Tíminn - 07.11.1987, Qupperneq 11
Laugardagur 7. nóvember 1987
Tíminn 11
VETTVANGUR
Ingvar Gíslason:
Raunhæfar aðgerðir
í þróunarsamvinnu
Það gerðist á Alþingi fyrir tveim-
ur árum, vorið 1985, að samþykkt
var þingsályktun sem fól það í sér
að íslendingar skyldu jafnt og þétt
hækka ríkissjóðsframlög sín til
svonefndrar þróunaraðstoðar, -
sem þýðir á mæltu máli fjárframlög
til fátæktarþjóða svo að náð yrði
því marki að íslendingar byðu
fram af ríkisfé sem svarar til 0,7%
af þjóðarframleiðslu til þessarar
alþjóðastarfsemi, en 0,3% af þjóð-
arframleiðslu skyldi koma frá
frjálsum félagasamtökum hér á
landi, samtals 1% af þjóðarfram-
leiðslu. Með þessu vildi Alþingi
verða við gamalli áskorun Allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna um
að velmegunarþjóðir í Evrópu og
Norður-Ameríku legðu fram sem
ncmur 1% af þjóðarframleiðslu
sinni til aðstoðar fátækum og van-
þróuðum þjóðum. Hugsunin var
sú að ríkar þjóðir munaði ekkert
um að gefa fátækum þjóðum 1% af
tekjum sínum.
Ekki fer milli mála að fslending-
ar eru í hópi velmegunarþjóða.
Þjóðarframleiðsla er mikil og þjóð-
artekjur á mann tiltölulega háar á
íslandi, neyslustigið hátt og ótal
ytri velsældareinkenni sem hægt er
að draga fram og sýna að íslending-
ar eru auðug þjóð, þegar á allt er
litið. Þeir ættu því að vera færir um
að sjá af 1% af þjóðarframleiðsl-
unni til fátæktarþjóðanna, svo að
þeim mætti farnast ögn betur. 1%
af þjóðarframleiðslu sýnist lítil
fjárhæð við fyrstu sýn, en verður
miklu stærri í hugum manna þegar
búið er að brcyta henni í krónu-
tölu, þá mun talan nálgast það að
vera 1,5 milljarðar króna. Þegar
það er haft í huga að ríkissjóður
hefur verið rekinn með milljarða
halla og mikill ágreiningur um það
hvernig afla skuli ríkissjóði tekna,
þá er varla að furða þótt vomur
komi á ríkisstjórn og þingheim
allan, þegar hlutfallstalan lága er
farin að jafngilda milljörðum
króna.
Enda hefur svo farið að ályktun-
argleði Alþingis 1985 um stóraukin
framlög til þróunaraðstoðar hefur
ekki komið fram í verki, og er ekki
líkleg til að gera það á næstu árum,
einfaldlega vegna þess að hvorki er
til staðar pólitískur vilji né raunhæf
fjárhagsleg skilyrði til þess að
koma þessari stefnu í framkvæmd
nema til komi gerhreyft skipulag
varðandi álagningu ríkissjóðs-
tekna, eða einhver sérstakur þjóð-
arvilji til þess að láta jafna niður á
landsmenn þeirri upphæð sem um
ræðir í þingsályktuninni. Þeirri
hugmynd hefur Steingrímur Her-
mannsson reyndar hreyft. Þegar
alþingismenn, sem á þingi sátu
vorið 1985, samþykktu þingsálykt-
un um stóraukin framlög til þróun-
arþjóða, þá hugsuðu þeir að vísu
göfugmannlega, en gleymdu að
hugsa raunsætt.
Að hugsa raunsætt
Yfirleitt hafa íslendingar ekki
hugsað raunsætt eða af mikilli
þekkingu um þróunarmál, þann
brýna vanda sem fátæktarþjóðirn-
ar eiga við að stríða. Sannleikurinn
er sá að íslenskir stjórnmálamenn
hafa mjög lítið lagt sig eftir því að
kynnast þessu alþjóðamálefni af
eigin raun, enda fátt fjarlægara
venjulegum alþingismanni en efna-
hags- og menningarástand fólks í
hinni svörtustu Afríku eða hvernig
slíkt ástand kann að vera hjá
kynblendingum í Suður- eða Mið-
Ameríku. Um þess háttar mál hafa
flestir tótið sér nægja tilfallandi
fróðleiksmola úr stöðluðum frétta-
maskínum eða hástemmdar út-
skýringar áhugamannahópa (ef
ekki „baráttuhópa"), sem eru
vafalaust vel meinandi, en brestur
alla hófsemi og raunsæi í málflutn-
ingi svo að fólk fáist til að hlusta á
þá og geti lært af þeim.
Þróunaraðstoð Evrópuþjóða,
t.d. Norðurlanda, Bretlands, Hol-
lands og Frakklands, svo og
Bandaríkjanna og Kanada, hefur
varað í áratugi og ekki að sökum
að spyrja að þessar ríku þjóðir
hafa lagt mikið af mörkum í þessu
skyni. Norðurlandaþjóðir þykja
örlátar í þessu efni, ekki síst Norð-
menn og Svíar. íslendingar skera
sig algjörlega úr öðrum Norður-
landaþjóðum í þessu tilliti og
leggja þjóða minnst til þróunarað-
stoðar.
Hér skal ekki frekar eytt rúmi í
að útskýra hvers vegna íslendingar
eru eftirbátar annarra Norður-
landaþjóðaíþessu efni. Hinsvegar
má að vissu leyti þakka fyrir að
íslendingar eru þarna á seinni
skipunum, því svo mikil og djúp-
stæð mistök hafa þessar örlátu
frændþjóðir og nágrannar látið
henda sig í skipulagi og efnisinn-
taki þróunaraðstoðar að það ætti
að vera skyldulexía íslenskra
áhugamanna um þróunarsamvinnu
að kynna sér mistökin og láta þau
sér að kenningu verða.
Að læra af mistökum
annarra
Það er nú meira virði að lesa
gagnrýni skarpra rithöfunda og
fræðimanna á árangri ýmissa þró-
unarverkefna annarra þjóða en
rjúka til og safna fé í þróunarað-
stoð án þess tryggt sé til fullnustu
að henni sé skynsamlega varið og
að hún komi því fólki að gagni sem
hennar á að njóta. Að svo komnu
máli er ekki ástæða til að hneyksl-
ast á lágum fjárframlögum íslend-
inga til þróunaraðstoðar. Aðýmsu
leyti erum við að stíga okkar fyrstu
spor í skipulagðri þróunarsam-
vinnu og nauðsynlegt að íslending-
ar læri af reynslu annarra í þessu
efni og loki ekki augunum fyrir
mistökunum sem gerð hafa verið í
því sambandi. Það er auðvitað gott
að vera örlátur á fé, en meginatrið-
ið er þó hitt að verja því vel,
þannig að þróunaraðstoð verði fá-
tæklingum í fátæktarlöndunum að
gagni og lendi ekki í eyðsluhít
spilltra stjórnvalda og milliliða eða
notuð til þess að fjármagna illa
undirbúnar áætlanir, en dæmi um
slíkt eru svo mörg, að fram hjá
þeim má ekki líta.
Tilraunastarfsemi
Þróunarsamvinnustofnun ís-
lands (stofnuð með lögum 1981)
hcfur valið sér það viðfangsefni að
veita íbúum Grænhöfðaeyja í
Vestur-Afríku aðstoð til þess að
nýta fiskveiðimöguleikana við
eyjarnar meira en verið hefur. Líta
verður á þetta verkefni sem ís-
lenska tilraunastarfsemi í þróunar-
samvinnu. Á árangri þessa verk-
efnis veltur hvers fslendingar eru
megnugir í því að láta fátækum
þjóðunt í té gagnlega efnahagsað-
stoð. í þcim praktísku verkefnum
sem við tökum okkur fyrir hendur
á sviði þróunaraðstoðar er okkur
nauðsynlegt að læra af annarra
reynslu og leitast ekki síður við að
kynnast liinum neikvæðu hliðum í
slíku starfí en því sem vel hefur
tekist, því að mistökin eru ekki
síður einkenni á þróunaraðstoð en
hinn góði árangur.
Það þarf ekki að vera nein
skömm að því, þótt íslendingar
séu aftur úr um hlutfall þeirra
fjárhæða sem velmegunarþjóðir
verja til aðstoðar í fátæktarlöndum
meðan grunur leikur á stórfé sé
sóað og verði til einskis gagns fyrir
þá sem fátækir eru, því ekki eru
allir fátækir í þessum þróunarlönd-
um, a.m.k. ekki þeir sem völdin
hafa eða þeir sem stunda millilið-
astarfsemi.
Þegar Islendingar hafa fengið
reynslu á sviði þróunaraðstoðar og
vissu fyrir því að framlög þeirra til
útrýmingar fátækt og neyð komi að
gagni, þá eiga þeir að láta sem það
sé ekkert ntál að reiða af höndum
1-2 milljarða króna í þróunarað-
stoð. En meðan núvcrandi
reynsluskeið varir er rétt að fara
með gát og leggja ekki meira af
mörkum en hægt er að hafa full-
komna stjórn á.
Ingvar Gíslason,
stjórnarmaður í Þróunar-
samvinnustofnun fslands.
LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ.
Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili
víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn ó aldrinum
6 mán — 10 ára.
Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu
Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu
og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum.
Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa
yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum
þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga.
Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis
fræðingum (BA —próf eða sambærilegt), einstaklingum
sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna,
einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi
fyrir væntanlegt nám.
Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstjóri í síma 2 72 77 alla virka daga
frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00