Tíminn - 07.11.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn
Laugardagur 7. nóvember 1987
Aðalfundi LÍÚ lokið:
Meginreglur kvóta-
kerfis samþykktar
Aðalfundi LÍÚ lauk í gær. Sam-
þykkt var ályktun, þar sem segir að
fundurinn samþykki þær meginregl-
ur sem koma fram í frumvarpi til
laga um stjórn fiskveiða næstu fjögur
árin, með nokkrum breytingum og
athugasemdum. Þær eru helstar
að aðalfundurinn telur nauðsynlegt
að gildistími laganna verði fjögur ár,
til að aðilar í sjávarútvegi hafi nægan
tíma til að skipuleggja rekstur sinn
fram í tímann. Fundurinn áréttaði
þá skoðun sína að rétturinn til veiða
úr sjó verði áfram alfarið í höndum
útgcrðarinnar og hafna skiptingu
kvótans.
Aðalfundurinn lýsir sig mótfaliinn
ráðagerðum um að afli sem fluttur
er óunninn á erlendan markað verði
reiknaður með 20% álagi í stað 10%
áður.
Undirstrikar fundurinn að fram-
salsheimildir þurfi að vera rúmar og
ekki bundnar við það að skipin hafi
samskonar veiðileyfi.
Fallist er á þær tillögur ráðuneytis-
ins um breytingar á sóknarmarki,
með tilliti til væntanlegrar skerðing-
ar á heildarafla á næsta ári og
ástands fiskistofnanna.
Einnig telur fundurinn það nauð-
synlegt að takmarka rækjuveiðar og
telur eðlilegt að við stjórn
rækjuveiða verði settur kvóti á hvert
veiðiskip.
Leitað verði allra leiða til að
nýting einstakra árganga þorsk-
stofnsins verði sem skynsamlegastur
og telur fundurinn raunhæft að auka
heimildir Hafrannsóknarstofnunar
til skyndilokana á uppvaxtar og
hrygningarstöðvum þorsksins.
Þá samþykkti aðalfundurinn að
lokum að taka beri sérstakt tillit til
mikillar rýrnunar tekna af loðnu-
veiðum hjá loðnuskipum við ákvörð-
un fiskveiðistefnu nú í haust.
Á fundinum var einnig samþykkt
efnahagsályktun. í henni segir að
þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði í
sjávarútvegi hafi afkoma sjávarút-
vegsins ekki batnað til samræmis við
það. Innlend kostnaðaraukning hef-
ur verið nær hömlulaus og er það
krafa fundarins að stjórnvöld beiti
sér fyrir því að stemmt verði stigu
við vaxandi verðbólgu í þjóðfélag-
inu.
Stöðugt gengi íslensku krónunnar
byggist á tekjuaukningu sjávarút-
vegsins og því beri að skapa jafnvægi
og stöðugleika í efnahagsmálum.
Ríkisvaldinu ber að sýna aðhald í
eigin fjármálum og draga úr útgjöld-
um. Mótmælir fundurinn harðlega
nýjum álögum á sjávarútveginn í
formi launaskatts og lántökugjalds.
Einnig mótmælir hann áformum
stjórnvalda um að endurgreiða ekki
nema 40% af þeim söluskatti sem
sjávarútvegurinn greiðir. Einnig lýs-
ir hann furðu sinni á beiðni Hafnar-
sambands sveitarfélaga um að fara
fram á hækkun aflagjalds.
Kristján Ragnarsson var endur-
kjörinn formaður LÍÚ, en auk þess
voru Bjarni Grímsson, Gísli Jón
Hermannsson, Guðrún Lárusdóttir,
Gunnlaugur Karlsson, Hallgrímur
Jónasson og Haraldur Sturlaugsson
kosnir í stjórn. Fyrir voru Brynjólfur
Bjarnason, Finnur Jónsson, Hilmar
Rósmundsson, Ingvar Hólmgeirs-
son, Jakob Sigurðsson, Sverrir
Leósson, Tómas Þorvaldsson og Vil-
helm Þorsteinsson. -SÓL
Þetta graf sýnir heildarútflutning þorsks í milljónum kílóa og krónuverð á kflói á tímabilinu janúar til desember 1986.
Á því sést hvernig framboð og cftirspurn haldast í hendur. I marsmánuði er lítið framboð og því hækkar verð mikið,
en þegar framboð jókst mikið, eins og í ágúst og september, féll verðið niður úr öllu valdi.
Kjötverslun með;
Kyrkjot i
dulargervi
Loðdýr í landinu ástunda miklar
nautakjötsveislur þessa dagana.
Fram hefur komið að kjötið sem
íer í ioðdýrin eru dýrustu tegundir
nautakjöts, nánar tiltekið ekki
kýrkjöt.
í því sambandi skulu birgðir
nautgripakjöts undanfarin ár rifj-
aðar upp. Þann 1. september 1985
voru þær samtals rúm 580 tonn.
Þær voru ári síðar rúm ellefu
hundruð tonn, eða nánar tiltekið
um 97% aukning milli ára. Aukn-
ingin á nautgripakjötinu cr að
stórum hluta vegna mikillar kúa-
slátrunar á verðlagsárinu 1985/86,
sem leiddi til um 300% aukningar
á birgðum kýrkjöts. Birgðir kýr-
kjöts 1. júní 1986 voru þannig tæp
467 tonn af heildarbirgðunt naut-
gripakjöts sem voru 1.295 tonn.
Birgðir kýrkjöts voru ekki nema
rúm 88tonn 1. júní 1985 en þá voru
heildarbirgðir nautgripakjöts tæp
698 tonn.
Eins og kemur fram í frétt Ttm-
ans í dag á bls. 7, kemur fram að
Framieiðnisjóður landbúnaðarins
hefur aðstoðað við að losna við um
500 tonn af gömlu og illseljanlegu
nautgripakjöti, sem þótt ótrúlcgt
sé reynist vera alvöru nautakjöt,
en ekki ólseigt kýrkjöt. f ofanálag
fór kjöt af nýslátruðum nautum í
reftnn, en það var fyrir mistök.
Kýrkjötið og iakari flokka naut-
gripakjöts kaupa kaupmenn f
heildsölu á helmingi lægra verði
heldur en fyrsta flokks nautakjöt-
ið, en selja það síðan sem fyrsta
flokks nautakjöt, cnda rekur menn
vart minni til að hafa séð kýrkjöt á
„kjarapöllum" kjörbúðanna, né
heldur aðrar tegundir nautgripa-
kjöts annað cn „nautakjöt" og
„kálfakjöt". Þvt skal á það minnt
að flokkar nautgripakjöts eru
minnst 17 talsins. Sala á nautgripa-
kjöti hefur aukist sfðustu ár og
ástæða þess eflaust sú að kýrkjöt er
í flestum tilfellum ágætt, en það
réttlætir það samt ekki að selja það
undir fölsku flaggi. Sumirstaðhæfa
reyndar að þeim hafi verið selt
hrossakjöt sem nautakjöt sem er
þá enn faiskara flagg. ABS
Þýskalandsmarkaður:
Viðkvæmt ástand og
verð sveiflukennt
„Ástandið er hreinlega viðkvæmt.
Þeir eru ekki búnir að finna út það
magn sem markaðurinn þolir. Jafn-
vel fiskkaupmennirnir vita það ekki"
sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá
LÍÚ í samtali við Tímann í gær um
ástandið á ferskfiskmörkuðunum í
Þýskalandi. Neyslan er eitthvað að
stíga, en verðið er mjög sveiflu-
kennt, þannig að metsala getur verið
á þriðjudegi, en verðhrun á mið-
vikudegi.
LÍÚ hafði í vikunni samband við
fiskmarkaðinn í Bremerhaven og
forvitnaðist um löndun þýskra
togara, en í síðustu viku kom allstór
hópur þeirra og landaði á sama
tíma. Fyrirspurnin var á þann veg
hvort búast mætti við fleiri slíkum
tilvikum, enda gerði slíkt íslenskum
skipum erfiðara fyrir, og samkvæmt
viðurkenndum hagfræðikenningum,
þá orsakar framboð umfram eftir-
spurn verðfall, en eftirspurn umfram
framboð verðhækkanir. Svar Þjóð-
verjanna var á þá lund að skyndileg
aflahrota hefði valdið þessu, og þeir
gætu lítið stjórnað slíku, en hins
vegar myndu þeir reyna að dreifa
skipunum í slíkum tilvikum. -SÓL
Ólafur Egilsson sendiherra í London:
„Fundurinn var
undirbúningur
að íslandsferð“
„Hann lýsti í stórum dráttum
sínum hugmyndum og hann lýsli
áhuga sínum á að fara til íslands til
viðræðna við aðila þar, Landsvirkj-
un og aðra þá sem málið snertir.
Síðan skýrði ég honum frá stór-
iðjuframkvæmdum sem verið hafa
á íslandi og orkuframleiðslu,“
sagði Ólafur Egilsson sendiherra
íslands í London um fund hans og
Mr. Copson forstjóra North Vcnt-
ure Assc. en pins og kom fram í
fréttTímans í gær, hefur fyrirtækið
áhuga á umtalsverðum orkukaup-
um frá íslandi og flytja um sæstreng
til Bretlands.
Aðspurður sagði Ólafur að ekki
væri búið að ákveða hvenær Mr.
Copson færi til íslands en það væri
stefnt að þeirri lerð áður en langt
um liði. „Þcssi fundur vareinkum
undirbúningur að því að hann færi
til íslands tii að ræða þessi mál
nánar. Einnig fékk cg tækifæri til
að kynna fyrir honum hvað kynni
að vera raunhæf orkukaup frá
íslandi eftir að í Ijós kænii að það
væru tæknilegar aðstæöur til að
flytja rafmagnið og hann er mjög
bjartsýnn í því efni. Hann telur að
þær tækniframfarir scm hafa orðið
að undanförnu á gerð kapla, eigi
að skapa möguieika á slíku. Hann
telur einnig að það verði öruggur
markaður í Bretlandi á þessari
orku,“ sagði Ólafur. ABS
Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda:
Sammála aukinni
kvótaskerðingu
Á stjórnarfundi Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda voru sam-
þykktar tvær ályktanir.
Sú fyrri er á þá leið að stjórn SÍF
sé sammála frumvarpsdrögum sjáv-
arútvegsráðherra að lögum um
stjórn fiskveiða næstu fjögur árin j
meginatriðum, en tekur sérstaklega
undir það atriði frumvarpsins sem
gerir ráð fyrir aukinni kvótaskerð-
ingu vegna útflutnings á ferskum
fiski.
„Stjórn SÍF telur að slík niður-
staða sé eðlileg málamiðlun og ásætt-
anleg fyrir alla aðila.“
Síðari ályktunin fjallar um þá
uggvænlegu þróun sem nú er að eiga
sér stað í tollamálum saltfisks í
Evrópubandalaginu.
„Bæði tollfrjálsir kvótar og kvótar
sem fela í sér tollalækkun eru nú
uppurnir í ýmsum markaðslöndum
og skerðir því 13% tollur því sam-
keppnisgetu íslensks saltfisksiðnað-
ar, bæði á mörkuðunum og greiðslu-
getu á hráefni. Ekkert liggur fyrir
um fyrirkomulag tollamála saltfisks
í Evrópubandalaginu á árinu 1988.
Stjórn SÍF skorar á stjórnvöld að
beita sér fyrir viðræðum um tollamál
saltfisks við Evrópubandalagið“ seg-
ir í ályktun stjórnar SÍF. _
Miðum
hraða
ávailt við
aðstæður
IUMFERÐAR
rAð