Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.10.1987, Blaðsíða 20
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Námskeiö um val vítamína, viku- lega í október og nóvember. Upplýsingar í síma 91-76807. Rannsóknarstofnun vitundarinnar Nnr. 7264-8382, Pósth. 8109,128 R. Getraunir 1x2 og Lottó í einn kassa? Sögulegarviðræður um samnýtingu lottókassa að frádregnum sölulaunum var á síðasta reiknisári um 5,7 milljónir og var hann allur greiddur út til félaganna. í dag, fimmtudag, fer fram fyrsti óformlegi viðræðufundurinn sem framkvæmdastjórarnir eiga saman og eftir hann er búist við að hægt verði að fara af stað með raunveru- legar viðræður á rnilli stjórnar-' manna aðilanna. Þetta eru nokkuð söguleg tíðindi þar sem kunnugir telja að ekki hafi verið of mikill samgangur á milli húsanna síðan Lottóið hófst. Liggur það m.a. í þeim leynda ágreiningi er hlaust af því að Lottóið kaus laugardaga sem útdráttardaga, en þeir eru einu dagarnir sem getraunir geta miðað við af eðlilegum ástæðum. En framkvæmdastjórarnir hafa nú tekið höndum saman um að fá sem allra besta nýtingu út úr báðum getleikjunum, og ætti spennan því að magnast um ailan hetming á heimilum landsmanna á laugardög- um. KB Framkvæmdastjórar íslenskra getrauna, 1x2, og íslenskrar getspár, Lottó, eru nú farnir að hittast til óformlegra viðræðna um samnýtingu á sölubúnaði. Í gær var nokkuð söguleg stund í íþróttamiðstöðinni í Lau- gardal, en þá hittust þeir Hákon Gunnarsson frá Getraunum 1x2 og Vil- hjálmur Vilhjálmsson frá Lottó til fyrsta fundar um hugsanlega samnýt- ingu. Að sögn þeirra beggja er ekki nokkur leið að segja til um það hvað slíkar viðræður geta tekið langan tíma, þar sem málið yrði frekar flókið í framkvæmd. Það sem ýtt hefur á eftir þessum viðræðum um samnýtingu á tækjabúnaði, er fyrst og fremst sú staðrcynd að aðstandendur fyrirtækj- anna eru að hluta til hinir sömu. Sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Lottósins, að þeir hefðu verið að ræða það sín á iTiilli hvernig að þessu megi standa. Ætlunin er að kaupendur getraunaseðla geti notað lottókass- ana og komist þannig í beinlínu- samband við móðurstöðina. Með því móti verði hægt að selja get- raunaseðla til klukkan tvö á laugar- dögum og er talið að þannig megi auka söluna verulega. Til þessa hafa sölumenn getraunaseðla þurft að skila inn miðum og uppgjöri á sama tíma og er því verið að keppa að því að geta selt getraunascðla allt fram á síðustu og arðvænleg- ustu mínúturnar. Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Getrauna 1x2 sagði að ekkert í þessari samnýtingu virtist vera óframkvæmanlegt. Varðandi fjárhagsstöðu fyrirtækis- ins sagði hann að íslenskar get- raunir hafi á síðasta reiknisári skilað íþróttafélögum um 40 mill- jónum í hreinum hagnaði og sölu- launum, en þau renna beint til félaganna. Ekki væri hægt að gefa upp stöðu getrauna í dag, því að reiknisárið hæfist á vorin og enn sem komið er liggur aðeins fyrir fastur rekstrarkostnaður eftir sumarmánuðina. Hreinn hagnaður Verður hægt að „tippa“ á þá? Flugleiðir við upphaf vetraráætlunar: Ný aðstaða til björgunaræfinga Aðstaða til björgunaræfinga fyrir starfsfólk Flugleiða batnaði til muna þegar svokallað flugvélarlíki var sett upp í öryggisþjálfunarhúsi fyrirtækisins við Flugvallarvcg nú nýverið. Þar gefst starfsfólki kostur á að kynnast öryggistækjum af eigin raun, þegar líkt er eftir flugslysi. Á kynningarfundi Flugleiða í gær var sett á svið nauðlending. Farþegar voru spenntir niður í ólunum þegar há sprenging kvað við og flugfreyja skipaði viðstöddum að grúfa sig niður. Skömmu síðar fylltist flugvél- in af reyk og óðar opnaði flugfreyjan útgöngudyr og hvatti farþega að flýta sér út. Við útgönguna tók við rennibraut niður u.þ.b. fimm metra hátt fall. Áður varð starfsfólk Flugleiða að æfa sig í flugvélum sem lagt var um nótt á Keflavíkurflugvelli, en með tíðari ferðum milli landa var þetta orðin ófær leið. Um miðjan nóvember verða nýir einkennisbúningar flugþjónustuf- ólks teknir í notkun og er um alíslenska framleiðslu að ræða. Einkennisbúninganefnd starfar innan flugfélagsins og í henni á sæti flugfreyja sem jafnframt er fatahönnuður og hefur haldið vök- ulu auga á framleiðslu hinna nýju búninga. Þeir eru úr 100% ullarefni, dökkbláir að lit og heldur dekkri en sá búningur sem hann leysir af hólmi. Nýr matseðill fyrir SAGA farrými á flugleiðum til Evrópu að Lúxem- borg undanskilinni hefur verið saminn. Hann er lagaður í nýju flugeldhúsi í Leifsstöð og er uppi- staðan að mestu íslenskt hráefni. Er hægt að velja um ljúffenga kalda fisk- eða kjötrétti. Langferðabifreiðir á vegum Kynn- isferða hf. sem aka farþegum frá Hótel Loftleiðum til Leifsstöðvar munu frá 1. nóvember nk. leggja af stað stundarfjórðungi fyrr en áður var vegna þess að leiðin er nú lengri með tilkomu nýju flugstöðvarinnar og flugfélaginu hefur sýnst farþegar vilja rýmri tíma í flugstöðinni en áður hefur verið. Verður framvegis lagt af stað frá hótelinu nákvæmlega tveimur klukkustundum fyrir brott- för flugvéla. Hinn 25. október sl. gekk í gildi vetraráætlun Flugleiða í millilanda- flugi sem gildir til 26. mars. Flogið verður áætlunarflug til 16 borga í Evrópu og Ameríku og leitast er við að tengja það sem best áætlunarflugi annarra flugfélaga. Flogið verður reglulega til Kaupmannahafnar, London, Glasgow, Lúxemborgar, Osló, Stokkhólms, Færeyja og Grænlands. Til Gautaborgar og Salzburg er flogið einu sinni í viku. Ekki verður flogið til Parísar og Frankfurt í vetur. { Norður-Ameríku verður flogið til fimm staða með samtals 13 við- komum í hverri viku. Flogið er til New York, Chicago, Boston, Balti- more og Orlando, en Orlando á vaxandi vinsældum að fagna með íslendingum. Þá eru ónefndar flug- ferðir til Kanaríeyja. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, kynnti nýjungarnar í stuttu máli og lét þess getið að félagið hefði beint tilmælum til Leifsstöðvar að aukið yrði við bílastæðin við flug- stöðina fyrir næsta sumar. Þau hefðu reynst ófullnægjandi á liðnu sumri. Þi Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, lýkur salibunu sinni úr flugvélarlíkinu sem „brotlenti“ í öryggisþjálfunarbúðum félagsins. (Tíminn: Brein)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.