Tíminn - 22.10.1987, Síða 7

Tíminn - 22.10.1987, Síða 7
Fimmtudagur 22. október 1987 Tíminn 7 Nineiantli llugskvli er til \ instri a niyiidiiini, en gáinuriiiii til hægri. A |>riðja |>iisund i'arþeyar lara iiin llollsllugviill á ári. Um |>essa llugstöö fer postflno <>o áætliinartlug Arnarlliigs, 6 daga í viku hiö niimista. Flateyringar mótmæla flugvallagámi FENGU GÁMRÆFIL í STAD ÖRYGGISTÆKJA „Við hreinlega skiljum ekki svona fáránleg vinnubrögð og trú- um ekki öðru en að hér hafi átt sér stað slys í kerfinu. Þessi gámur sem hingað er kominn er afturför frá því húskríli sem við þó höfum í dag,“ sagði Guðmundur Jónas Kristjánsson hreppsnefndarmaður á Flateyri. Tilefnið er að á dögun- um fengu þeir sent gámahús, eins og þeir kalla það, en það sést til hægri á meðfylgjandi mynd. Gám- urinn er gamall og lekur og heldur ekki vatni né vindum að sögn heimamanna. Hreppsnefnd Flateyrarhrepps hefur mótmælt þessari ráðstöfun harðlega og sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Hreppsnefnd Flateyr- arhrepps mótmælir harðlega þeirri ákvörðun flugmálayfirvalda að enn einu sinni sé farþegum, sem um Holtsflugvöll fara og starfsmönn- um hans, boðið upp á bráðabirgða- lausn í húsnæðismálum, með því að ætla að setja upp 50 fermetra, gamlan, úrsérgenginn gám sem hvorki heldur vatni né vindum. Úrlausn þessi er stór afturför fyrir farþega og starfsmenn frá því sem nú er. Jafnframt harmar hreppsnefndin það að ekki skuli hafa verið tekið tillit til ábendinga hennar um úr- bætur í öryggismálum flugvallarins á undanförnum árum og telur að þeim fjármunum, sem varið hefur verið í þessar „úrbætur", hefðu betur nýst til aðgerða í öryggismál- um.“ Ályktun þessi var samþykkt á hreppsnefndarfundi 2.október s.l. Síðan þá er gámurinn umræddi kominn á staðinn á vegum flug- málayfirvalda. Vegna þess hvernig flugmála- yfirvöld hafa komið fram við Flat- eyringa, sagði Guðmundur Jónas einnig að þeir hreppsnefndarmenn teldu að fremur hefði átt að beina þeim fjármunum, sem í gámabrölt- ið fór, í að bæta öryggisþætti á flugvellinum. Nefndi hann að mjög brýnt væri að bæta við slökkvitækj- um og lagfæra flugbrautina. „Við viljum sem sé fremur sætta okkur við húskrílið okkar enn um sinn, meðan ráðamenn eru að brúa mill- jarðagatið við marmarahöllina suður á Keflavíkurflugvelli, ef pen- ingaleysið er orsök þessa. Alla vega mótmælum við því kröftuglega, að við séum opinber- aðir á þennan rækilega hátt, sem einhverjir annars og þriðja flokks þjóðfélagsþegnar, eða líkt og ein- hver Indjánakynþáttur á ameríska vísu.“ KB Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Skip smíðuð hér fái stærri kvóta „Að undanförnu hefur verulega borið á því að skipaiðnaðarverkefni hafa verið að færast til útlanda. Samkvæmt upplýsingum Fiskveiði- sjóðs hafði sjóðurinn í ágústlok sl. lánað til smíða á 40 skipum samtals 7.800 BRL frá því að sjóðurinn hóf aftur að lána til nýsmíði skipa í febrúar 1986. Þetta skiptist þannig að erlend srniði er 29 skip samtals 7.200 BRL og 11 skip smíðuð innan- lands samtals u.þ.b. 600 BRL. Sjóð- urinn hefur ekki lánað út á neina íslenska smíði á þessu ári, en óaf- greidd lánsloforð til nýsmíða eru þó 3.000-3.500 millj. króna." Með þessum orðum hefst ályktun aðalfundar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja sem haldinn var fyrr í þessum mánuði. í ljósi þessara upp- lýsinga og annarra var rætt á fundin- um hvernig eðlilegast væri að bregð- ast við þessari þróun. Ljóst er að skipaiðnaðurinn verður að líta í eigin barm, að því ervarðar aðlögun að breyttum aðstæðum, markaðs- sókn og tæknivæðingu. Stjórnvöld þyrftu samt að sjá til þess að leikregl- ur væru sanngjarnar og íslenskir aðilar ættu ekki í meiri erfiðleikum með að nýta íslenskar auðlindir en erlendir og er í því sambandi m.a. bent á niðurgreiðslur skipaiðnaðar erlendis. Tillögur aðalfundarins til úrbóta eru eftirfarandi: „Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja hefur margoft bent á fjöl- mörg atriði sem bráðnauðsynleg eru til að rétta að einhverju leyti hlut íslensk skipaiðnaðar. Hér skulu rifj- uð upp þau helstu: 1. í tengslum við breytingar á lögun- um um stjórn fiskveiða verði ákveð- ið að skip smíðuð innanlands fái ríflegri veiðiheimildir (kvóta) en skip smíðuð erlendis. Ennfremur að skip, sem smíðuð eru innanlands og koma í stað úreltra skipa, megi vera stærri en ef þau eru smíðuð erlendis. 2. Gefinn verði eðlilegur umþóttun- artími vegna veiðiheimilda fyrir framleiðendur og kaupendur báta þeirra, sem samið hafði verið um smíði á, þegar nýjar mælingareglur skipa voru settar. 3. Lánshlutfall Fiskveiðisjóðs til ný- smíði innanlands verði hækkað a.m.k. upp í 75% 4. íslenskum fyrirtækjum verði gert Skipasmíðaiðnaðurinn á nú undir högg að sækja. klcift að útvega lán og endurlána viðskiptavinum sínum, sem nema samtals 80% af kostnaðarverði allra skipaiðnaðarverkefna (nýsmíða svo og viðgerða- og endurbótaverk- efna), sem unnin eru hér á landi. Tekið verði inn í lánsfjárlögsérstakt heimildarákvæði um lántöku til endurlána í þessu skyni, eins og gert hefur verið nokkur undanfarin ár með. sérstakri lánveitingu Byggða- sjóðs til viðgerða- og endurbóta- verkefua. 5. Framleiðslulán lil skipaiðnaðar- fyrirtækja verði aðgreind frá hinum endanlegu lánveitingum til kaupand- ans. 6. Vcittar verði sambærilegar banka- ábyrgðir vegna skipaiðnaðarverk- efna innanlands og veittar eru, þegar verkefnin eru unnin erlendis. 7. Séð verði um, að innlcnd lán og heimildir til erlendrar lántöku til lengri tíma en 7 ára vegna nýsmíða, endurbóta eða viðgerða á fiskiskip- um verði ékki veitt án undangeng- inna útboða á verkþáttum þar sem borið er saman verð þeirra sem þjónustuna bjóða og viðurkenndar viðskiptalegar aðferðir eru viðhafð- ar. 8. Lögum um Fiskveiðisjóð íslands verði breytt á þann veg að skipaiðn- aðurinn tilnefni mann í stjórn sjóðsins. 9. Veitt verði sérstök samkeppnislán til að mæta einstökum undirboðstil- boðum frá erlendum skipasmíða- stöðvum." Formaður félagsins, Jósef H. Þorgeirsson, forstjóri var endurkjör- inn á aðalfundinum. -SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.