Tíminn - 27.09.1987, Síða 14
14 Tíminn
POPP-SÍÐAN
Ný plata frá
BRUCE SPRINGSTEEN!
AÐ er hálf ótrúlegt en samt satt.
Tekjuhæsti tónlistarmaður heims-
ins og einn virtasti rokkari veraldar
hefur sent frá sér nýja smáskífu og
er stór plata á næsta leiti. Lagið á
smáskífunni heitir Brilliant Disgu-
ise og er það nokkuð ólíkt því sem
hann hefur gert áður. Gott lag sem
lætur vel í eyrun og lofar góðu um
það sem verður á plötunni. Lagið
á b-hliðinni heitir Lucky Man og er
það mjög ólíkt því sem hann hefur
gert áður, en þetta lag er ekki að
finna á stóru plötunni. En hvers
vegna kemur piata frá Brúsa núna?
Það eru ekki liðin þrjú ár síðan
hljómleikaboxið kom út. En hing-
að til hefur það verið hálfgerð
regla að láta líða þrjú ár á milli
platna. Nú því er til að svara að
kappinn gifti sig fyrir um ári.
Platan sem er að koma út á að heita
Tunnel Of Love og er að sögn
kunnugra óður Brúsa til ástarinn-
ar. Og ef marka má textana á
smáskífunni þá er þetta rétt. Svo
má bæta því við að Brúsi notar
ekki sína vanalegu hljómsveit á
plötunni. Platan er skrifuð á hann
einan og er ástæðan sú að hann
notar hluta E Street Bandsins í
sumum lögunum og annarsstaðar
notar hann aðfengna músíkanta.
Hann mun t.d. hafa fengið til liðs
við sig þekkta dreifbýlis spilara, en
þeir hafi ekki getað setið á því að
þeir væru að vinna með honum og
því hafi þeir ekki verið með í
endanlegri hljóðblöndun plötunn-
ar. En höfum eyrun opin. Það er
byrjað að spila Brúsa á útvarps-
stöðvunum og platan á að vera
komin í verslanir fljótlega í næsta
mánuði.
Hljómsveitin Dada er skipuð
þeim Jóni Þór Gíslasyni
(söngur), Bjarna Sveinbjörns-
syni (bassa) og ivari Sigur-
bergssyni (gitar, hljómborð).
Hljómleikar,
ÞaÐ var loksins að eitthvað fór
að gerast í hijómleikamálum okkar
íslendinga. Poppsíðunni telst til að
hún sé búin að sjá rúmlega 60
hljómsveitir„live“, erlendis, hrein-
lega vegna þess að hér höfum við
ekkert tækifæri til að sjá neitt. En
á þessu virðist ætla að vera breyt-
ing. Cock Robin er eftir því sem
Poppsíðan fær skilið á leið til
landsins en samt ekki fyrr en í
desember. Boy George er líka á
leið til landsins og er það ekki
mikill fögnuður. Þessi ágæti dreng-
ur hefur ekki gert það mikið að það
sé neitt sérlega áhugavekjandi að
sjá hann „live“. En þetta er frábært
tækifæri fyrir aðdáendur hans og
vonandi láti þeir sig ekki vanta.
Meat Loaf er líka á leiðinni og ef
Poppsíðan skildi það rétt þá er von
á honum í nóvember eða eftir þrjár
vikur! Poppsíðan hefur séð kappan
þrisvar sinnum og tvisvar hefur
hann verið frábær og einu sinni var
hann grýttur úr af sviðinu. Nú svo
er þess að minnast að síðasta plata
kappans var mjög góð og kallinn er
hljómleikar...
alveg makalaust vinsæll í Bret-
landi. Og Poppsíðan hvetur alla til
að gera sér ferð á tónleika Meat
Loaf, því hann er miklu meira en
þess virði. En hér er ekki öll sagan
sögð. TSOL heitir amerísk sveit
sem er á leið til landsins og mun
sveitin halda hér tvenna tónleika.
Aðrir verða í Casablanca og hinir
í Gamla Bíói. Hljómsveitin hefur
gefið út tvær plötur á Enigma-
merkinu, því sama og Smithereens
eru á. Seinni platan er nýkomin út
og heitir Hit and Run og gefur
Poppsíðan henni sín meðmæli sem
góðri rokkskífu. Fyrri platan er
öllu hrárri en það verður að koma
fram að í Ameríku hafa blaðamenn
keppst við að hrósa TSOL fyrir
frammistöðu sína á hljómleikum.
Þetta ætti því að vera kærkomið
tækifæri fyrir alla rokkáhugamenn
og konur til að sjá fyrst unga mjög
efnilega ameríska sveit og svo
gamlan reyndan hund sem hvergi
gefur eftir. Sjáumst á tónleikum
TSOL og Meat Loaf.
DADA
Dáda er nýtt nafn í íslenska popp-
bransanum. Þeir sem standa að
sveitinni eru ekki jafn nýir af nál-
inni. Jón Þór Gíslason kom hér á
árum áður við sögu í Fjörefni og
ívar Sigurbergsson starfaði með
honum í Bogart. En allir eigasína
fortíðcn Dadaásérframtíð. Sveit-
in hefur nýverið sctt frá sér fjögra
iaga plötu. Öll lögin eru sungin á
cnsku og hefur víst verið ákveðið
að kanna ntarkaðinn fyrir sveitina
erlendis. En þangað til eitthvað
kemur út úr því mun Dada kynna
plötuna hér á klakanum. Búast má
við flokknum á böljum sem og tón-
leikum. Þeirpiltaréruaðspilalétt
popp „í alþjóðlegum búningi“, eins
og einhver konist að orði. Þetta eru
orð að sönnu. Ef útvarp tekur
plötuna upp á sína arma gæti sveit-
in fagnað vinsældum. Eitt laganna,
Out Of Order er líklegt til að ná
hylli. Við munum fjalla nánar um
þcssa plötu á næstu Poppsíðu.
Cars koma á óvart með stórgóða plötu.
Af bílum og öörum
góðum strákum
Ekki gerir Poppsíðan sér fulla
grein fyrir hvers vegna hún beið
eftir Bad, nýjustu plötu Michael
Jacksons, með töluverðri eftir-
væntingu. Þeir sem hafa lesið
Poppsíðuna reglulega ættu að vita
að rokktónlist í sinni breiðustu
mynd er það sem Poppsíðunni
þykir best og þar af hefur hún
sérstakan áhuga á þungarokki. En
tónlistin sem Jacksoninn er að
spila er hrein danstónlist með ró-
legum afbrigðum. En ef við reyn-
um að gera okkur grein fyrir ástæð-
unni, hvers vegna Poppsíðan beið
spennt eftir Bad, þá kemur það
sennilega helst til greina að henni
hafi leikið forvitni á að sjá hvernig
platan sem allir vonuðu að gengi
illa, en um leið allir mundu dást að,
þar sem hún gerir betur en Thriller,
sem seldist í tæplega 40 milljónum
eintaka! Já, þetta er spaugilegt en
svona er þetta nú samt. En í dag
vitum við betur hvert stefnir. Plat-
an seldist í rúmlega tveimur mill-
jónum eintaka í fyrirframsölu í
Bandaríkjunum. Þetta hefurengin
plata gert áður! Við vitum að fyrsta
smáskífa plötunnar, I Just Can’t
Stop Loving You gaf ekki rétta
mynd af plötunni. Og eftir að
menn heyrðu lagið í fyrsta skipti
kepptust menn um að segja að
þetta væri ekki gott lag. I dag segja
þeir sömu að lagið sé þrusu gott.
Og kemur tvennt til. í fyrsta lagi
þarf lagið að spilast töluvert til að
ná í gegn og í öðru lagi þá kemur
það frábærlega vel út innan um hin
lögin á plötunni. Nú önnur smá-
skífan af plötunni er titillagið sjálft
og er það nákvæmlega eins og við
gerðum ráð fyrir að fyrsta lagið
yrði. Gott danslag. Grípandi, heill-
andi, eitthvað sem suðaði í eyrun-
um alveg þangað til þú ert farin að
hlusta á það heima hjá þér. En
hvernig er þá platan sjálf?
Áður en við reynum að svara því
skulum við spyrja okkur að því
hverju við áttum von á. Og það er
næstum alveg sama hverju þú
svarar, Bad er betri en allir þorðu
að vona eða óskuðu sér. Lögin eru
góð. Hvert smáskífulagið á eftir
öðru er á plötunni. Saman mynda
þau heild sem fáar plötur keppa
við á þessu sviði. Útsetningar lag-
anna eru skotheldar. Þó fer það
töluvert í taugarnar að heyra
hversu oft hann (M. Jackson)
spangólar. Þetta fer sérstaklega
inná t.d. í laginu Speed Demon og
víðar á plötunni. Pilturinn syngur
frábærlega (Jafnvel Steve Tyler má
passa sig) og er það eitthvað sem
við áttum von á. Hljómgæði plöt-
unnar eru „super“ og það eitt ætti
að vera næg ástæða fyrir flesta til
að kaupa plötuna. Ef Bad er ekki
skólabókardæmi um hvernig
hljóðrita á tónlist þá er það ekki til.
Já, þegar öllu er á botninn hvolft
þá mælir Poppsíðan eindregið með
Bad. Fyrirfram ákveðnir fordómar
dæma ekki þessa frábæru plötu. Þá
má afsaka sig með því að þetta sé
ekki þín tónlist, en Bad nær 'bara
því miður svo langt fram yfir það,
að þú ert eiginlega ekki afsakaður.
Jethro Tull platan nýja setti
Poppsíðuna verulega út af laginu
fyrir nokkrum vikum. Og það er
ekki á hverjum degi sem það gerist
að plata komi manni svo í opna
skjöldu að erfitt sé um andardrátt.
En Jethro Tull platan er ekki ein
um að hafa gert þetta upp á
síðkastið. Nýjasta plata The Cars,
Door To Door kom okkur verulega
á óvart. Lögin voru miklu
skemmtilegri en við gerðum ráð
fyrir. Laglínurnar skemmtilegar og
útsetningar og hljóðfæraleikur
frábær. Hlið eitt er opnuð á stór-
góðu rokklagi og fylgt eftir með
fyrstu smáskífunni af plötunni,
You Are The Girl. Fallegt popplag
með grípandi laglínu. Með næsta
lagi er hraðinn keyrður upp og eins
og í fyrsta laginu þá nýtur gítarinn
sín til fullnustu. Með fjórða laginu
er hraðinn keyrður niður og eftir
nokkra spilun finnst okkur þetta
vera eitt besta lag plötunnar. Það
er rólegt, það er fallegt, ákaflega
vel útsett og hvert hljóðfæri notað
á sinn áhrifaríkasta hátt... Every-
thing You Say er næst og er það
dæmigert uppfyllingarlag. Með
öðrum orðum í þessu tilfelli mjög
gott venjulegt popplag. Ta Ta
Wayo Wayo er síðasta lagið á hlið
eitt. Hraðinn er keyrður örlítið
upp og hljómsveitin leyfir sér ögn
erfiðari hluti en í fyrri lögum.
Ég held að við tökum seinni
hliðina ekki fyrir. Þar er haldið
áfram að mata þig á popp/rokk
tónlist eins og hún gerist best í dag.
Örugglega ein af athyglisverðustu
plötum ársins.
Til viðbótar við þessar tvær plöt-
ur sem við höfum sagt frá ætluðum
við að rabba um tvær aðrar.
En þegar Poppsíðan sett-
ist niður til að setja sína skoðun á
blað, áttaði hún sig á þvf að enn
hafa þær ekki spilast nóg, svo við
getum sagt af eða á hvar þær
standa. Önnur þessara hljóm-
platna er Document með R.E.M.
og hin er On The Wild Side með
Loverboy. Fyrsta smáskífan af
R.E.M. plötunni er The One I
Love. Lagið er mjög poppað og
meira grípandi en við höfum átt að
venjast frá þessum bæ. Platan í
heildina er sömuleiðis mjög popp-
uð og þeirra aðgengilegasta til
þessa. En nánar um það síðar. Hin
platan er nýjasta plata Loverboy.
Fyrsta smáskífan af þessari plötu
er meðal annars samin af Bon Jovi.
Og platan ber þess mikil merki að
sú tónlist sem hann og félagar hans
spila ganga vel í fólk þessar vikurn-
ar. En þetta er góð tónlist. Platan
er rokkaðri en við mátti búast og
því ekki eins poppuð og tónlist
hjálparkokksins. En meir um það
síðar og þangað til verðum við
bara hress.