Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 29. október 1987 Bráðabirgðaákvæðið sem ríkisstarfsmenn deila um túlkun á: „Tryggt að heildarkjör starfsmanna raskist ekki“ „Þar sem það er ekki tilgangur lagasetningar um starfsemi lífeyris- sjóða að skerða heildarkjör eða ganga á samninga, þykir nauðsyn- legt að setja ótvíræð ákvæði um meðferð á lífeyrisréttindum og ið- gjöldum opinberra starfsmanna og annarra sem njóta hliðstæðra líf- eyrisréttinda“, segir m.a. í greinar- gerð um þau bráðabirgðaákvæði í lífeyrissjóðafrumvarpinu sem for- ystumenn BHMR og BSRB deila nú um hvað þýði í raun. Vegna þeirrar deilu þykir Tímanum ástæða til að rekja efni greinar- gerðarinnar til þess að lesendur geti dregið eigin ályktanir af mark- miðum frumvarpsins. Sérstök ákvæði nauð- synleg vegna sérstakra réttinda Ástæða þess að nauðsynlegt þyk- ir að hafa í frumvarpinu sérstök ákvæði um hvernig fara skuli með lífeyrisrétt opinberra starfsmanna er sögð sú, að lögbundin lífeyris- réttindi þeirra eru ekki einvörð- ungu háð iðgjaldagreiðslum, starfsmanna og launagreiðenda, eins og gildir um flesta aðra lífeyr- issjóði, heldur hafa ríkissjóður og bæjarfélög ábyrgst greiðslu lífeyris og greitt meginhluta af kostnaði vegna verðtryggingar lífeyrisins. (Benda má á að af 835 millj. kr. lífeyri til opinberra starfsmenna 1986 komu aðeins 231 millj. kr. úr sjóðum þeirra en 604 millj. kr. voru greiddar beint af launagreið- endunum. Ekki tilgangurinn að skerða heildarkjörin Þá segir að þessi ábyrgð launa- greiðenda, sé vitaskuld niðurstaða kjarasamninga og ákvarðana um skiptingu heildarlauna starfs- manna, annars vegar í þann hluta launanna sem starfsmenn fái greidd meðan þeir eru í starfi og hins vegar þann hluta sem þeir hafi valið að geyma til áranna eftir lok starfsævinnar. Þar sem tilgangur laganna sé ekki að skerða heildar- kjörin séu ótvíræð ákvæði um með- ferð á lífeyrisréttindum og iðgjöld- um opinberra starfsmanna nauð- synleg, sem fyrr greinir. Hvað kosta viðbótarréttindin? Verði frumvarpið að lögum er sagt ljóst að ríkisstarfsmenn og fjármálaráðuneytið þurfi að meta lífeyrisréttindi starfsmanna og hvern kostnað ríkissjóður hefur af þeim og síðan semja um hvernig réttindum og iðgjöldum skuli hag- að í framtíðinni. Til að tryggja hag starfsmanna þykir frumvarpssmið- um nauðsynlegt að setja til öryggis ákvæði um skipan og störf gerðar- dóms, þ.e. ef samningar nást ekki milli aðila. Dómurinn á þá að reikna kostnað af öllum þáttum núverandi lífeyrisréttinda sam- kvæmt núgildandi lögum og hvert iðgjaldið þarf að vera í framtíðinni til að standa undir þeim réttindum. Ríkið borgi viðbótarkostnaðinn Ljóst er sagt að lífeyrisréttindi félaga í þeim lífeyrissjöðum sem hér um ræðir kosti mun meira en svarar til þess 10% iðgjalds, sem starfsmenn og launagreiðendur greiða nú í sjóðina. Þann mun ábyrgjast launagreiðendur nú. Á sama hátt er þeim ætlað að bera það viðbótariðgjald sem ofangreint mat leiðir í ljós, að þeir hefðu þurft að greiða samkvæmt óbreyttum lögum. „Með þessum hætti er tryggt, að heildarkjör starfsmanna raskist ekki við setningu laganna," segir orðrétt. Iðgjaldsaukinn 11>12% allra launa? í greinargerðinni er nefnt sem dæmi að heildariðgjaldið sem þyrfti að greiða í lífeyrissjóð ríkis- starfsmanna til að standa undir núverandi réttindum gæti verið um 25% af dagvinnulaunum. Iðgjalds- aukinn sem ríkið þyrfti að borga í sjóðinn yrði þá 15% til viðbótar þeim 6% sem ríkið greiðir á móti 4% frá launþegunum. (Hlutur ríkissjóðs yrði þá samtals 21% á móti 4% frá launþegunum). Ef miðað væri við að dagvinnulaun (og vaktaálög), sem iðgjöld eru nú greidd af, séu 75% heildarlauna mundi sama upphæð skila sér í sjóðinn með 11,25% iðgjaldaauka af öllum launum eins og með 15% af dagvinnulaunum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir þeirri breytingu að iðgjöld greiðist af öllum launum í staðinn fyrir af dagvinnulaunum eins og algengast er nú. Bent er á að enn hafi ekki verið samið við ríkisstarfsmenn á sama hátt og ASÍ, VSÍ og VMS, um 10% iðgjöld af öllum launum frá árinu 1990. Með slíkum samn- ingi mundu heildariðgjöldin, mið- að við dæmið hér á undan, hins vegar hækka í 21.25% heildarlaun- anna, þ.e. 6%+4% frá starfs- mönnum og ríkissjóði og 11,25% iðgjaldsauka. BSRB er ósammála túlkun Kennarasambandsins og BHMS á sérákvæði héldu um það blaðamannafund fyrr í vikunni. Sovétstjó, inerhæ' segja, rðiri j Blao~ . HKKWfWKJR27 OKTO0ER 1967 - 836 WL-71 ' Fylkingum opinberraf1 starfsmanna! lýstur saman vegna lífeyris Velja menn kannski 10*15% hærri laun og lífeyri eins og aðrir landsmenn? „Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að heimilt verði að semja um iðgjaldið eins og frumvarp þetta gerir ráð fyrir, einungis að því tilskildu að það sé ekki lægra en 10% af öllum launum", segir í greinargerðinni. Aðilargætu þann- ig samið um breytta skiptingu ið- gjaldsins, eða að iðgjaldið yrði lækkað og að greidd laun hækkuðu á móti sem því svarar. Slíkir samn- ingar yrðu aðeins háðir hinum almennu skilyrðum (fyrir alla líf- eyrissjóði), þ.e. að ávaxtaðar ið- gjaldatekjur skuli standa undir öll- um lífeyrisskuldbindingum. Frá ráðstefnu Kennurusambands íslands og BHMR um lífeyríssjóðsmálin. Aðeins lágmark en ekkert hámark-svo lengi sem menn vilja borga „í reglugerð verður vitaskuld að kveða á um lífeyrisréttindin sam- kvæmt lögunum svo og þau réttindi umfram lágmarkið, sem iðgjald umfram 10% veitir svigrúm til. Þau viðbótarréttindi eru ekki háð neinum kvöðum öðrum en þeim að undir þeim sé staðið með iðgjöld- um“ segir orðrétt. í þessu felst beinlínis að svo fremi að hlutaðeig- andi lífeyrissjóður bjóði ekki lakari rétt en þann lágmarksrétt sem lögin kveða á um, megi haga réttindum að vild, t.d. hvað snerti lífeyrisaldur, lífeyrishlutfall og svo framvegis. Einungis þurfi því að gæta lágmarksréttindanna, en að öðru leyti geti lífeyrissjóðir boðið upp á þau réttindi sem menn vilja, ,svo lengi sem félagar þeirra vilja kosta þau með iðgjaldagreiðslum. Þá er í greinargerðinni bent á að það mat á réttindum og iðgjöldum sem hér hefur verið fjallað um skuli vera fyrirmynd að lausn sams- konar mála hvað varðar lífeyris- sjóði bankastarfsmanna, starfs- manna sveitarfélaga og annarra sem njóta hliðstæðra réttinda og ríkisstarfsmenn. Stóraukin útgjöld fyrir ríki og sveitar* félög næstu árin Að iokum er í greinargerðinni bent á að samþykkt Alþingis á þessu frumvarpi muni hafa tölu- verð áhrif á fjárhag ríkissjóðs, sveitarfélaga og banka næstu árin, þótt greiðslubyrði þeirra breytist ekki þegar til langs tíma er litið. Þetta stafi af því, að auk þess sem ríkissjóður, sveitarfélög og bankar verða áfram að greiða útgjöld Upp er kominn grundvallaragreiningur milli BHMR og Kl annars- vegar og BSRB hinsvegar varðandi serakvæði i frumvarpi sem reiknað er með að lagt verði fram a yfirstandandi starfsari Alþingis. Fylkingum þessara ofangreindra hopa hefur nu lostið saman. Fyrrnefndi hopurinn telur akvæðið skerða lifeyrisrettindi sinna feiagsmanna en BSRB er ekki sammala þeirri tulkun. Gömlum og nýjum iífeyrisréttindum ekki ruglað saman í greinargerðinni er bent á að áunnin réttindi og eignir sem myndast hafa í lífeyrissjóðunum fyrir gildistöku nýrra laga og sömu- leiðis allar greiðslur og tekjur sem tilheyra þeim réttindum, verði reiknuð sérstaklega og haldið þannig aðskildum frá réttindum og eignum sem myndast í sjóðunum eftir að nýju lögin taka gildi. Sam- kvæmt því munu ríkisstarfsmenn sem nú eru í starfi fá lífeyri sem þeir áunnnu sér til ársloka 1988 reiknaðan sérstaklega - og hins vegar lífeyri áunninn eftir ársbyrj- un 1989, samkvæmt reglugerðum sem setja verður um nýja kerfið. lagafrumvarps um lífeyrissjóði og Tímamyndir Brein vegna þegar áunninna réttinda enn um langt árabil verða þeir jafn- framt með nýja kerfinu að greiða að fullu þau iðgjöld sem til þarf að standa undir öllum réttindum sem ávinnast eftir að lögin taka gildi. Gæti samsvarað árlegum 2.200 millj. kr. viðbótar- kostnaði fyrir ríkið Til að skýra þetta betur út má taka mið af árinu 1988 og að ný lög hefðu þá tekið gildi. Launagreiðsl- ur ríkisins það ár eru áætlaðar um 20.000 millj. kr. Framangreindur 11,25% iðgjaldsauki, sem ríkið þyrfti að borga í lífeyrissjóðinn vegna réttinda sem menn vinna sér inn á því ári, næmi þá um 2.250 millj. kr. En jafnframt þyrfti ríkis- sjóður að greiða rúmlega 860 millj. kr. vegna áður áunninna ábyrgða á greiddan lífeyri fyrrum ríkis- starfsmanna. Samtals væru það því um 3.100 milljónir króna sem ríkið þyrfti að borga auk 6% iðgjaldsins sem öllum vinuveitendum ber að greiða á móti 4% iðgjaldi launþeg- anna. Búast má við að greiðslubyrði ríkissjóðs vegna þegar áunninna ábyrgða (860 millj. 1988) fari ört hækkandi á næstu árum, þ.e. á meðan þeim lífeyrisþegum fer fjölgandi sem hafa áunnið sér nær öll sín lífeyrisréttindi í núverandi lífeyriskerfi. Greiðslurnar munu svo aftur fara lækkandi og að lokum hverfa, þegar allir lífeyris- þegar hafa eingöngu áunnið sér lífeyrisréttindi samkvæmt nýju lögunum, eftir kannski 50-60 ár eða svo. Eftir það verða greiðslur vegna lífeyrisréttinda eingöngu háðar launagreiðslum. Eyðir mikilli óvissu um framtíðar* skuldbindingar Bent er á að þarna sé í raun aðeins um þá breytingu að ræða að ríkissjóður (sveitarfélög og bankar) greiði famvegis jafnóðum þann umframkostnað sem hann hefur ábyrgst vegna uppbótar á lífeyri ríkisstarfsmanna - í stað þess að fresta greiðslunum þar til menn hefja töku lífeyris eins og verið hefur. „Með niðurfellingu á ábyrgð ríkissjóðs, sveitarfélaga og banka á réttindum sem ávinnast eftir gildistöku laganna, er jafn- framt eytt mikilli óvissu um skuld- bindingar og útgjöld þessara aðila í framtíðinni", segir orðrétt í grein- argerðinni. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.