Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 29. október 1987 Tíminn 15 MINNING Harpa Björnsdóttir frá Akureyri Fædd 29. nóvember 1922 Dáin 21. október 1987 Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þó ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, værí ég ekki neitt. I. Kor.13. Rétt fyrir árstíðaskiptin í síðustu viku kom veturinn yfir Landakots- túnið með köldum rigningarhragl- anda og myrkrið skall á. Norður við Eyjafjörð kvaddi sumarið með sterkum laufvindum, veturínn gekk í garð við hinn milda fjörð eftir mörg norðanveður og kalsasamt haust - en friður færðist yfir. Eins og árstíðirnar, kuldi eða hlýja, er lífsganga okkar mannfólks- ins margvísleg og ekki ætíð eins og ráð var fyrir gert. Kynni okkar af samferðafólkinu eru jafn breytileg og á stundum er eins og nokkur örlög ráði. Tengsl og vinátta bindast og breytast - ýmis kynni hverfa sem sjónhending en önnur meitlast inn í lífið og skína sem perlur. Vinátta skapast og þegar óvæntum örlögum er mætt verður slík vinátta sem bjarg, sem ekkert fær haggað - eins og stjarna sem skín - einning í hinu dimma myrkri. Pannig mun geymast minningin um Hörpu Björnsdóttur, sem í dag er kvödd af vinum og samferðafólki og sárt er saknað. Lífi hennar lauk eftir þrautamikla baráttu skömmu fyrir vetrarkomuna, þegar hver dag- ur verður öðrum styttri hér á norður- slóðum og myrkur og kuldi sækja á. Til kynna var stofnað á síðari hluta hinnar sameiginlegu lffsgöngu, þó að átthagarnir hafi verið þeir sömu norður á Akureyri. Og það var ef til vill frumrótin líkt og Ibsen segir í þýðingu séra Matthíasar um átthag- ana: „En ættbyggð manns ætla að sé hans eðlisstöð sem rótin tré. “ Nokkrar eyfirskar liljur vallarins mynduðu fljótt kjarnann í virku átthagafélagi. Rótin var virðing og rækt við átthaga þeirra og uppruna, hið sameiginlega bernskuumhverfi og ekki síst tjáning á vináttu og virðingu gagnvart öllu því fólki í bænum við fjörðinn og eyfirskum dölum. Það var þegar orðinn hluti af þeim sjálfum, einn ríkasti þáttur í hugum þeirra ásamt mökum og fjöl- skyldum, sem öðluðust þá gæfu að eiga hlutdeild í þessu starfi. Þessi æskuvinátta og átthagatengsl snerust fljótt í gagnkvæma vináttu, sem geislaði í þessum glaða hópi, þar sem horft var björtum augum til framtíðarinnar í starfi og leik. Mark- miðið var að láta eitthvað gott af sér leiða, létta undir með öðrum og njóta um leið félagsskapar með vin- um með sameiginlega arfleifð. Mörg var stundin eftirminnileg og kær. Þá var stofnað til þess vinfengis og tryggðar sem aldrei rofnaði og á engan skal hallað þegar mælt er, að á þessu lífshlaupi ævinnar, þegar gleðin ríkti og birtan lýsti, voru þessi hlýju hjón, Harpa og Ásbjörn, sjálf- kjörin til forystu og þau hrifu aðra með sér. En framtíðin var jafn óræð og áður og lífsgangan var bæði blíð og stríð - hjá okkur öllum. Þessar glöðu stundir hverfa aldrei úr minni og seint verður full þökkuð sú tryggð og bjargfasta vinátta og umhyggja, sem geislaði frá Hörpu á hinum stríðu stundum. Þessi skaphöfn var aðalsmerki hennar. Harpa ræddi ekki kærleika - Hún lét hann í té af þeirri auðmýkt og djúpa innileik, sem hún bjó yfir ( ríkum mæli. Hún ræddi ekki fórnfýsi eða samhjálp - hún sýndi það í verki, að ógleymanlegt er. Hún kunni þá list að sameina vel gleði og alvöru og hreif aðra með sér. Þannig var hún samferðamönnunum - það þekkjum við vel - og þannig hefur hún verið sínum nánustu. Það hefur verið mikil gæfa að eignast þær minningar. Þær varðveitast þrátt fyr- ir hverfulleika lífsins. Harpa var ekki til að sýnast. Hún var ætíð hún sjálf. ískaldir vetrar- stormar lífsins högguðu henni ekki. Oft blésu þeir lengi og án afláts - en hún var söm og jöfn. Jafnvel þegar svo var komið, að sjúkdómurinri hafði miskunnarlaust náð yfirtökum, gaf hún sér góðan tíma til að fylgjast með líðan annarra. Ég hef engri ótengdri manneskju kynnst, sem hefur átt þessa eiginleika í jafn ríkum mæli. Fyrir allt þetta er þakk- að og verður þessi reynsla fögur og hlý í minningunni. í mynd Hörpu varðveitist fögur lífssaga. Hún er mótuð af tryggð við uppruna sinn og átthaga og alla þá, sem voru svo lánsamir að eignast hlutdeild í þeirri sögu. Þannig mun- um við geyma minningu þessarar góðu konu, en sú vissa er huggun harmi gegn, að þeir sem hafa átt þá dýrmætu skaphöfn að varðveita kærleiksperluna í brothættu lífi hér á jörðu, hlýtur að vera veitt enn æðra hlutskipti í hinum óræða heimi handan lífs og dauða. f öllum þeim raunum, sorg og myrkri, sem á aðstandendur er lagt, hlýtur það að lýsa í myrkrinu, að handan hinnar miklu þrautar bíður líknin og hand- an líknar frá þraut eru þær æðri brautir, sem þeim hlotnast sem eiga vammlaust líf, þar sem menn án kærleika væru sem „hljómandi málmur eða hvellandi bjalla". Á þeim brautum ríkir birta á ný og það vor, sem þeim hlýtur að hlotnast sem bera það ætíð í brjósti sér. Megi minningin um fagurt líf hinn- ar látnu milda þá sorg, sem hvílir yfir fjölskyldu hennar, eiginmanni hennar, Ásbirni, börnum þeirra og öllum vinum þeirra. Sólin og birtan mun skína yfir liljur vallarins og það bjarmar á ný yfir byggðum Eyjafjarðar. Heimir Hannesson Hulda Tryggvadóttir Fædd 8. febrúar 1924. Dáin 22. október 1987. í dag kveðjum við elskulega mág- konu, Huldu Tryggvadóttur, sem lést þann 22. okt. s.l. eftir hetjulega baráttu við vágestinn mikla sem svo alltof margir falla fyrir á besta aldri. Hulda fæddist að Miðengi í Garðahverfi 8. febrúar 1924, dóttir hjónanna Lovísu Guðmundsdóttur og Tryggva Gunnarssonar í Grjóta í Garðahverfi. Hún gekk íFlensborg- arskólann í Hafnarfitði og hélt að námi loknu til starfa í Reykjavík, eins og alltítt var. Hún kynntist Herði bróður meðan hann var enn við nám í læknisfræði og gengu þau í hjónaband þann 31. desember 1951. Síðan lá leiðin norður á Hvamms- tanga, þar sem Hörður var héraðs- læknir í 6 ár. Þar hefur Hulda skilið eftir glæsilegan minnisvarða, en það er trjágarðurinn við sjúkrahúsið. Hún var aðildardriffjöðrin að þeirri ræktun, ásamt nokkrum vinum á Hvammstanga. Blóma- og trjáræktun áttu stóran hlut í lífi Huldu og vildi hún hafa sem flest og stærst blóm í kringum sig. Einnig áttu ferðalög ríkan þátt í huga hennar, og hafa þau hjónin átt þess kost að ferðast mikið bæði innanlands og utan og notið þess vel. Eftir veruna á Hvammstanga „sigldu þau utan“ og bjuggu fyrst í Englandi síðan í Svíþjóð. Dvöldu þau erlendis í 4 ár, þar sem Hörður stundaði nám í augnlækningum. Á þessum árum notuðu þau tímann vel og ferðuðust um þvera og endilanga Evrópu. Er okkur minnisstætt, hversu gaman var að fá löngu bréfin með öllum ferðasögunum, og ferðast þannig með þeim í huganum, en þau voru ólöt að skrifa heim og leyfa fjölskyldunni að fylgjast með. Eftir heimkomuna settust þau að hér í Reykjavík og hefur Hulda alla tíð staðið við hlið manns síns í hans mikilvægu störfum. Við þökkum henni af alhug allt „kvabbið" sem hún hefur tekið á móti frá okkur í gegnum árin. Fyrir rúmlega tveim árum dró ský fyrir sólu, þegar í ljós kom að Hulda hafði tekið þann sjúkdóm sem nú hefur sigrað. Allan þennan tíma hefur hún sýnt stórkostlegan dugnað og viljaþrek, og vorum við jafnvel farin að vona að hún myndi sigra, en staðreyndin blasir við og baráttunni er lokið. Hulda og Hörður eignuðust 3 syni, sem allir eru verkfræðingar. Þeir eru: Hjalti, ókvæntur, Egill kvæntur Karitas Jensdóttur og Kjartan kvæntur Svanhvíti Guð- mundsdóttur. Barnabörnin eru fjögur. Tryggvi faðir Huldu lifir dóttur sína í hárri elli. Hulda átti einn bróður, Skúla kvæntan Björgu Pálmadóttur. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð, og vitum að minning- in um góða eiginkonu, móður, dótt- ur og systur, styrkir þau í sorginni. Þóra Þorleifsdóttir. FJÖLBRAUTASKGUHN BREIÐHOUI Frá fjölbrautaskólan- um í Breiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1988 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austur- bergi 5 fyrir 14. nóvember n.k. Nýjar umsóknir um kvöldskóla F.B. (öldungadeild) á vorönn 1988 berist skrifstofunni fyrir sama tíma. Einnig þarf að staðfesta fyrir 14. nóvember, fyrri umsóknir væntanlegra nýnema með bréfi eða símtali. Sími skólans er 75600. Skólameistari. íbúar í Laugarnes-, Laugarás-, Heima- og Voga- hverfum í Reykjavík Laugardaginn 31. október 1987 kl. 14.00, mun Borgarskipulag Reykjavíkurefnatil borgarafundar í safnaðarheimili Langholtssóknar við Sólheima. Á fundinum verða kynnt drög að hverfaskipulagi fyrir borgarhluta 4 þ.e. Laugarnes-, Laugarás-, Heima- og Vogahverfi. Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju aðal- skipulagi fyrir Reykjavík. í því erfjallað sérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð, þjónustu og íbúa- þróun og áhersla lögð á hvar breytinga er þörf og hvar þeirra er að vænta. Á fundinum verður óskað eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka íbúa er ein af forsendunum fyrir góðu skipulagi. Borgarskipulag Reykjavíkur Laus staða Fyrirhugað er að ráða forstöðumann fyrir skrifstofu Þjóðminjasafns íslands frá 1. desember næstkom- andi að telja. Starfið er auk almennra skrifstofustarfa einkum fólgið í umsjón með fjármálum safnsins og gerð fjárhagsáætlunar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu fyrir 25. nóvember næstkomandi. Menntamáiaráðuneytið 27. október 1987. Bílarif Njarðvík Er að rífa: Lancer ’81, Mazda 929 ’82, Honda Accord ’80, Honda Accord ’85, Lada Canada ’82, Bronco 74, Daihatsu Charmant 79, Dodge Aspen st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flestaaðra bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106. t Eiginmaður minn Vigfús Magnússon, bóndi, Skinnastöðum verður jarðusunginn frá Þingeyrakirkju laugardaginn 31. október kl. 11.00 f.h. Lúcinda Árnadóttir börn, tengdabörn og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.