Tíminn - 03.11.1987, Page 20

Tíminn - 03.11.1987, Page 20
X D A 1987 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Námskeiö um val vítamína, viku- lega í október og nóvember. Upplýsingar í síma 91-76807. Rannsóknarstofnun vitundarinnar Nnr. 7264-8382, Pósth. 8109,128 R. HRESSA KÆTA 1917 , . . i/. mniva Tíminn KEA og björgunarsveitin í Grímsey: Bruni við verstu aðstæður Almennt hættuástand skapaðist og Grímseyingar urðu fyrir milljóna tjóni er eitt af húsum fiskverkunar- stöðvar KEA brann til grunna að- faranótt mánudags. Ekkert slökkvi- lið er í Grímsey og gátu menn ekki betur en að verja næstu hús. Eyði- lagðist allt sem inni var og húsið er ónýtt. Inni brunnu um 10 tonn af saltfiski, ný tölvuvog og ýmis tæki sem sett voru upp fyrir stuttu síðan. Einnig eyðilagðist stofntafla fyrir allt rafmagn við höfnina og næstu hús. Höfnin hefur því verið ljóslaus og hættuleg og uppskipunarkraninn úr leik. Eldsins varð vart um stund- arfjórðung fyrir átta á sunnudags- kvöldið og voru allir verkfærir eyj- arskeggjar við björgunarstörf fram undir morgun á mánudag. Björgunarsveit Grímseyinga varð fyrir miklu tjóni. Hafði hún fengið að geyma allan sinn búnað í húsinu og þ.m.t. nýja þurrbúninga, lín- ubyssu og tæki. Má segja að björg- unarsveitin hafi misst allt sitt nema slöngubát, sem var fyrir tilviljun ekki geymdur þarna inni þegar bruninn varð. Standa aðstandendur hennar nú uppi slyppir og tækja- lausir, nú þegar vetur gengur í garð. Mest af þeim búnaði, sem sveitin missti, var það nýlega keypt til eyjarinnar, að ekki er nærri lok- ið við að greiða allar aflrorgarnir af því. Húsið sjálft var gamalt og byggt fyrir 30-40 árum úr handhrærðri steypu. Fyrir skemmstu hafði það verið gert upp. Voru í því nýjar raflagnir og endurnýjuð olíukynd- ing. Aðalhæð hússins var notuð af matsmönnum fyrir fiskvinnsluna og í risinu var geymsla fyrir ýmsa hluti, m.a. eigur björgunarsveitar- innar. Á árum áður var í þessu húsi rekin verslun kaupfélagsins, sem nú er í öðru húsi uppi í íbúðabyggð eyjarinnar. í baráttunni við eldhafið var ýms- um ráðum beitt því að ekki er neitt skipulagt slökkvilið í Grímsey. Gripið var til þess að dæla upp sjó með lítilli mótordælu, en ekki var mikill kraftur á því vatni. Þá var notuð Bröyt-grafa til að mola niður þakið og moka yfir húsið jarðvegi. Tókst að lokum svo til að önnur hús sluppu við tjón og er það talið mikið afrek. Húsið var sambyggt næsta húsi að austanverðu og ekki var nema um 1-2 m húsasund að vestanverðu. Talsverð hætta var á ferðum og lögðu menn allt í sölurn- ar til að hefta útbreiðslu þessa mikla báls. Eru menn nú uggandi vegna þessa bága ástands í slökkvitækja- málum í Grímsey. Hafði Hafliði V________ Jörundur og fjöllislamaðurinn ræða við lögregluna, í annað skiptið sem þeir voru stöðvaðir. Tfmamynd: Brein Matthías Bjarnason alþm.: Kvennalisti er sértrúarsöfnuður Nefndarálit vegna frumvarps til laga um að leyfa slátrun á Bíldudal voru rædd á Alþingi í gær. Árni Gunnarsson (A.N.e.) framsögu- maður meir hluta landbúnaðar- nefndar lagði til að frumvarpið yrði fellt, sérstaklega vegna þess að samþykkt gæfi hættulegt for- dæmi. En bráðnauðsynlegt væri að snúa umræðunni að hreinlæti í matvælaiðnaði á íslandi almennt. Pálmi Jónsson (S.N.v.) mælti fyrir álit minni hluta. Fyrsti flutningsmaður Matthías Bjarnason (S.Vf.) viðurkenndi að frumvarpið væri úrelt, því slátrun á fé Arnfirðinga væri að ljúka. Hins vega jós þingmaðurinn út skammaryrðum yfir ýmsa aðila. T.d. hefði Stéttarsamband bænda haldið uppi óhróðri um sláturhúsið vestra og legið hundflatt fyrir fram- kvæmdavaldinu, en hcfði aldrei leitað álits félagsmanna sinna í Sláturfélagi Arnfirðinga. Þá sagði Matthías að kjarkinn hefði fljótlega brostið hjá Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra gegn embættisvaldinu og í því hefði hann verið dyggilega studdur af Þorsteini Pálssyni forsætisráð- herra. Sagði þingmaðurinn vestfirski jafnframt að hann hefði engar athugasemdir gert ef yfirdýralækn- ir hefði ákveðið að hafna sláturhús- inu á ísafirði um sláturleyfi. Þá réðist Matthías Bjarnason harkalega að Kvennalistanum og afstöðu Kristínar Halldórsdóttur í málinu. Hann sagði að Kvennalist- inn styddi ávallt þann málstað sem verði rangsleitnina, þegar hún kæmi upp í málum. Þá hefði Krist- ín Halldórsdóttir þingmaður Reykjaness ítrekað ráðist gegn hagsmunamálum landsbyggðar- innar s.s. í heilbrigðismálum og Kvennalistinn væri ekki stjórn- málaafl heldur sértrúarsöfnuður. Lýsti hinn orðskrúðugi þingmað- ur því yfir að ekki væri stríðið tapað þótt svo að ein orusta hefði tapast. Það má því vænta að Alþingi eigi eftir að hafa meira af einstökum sláturhúsum að segja ef marka má orð þingmannsins. Hins vegar verður þetta frumvarp nú svæft í þinginu og ekki látið koma til þriðju umræðu og endanlegrar af- greiðslu frá neðri deild. ÞÆÓ Guðmundsson, heimildarmaður Tímans í Grímsey, á orði að ekki væri í raun hægt annað að gera en að forða sér úr viðkomandi bygg- ingum, ef eldur kemur upp. Síðasti stórbruni í Grímsey varð fyrir um 12-15 árum, er íbúðarhús brann til grunna, án þess að við nokkuð réðist. Einu slökkvitækin í eynni eru handslökkvitæki, sem ekki koma að gagni nema við smáelda, eða til að bjarga sér út úr brenn- andi húsi. KB Nýleg mynd af húsaröðinni við höfnina og sést hér vel hversu mikið var í húfi. Fiskverkun er til húsa bæði til vesturs og austurs og er nýjasta vinnsluhús KEA iengst til hægri á myndinni. Einnig sést í Bröyt-gröfuna sem kom við sögu slökkvistarfsins, við hlið olíutanks- ins frá Esso. Timamynd: BREIN Jörundur Guðmundsson ekki mjög hress með vinnubrögð lögreglunnar: Gerði mig að hálfgerðu fífli „Það stóð til að kynna sýningar- hóp sem ég er með á landinu. Atriðið var blindkeyrsla við tjörn- ina. Ég var búinn að fá um þetta atriði mjög góð orð hjá lögreglunni. En formsins vegna yrði ég að senda embættinu bréf og fengi síðan leyfi í öðru bréfi. Ég fékk náttúrlega ekk- ert bréf og var þá búinn að boða blaðamenn, enda ekki hægt að hringja fimm mínútum fyrir sýningu og segja frá þessu. Ég hringdi stans- laust á fimmtudag og föstudag, en fékk aldrei bréfið. Svo þegar ég ætlaði að byrja á þessu á laugardeg- inum, kom lögreglan á bíl og stopp- aði allt saman af og sagði að ég hefði ekkert leyfi““ sagði Jörundur Guðmundsson, skemmtikraftur og umboðsmaður í samtali við Tímann, en Jörundur er nú með evrópskan sýningarhóp og ætlaði að kynna sýninguna með blindkeyrslunni. Hún fer þannig fram að bílstjórinn er með bundið fyrir augun og keyrir eftir munnlegri leiðsögn farþega. „Bréfið lá þá á rakarastofunni minni, þar sem ég hef nú ekki unnið í yfir þrjú ár. Enda stóð á bréfhausn- um sem ég sendi Lögreglustjóra- embættinu allt annað heimilisfang. En það hafði enginn hjá lögreglunni fyrir því að láta mig vita af þessu, þó ég væri alltaf að hringja í þá, enda hefði ég afturkallað allt saman. Ég er því nokkuð súr út í embættið, ekki fyrir að segja nei, heldur fyrir að segja mér ekki frá þessu, þannig að ég gerði mig að hálfgerðu fífli fyrir framan fullt af fólki. Lögreglumennirnir sögðu mér að það stæði nei í bréfinu og engin ástæða gefin upp fyrir neituninni. Ég flutti mig því með atriðið yfir á autt svæði við flugvöllinn, en þeir eltu mig þangað og stöðvuðu mig aftur. Mér finnst það líka ómaklegt að geta hreinlega ekki neitað mér. Ég hringdi síðast á föstudagskvöld um kvöldmat, og var þá sagt að bréfið væri á leiðinni og þar sem enginn hafði sagt mér að þetta væri á einhvern hátt neikvætt, þá tók ég því sem svo að svarið væri einfalt forms- atriði. En ég get látið atriðið fara fram á einkalóð eða svæði sem eitthvert fyrirtæki á, þannig að ef einhver góðviljaður, sem á slíka lóð les þessa grein, þá endilega hafið samband. En atriöið fer fram og þá læt ég lögregluna ekki vita af því,“ sagði Jörundur að lokum. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, hafði málið til umfjöllunar. „Forsendur neitunarinnar eru til- greindar í bréfinu til hans. Bréfið var boðsent sama dag til rakarastof- unnar til hans. Hann tilgreindi ekk- ert heimilisfang í bréfinu, hann er ekki í símaskránni, en það er rakara- stofan hins vegar. Ef hann hefur ekki fengið bréfið, þá getur hann fengið það þar. Mér finnst að hann eigi að fá bréfið áður en svarað verður annars staðar,“ sagði Bjarki í örstuttu spjalli við Tímann í gær. -SÓL

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.