Tíminn - 07.11.1987, Qupperneq 10

Tíminn - 07.11.1987, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 7. nóvember 1987 Ræða Alexanders Stefánssonar í umræðu um húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra: Leysir f rumvarpið ein- hvern vanda í raun? Þingflokkur Framsóknarflokks- ins féllst á að hæstvirtur félags- málaráðherra legði þetta frumvarp á þskj. 47, um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, fram hér á Alþingi án skuldbindinga um að samþykkja frumvarpið eins og það liggur hér fyrir. Munu þing- menn flokksins vinna að því í meðferð Alþingis að cf breyting verður gerð á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins þá verði það í samræmi við það sem er grundvöll- ur núgildandi laga, samkomulag aðila vinnumarkaðar um Ijármagn lífcyrissjóðanna ■ landinu. Ef það samkomulag er rofið brestur undir- staða byggingarsjóðanna. Það hljóta allir að skilja. Þctta virðist hins vegar hæstvirtur félagsntála- ráðherra ekki skilja og kom það best fram í þeirri kröfu hæstvirts ráðhcrra að sett yrðu bráðabirgða- lög í haust, vægast sagt flausturs- legar hugmyndir en sem betur fer voru þær kæfðar í fæðingu áður en slys hlaust af. Hins vegar er málsmeðferð fé- lagsmálaráðherra einkennileg: í fyrsta lagi: Hæstvirtur ráðherra leitaði ekki formlega eftir sam- komulagi viðaðila vinnumarkaöar- ins um væntanlegar lagabreytingar, enda þótt yfirlýsingar fyrrv. ríkis- stjórnar væru ótvíræðar að lagabreytingar væru gerðar í sam- ráði við þessa aðila ef þær þyrftu fram að koma. I öðru lagi: Ekki var lcitað samráðs við lífeyrissjóðina í land- inu sem fjármögnun laganna bygg- ist á, en skilyrði þeirra var jafn réttur lífeyrissjóðsfélaga til lána. í þriðja lagi: Stjórnarflokkarnir voru ekki hafðir með í ráðum né beðnir um að skipa fulltrúa í vinnuhóp eða nefnd til að fjalla um hvort gera þyrfti breytingar og þá hvernig. Það hefur ávallt verið föst venja að fulltrúar stjórnarflokka í ríkisstjórn í það minnsta fjölluðu sameiginlega um hugsanlegar breytingar á lögum. í fjórða lagi kemur hæstvirtur telagsmálaráðherra í sjónvarp, Stöð 2, og lýsir yfir að ef einstaka þingmaður stjórnarflokka ætli að standa gegn tillögum sínum muni hæstvirtur ráðherra krefjast þess að foringjar flokkanna sjái um framgang frv. Mér er spurn: Er slíkur hroki líklegur til að greiða fyrir fram- gangi mála á háttvirtu Alþingi? Samkomulagið við aðila vinnumarkaðaríns Eins og háttvirtir alþingismenn vita voru lög nr. 54/1986, um Húsnæðisstofnun ríkisins, byggð á víðtæku samkomulagi aðila vinnu- márkaðarins og ríkisstjórnar í fe- brúarsamningnum 1986. Sérstök húsnæðisnefnd aðila vinnumarkað- arins og ríkisstjórnarinnar undir forsæti hagsýslustjóra, Hallgríms Snorrasonar, samdi lögin og mót- aði framgang þeirra með húsnæðis- stofnun og félagsmálaráðuneyti. Eitt meginatriði laganna byggist á samræmdri þátttöku allra lífeyris- sjóða landsins um að leggja til 55% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna sem gengur beint til Byggingar- sjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Fyrir þinglok á þessu ári var gerð leiðrétting á lögunum varðandi að- gengi námsfólks að lánum. Við það tækifæri var því lýst yfir af fyrrverandi félagsmálaráðherra í nafni ríkisstjórnarinnar að breyt- ingar á lögum yrðu ekki gerðar ncma í fullu samráði við aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóð- ina sem leggja til meiri hluta fjár- magns byggingarsjóðanna. Ég tel að samkomulagið við aðila vinnu- markaðarins um fjármagn lífeyris- sjóða marki tímamót í þessum málum sem ekki má eyðileggja með flausturslegum aðgerðum, allra síst stjórnvalda. Jafnframt var þessi samningur til að stórefla lífeyrissjóðina og ná fram því markmiði, sem eldri lög gerðu þó ráð fyrir en náðist ekki í framkvæmd fyrr en nú, að allir greiddu iðgjald til lífeyrissjóða sem er eitt mikilvægasta öryggisatriði fyrir landsmenn og e.t.v. lykillinn að einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmcnn. Fjármagn lífeyrissjóða stóreykst með hverju ári, langt umfram það sem menn höfðu áætl- að, og þar með fjármagn byggingarsjóðanna ef ótímabær lagasetning kemur ekki í veg fyrir þá jákvæðu þróun. Er kerfið hrunið? Ég vek athygli á því að þessi lög hafa nú vcrið í gildi í aðeins rúmt ár. Þjóðin tók þessum nýju lögum Húsnæöisstofnunar ríkisins vel, ekki síst unga fólkið í landinu. Ákveðnir aðilar hófu skipulagðan skæruhernað gegn þessum lögum, reyndu með hávaða að gera þau tortryggileg, gáfu sér eigin reikni- forsendur, kerfið var fyrirfram sprungið og ónothæft. Hvernig túlkar hæstvirtur félagsmálaráð- herra að Húsnæðisstofnun skuli geta viðstöðulaust afgreitt lán sam- kvæmt þessu nýja kerfi? T.d. voru afgreidd lán í septembcr sl. fyrir 500 millj. kr. á einum mánuði. Er það vitni um ónothæft kerfi? Og hvað skyldi allur sá fjöldi, þúsund- ir, segja um þessar afgreiðslur? Hefur ekki verið staðið við útgefin verðtryggð loforð? En þessi ofsa- fulli áróður hafði þær afleiðingar að ótrúlegur fjöldi umsókna barst um þessi nýju lán, jafnvel frá fólki sem viðurkennir að hafa ekki í hyggju að skipta um íbúðir fyrr en síðar en tók trúanlegan áróðurinn og vildi tryggja sér lánsrétt. Þessi umsóknaijöldi í upphafí þýðir lengri biðtíma en gert var ráð fyrir við gerð laganna en þýðir alls ekki hrun kerfisins ef rétt er á málum haldið. Áróðursmeistararnir sem nú fara með þennan mikilvæga mála- flokk, sem ekki vildu viðurkenna réttmæti þess að semja við aðila vinnumarkaðarins, fjárstreymi frá lífeyrissjóðum, sbr. ræður þeirra hér á Alþingi og í fjölmiðlum, standa nú frammi fyrir vanda í ákvarðanatöku. Ætla þeir að eyði- leggja grundvöll lánaréttar einstaklinga sem byggist á aðild að lífeyrissjóði og samningi við við- komandi ltfeyrissjóði um 55% af ráðstöfunarfé sjóðsins gegn láni til sjóðsfélaga? Hvaðan á fjármagnið að koma ef lífeyrissjóðirnir kaupa ekki skuldabréf Húsnæðisstofnun- ar? Vilja menn taka upp skömmt- unarkerfi eftir einhvers konar efna- hagsmati stjórnenda Húsnæð- isstofnunar ríkisins með alls konar vottorðakerfi? í lokaskýrslu húsnæðisnefndar fyrrverandi ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins undir forsæti Hallgríms Snorrasonar frá því í mars sl. segir m.a. það sem ég tel mikilvægt innlegg í umræður um þessi mál: „Það skiptir meginmáli í allri þessari umræðu að lánshlutarnir voru áður óverðtryggðir en eru nú fullverðtryggðir þannig að það skiptir miklu minna máli þótt lán dragist í núverandi kerfi heldur en í því gamla.“ Niðurstaða þessarar nefndar, sem kemur fram í forsendum hús- næðisnefndarinnar og líklegri framvindu, má líklega draga saman í nokkrum meginatriðum: í fyrsta lagi að eftirspurn eftir lánum til kaupa á nýjum íbúðum sé minni en nefndin reiknaði með en eftirspurn eftir lánum til kaupa á notuðum íbúðum sé meiri. Jafn- framt kann útstreymi vegna lána til þeirra sem fóru á milli kerfa að hafa verið heldur vanmetið. f öðru lagi: Á móti þessu kemur að fé til ráðstöfunar til þeirra útlána sem hér er um að ræða verður sennilega nokkru meira að raungildi en nefndin reiknaði með vegna aukningar á ráðstöfunarfé lífeyrissjóða umfram forsendur nefndarinnar. í þriðja lagi: Ráðstöfunarféð ætti því í reynd að duga til að unnt sé að hefja afgreiðslu a.m.k. jafn- margra lána á árinu 1987.og nefnd- in reiknaði með. Ég vil skjóta því inn í að þetta hefur meira en fyllilega staðist. I fjórða lagi: Bið eftir lánum er ekki lengri en nefndin reiknaði með og er enn sem komið er ekki lengri en í eldra kerfinu. í fimmta lagi: Engin þau sjón- armið eða atvik hafa komið fram sem raska upphaflegum hugmynd- um um að skynsamlegt sé að kerfið komi að fullu til framkvæmda smám saman og að ekki skuli látið undan ýtrustu útlánaeftirspurn í upphafi. I sjötta lagi: Enn sem komið er virðist því hæpið að ástæða sé til að veita meira fé til kerfisins en þegar er áformað á þessu ári. Á hinn bóginn sýnist ýmislegt benda til að menn hafi vanmetið eðlilega viðleitni fólks til að nýta sér niðurgreitt fjármagn og að rétt hefði verið að setja ákveðnar .tak- markanir við lánsrétt þeirra sem ættu íbúð eða íbúðir fyrir. í þessu ljósi væri e.t.v. athugandi að endurskoða lögin. Og þar eru sett- ar fram þrjár ábendingar sem nefndin setti fram að lokum: Ábendingar húsnæðisnefndar í fyrsta lagi að til greina komi að kveða á um að þeir eigi alls ekki rétt á láni sem eigi tvær eða fleiri íbúðir fyrir. I öðru lagi: Kveðið verði á um að eigi umsækjandi eða maki hans íbúð fyrir skuli því aðeins veita honum lán að hann sé að skipta um íbúð og staðfesti það með yfirlýs- ingu. í þriðja lagi: Þegar í hlut á fólk sem á alveg fullnægjandi húsnæði en vill minnka við sig verði hús- næðismálastjórn heimilað að stytta lánstíma og taka markaðsvexti af lánum. Þessa sjálfsögðu breytingu sam- kvæmt þessum lið er hægt að gera án lagabreytinga og hefur Húsn- æðisstofnun ríkisins haft það til meðferðar frá því í byrjun þessa árs með því að setja upp nýjan lánaflokk sem láni eldra fólki til að skipta um húsnæði með hæfílegum lánstíma. Félagslega kerfið Ráðgjafarstofnun í húsnæð- iskerfinu þarf að vera öflug. Stofn- un hennar er eitt það besta sem var framkvæmt á síðustu árum, eins og nýju lögin gera ráð fyrir, og hennar hlutverk er að leiðbeina og meta lánshæfni. Félagslega kerfið þarf að efla þannig að það veiti þeim sem ekki hafa möguleika á eigna- kerfinu fullt öryggi til húsnæðis í verkamannabústöðum, leiguíbúð- um sveitarfélaga eða samtaka aldr- aðra, öryrkja eða námsmanna og í byggingarsamvinnufélögum. Tryggt verði að landsbyggðin njóti jafnréttis í þessum málum. En jöfn þróun í húsnæðismálum er skyn- samlegsta leiðin. Við eigum að vita hvaða aukning nýbygginga er hæfi- leg hér á landi miðað við mann- fjöldaþróun. Lífeyrisjóðirnir Ég miða afstöðu mína sterklega við samninga við lífeyrissjóðina, hvaða áhrif slík lagabreyting hefur á fjárstreymið til byggingarsjóð- anna. Mér er tjáð að aðeins örfáir lífeyrissjóðir vilji undirrita samn- inga við húsnæðismálastjórn þrátt fyrir það samkomulag sem gert var við ríkisstjórnina fyrir nokkru vegna þessa frumvarps og viðhorfs hæstvirts ráðherra. Þetta er alvar- legt ástand ef rétt reynist. Og hvernig ætla hæstvirtur ráðherra og ríkisstjórn að bregðast við því ef lífeyrissjóðirnir neita að gera samninga við Húsnæðisstofnun ríkisins? Ég get ekki séð rökin fyrir mis- háum vöxtum innan hvers lána- flokks. Ég dreg í efa að slíkt sé framkvæinanlegt né skynsamlegt. Mín skoðun er sú að niðurgreiðslur á vöxtum í húsnæðiskerfinu eigi að vera gegnum tekjuskattskerfið eða sérstakur húsnæðisafsláttur sem t.d. þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn og þeir sem þurfa að stækka við sig húsnæði fái endurgreitt ■ staðgreiðslukerfinu eða með öðrum hætti. Ég veit ekki betur en að þetta sé í meðferð hjá ríkisstjórninni. Styttist biðtíminn? Minni hluti stjómar Húsnæðis- stofnunar lýsti andstöðu sinni við frumvarpið sem þá var bráða- birgðalög en er að efni til að mestu óbreytt í þessu frumvarpi, og voru rök þeirra m.a. að „Samkvæmt niðurstöðum sem gerðar hafa verið, er Ijóst að breytingar þessar hafa ■ raun hverfandi lítil áhrif á biðtíma þcirra umsækjenda sem þegar hafa lagt inn umsóknir til Húsnæðisstofnunar og eftir er að svara. Jafnfiamt sýnir lausleg athug- un að ef núgildandi lögum og reglugerðum yrði framfylgt að fullu mætti jafnvel ná fram enn meiri styttingu á biðtíma þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð en með ofangreindri tillögu.“ Ég tek það fram og ég hef vissu fyrir því að húsnæðismálastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess frumvarps. Ég tek fram að ég er fylgjandi því að takmarka eða synja um lán til þeirra sem eiga tvær íbúðir eða fleiri. Um það atriði eru held ég flestir sammála. En ég tek fram að vegna þess hefur verið haldið uppi miklum áróðri í þjóðfélaginu um að það væri alveg óskaplegt sem hefði skeð. Hinn mikli fjöldi ríkra manna, sem eiga fjölda íbúða fyrir, hafi mokað til sín lánum. Þess vegna varð ég undrandi þegar ég fékk staðfest- ingu á því frá húsnæðismálastjórn að af þeim 10.000 umsókna sem búið er að fara yfír eru aðeins 40 manns sem eiga fleiri en eina íbúð. Þetta segir okkur að þó það sé sjálfsagt að taka skýrt fram í lögun- um að slíkir aðilar eigi ekki að fá aðgang að kerfinu, er það dæmi um hvernig hægt er að blása upp áróðri um það sem cr raunverulega litið brot af málinu eða sem svarar 0,4% af þeim sem hafa sótt um lán og ekki nema 0,3% af væntanleg- um heildarútlánum. En auðvitað er ég samt sem áður sammála því að slíka agnúa þarf að sníða af þeim lögum sem við vinnum eftir. Ég tel mig tala fyrir þingmenn Framsóknarflokksins í heild, að við viljum efla og treysta húsnæð- iskerfið, en við viljum vanda alla lagasetningu og skoða vel ýmsa þætti sem miða að því að gera þetta mikilvæga lánakerfi aðgengilegt og skiljanlegt fyrir lántakendur og þjóðina í heild og hafa sem víðtæk- ast samráð eða samstöðu við aðila vinnumarkaðarins og stjórnmála- samtök á háttvirtu Alþingi. Þetta er ekki mál eins ráðherra heldur allrar þjóðarinnar. Við viljum ör- yggi í þessu máli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.