Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Fimmtudagur 29. október 1987 Dagbjartur Einarsson framkv.stj. í Grindavík: Fiskverð of hátt fyrir verkendur Nær allur fiskur sem á land kemur í Grindavík og víðar í nánd við höfuðborgarsvæðið hefur verið keyptur á mjög háu verði frá því í byrjun september og stafar það af háu verði á fiskmörkuðum í Hafnar- firði og á Faxamarkaði. Óslægður þorskur hefur verið keyptur að undanförnu á 46- 48 kr. kílóið og ýsan hefur verið á rúmar fimmtíu kr. og uppí sextíu. Hefur þetta haft þá neikvæðu þróun í för með sér að heimamenn í fiskverkun treysta sér ekki til að vinna svo dýrt hráefni. Fiskurinn hefur því allur verið flutt- ur í burtu af aðgangshörðum kaup- endum. Svo hart er á dalnum í Grindavík að fiskverkendur hafa ekki einu sinni efni á að kaupa fisk úr eigin bátum, þó að slíkt væri að hluta tilfærsla á milli eigin vasa. Hefur þróun þessi valdið fiskverk- endum miklum áhyggjum og þora menn ekki að hugsa þá hugsun til enda, ef þróunin heldur áfram í allan vetur. Kvaðst Dagbjartur Ein- arsson, framkvæmdastjóri Fiskanes í Grindavík, telja að ástandið væri jafn slæmt um allt Reykjanesið. Hann hafi reynt að kaupa fiskinn úr eigin bát um tíma, en orðið að gefast upp vegna verðsins. „Þetta er allt ósöp ræfilslegt og við erum að gutla í síldinni núna,“ sagði Dagbjartur. Sagði hann að á sama tíma í fyrra hafi verið eðlileg verkun í gangi í plássinu. Nú sé ekki hægt að segja að verkun fari fram. „Menn skilja þetta ekki ennþá hvernig þetta getur gengið. Þetta eru miklar sviptingar og við erum eiginlega hættir að ræða þetta,“ sagði hann. „Menn sækja bara fisk- inn í bátana, þó að hluti aflans fari beint á markaðinn. Það sem er að gerast núna, gengur mest út á að selja fiskinn beint úr bátunum. Fisk- urinn er bara keyptur óséður,“ sagði Dagbjartur að lokum og hvatti Tím- ann til að skoða þetta hrikalega dæmi betur. Ekki liggur ennþá fyrir hvað veld- ur þessu óheyrilega verði á fiski núna og á meðan hækkar hlutur hásetans. Eftirspurnin eftir fiski virðist þó vera mjög mikil og þeir sem kaupa eru ekki bara fiskbúðir, heldur fyrst og fremst þeir sem setja aflann í gáma og koma þeim í útflutning. í samanburði við aðra frétt á síðunni má sjá að verð á Þýskalandsmarkaði hefur verið að hækka að undanförnu og verð á góðum ferskfiski í Bretlandi er mjög hátt um þessar mundir. Því vaknar óneitanlega sú spurning hvort hér sé verð á ferskfiski að hækka um of miðað við söluverð á unnum fiski frá íslenskum vinnslustöðvum. KB Ferskfisksölur erlendis: Verðið á hraðri uppleið á Þýskalandsmarkaðnum Hólmatindur seldi fyrir rúmar 10,5 milljónir Eftir að hafa verið í löngu kola- svelti, tók Þýskalandsmarkaðurinn heldur betur við sér í síðustu viku þegar Hólmatindur SU og Hólmanes SU lönduðu þar tæpum 300.000 kílóum af fiski, þar af 119 af kola. 111 krónur fengust fyrir kílóið af kola og 108 krónur fyrir kílóið afa grálúðu. Hólmatindur landaði í Bremer- haven 152.107 kílóum og fékk fyrir 10.543.267 krónur, sem gerir meða!- verð upp á 69,31 krónu. Hólmanes landaði einnig í Bremerhaven, en örlítið minni afla, eða 146.123 kíló- um og fékk fyrir rétt tæpar 10 milljónir. Hólmanesið fékk meðal- verð upp á 68,13 krónur. Meginuppistaðan í aflanum var ufsi og karfi og fengust tæpar 60 krónur fyrir ufsakílóið og rúmar 73 krónur fyrir kílóið af karfa. Meðal- þorskverðið var 87,74 og hefur með- alverðið ekki verið svona hátt síðan fyrir „ormaþáttinn". Ýsuverð var einnig mjög gott, eða 86,36 krónur á kílóið. Þau voru heldur fleiri skipin sem lönduðu í Bretlandi í síðustu viku, eða sjö talsins. Páll Pálsson IS 102 hafði þar vinninginn, því fyrir þor- skaflann fengust yfir 80 krónur að meðaltali. Páll landaði 138.047 kíló- um og fékk fyrir 10,4 milljónir, eða meðalverð upp á 75,24 krónur. Hafnarey SU landaði 93.000 kíló- um og fékk fyrir 6,4 milljónir, eða meðalverð upp á 69 krónur. Náttfari RE landaði 59.000 kílóum og fékk fyrir tæpar 5 milljónir, eða meðal- verð upp á 83,81 krónu. Álftafell SU landaði 87.000 kílóum og fékk fyrir rúmar 6 milljónir, eða meðalverð upp á 69,47 krónur. Garðey SF landaði 58.000 kílóum og fékk fyrir rúmar 4 milljónir, eða meðalverð upp á 70,47 krónur. Frár VE landaði 24.385 kílóum og fékk fyrir 1,4 milljón, eða meðalverð upp á 58,65 krónur, og Vöttur SU landaði tæp- um 57.000 kílóum og fékk fyrir tæpar 4 milljónir króna. Samtals lönduðu þessi sjö skip 516.362 kílóum og fengu fyrir 37.276.312 krónur. Meginuppistaða aflans var þorskur og ýsa. Meðalverð þorsksins var 76,73 krónur, en ýsunnar 69,23 krónur. Rúm 750.000 kíló voru seld utan í gámum og fengust 55,4 milljónir fyrir fiskinn. Meginuppistaðan var þorskur, ýsa og koli. Meðalverð þorsksins var 75 krónur, ýsunnar 67,11 krónur og kolans 79 krónur. - SÓL Alþýðublaðið og íþróttasjóður: Rakalaus þvættingur blaðsins hrakinn í leiðara Alþýðublaðsins fyrir skömmu er Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra ásak- aður um að vera með vísvitandi blekkingar og jafnvel lygar, þegar hann mótmælti niðurskurði á fjár- magni til íþróttasjóðsins. Tíminn leitaði álits utanríkisráðherra á þessari staðhæfingu. „Það er alrangt sem haldið er fram í Alþýðublaðinu að ég hafi ekki hreyft mótbárum við þessum niðurskurði á ríkisstjórnarfundi þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Staðreyndin er sú að ég var erlendis þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt í ríkisstjórninni. En á fyrsta ríkisstjórnarfundinum eftir að ég kom heim tók ég þetta mál sérstaklega upp og sagði að þessi niðurskurður á íþróttasjóði gæti ekki gengið. Það væri óhugsandi að ríkissjóður greiddi ekki þær skuldir, sem hvíldi á sjóðnum. Sama gilti um félagsheimilasjóð. Reyndar tók menntamálaráðherra undir þetta sjónarmið mitt. Vitanlega má svo ræða framtíð íþróttasjóðsins, hvort hann skuli fluttur til sveitarfélaga eða skipu- lagður með öðrum hætti, en við núverandi skuldbindingar verður að standa,“ sagði Steingrímur Her- mannsson að lokum. ÞÆÓ íslenska útvarpsfélagið komið í hring?: AFTURHVARF TIL GÖMLU GUFUNNAR íslenska útvarpsfélagið hf., sem á Bylgjuna, hefur nú stofnað nýja útvarpsstöð, Ljósvakann, og sendir nýja stöðin út á FM 95,7. Öfugt við þróun síðustu tveggja ára er Ljós- vakinn ekki poppstöð, heldur mun hún útvarpa klassískri tónlist, óper- um og gömlum íslenskum lögum. Dagskrárgerðarmenn í eiginlegum skilningi verða ekki fyrir hendi, heldur munu verða þular, líkt og á Rás 1. Þessi nýja útvarpsstöð mun því lfkjast mjög gömlu Gufunni og vekur sú þróun mikla athygli, þar sem fáir gengu lengra í gagnrýni á Ríkisútvarpið en einmitt stofnendur íslenska útvarpsfélagsins. Þá var rætt um að hlustendur yrðu af hafa valkost milli klassískrar tónlistar og poppsins. Þeir eru nú eiginlega komnir í hring, þvf nú vilja þeir að hlustendur hafi valkost á milli popps- ins og klassískrar tónlistar. Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Ljósvakans sagði á blaðamanna- fundi sem íslenska útvarpsfélagið hélt f gær, að nauðsynlegt væri að auka fjölbreytnina, enda kvæði nú við nýjan tón í útvarpi. Jón Ólafsson hjá Islenska útvarpsfélaginu sagði að mjög yrði vandað til alls málfars, m.a. hefði verið ráðinn málfræðing- ur til stöðvarinnar. Höfðað yrði til eldri borgara á morgnana, allra á daginn og milli 23 og 01 yrði spiluð rómantfsk tónlist. Ljósvakinn útvarpar frá kl. 6 á morgnana til miðnættis. Tónlistin verður valin af dagskrárstjóra stöðv- arinnar, sem er Jónas R. Jónsson, enda “á fólk að njóta tónlistarinnar frekar en talsins á milli laga“ sagði útvarpsstjórinn og bætti við að Bylgjan hefði tekið skref fram á við með stofnun popprásarinnar og nú væri kominn tfmi til að taka annað. Þá er spumingin í hvaða átt þetta skref er. _ SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.