Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 29. október 1987 12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT LUNDÚNIR - Hlutabréf lækkuðu í verði á verðbréfa- mörkuðum í Evrópu og Asíu og dollarinn hafði ekki verið lægri gagnvart vestur-þýska markinu í nokkur ár. Verð á gulli fór hins vegar hækkandi enda gull alltaf örugg höfn þegar órói er á gjaldeyris- mörkuðum. Dollarinn fór niður í 1,75 vestur-þýsk mörk og 139 japönsk yen. Seðlabankar í Bandaríkjunum, Japan, Vest- ur-Þýskalandi, Bretlandi, Sviss og (talíu komu þó í veg fyrir að dollarinn lækkaði enn með því að kaupa mikið af gjaldmiðlin- um. MANILA — Þrír Bandaríkja- menn, þar á meðal tveir menn úr flughernum, og einn Filipps- eyingur voru skotnir til bana nálægt bandarískri herstöð vesturaf höfuðborginni Manilu. Sjónvarpsstöðin á Clark flug- herstöðinni varaði íbúa svæðisins við að fara í burt nema slíkt væri algjörlega nauðsynlegt. NIKÓSÍA — Stjórnvöld í íran sögðu að ef víðtækt við- skiptabann yrði sett á Iran gæti svo farið að þau lokuðu Horm- úzsundi, einu siglingaleiðinni inn í Persaflóann. Utvarpið í Teheran hafði eftir Ali Kham- enei forseta að íranar væru ekki hræddir við hótanir Vest- urlanda um viðskiptabann og þeir myndu auðveldlega geta lokað Hormúzsundi ef þeim dytti það í hug. BETHLEHEM - Israelskar hersveitir á Vesturbakkanum skutu palestínskan námsmann og særðu hann lífshættulega. Námsmaður þessi var við nám í háskólanum í Bethlehem, sem Vatíkanið heldur uppi, og var í hópi mótmælenda sem henti bensínsprengjum að ís- raelsku hermönnunum. KUALA LUMPUR - Stjómvöld í Malajsíu handtóku 63 menn, þar á meðal háttsetta stjórnmálamenn, og bönnuðu alla útifundi. Þetta var gert til að reyna að koma í veg fyrir kynþáttaátök svipuð þeim og urðu árið 1969 þegar mörg hundruð manns létu lifið. Spennan í samskiptum malaja! og þeirra sem eru að kínversku i bergi brotnir hefur farið vax- andi að undanförnu. MOSKVA — Mikhail Gorbat- sjov Sovétleiðtogi segir í bók; sinni sem kemur út innan tíðar að samyrkjubúskapur sá sem Jósef Stalin stóð fyrir á fjórða áratugnum hafi verið nauðsyn- ■ legur fyrir framfarir í Sovétríkj- unum. Illllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND ............................................................................. .......................... ...........................................' .................... ........- ........................... .................... T!'1' .......................... ................... ................. .;;::liii!;'j-T,;:ilí!l!":' Blöð í Sovétríkjunum gagnrýna spillingu í búðum sem þrælkunarbúðum: Shultz og Gorbatsjov hittust í Moskvu í síðustu viku. Nú bíða ráðamenn í Hvíta húsinu eftir bréfberanum Shevardnadze. Bréfberinn Shevardnadze Eduard Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna mun koma með bréf frá Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga þegar hann kemur til Washington á föstudaginn. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í gær. í tilkynningunni var sagt að She- vardnadze myndi hitta bæði Reagan Bandaríkjaforseta og utanríkisráð- herra hans George Shultz þegar hann kæmi til Bandaríkjanna á föstudaginn. Shevardnadze er nú í Prag í Tékkóslóvakíu þar sem hann á fund með utanríkisráðherrum annarra ríkja Varsjárbandalagsins. Víst er að margir bíða spenntir eftir innihaldi bréfsins sem Shevar- dnadze kemur með til Washington en stjórnmálaskýrendur telja að með heimsókn hans hafi á ný aukist möguleikarnir á að leiðtogafundur verði haldinn í Bandaríkjunum á þessu ári. För utanríkisráðherrans sovéska kemur í kjölfar viðræðna sem Shultz átti í Moskvu í síðustu viku. Þar ræddi hann meðal annars við Gor- batsjov Sovétleiðtoga sem þá setti sig á móti leiðtogafundi nema stór- veldin tvö kæmust að einhverju grunnsamkomulagi um langdræg kjarnorkuvopn og geimvopn. Tass fréttastofan sagði einnig frá bréfburði Shevardnadze í gær og bætti við að utanríkisráðherrann sovéski myndi halda áfram að ræða við bandaríska ráðamenn um lykil- atriði í samskiptum ríkjanna tveggja. Eitt þessara atriða er sam- komulag um eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorkuflauga, samkomulag sem er komið langt á leið en hefur enn ekki verið undirrit- að. Reuter/hb Fangar í þrælkunarbúðum í Sov- étlýðveldinu Kirgizia hafa það ekki sem verst ef marka má skrif Kom- somolyets Kirgizii, dagblaðs ungra kommúnista í þessu Asíulýðveldi. Blaðið sagði í frétt að föngum væri leyft að gista á hótelum og slappa af á baðhúsum. Síðan drykkju þeir te með spilltum yfirmönnum fangabúð- anna. Blaðið sagði að sumir hefðu það jafnvel svo gott að þeir færu heim til sín á milli þess sem þeir mættu í vinnu. Það eina sem þeir þyrftu að hugsa um væri að senda fangabúða- stjóranum peninga. Það er ekki oft sem sovésk dag- blöð fjalla um þrælkunarbúðir, og það er sannarlega ekki oft sem um þær er fjallað á þennan hátt. Blaðið fordæmdi harðlega spillinguna í ónefndum búðum í Kirgizia sem það sagði að stjórnað væri af höfuðs- manni er ætti ágætis samstarf við hóp fanga sem fengi að njóta ótrú- legra forréttinda en að vísu ekki sér að kostnaðarlausu. Glæpamenn og pólitískir andófs- menn hafa löngum verið settir í þrælkunarbúðir sem reyndar ná aft- ur til daga keisaradæmisins. Venju- lega eru aðstæður þar hinar hörmu- legustu, kuldinn mikill og aðbúnað- ur nær enginn. Svo virðist sem fangar í Kirgizia búi því við óvenju- legar aðstæður. Það mátti lesa fleiri gagnrýnis- raddir í blöðum þar eystra í gær. Vikublaðið Literaturnaya Gazeta fór t.d. hörðum orðum um hinar svokölluðu Beriozka sem eru sér- stakar búðir þar sem fólk getur keypt innfluttan varning fyrir gjald- eyri sem það kemur með til landsins. Blaðið sagði að búðir þessar væru dæmi um þjóðfélagslegt óréttlæti og allir ættu að eiga möguleika á að geta keypt sömu vöru eða líða sama skortinn. Reuter/hb Bvssusali á Flórída mundar sölu- vaming: Viðskiptin blómstra. Flórídafylki í Bandaríkjunum: Er hægt að fækka glæpum með vopnum? UMSJÓN: Heimir Ný byssulög gengu í gildi í Flórída í Bandaríkjunum nú fyrr í haust. Giæpir eru tíðir í Flórída eins og reyndar á fleiri stöðum í landinu en nýju lögin beinast þó ekki að því að draga úr byssueign á svæðinu, þvert á móti, nú er allt í einu orðið miklu auðveldara að bera vopn en áður. Nýju lögin gera nánast öllum kleift að fela inn á sér byssu, hnífa eða táragasbyssu - og hafa til þess fullt leyfi frá yfirvöldum. „Fórnarlömb glæpa verða einnig að hafa sinn rétt,“ segir einn full- trúa fylkisstjórnarinnar og lýsir þar röksemd sem hefur helst verið notuð þegar lögin hafa verið réttlætt. Aukið ofbeldi hefur sann- fært marga fylgjendur laganna um að fleiri verði að ráða yfir vopnum til að verja sig. Það var hins vegar fjölmennur hópur sem mótmælti lögunum harðlega, þar á meðal saksóknari ríkisins og margir lögreglustjórar í bæjum á Suður-Flórída. Þeir telja að Flórídafylki eigi ekki að vasast í byssuleyfum yfir höfuð heldur eigi yfirvöld í bæjum, héruðum og borgarhverfum að sjá um að veita byssuleyfi, þannig sé hægt að fylgj- ast mun betur með hverjir beri vopn og hverjir ekki. Það er víst að fylgst verður vel nteð hvaða áhrif þessi frjálsu lög í Flórída munu hafa á glæpatíðni í fylkinu og þær tölur geta síðan átt éftir að hafa áhrif á lög og reglu- gerðir um byssuleyfi í öðrum fylkjum. Glæpir eru reyndar það sem málið snýst um og tíðni þeirra er mikil í Flórída. Árið 1985 urðu 7.574 af hverjum 100.000 íbúum fylkisins fórnarlömb ofbeldisglæpa og á síðasta ári hafði þessi tala hækkað upp í 8.228. Hér er um að ræða mun hærri glæpatíðni en t.d. í New York. Á sama tíma og umræður um áhrif laganna hafa staðið yfir sækja þúsundir Flórídabúa um byssuleyfi til fylkisstjórnarinnar. Ætti ekkert að standa í veginum fyrir að flestir fái slíkt leyfi í hendur og fari síðan á tveggja tíma náinskeið sem byssusalar bjóða upp á þegar vopn- in eru keypt. Skilyrðin eru ekki niörg, fólk þarf að vera orðið 21 árs gamalt, með hreint sakavottorð og hafa lifað í fylkinu síðustu sex mánuðina. Auk þess þarf að greiða 146 dali og láta taka af sér fingra- för. Þá er vopnaleyfið fengið. „Við erum eina siðmenntaða þjóðin í heiminum sem hefur ekki góð byssulög og hvergi er ofbeldið meira á Vesturlöndum en hér,“ segir einn andstæðingur nýju lag- anna sem telur eins og fleiri að aukin vopnaeign sé ekki besta ráðið gegn auknum glæpum. Það eru aftur á móti aðrir sem lítinn tíma hafa til að taka þátt í slíkum rökræðum. Byssusalar segja söluna hafa aukist verulega og öryggisnámskeið þeirra séu full- bókuð. Margt fólk hefur einnig selt ódýrar byssur sem það hefur átt og kaupir nú þróaðri vopn. hb/New York Times BLAÐAMAÐUR Fangar drekka te með vörðun- um og gista á hótelum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.