Tíminn - 22.10.1987, Side 19

Tíminn - 22.10.1987, Side 19
Fimmtudagur 22. október 1987 Tíminn 19 SPEGILL lllllllll!!! Illl!llllll!l!llllllllllllllllllllllllll!lllllllll!llllllllllllll! Illlllllllllllllllllllllli Górilluapi á heimilinu Frakkinn Jacques Judes hafði nýlega tekið lokapróf sitt fyrir 13 árum, þegar hann fór ásamt konu sinni til Gabon til að gegna þar störfum sem herlæknir. Þar sem starfssvæði hans var á fremur af- skekktu svæði í austanverðu land- inu, féll það meðal annars í hans hlut að aðstoða við fæðingar, þegar við lá. Dag einn bar að óvenju erfiða fæðingu og hefði Jacques ekki notið viö, er vafasamt að móðir eða barn hefðu lifað af. Nokkrum dögum síðar sal hann með Genevi- eve konu sinni á veröndinni við litla húsið í skógarjaðrinum og þá sáu þau mann koma gangandi með eitthvað svart í fanginu. Þetta var eiginmaður konunnar, sem Jacques hafði hjálpað að fæða nokkru áður og það sem hann hélt á, var mannapabarn, illa haldinn og umkomulaus górillaungi. Mað- urinn kvaðst hafa drepið móður- ina, án þess að vita um ungann. Það var ekki fyrr en apynjan lá í valnum, að hann sá litla vesaling- inn, sem skjögraði kjökrandi kringum hræið og leitaði eftir móð- uratlotum. Nú vildi maðurinn gefa Jacques ungann í þakklætisskyni fyrir að bjarga konu hans og barni. Judes-hjónin tóku þegar í stað að sér litla apann og kölluðu hann Platon. - Hann virtist alltaf vera í svo þungunt þönkum, segja þau til skýringa á nafngiftinni. Platon var fljótur að jafna sig og ekki bar á öðru en honum liði mætavel í litla rúminu sínu, sem þau hjón smíðuðu handa honum. - En hann kom inn til okkar á hverjum morgni, vakti okkur og vildi láta gæla við sig dálitla stund. segir Jacques. - Svo elti hann mig allan daginn. Ef hann hélt ekki í fótleggina á mér, hékk hann um mittið. Ljóst var að hann hafði mikla þörf fyrir snertingu. Þannig neyddist ég til að taka við móður- hlutverkinu. - Ef hann væri ekki svona stór, væri hann enn hjá okkur, segir Emmanuel, sem verður að láta sér nægja að horfa á Platon gegnum öryggisgler. Hvorki Jacques né Gencvieve höfðu litið á apa sem annað en apa áður, en fljótlega rann upp fyrir þeim, að barn var á heimilinu. - Þegar við settum hann í rúmið, nægði það eitt ekki. Nei, það varð að halda í hendina á honum, þangað til hann sofnaði, segir Geneviveve. Þegar þau fluttu aftur til Frakklands, tóku þau Platon með sér, því hvorugt þeirra gat hugsað sér að yfirgefa fósturbarnið. Nokkru seinna eignuðust þau sitt fyrsta barn og voru auðvitað full eftirvæntingar um viðbrögð Platons. Margir vildu vara þau við því að apinn yrði ef til vill afbrýði- samur og myndi skaða barnið. Hins vegar varð Platon himinlif- andi yfir að eignast „bróður”. í fyrstu var Genevieve á verði fyrir einkennunum um árásarhneigð af hálfu apans, en hann kom hins vegar fram við nýja fjölskyldu- meðliminn af ítrustu virðingu og varkárni. þegar hann nálgaðist hann. Tíminn leið og Emmanuel litli og Platon urðu bestu vinir, rétt eins og þeir væru bræður. Þeir sátu hlið við hlið á koppunum sínum, léku sér saman og nutu félagsskap- ar Itvors annars. Tveimur árum seinna fæddist Guillaume, svo Emmanuel átti líka raunverulegan bróður og sjö árum eftir það fæddist systir þeirra Mar- ion. Þegar Platon var fimm ára, var hann orðinn yfir metri á hæð og tók að þroskast. En hann var sem einn af fjölskyldunni í tvö ár enn, þá var Ijóst, að ekki dygði það miklu lengur, Platon yrði brátt risavax- inn. Kunningi fjölskyldunnar stjórn- aði dýragarði í grennd við Lyon og Judes-hjónin komu sér saman um að veita Platon framtíðarheimili þar. Sú ákvörðun var síður en svo auðveld. því Platon var feikilega vinsæll, bæði í fjölskyldu sinni og meðal nágrannanna. Hann kom alltaf vel fram. og olli aldrei vand- ræðum. Fólk velti því oft fyrir sér, hvort hann væri ekki frentur maður en api í sér. Jacques og Genevieve hugsuðu mikið um, hvernig Emmanuel rnyndi bregðast við því að missa besta vin sinn og leikfélaga til margra ára. Þau vissu þó, að því lengur sem aðskilnaðurinn drægist, þeim mun erfiðari yrði hann, ekki síður fyrir þau sjálf. Árið 1978 var síðan endanleg ákvörðun tekin. Platon var kontið fyrir í dýragarðinum í Rive de Gers, þar sem hann átti þess kost að vera innan um ættingja sína. Emmanuel var niðurbrotinn yfir að þurfa að skilja við hjartans vininn sinn og foreldrar hans börð- ust líka við grátinn, þegar Platon var afhentur dýragarðinum. En þau vissu öll, að þetta var eina leiðin. Platon var heldur ekki lengi að jafna sig á þessum umskiptum og varð brátt einn af górilluhópnum. Nú er hann risavaxinn, 180 sm á hæð og 230 kílóa þungur. Emmanuel hefur heimsótt gamla vininn sinn reglulega, en enginn veit með vissu, hvort Platon þekkir enn „uppeldisbróður" sinn. Þar sem alltaf er þykkt öryggisgler á ntilli þeirra, geta þeir ekki tjáö sig neitt hvor við annan. Forstjóri dýragarðsins útilokar ekki að Platon muni el'tir Entman- uel. en til að rifja upp þá minningu, yrði liann annaðhvort að finna lyktina af drengnum eða snerta hann, en það gæti reynst varhuga- vert aö taka áhættuna, aðeins til að komast að þessu. - Ómögulegt er að segja, hvernig apinn bregst við, segir hann. Þess vegna verða Emmanuel og foreldrar hans að láta sér nægja að horfa á l'yrrum fjölskyldumeðlim gegnum öryggisgler. Það er þeim þó huggun að vita að Platon líður vel meðal ættingja sinna. - Eg held að hann sé ánægður, segir Emmanuel, sem er orðinn tólf ára. - En viö söknum hans samt. Ef hann væri ckki svona stór, væri hann ennþá hcirna hjá okkur. Nirfils- háttur Hagsýni lcikarans Ryan O’Neal cr farin að minna ískyggilcga mikið á kerfísbundinn nirfílshátt, einkuni hvað varðar hin ýinsu flugfclög, scin Ryan notar til að koniast inilíi New York og Los Angeles. Hann kaupir alltaf ódýrasta far- niiðann, en þegar hann er kominn uin borð í vélina, kveður hann upp úr ineð, hver hann sé og biður flugfreyjuna elskulega uin betra sæti. Ef þetta gerðist bara endrum og eins, væri það svo sem ckkcrt til að fjargviðrast út af, enO’Neal flýgur þessa leið og jafnaði vikulcga og nú hafa flugfreyjur fengið fyrir- inæli um að segja blákalt nei, leikarinn verður að láta sér nægja það sæti, sein hann grciddi fyrir. Alltá aftur- fótunum sem leikur Jefl' í Ættarveldinu, var koniinn í slæmt skap einn daginn, þegar hann loks- ins gat sest undir stýri og ekið í vinnuna. í fyrsta lagi svaf hann yfir s'8 °g þegar hann fór fram úr hrasaði hann uin hundinn sinn. Þegar hann gat loksins lagt af stað, hafði liann ekki ekið lengi, þegar lögreglumaður stöðvaði hann. Jeff brást ókvæða við, þandi sig óspart og licimtaði að fá að vita, hvers vegna hann, stórstjarnan, væri stöðvaður. Lögreglumaðurinn hlustaði hinn rólegasii, en þegar hnnn komst að, útskýrði hanii að hann væri einlægur aðdáandi og hefði aðeins ætlað að biðja um eiginhundaráritun. John James, sá IIIirUM STRÆTI OG TORG KRISTINN SNÆLAND „SILFURSTJÖRNUR í MALBIKINU“ Þegar veturinn er framundan er rétt að huga að nokkrum atriðum sem skifta máli varðandi aksturinn oggangsetningu íkuldaogtrekki. Hálka og sérstaklega skyndi- hálka er ökumönnum skeinuhætt og því rétt að huga að því sem til varnar má verða. í Fyrsta lagi ættu ökumenn að temja sér að fylgjast með hitastigi. Það mágera með því að fylgjast með veðurfregnum en einna árangursríkast er að við glugga hverrar íbúðar sé hitamælir sem lesa má á innanfrá. slíkir mælar eru ódýrir, auðveldir upp- setningar og fást í byggingarvöru- verslunum og víðar. Einnig væri mjög æskilegt að hitamælar væru þar útivið sem fólk gengur um frá vinnustað að bílastæðum. Með því að fylgjast með hitamæli við heimili. til dæmis uppi í Breiðholti og mæli við vinnustað, til dæmis við Laugaveg má fá nokkuð örugga vísbendingu um hálku sem kynni að vera á akstursleið milli þessara staða. Auk hitastigs þarf að gefa gaum að ástandi lofts, er það rakt eða þurrt og er logn eða vindur. Þegar til dæmis mikið hrím sest á bílinn má búast við hálum götum. í snöggri lítilfjörlegri logndrífu getur orðið afar hált. Þegar súld eða rigningu gerir og styttir upp með kólnandi veðri án þess að þorni á steini getur hálka myndast á mjög skömmum tíma. Við slíkar aðstæð- ur birtist í malbikinu við upplýstar götur aðvörun sem taka má eftir. Þegar hálkan er að myndast og áður en vatnið verður að samfelld- um ís, kvikna litlar silfurstjörnur á malbikinu. Sá sem tekur eftir þess- ari fögru myndasýningu náttúrunn- ar er viðbúinn þegar hálkan tekur endanlega völdin á votu malbikinu. Þessi stjörnusýning birtist ekki á óupplýstum vegum. Það eru ekki ljós bílsins sem kveikja stjörnuljós- in heldur skin ljósastauranna. Sé aftur vikið að hitastiginu má segja sem svo að við plús 2-3 gráður á mæli á 1,5 til 2 metra hæð sé komin aðvörun um hugsanlega hálku. í kyrru veðri getur einnig verið mikill hitamunur eftir hæð frá jörðu. Til dæmis var uppgefinn hiti í Reykjavík síðastliðinn mánudagsmorgun -f2 stig sem mun vera mælt í um 2 metra hæð frá jörðu en við jörðu mun hafa mælst um -t-11 stiga frost. Alkunna er að í lægðum getur orðið kaldara og myndast hálka þó það gerist ekki þar sem hærra ber. í köldu lygnu veðri að sumri má stundum sjá ástæðuna, dalalæðuna. Hálka í lægðum að vetri er þannig einskon- ar ósýnileg dalalæða sem sest á göturnar og verður að hrími eða ís. Þeir sem þekkja veginn sinn og hvar helst er að vænta dalalæðu á honum geta merkt við þá staði í huga sér sem sérlega varhugaverða með hálku. Jafnframt er gott að fylgjast með ferðum lægða og gera sér grein fyrir þeim veðurhring sem væntanlegur er. Algengur veðurhringur í Reykjavík að vetri er til dæmis svona: Sunnanátt með rigningu gengur í suð-austan og rigningin breytist í slyddu. Þá kem- ur austan átt með blautri þungri snjókomu og gengur síðan í norð- austan. Snjókoman minnkar og þornar og hverfur alveg með hreinni norðan átt og frostið tekur við. Næst kemur norð-vestan áttin með áframhaldandi kulda og stöku él getur náð til Reykjavíkur. Þá gengur hann í vestanátt og í henni getur kyngt niður snjó. Til dæmis mun einna mesti snjór í einni snjókomu hafa fallið í vestanátt um 1952 hér í Reykjavík. Síðast í hringnum er loks suð-vestan áttin með éljum og hlýnandi uns sunnan- áttin ertekin við á nýmeð rigningu. Þessi veðurhringur getur einnig verið öfugur, ef svo má segja, það er að segja veðrið gengur úr sunnan í vestan o.s.frv. Fyrir nútíma Reyk- víking getur því verið afar mikil- vægt að fylgjast vel með hitastigi og hvaða veðurhringur er í gangi hverju sinni. Sé til dæmissuð-aust- an átt að kvöldi, gangandi í austur og veðurstofan spáir snjókomu er mjög skynsamlegt fyrir þann sem ekur á naglalausum snjódekkjum að fara út einhvern tíma kvöldsins og setja keðjurnar undir bílinn (Því hver nennir því nývaknaður) og vera þannig viðbúinn snjókomu og þæfingi að morgni. Það sem ég hef rakið hér að framan hnígur að því að ökumenn kynni sér veðrið og veðurútlit og geri sér jafnframt grein fyrir vænt- anlegu ástandi vegar á fyrirhugaðri leið sinni. Þá er eftir að búa bifreiðina svo að líklegt sé að hún komist þessa leið í flestum veðrum. Þar sem ökumenn eru misjafnir getursami bíll, misvel búinn, kom- ist sömu leið með sæmilegu öryggi. Það er svo rétt að rekja hér hvernig ég tel að hinn fullkomni vetrarbún- aður bíls ætti að vera. Á öllum hjólum séu góð vetrardekk með nöglum. Þau séu tjöruhreinsuð öðru hvoru yfir veturinn. Keðjur séu í skottinu, gjarnan settar á að kvöldi ef vænta má snjóþyngsla að morgni. Skófla í skottinu. Vel lokaður sand-dunkur eða fata (lokuð) með salti stráðu yfir sand- inn til þess að hann frjósi ekki, í skottinu og þá óaðgengilegur ef á honum þarf að halda. Ný eða góð þurrkublöð. Snjóskafa til þess að þrífa skilyrðislaust allar rúður bílsins, ljósabúnað og skráningar- númer áður en lagt er af stað. ísvari í eldsneyti og nægur frostlög- ur á kælikerfi vélar og í þvottavatn rúðu. Kveikjukerfi sé sérstaklega varið og því haldið hreinu. Dráttar- tóg og loks fatnaður sem hægt er að fara í út í slæmt veður. Reyndar eru hverfandi líkur að það þurfi að nota hann ef bíllinn er útbúinn svo sem fyrr greinir. Vasaljós og keðjutöng. Vissulega má gera minni kröfur en þetta en það fer þá eftir því hvaða leiðir, vegi eða götur er ætlað að aka, svo og á hvaða tíma sólarhrings. Sá sem til dæmis að- eins ekur að jafnaði frá Seltjarn- arnesi inn á Laugaveg að degi til getur með öryggi búið bíl sinn mun verr en sá sem til dæmis ekur að jafnaði kvöld og nætur úr Breið- holti upp að Álafossi. Ef allir aka, miðað við aðstæður hverju sinni og búa bíla sína vel til þess aksturs sem fyrirhugaður er, þá getur kom- andi vetur orðið ánægjulegur í umferðinni. Hefur þú ekki áhuga á því?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.