Tíminn - 27.09.1987, Page 10
10 Tíminn
Sunnudagur 27. september 1987
Morðingjarnir
gerðu hreint
eftir sig
Þeir skildu allt eftir skínandi hreint og töldu
sig hafa útmáð öll sönnunargögn.
Skarpeygur lögreglumaður kom þó auga
á smáatriði, sem reyndist duga til að koma
illmennunum undir lás og slá.
Oft er því haldið fram að
morðingi komi alltaf aftur á
morðstað, hann geti ekki annað.
Rannsóknarlögreglumenn nú á
dögum vita þó, að fæstir morð-
ingjar gera þetta. Vissulega eru
til undantekningar og þeir sem
myrtu Elsie Brown á heimili
hennar í Shandon í Kaliforníu,
þann 8. október 1982, voru
sannarlega undantekning, því
þeir komu á morðstaðinn aftur,
ekki bara einu sinni, heldur
þrisvar. í því tilfelli reyndist það
einu sinni of oft.
Shandon er smábær skammt
austan við Paso Robles og af-
koma fólks þar byggist að mestu
á Iandbúnaði, einkum naut-
griparækt og eins og gerist í
smábæjum, þekkja allir alla og
vita næstum allt hverjir um aðra.
Slíkt getur verið ágætt, en einnig
til baga.
Þó morðingjarnir hefðu valið
fórnarlamb sitt vandlega með
tilliti ti! hversu miklu uppþoti
morðið ylli, hefðu þeir varla
getað fundið neitt líklegra en
hina 83 ára gömlu Elsie Brown.
Hún hafði átt heima í Shandon
alla sína ævi og kennt við skóla
þar áratugum saman. Allir
þekktu hana og flestum þótti
vænt um hana. Flestir miðaldra
borgarar og þeir sem mest máttu
sín í bænum, höfðu einhvern
tíma verið nemendur hennar.
Því var það, að þegar ættingi
hennar fann hana látna síðdegis
þann 9. október 1982, var mikið
talað. Svo þegar Ijóst varð, að
gamla konan hafði verið myrt,
fór fólk að muna eftir ýmsu og
Elsie Mary Brown á yngri árum.
Hún var ástsæl kennslukona
meirihluta íbúanna í Shandon.
rifja upp.
Flestir mundu að Elsie Brown
hafði verið indælis kona. Minnst
var allra áranna, sem hún hafði
kennt og hversu margir nemend-
ur hennar unnu nú að því að
bæta heiminn vegna áhrifa frá
henni á unga aldri.
Einnig var sitthvað munað frá
dögunum fyrir morðið. I bæ á
stærð við Shandon veit fólk um
alla gesti, einkum ef þeir eru
sérkennilegir á einhvern hátt. Á
þessu svæði ganga flestir í galla-
buxum með stráhatta og karlar í
hælaháum stígvélum. Gestur í
bænum stingur mjög í stúf við
íbúana.
Ættingi Elsie, nokkru yngri
kona, var ekki að hugsa um
bæjargesti, þegar hún kom að
húsi gömlu konunnar síðdegis
þann níunda. Hún hafði skropp-
ið úr bænum og hugðist nú líta
til frænku sinnar, eins og hún
gerði oft.
Er hún gekk heim að húsinu,
fannst henni ekki allt með felldu
og varð órótt. Dyrnar á verönd-
inni, sem lá eftir endilöngu hús-
inu, voru opnar og það sem
verra var, lítil rúða í hurðinni
var brotin.
Nokkur andartök íhugaði
konan að fara ekki lengra ein-
sömul, en gekk þó inn fyrir.
Hún fann til skelfingar, þegar
hún litaðist um, því bókstaflega
allt var á hvolfi. Konan hélt þó
áfram og alla leið inn í svefnher-
bergið, þar sem hún fann Eisie í
rúmi sínu með sængina upp að
höku. Gamla konan virtist sof-
andi, en sú var þó ekki raunin.
Litaraft konunnar í rúminu
nægði til að sannfæra hina um að
Elsie Mary Brown væri látin og
hefði verið það um hríð. Samt
gekk konan nær og þá sá hún
gapandi sár á hálsi líksins, hörf-
aði og hraðaði sér að símanum.
Hann reyndist þá slitinn úr
sambandi, svo konan hljóp út,
fann annan síma og hringdi til
skrifstofu lögreglustjóra.
Nær 60 kílómetrar eru frá
skrifstofuni í San Luis Obispo til
Shandon og því var orðið
dimmt, þegar Sherwood lög-
reglustjóri og Chris Rodgers
komu á vettvang. Þá hafði full-
trúi lögreglustjóra í Shandon
sett upp girðingu umhverfis
húsið, en þarna var nokkuð
langt milli húsa.
Hús Elsie var lítið, einnar
hæðar og stóð drjúgan spöl frá
götunni, í stórum og grósku-
miklum, velhirtum garði. Runn-
arnir voru eins og meðaltré og
skyggðu að hluta á húsið.
Þegar lögreglustjórinn og
Rodgers komu, voru aðeins fá-
| einir forvitnir borgarar við göt-
una. Stéttin heim að húsinu var
bein og þegar komið var að
dyrunum, sást hvar lítil rúða rétt
ofan við handfangið hafði verið
brotin, augljóslega til að seilast
inn og opna dyrnar innan frá.
Hvers vegna voru morðingjarnir
að hafa fyrir því? í>að hefði nægt
þeim að berja létt að dyrum og
Elsie hefði opnað. Sá möguleiki
var að vísu fyrir hendi, að þeir
hefðu talið húsið mannlaust. Þá
höfðu þeir komið gömlu kon-
unni á óvart.
Þegar inn var komið, veittu
lögreglumennirnir því athygli,
að allt var einkennilega hreint
og fágað og hvergi sáust merki
um átök. Þó voru skápar og
skúffur opið og bentu til að
leitað hefði verið í hirslum. Að
öðru leyti var allt eins og Elsie
hefði rétt lokið við að þrífa,
áður en hún var myrt.
Aðeins í svefnherberginu, þar
sem Elsie lá á bakinu í rúminu,
sáust merki um átök. Talsvert
blóð hafði runnið á nýlegt gólf-
teppið við rúmið.
Tæknimenn komu á staðinn
skömmu síðar og meðan Sherw-
ood og Rodgers skoðuðu húsið,
var líkið og herbergið myndað
frá öllum hliðum, en síðan var
sænginni flett ofan af. Þá kom
fyrst í ljós, hvernig morðingjarn-
ir höfðu staðið að verki.
Elsie Brown hafði verið marg-
stungin, barin og að líkindum
hafði einnig verið sparkað tals-
vert í hana. Nákvæm rannsókn
á stungusárunum á bringu og
kviði leiddi í ljós, að tvenns
konar vopn höfðu verið notuð.
Annað skildi eftir v-laga sár og
virtist einhvers konar hnífur, en
eftir hitt voru kringlótt sár,
kannski eftir skrúfjárn. Mar-
blettur og mold á höku líksins
benti til sparks eftir íþróttaskó.
Farið var myndað vandlega, ef
vera kynni að seinna yrði hægt
Húsgögn á hagkvæmu verði
lllllllll
lllllllll
Ódýrar bókahillur
fyrir skrifstofur og heimili í eik, teak, furu, beyki
og hvítar með beykiköntum.
m
HÚSGÖGN OG *
INMRÉTTINGAR co cq rtO
.SUÐURLANDSBRAUT 18 wO OíJ OV/
SKRIFBORÐ
fjölbreytt úrval
Efni: Fura - eik - teak -
beyki og hvítt
með beykikanti.
Yerð frá kr. 5.700,-
skrifborðsstólar á hjólum
Verð frá kr. 2.850,-
A4 4*30