Tíminn - 11.10.1987, Page 8

Tíminn - 11.10.1987, Page 8
8 Tíminn Sunnudagur 11. október 1987 PAT BOOTH sannkaþólsk, bresk húsmóðir, sem skrifar kynóramettaðar metsölubækur fyrir Bandaríkjamarkað Þeir sem fylgjast með metsölu- bókalistum beggja vegna Atlants- hafsins hafa að líkindum séð þar nafn Pat Booth og bókar hennar Palm Beach. Nú hefur Pat sent frá sér aðra bók, sem spáð er enn meiri sölu, enda er innblásturinn í verkið fenginn frá ekki ómerkari manneskjum en Collins-systrum, þeim Joan og Jackie. En hver er þá Pat Booth og hvernig stendur á að hún sem óður, breskur kaþólikki, skrifar harðsoðnar, kynóramengaðar skáldsögur, sem Bandaríkjamenn gleypa í milljónatali? Sagan af því er næstum eins og um skáldsögu væri að ræða. Pat fæddist í austurhluta London og ólst upp í fjölskyldufyr- irtækinu, sem framleiddi bökur og sauð niður ál. Öll fjölskyldan vann við þetta og Pat horfði á móður sína og eldri systur beinlínis slíta sér út yfir pottum og pönnum. Við nutum aldrei formlegra máltíða, þetta var allt f kring um okkur og við nældum okkur bara í bita þegar við vorum svöng, enda bjuggum við í sama húsi og fram- leiðslan fór fram, segir Pat. - Þegar ég þótti nógu gömul, var mér svo réttur hvítur jakki og sagt að taka til höndunum. Enginn hafði hins vegar gert ráð fyrir að Pat neitaði, en það gerði hún svo staðfastlega, að hún hét því strax að snerta aldrei á þessum verkum. Hún ætlaði að gerst fyrir- sæta. Henni tókst að fá starf í fataverslun hjá frænku sinni í jóla-• önnunum og fékk m.a. að hjálpa til við að klæða fyrirsæturnar í sýningarfötin. Hún naut þess og setti sér það mark að verða ein þeirra. Óskiljnlegt, segir hún, ég var allt of feit, einkar óásjáleg og það var ekkert nema þrjóskan, sem gerði að verkum, að ég varð loks fyrir- sæta, eftir ómæld vonbrigði og óteljandi hafnanir. Tekjurnar af' þeim störfum notaði Pat síðan til að stofna tískuverslun í félagi við ljósmyndarann James Wedge og rak hana í tíu ár. Hún reyndi fyrir sér sem ljós- myndari og þegar út kom bók með myndum hennar, langaði hana að gefa út fleiri bækur og tók að skrifa skáldsögur. Þær fyrstu, Sparkles og Big Apple komu út í Englandi og þóttu í meira lagi djarfar. Sjálfri finnst Pat þær viðvaningslegar. í tískusýningarferð í Bandaríkj- unum brá svo við að Pat var þrábeðin um að setja bækur sínar í sölu vestanhafs. Hver einasti höfundur hefði að líkindum gripið þetta gullna tækifæri, en Pat hafði aðrar hugmyndir. Ef hún ætlaði inn á stærsta markað heimsins, skyldi hún gera það með nýrri bók. Allt sem vantaði var fyrirfram- greiðsla frá útgefanda. Ég vil fá það sama og Judith Kranz fékk fyrir Scruples, sagði hún blátt áfram. Eftir nokkuð japl og jaml fékk hún það. Pat viður- kennir að vissulega komi að gagni að vera frekur og öruggur með sjálfan sig í hinni hörðu sam- keppni. - Auk þess er ég samn- ingslipur. Ég tel það ekki ágirnd að ætlast til að ég sé studd fjárhagslega til að afla síðan tekna fyrir sama fyrirtæki. Ég var aldrei fyrirsæta nema nokkru ofan við meðallag, segir Pat. Hins vegar ætla ég mér að verða skáldsagnahöfundur á tind- inum. Útlitið er nokkuð gott, hvað það varðar. Palm Beach seldist í milljón eintökum á hálfum mán- uði. Meðan Pat var að skrifa hana, beitti hún öllum brögðum til að komast í sambönd og láta bjóða sér í veislur fína fólksins á staðnum, þar sem hún gæti haft eitthvað upp úr krafsinu. Allir vissu að ég skrifaði bækur, segir hún, - en auðvitað sagði ég engum að ég væri að skrifa bók um Palm Beach. Til þess varð ég auðvitað að kynnast því fólki, sem mest barst á og talað var um á staðnum. Pat er eitilhörð og mjög svo ákveðin, en hún er réttsýn og sanngjörn að eðlisfari. Þrátt fyrir mótmæli og efasemdir útgefanda Palm Beach, tileinkaði hún bókina vinkonu sinni Roxanne Pulitzer, sem þá var fallin af stalli vegna leiðinlegs skilnaðarmáls og óvæg- innar baráttu um forræði barns síns. - Ég sýnist opinská, segir Pat, - en í raun er ég lokuð og ef ég eignast raunverulegan vin, er það til lífstíðar. Kunningjar skipta þús- undum, en vini á ég sárafáa. Ekki er að spyrja að því, að eftir Palm Beach varð Pat þekkt og kunni að notfæra sér það. Hug- myndina að The Sisters fékk hún, þegar hún borðaði kvöldverð með Joan Collins og hitti Jackie systur hennar í hádeginu daginn eftir. Jackie er heimakær húsmóðir, lík mér í eðli sínu og hefur verið gift í 20 ár. Joan er bara Joan eða Alexis, það er nánast sama persón- an. Ég hef þekkt þessar löndur mínar lengi og geðjast vel að þeim. Bókin er alls ekki um þær, þó þær hafi veitt mér innblásturinn. Ekki er úr vegi að leggja áherslu á þetta seinasta, þar sem sagan fjallar um systur, sem eru annars vegar frægur metsöluhöfundur og hins vegar heimsfræg leikkona, Julie og Jane Bennett. - Samrýmd- ar, segir á bókarkápu, - en þó sundraðar vegna haturs, þráhyggju og leyndarmáls, sem fáar systur deila. Meðan Pat skrifaði bókina, unni hún sér varla svefns eða matar. Ég hef aldrei unnið peninganna vegna, segir hún. - Ég skrifa vegna þess að ég hef þörf fyrir það, bókstaflega líkamlega. Þegar pen- ingamir koma, hef ég takmarkað- an áhuga á þeim sem slíkum. Mér leiðist að fara í búðir, en það er notalegt að vita, að maður sér vel fyrir fjölskyldunni. Raunar þyrfti Pat ekki að hafa með flestum þeim þægindum sem hótel bjóða upp á. Þægíleg og björt herbergi með wc, og baði, sjónvarpi, útvarpi og síma. Veiöngfflsalurinnbýður upp á girnilegar veitingar og barnamatseðil. Þægilegt, persónulegt og rólegt yfirbragð. ,.|M _ ..... Vistiegur veislu-, funda-, og ráðstefhusalur fyrir allt að 100 manns, með öllum tækjum auk telex og ljósritunaraðstöðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.