Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 29. október 1987 Skoðanakönnun Hagvangs hf.: SÝNIR RAUNVERULEGA FYLGISAUKNINGU VID FRAIUISÓKNARFLOKKINN Gífurleg uppsveifla er nú á fylgi Framsóknarflokksins og Kvenna- listi hefur tekið talsvert fy Igi frá Alþýðubandalagi miðað við úrslit síð- ustu kosninga til Alþingis. Alþýðubandalag hefur tapað tæplega þriðjungi þeirra sem kusu þá síðast. Einnig kemur fram að fylgi við stefnu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, er nær óhaggað miðað við júlí í fyrra. Þetta eru helstu niðurstöður úr skoðanakönnun um fylgi stjórn- málaflokkanna og viðhorf íslend- inga til hvalveiða, sem unnin var og framkvæmd af Hagvangi hf. dagana 16. - 25. október s.l. Spurt var um það hvaða stjórn- málaflokki viðkomandi myndi greiða atkvæði, ef efnt yrði til alþing- iskosninga á næstu dögum. Ef við- komandi var óákveðinn, var jafn- framt spurt: „Hvaða stjórnmála- flokki eða samtökum er líklegast að þú myndir greiða atkvæði?" Hag- vangur birtir í niðurstöðum sínum samanlagðar niðurstöður þessara tveggja spurninga. Niðurstöður á fylgi Samkvæmt þessu hefur Fram- sóknarflokkur bætt við sig töluverðu fylgi og sagði Gunnar Maack, fram- kvæmdastjóri Hagvangs, að þessar tölur sýndu raunverulega fylgisaukn- ingu við flokkinn frá alþingiskosn- ingunum í vor. Framsóknarflokkur- inn fengi núna 24,0% atkvæða, en fékk 18,9% í vor. Framsókn fengi með öðrum orðum tæplega fjórðung atkvæða. Kvennalistinn fengi núna 14,5%, en fékk 10,1% í vor. Alþýðubandalagið fengi ekki nema 8,9%, en fékk 13,3% í vor. Borgara- flokkurinn fengi líka minna, eða 7,9%, en fékk 10,9% í vor. Þá fengi sérframboð Stefáns Valgeirssonar 0,4%, en var með 1,2% fylgi í vor. Aðrir flokkar breyta ekki mjög mikið fylgi sínu. Sjálfstæðisflokkur bætir ögn við sig, en hann fengi núna 28,7%, en var með 27,2%. Alþýðu- flokkur tapar líka ögn af fylgi sínu. Hannfengi 13,2% en varmeðl5,5% í vor. Flokkur mannsins fengi 1,4% en var með 1,6% í vor. Þjóðarflokk- urinn fengi 1,0% en var með 1,3% í vor. Fastheldni kjósenda í þessari könnun var einnig spurt um það hvaða stjórnmálaflokk við- komandi kaus í síðustu alþingiskosn- ingum og var það borið saman við niðurstöðurnar sérstaklega. Kom þá í ljós að aðeins 71,2% þeirra sem sögðust hafa kosið Alþýðubandalag- ið, segjast myndu kjósa það aftur nú. Þetta þýðir að aðeins um tveir af hverjum þremur myndi kjósa Al- þýðubandalagið aftur. Þessar niður- stöður hljóta að teljast afar sláandi fyrir bandalagið. En hins vegar ber að hafa í huga að mikil ólga hefur verið í innanflokksmálum banda- lagsins núna fyrir landsfund þess. Þá eru tölurnar einnig afar sláandi fyrir fylgni við Alþýðuflokkinn, en aðeins 76,4% segjast myndu kjósa flokkinn aftur núna. Borgaraflokkur fer heldur ekki mjög vel út úr þessum tölum. 86,5% segjast myndu kjósa Borgaraflokkinn aftur núna og kemur það vel heim og saman við fylgistapið. Það er Framsóknarflokkurinn sem stendur uppi með pálmann í hönd- unum í þessum niðurstöðum eins og öðrum þáttum könnunarinnar. 92,4% þeirra sem kusu Framsókn- arflokkinn síðast segjast ætla að kjósa hann aftur. Fylgni kjósenda við Framsóknarflokkinn er mest allra flokka í þessum niðurstöðum. Fast á hæla honum koma Sjálf- stæðisflokkurinn með 91% fylgni og Kvennalistinn er með 90,9% fylgni. Það er einnig athyglisvert við þessar niðurstöður, að Kvennalistinn virð- ist vera kominn með skjalfest fasta- fylgi. Er það því orðið nokkuð ljóst að Kvennalistanum hefur tekist að skapa sér varanlegan sess í flokka- skipan íslenskra stjórnmála. Tekiðfrá Alþýðubandalagi Einnig var kannað hvaðan fylgi flokkanna kom, eins og hægt var að finna út með vissu. Kemur þar fram að Framsóknarflokkurinn sækir 92,4% af fylgi sínu til þeirra sem kusuhann síðast. Sjálfstæðisflokkur 89,1%, Alþýðubandalag86,0%, AI- þýðuflokkur 85,9%, Borgaraflokkur 80,0% og Kvennalisti 71,4%. Þá kemur fram í könnuninni að 17,1% þeirra sem kusu Kvennalist- ann núna kusu áður Alþýðubanda- lagið. Kvennalistinn sækir m.ö.o. 17,1% fylgi til Alþýðubandalagsins. Fylgdi með í skýringum Gunnars Maack, að ekki væri ólíklegt að þessar tölur ættu eftir að riðlast eftir landsfund Alþýðubandalagsins. Tók hann fram í viðtali við Tímann að svo gæti farið að úrslit kosninga til formanns í bandalaginu gætu haggað þessari tölu. Stuðningur við ríkisstjórnina Talsverður stuðningur virðist vera við ríkisstjórn þá sem nú situr. Það voru 46,8% sem sögðust styðja ríkis- stjórnina og er þá miðað við alla þá sem þátt tóku. Það eru 31,7% sem segjast ekki styðja stjórnina, 17,6% sem ekki vissu hverju svara skyldi og 3,8% neituðu að svara. Ef aðeins þeir eru teknir sem afstöðu tóku, kemur í ljós að um 60% virðast styðja stjórnina og um 40% virðast ekki styðja hana. Ljóst er því að stjórnin er studd af örugg- um meirihluta, ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu taka. Hvalamálið Þeir sem studdu hvalveiðar íslend- inga í vísindaskyni í júlí í fyrra virðast standa heilshugar við þá ákvörðun sína enn í dag. Þetta kemur fram í síðari hluta skoðana- könnunar sem Hagvangur gerði. Af þeim sem afstöðu tóku eru 81,2% fylgjandi hvalveiðum þessum og þar með stefnu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra í málinu. í júlí í fyrra voru 82,6% fylgjandi hval- veiðum íslendinga í vísindaskyni, en þá voru reyndar nokkru færri óákveðnir. Niðurstöður þessar sýna m.a. að þrátt fyrir stofnun hvalavinafélagsins og talsverðan áróður þeirra sem eru á móti þessum veiðum okkar, eru fylgjendur stefnunnar í hvalveiðum óhagganlegir að kalla. Ofmat og vanmat Framkvæmdastjóri Hagvangs hf. vildi benda á enn önnur nýmæli sem fram koma í niðurstöðum þessum. Þannig er að til þessa hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins verið ofmetið í skoðanakönnunum sem þessum. í þessari könnun virðist það vera Framsóknarflokkurinn. Þetta ofmat er þó ekki það mikið að hagvangs- menn telji ástæðu til að reikna það út sérstaklega og því er það ekki gert núna frekar en áður. Ofmat og vanmat er fundið út með því að bera saman hvað við- komandi segist hafa kosið í síðustu kosningum. Ef hlutfall fylgjenda við ákveðinn flokk er hærra en það sem hann hlaut í síðustu kosningum, er talið að það gefi ekki alveg rétta mynd af hlutfalli fylgis í viðkomandi könnun. Þannig mætti segja að full margir sjálfstæðismenn hafi að jafn- aði tekið þátt í skoðanakönnunum til þessa. Þetta hlutfall sjálfstæðis- manna virðist vera að ná réttu lagi í þessari könnun. KB Hlutfallslegt fylgi ef eingöngu þeir sem afstöðu tóku er lagðir til grundvallar 1982 Niðurstöður Skekkjufrávik Fjöldi % um það bil 13,3 Alþýðubandalag 46 8,9 +/- 2,3 %-stig 15,5 Alþýðuflokkur 68 13,2 +/- 2,7 %-stig 18,9 Framsóknarflokkur 124 24,0 +/- 3,4 %-stig 10,1 Samtökumkvennal. 75 14,5 +/- 2,8 %-stig 27,2 Sjálfstæðisflokkur 148 28,7 +/- 3,6 %-stig 1,6 Flokkurmannsins 7 1,4 1,2 Sérfr. Stef. Valg. 2 0,4 1,3 Þjóðarflokkur 5 1,0 10,9 Borgaraflokkur 41 7,9 +/-2,2 %-stig Samtals 516 100,0 Niðurstöður á fylgi stjórnmálaflokkanna. Skekkjufrávik er hlutfallslega hærra hjá þeim er litlu fylgi fagna. í fremsta dálki er greint frá fjölda þeirra sem afstöðu tóku. Tafla Hagvangur Ólafur Björnsson um kæru Péturs Einarssonar: Sakna annarra ummæla Eins og Tíminn skýrði frá í fyrra- dag, hefur Pétur Einarsson, skreið- arútflytjandi ákveðið að fara í meið- yrðamál við Ólaf Björnsson skreið- arútflytjanda vegna ummæla hins síðarnefnda í viðtali á Stöð 2, þar sem hann kallaði Pétur Svarta-Pétur og sagði hann standa í því í Ntgeríu að eyðileggja fyrir Olafi sölu á skreið þar ytra. Tíminn bar þessa frétt um málaferli undir Ólaf. „Ég sakna þess nú að hann ætli ekki að kæra mig fyrir að kalla sig lygalaup, ég held ég hafi örugglega sagt það,“ voru fyrstu viðbrögð Ólafs í samtali við blaðamann. Ólafur sagðist líka geta, kallað hann ýmislegt annað, og gerði það og voru þau ummæli í svipuðum dúr og það sem á undan er gengið. „Og ég get kallað hann ýmislegt í viðbót, en ég hef bara ekki komið því í verk,“ sagði Ólafur einnig. „Hann segist líka hafa verið að senda okkur skeyti, en ég held að hann hafi sent öllum skeyti, nema okkur. Auk þess segir hann að pappírarnir hafi komið alltof seint, en þeir voru komnir út á undan Hvalvíkinni. Hann segirfiskinn hafa verið stórgallaðan, og það er einnig alrangt," sagði Ólafur. Hann sagði einnig að annað það sem Pétur hefði látið hafa eftir sér væri á svipuðum nótum, og álíka mikið hæft í því og það sem á undan er rakið. - SÓL Glaður ÍS steytti á skeri við Flatey Á fimmta tímanum á þriðjudag strandaði 43 tonna trébátur, Glað- ur ÍS 28, á skeri við Flatey á Breiðafirði. Fimm manna áhöfn var í bátnum og var henni allri bjargað skömmu síðar um borð í Halldór Sigurðsson ÍS 14, sem var í aðeins hálftíma fjarlægð frá strandstað. Um leið og fréttist af strandinu var björgunarbátur hjálparsveitar- innar Lómfells á Barðaströnd sendur til aðstoðar, en sveitin eign- aðist hraðbát fyrir rúmri viku , og sannaði hann gildi sitt í þessu tilfelli. Bátamir tveir, Glaður og Hall- dór Sigurðsson, eru gerðir út frá Flóka á Brjánslæk, og er því missir annars skipsins mikið áfall fyrir útgerðina. Enn hefur ekki komið í ljós hvort báturinn er ónýtur eða ekki. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.