Tíminn - 03.11.1987, Síða 16

Tíminn - 03.11.1987, Síða 16
16 Tíminn Þriðjudagur 3. nóvember 1987 MINNING llllllllllli iiiiiiiiii llllll iiiiiiiiiii DAGBÓK Hrólfur Halldórsson Framhald Ég: „En er ekki Hrólfur á við tvo“? Bankastjórinn: „Þú getur vitjað peninganna á morgun". Hrólfur Halldórsson skilur ekki eftir sig veraldlegan auð. Hann var ósérplæginn í viðskiptum við fólk. Þrátt fyrir að lögmál neyslusam- félagsins vísi nútímamanninum (í æ ríkari mæli) á að leita hamingjunnar í búðargluggum þá notaði Hrólfur aðra vegvísa á sínum tíðu göngu- ferðum um bæinn. — Maður er manns gaman - var ein af lífsskoðunum Hrólfs. Fótatak Hrólfs þagnaði ekki við einhvern búðargluggann heldur miklu fremur á tröppum vina og kunningja. Nú hefur hann bankað uppá hinsta sinni. Hrólfur Halldórsson sá sér ekki kleift að mæta í kvöldverðar- boðið hjá Helgu frænku sinni. - Aðfaranótt fyrsta vetrardags fékk hann boð um að mæta annarsstaðar. Á stað þar sem eilíft munu ríkja sumardagar. Slíkt boð hefur víst alltaf forgang. Við sjáum hann fyrir okkur æðru- lausan ganga fram fyrir hinn mikla dómara. Hann þarf engu að kvíða. Hann er borgunarmaður fyrir skuldabréfi sem féll í gjalddaga 1. vetrardag 1987. Blessuð sé minning hans. Daníel og Helga Framsóknarfólk Suðurlandi 28. þing kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi verður haldið í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri helgina 7. og 8. nóv. n.k. og hefst kl. 14.00 laugardag. Gestir þingsins verða: Steingrímur Hermannsson Guðmundur Bjarnason Sigurður Geirdal Guðrún Jóhannsdóttir frá L.F.K. Gissur Pétursson frá S.U.F. Gisting verður í Hótel Eddu. Rútuferð frá Selfossi kl. 10.00. Formenn munið að tilkynna þátttöku. Nánari upplýsingar í símum 99-2547 og 99-6388. K.S.F.S. Byrjendanámskeið - Framhaldsnámskeið Landssamband framsóknarkvenna í samvinnu við Samband ungra framsóknarmanna býður hér með upp á hin vinsælu námskeið í sjálfsstyrkingu, fundarsköpum, fundarhaldi og framkomu í sjónvarpi. Alls 5 kvöld eða 1 helgi. Einnig framhaldsnámskeið 4 kvöld eða helgi þar sem boðið verður upp á leikræna tjáningu, framsögn, ræðumennsku og sjónvarpsfram- komu. Reyndir hressir leiðbeinendur taka að sér leiðsögnina. Ef þið hafið áhuga þá hringið sem fyrst í síma 91-24480 og pantið námskeið. Góð fjárfesting fyrir gott verð. LFK og SUF Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222. Stjórnin. Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 iR BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:..... 96-21715 23515 B0RGARNES: ........ 93-7618 BLONDUOS:..... 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJORÐUR: .... 96-71489 HUSAVIK: ... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303 interRent k' ' . ■ . . Frá Nemendasýningu Listdansskóla Félag íslenskra listdansara 40 ára Aðalfundur F.Í.L.D., félags íslenskra listdansara, vár haldinn laugardaginn 24. okt. sl. og var þar minnst 40 ára afmælis félagsins. Á fundinum kom fram mikill áhugi á eflingu félagsins, en markmið bess er að gæta hagsmuna íslenskra Pennavinur: Ensk stúlka vill koma til Reykjavíkur Fiona J. Quincey, 23ja ára ensk stúlka, hefur skrifað til blaðsins og óskað eftir bréfaskriftum við fólk í Reykjavík, sem hefði áhuga á að ráða sér barnapíu eða aðstoðarstúlku við barnagæslu og heimil- ishald. Hún hefur meðmæli ef óskað er. Utanáskrift til Fionu er: Miss Fiona J. Quincey, 8, Wellington Close Ringswell Park, Exeter Devon EX25QL England Nýr meðlimur í Gallerí Grjót Páll Guðmundsson frá Húsafelli hefur bæst í hóp listamanna í Gallerí Grjóti og sýnir hann þar höggmyndir sínar. Páll er fæddur 1959. Hann stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á árunum 1977-1981 og lauk þaðan prófi úr málara- deild. Árið 1985—’86 dvaldi Páll í Þýska- landi og lagði stund á höggmyndalist við Listaháskólann í Köln. Aðalkennari Páls þar var prófessor Karl Burzeff. Páll hefur haldið 10 einkasýningar á höggmyndum og málverkum, þar af 8 á lslandi og 2 í Þýskalandi. Listasafn Is- lands og Listasafnið í Borgarnesi eiga verk eftir hann auk fleiri opinberra stofn- anna. Heimili Páls er á Húsafelli og sækir hann efniviðinn í verk sín, rautt og blátt grjót, í gil ofan við bæinn. Nú er samsýning í „Grjótinu" með Pál í forgrunni. Orn Þorsteinsson teflir þar fram nýjum höggmyndum ásamt eldri verkum úrgrágrýti ogáli. ÓfeigurBjörns- son sýnir nýja veggmynd úr brenndu járni, Ragnheiður Jónsdóttir grafíkverk, en Jónína Guðnadóttir og Magnús Tóm- asson gefa sýningunni lit, og sýnir Magnús ný olíumálverk. Framsóknarvist Fyrseta Framsóknarvist vetrarins verður haldin sunnudaginn 8. nóvember að Rauðarárstíg 18, og hefst kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp. Framsóknarfélag Reykjavfkur Framsóknarfóik Suðurlandi 28. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna á Suðurlandi verður haldið helgina 7.-8. nóv. n.k. á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 14 laugardag. Nánar auglýst síðar. KSFS Suðuriand Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17 sími 2547. Heimasími starfsmanns er 6388. Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafa samband. Þjóðleikhússins listdansara, jafnframt því að efla dans- mennt á íslandi. Átta nýir meðlimir gengu í félagið á fundinum, sjö listdansar- ar og einn listdanskennari í nýstofnaða kennaradeild félagsins. Þá var kosin ný stjórn, en hana skipa nú: Guðbjörg Björgvinsdóttir formaður, Edda Scheving gjaldkeri, Lára Stefánsdóttir ritari, Ingi- björg Björnsdóttir og Hlíf Svavarsdóttir meðstjórnendur. Fjáröflunardagur Kvenfélags Kópavogs Fjáröflunardagur félagsins verður sunnud. 8. nóvember. Tekið á móti munum í félagsheimilinu - vestursal- þriðjudaginn 3. nóv. og föstudaginn 6. nóv. eftir kl. 20:00 og á laugardaginn kl. 14:00-19:00. Upplýsingar hjá Margréti í síma 41949, Þorgerði í síma 42372 og Stefaníu í síma 41084. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur verður í Kvenfélagi Háteigs- sóknar þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:30 í Sjómannaskólanum. Húsmæðra- kennari kemur með kynningu á réttum frá Osta- og smjörsölunni og kaffi verður drukkið. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 27.10. ’87 var spiluð síð- asta umferðin í hausttvímenningi deildar- innar. Hæstu skor hlutu. A. riðill: 1. Torfi Ásgeirsson- Sverrir Kristinsson ............. 187 2. Jón Stefánsson- Sveinn Sigurgeirsson ............ 183 3. Gylfi Gíslason- Hermann Erlingsson............... 180 B. riðill: 1. Guðmundur Teodórs/Brynjóifur- Ólafur Ólafss.....................217 2. Elísabet Jónsdóttir- Leifur Jóhannsson ................206 3. Sigmar Jónsson- Vilhjálmur Einarsson .............203 Heildarúrslit í tvímenningnum urðu því: 1. Jón Stefánsson- Sveinn Sigurgeirsson..............481 2. Baldur Ásgeirsson- Magnús Halldórsson................480 3. Guðmundur Kr. Sigurðsson- Sveinn Sveinsson .................470 4. Steingrímur Steingrímsson- Örn Scheving......................470 5. Eyþór Hauksson- Lúðvík Wdowiak....................468 6. Torfi Ásgeirsson- Sverrir Kristinsson ..............465 Þriðjudaginn 3. nóvember hefst 5 kvölda BAROMETER og er skráning þegar vel á veg komin. Þið sem ekki eruð búin að skrá ykkur hafið samband við keppnisstjórann, Hjálmtý Baldursson í síma 26877 eða Sigmar Jónsson í síma 687070 eða 35271 (heimasími). Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavík er með aðalfund í Drangey, Síðumúla 35, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Nýtt námskeið RKÍ á þriðjudag Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands- heldur námskeið f almennri skyndihjálp, sem hefst þriðjud. 3. nóv kl. 20:00 og stendur í 5 kvöld. Þeir sem vilja taka þátt í námskeiðinu láti skrá sit f sfma 28222. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur verður í Kvenfélagi Háteigs- sóknar þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:30 í Sjómannaskólanum. Húsmæðra- kennari kemur með kynningu á réttum frá Osta- og smjörsölunni og kaffi verður drukkið. Fjáröflunardagur Kvenfélags Kópavogs Fjáröflunardagur félagsins verður sunnud. 8. nóvember. Tekið á móti munum í félagsheimitinu - vestursal - þriðjudaginn 3. nóv. og föstudaginn 6. nóv. eftir kl. 20:00 og á laugardaginn kl. 14:00-19:00. Upplýsingar hjá Margréti í síma 41949, Þorgerði í síma 42372 og Stefaníu í síma 41084.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.