmt út- hlutunarreglum sem háyfirvöld- in ákváðu og settu eftir reglum um kurteisi og þarfir utanríkis- þjónustunnar. Með þessu háfði valveiðayfirmeistarinn nánar gætur, því hann hafði hér mikilla hagsmuna að gæta vegna dýr- mætra gjafa sem honum hlotn- uðust fyrir fálkasendingar kon- ungsins og fyrr er vikið að. Fjöldi og litur fálka sem hver hirð eða höfðingi fékk, fór eftir veiðinni ár hvert og mikilvægi móttakanda. Efst á blaði var keisarahirðin í Vín og konungs- hirðin franska. Báðai.þær fengu nær undantekningarlaust senda fálka. Maria Theresia skemmti sér mjög við fálkaleiki og sendi fögur þakkarbréf fyrir íslenska fálka. Hvor hirðin um sig fékk hin síðari árin á blómaskeiði fálkaveiðinnar senda vali sem hér segir: Árið 17614 hvítvali og 20 gráa. 1763 einn hvítan, einn hálfhvítan og 57 gráa. 1764 keis- Hótel Stykkishólmur er 10 ára og gerir gestum sínum freistandi afmælistilboð um hverja helgi frá 25. september til nóvemberloka. Qisting í 2 nætur með morgunverði fyrir 1900 krónur á mann í 2ja manna herbergi. Vandaður matseðill. Lifandi tónlist á laugardagskvöldum. Möguleikar á sjóstangaveiði og siglingu um BreiðaQörð þegar veður leyfir. Simt 93-81330 Telex 2192 Vistlegt hótel i fögru umhverfi. BILASYNING Sýnum laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00 NI5SAN LINUNA /J!L\ \ 30 s ára ^ Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni S|| INGVAR HELGASON HF ■ ■■ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.