Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 7. nóvember 1987
FRÉTTAYFIRLIT
LUNDÚNIR - Bandarikj-
adalur hækkaöi aðeins í verói
á mörkuðum í Evrópu eftir að
seðlabankar Sviss og Vestur-
Þýskalands blönduðu sér í
málið og keyptu dali til að gera
gjaldmiðilinn stöðugari.
Hlutabréf í Tokyo hækkuou í
verði í kjölfar hækkunar verð- ’
bréfavísitölunnar í New York i
fyrradag. I Lundúnum gerðist
þó lítið á hlutabréfamarkaðn-
um þar sem fésýslumenn
höfðu áhyggjur af seinaganai
bandarískra stjórnvalda ao
ákveða hvernig draga megi úr
fjárlagahallanum.
BAGHDAD - Irakskar her-
þotur gerðu loftárásir á helstu
olíuefnastöð írana við höfnina
í Bandar Khomeini í norður-
hluta Persaflóans. I tilkynningu
frá hernaðaryfirvöldum í írak
var sagt að herþoturnar hefðu
gert nokkrar slíkar árásir sem
tekist hefðu vel.
DUBAI - iranskir bylt-
ingaverðir á hraðbátum sínum
gerðu árás á olíuflutningaskip
i eigu Bandaríkjamanna án
þess að bandarísk freigáta,
sem var í grennd, gæti nokkuð
aðhafst. Bandaríska skipið
sigldi undir fána Panama en
bandaríski sjóherinn getur
aðeins varið skip sem sigla
undir fána Bandaríkjanna.
SEOUL - Fyrrum leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Suður-
Kóreu hætti afskiptum sínum
af stjórnmálum og sakaði for-
setaframbjóðendurna Kim
Dae-Jung og Kim Young-Sam
um að gera að engu allar vonir
um sameiginlegan frambjóð-
anda stjórnarandstöðunnar.
Lee Min-Woo, leiðtogi Nýja
kóreaska lýÓræðisflokksins,
sagði á blaðamannafundi að
hann myndi segja af sér sem
þingmaóur og láta af öðrum
trúnaðarstörfum.
WASHINGTON -Atvinnu-
leysi í Bandaríkjunum jókst
um 0,1 % í októbermánuði, var
5,9% í september en 6,0% í
síðasta mánuði. Þrátt fyrir
þetta fjölgaði störfum um meira
en hálfa milljón, en
það dugði þó ekki alveg til að
halda í við aukinn fjölda vinnu-
færra manna.
ELÍSARBETARHÖFN,
Suður-Afríku - Govan Mbeki,
leiðtogi svartra þjóðernissinna
í Suður-Afríku, dvaldi fyrstu
stundir sínar utan fangelsis-
múranna sem frjáls maður á
hóteli þar sem hans var tryggi-
lega gætt. Mbeki hefur setið í
fangelsi síðustu 23 árin en var
látinn laus í vikunni. Óttast er
að hvítir harðlínumenn reyni
að ráða Mbeki af dögum.
DYFLINNI — JohnO'Grady,
sem írskir hryðjuverkamenn |
héldu í gíslingu, var leystur úr |
haldi eftir skotbardaga milli lög- í
reglu og þeirra sem héldu
þessum tengdasyni írsks mill-!
jónamærings.
I
ÚTLÖND
Franska íranshneykslið:
Chirac reynir að
bera klæði á vopnin
Francois Mitterrand forseti (t.v.) og Jacques Chirac forsætisráðherra
takast í hendur: Kemur Chirac forseta sínum til hjálpar?
Jacques Chirac forsætisráðherra
Frakklands reyndi í gær að gera lít-
ið úr vopnasöluhneykslinu sem nú
fyllir allar forsíður blaða í landinu
og gæti átt eftir að hafa slæmar af-
leiðingar fyrir Francois Mitterrand
forseta og Sósíalistaflokk hans,
helsta stjórnarandstöðuflokk
landsins. Chirac sagði að málið væri
að fara úr böndunum og einungis
andstæðingar Frakka í Mið-Austur-
löndum græddu á því.
Talsmaður forsætisráðherrans
sagði hann ekki hafa í hyggju að
verða við kröfum sumra flokks-
manna sinna í röðum íhaldsmanna
og krefja Mitterrand forseta svara í
sambandi við hið svokallaði Lucha-
iremál.
Mál þetta kom upp á yfirborðið í
vikunni þegar Charles Hernu, fyrr-
um varnarmálaráðherra sósíalista,
var í opinberri skýrslu sakaður um
að hafa hjálpað ráðamönnum í
fyrirtækinu Luchaire að breiða yfir
ólöglega sölu á 500 þúsund
sprengjukúlum til frans á árunum
rnilli 1983 og 1986.
í skýrslunni var sagt að Mitter-
rand hefði verið látinn vita af grun
um þessa sölu í maí árið 1984 en
einhverra hluta vegna ekki getað
eða reynt að stöðva útflutninginn.
Þetta var í annað skiptið á tveim-
ur dögum sem Chirac reynir að
bera klæði á vopnin í hneykslismál-
inu sem orðið hefur kveikja að
hatrömmum deilum milli sósíalista
og íhaldsmanna* Sósíalistar saka
stjórnvöld um rógsherferð á hendur
flokknum en íhaldsmenn hafa, í
kjölfar skýrslubirtingarinnar,
heimtað að Mitterrand segi sann-
leikann í þessu máli.
Mitterrand hefur hingað til verið
þögull sem gröfin.
Frakkar, sem styðja fraka í stríði
þeirra gegn frönum, bönnuðu sölu
vopna til írans fljótlega eftir að
Persaflóastríðið braust út. f júlí-
mánuði var enn dregið úr sam-
skiptunum ríkjanna eftir umsátur
unt sendiráð ríkjanna í París og Te-
heran. Reuter/hb
Páfinn hefur áhyggjur af umhverfínu og skyldi engan undra.
Páfi í gervi
grænfriðungs
Jóhannes Páll páfi sagði í gær að
öll tækni yrði að byggjast á virðingu
fyrir náttúrunni en mætti ekki ein-
ungis beita í hagnaðarskyni. Hann
varaði við kjarnorkuúrgangi og
mengun af völdum súrs regns.
Páfi flutti ræðu á ráðstefnu í
Vatíkaninu þar sem vísindamenn
funda næstu daga um umhverfismál.
Honum var greinilega annt um um-
hverfisverndarmál og sagði að öll
vísindi og tækni yrðu að byggjast á
siðferðis- og siðfræðilegum grund-
velli.
„Vísindi eru verk mannanna og
þeim má einungis beita í þágu mann-
kynsins," sagði Páfi.
Jóhannes Páll er ekki ókunnur
náttúrunni með öllu, hann er mikið
gefinn fyrir fjallgöngur sem hann
iðkaði í Póllandi áður en hann var
kjörinn til að gegna æðsta embættinu
innan rómversk-kaþólsku kirkjunn-
ar árið 1978. Rcuter/hb
Sovétríkin:
Skrifræðið
bjargar Rust
Mathias Rust, Vestur-Þjóðverjinn
sem flaug á lítilli einkavél í gegnum
sovéska lofthelgi og lenti í grennd
við Rauða torgið í Moskvu, komst
alla þessa leið óáreittur vegna þess
að enginn yfirmaður var til staðar til
að ákveða hvernig bregðast ætti við
þessum óvenjulegu aðstæðum. Þetta
var haft eftir hinum nýja yfirmanni
sovéska loftvarnaeftirlitsins í gær.
„Enginn yfirmaður fannst til að
taka ábyrga ákvörðun," sagði Ivan
Tretyak herforingi í viðtali við vik-
ublaðið Nedelya. Tretyak tók nýlega
við starfinu af Alexander Koldunov
sem var rekinn eftir flug Rust í maí-
mánuði í vor.
Tretyak minntist á að flugherinn
ætti að fylgja sérstökum leiðbeining-
um þegar svona atburður ætti sér
stað og sagði að ef annað slíkt atvik
kæmi upp myndi flugvélin einfald-
lega vera skotin niður án þess að leit-
að vrði eftir boðum frá æðri stöðum.
I framhaldi af þessum orðum ráð-
lagði Tretyak öðrunt að reyna ekki
eitthvað svipað því sem Rust gerði.
Sovéski fiugherinn skaut niður
farþegaflugvél frá Suður-Kóreu árið
1983 sem var innan sovéskrar loft-
helgi. Allir farþegarnir létust, 269
talsins. Sovétmenn héldu því fram
að vélin hefði verið í njósnaflugi.
Hinn nítján ára gamli Rust var
heppnari. Hann var dæmdur til
fjögurra ára vistar í vinnubúðum en
svo gæti farið að honum yrði sleppt
innan tíðar. Reuter/hb
Heimsmeistarakeppnin í krikket tekur sinn toll:
Að þola ekki að tapa
Einn maður lést í indversku borg-
inni Bombay í gær er óeirðir brutust
þar út eftir tap Indverja fyrir Eng-
Íendingum í undanúrsíitum heims-
meistarakeppninnar í krikket. í Pak-
istan lést einn námsmaður úr hjartas-
lagi eftir að hafa horft upp á lands-
menn sína liggja fyrir Ástralíumönn-
um í hinum undanúrslitaleiknum og
sumir féllu í svefndá.
Lögreglan skaut að minnsta kosti
fimmtán skotum upp í loftið til að
reyna að hemja óeirðarseggi í
Bontbay er létu illa eftir að heims-
meistararnir Indverjar höfðu legið
fyrir Englendingum. Vitað var um
einn mann sem lést og um tuttugu
slösuðust. 1 nágrannaborginni
Ahmedabad kom líka til óláta og þar
þufti að flytja ungan dreng á sjúkra-
hús, alvarlega slasaðan eftir götubar-
daga í kjölfar ósigursins.
Flestir höfðu búist við að Indverj-
ar og Pakistanar myndu komast alla
leið í úrslitaleikinn.
1 Pakistan, þar sem íþróttin er lík-
ust trúarbrögðum, var fólk nánast
límt við sjónvarpsskerminn þegar
leikur Pakistana og Ástralíumanna
var sýndur í beinni sjónvarpsútsend-
ingu.
Ekki kom þó til neinna óláta eftir
tap Pakistana en ungur námsmaður
lést eftir leikinn. Hann hafði fylgst
með honum í sjónvarpi og þegar
honum var Ijóst tapið fékk hann
brjóstverki og tók að kasta upp, lífi
hans var ekki bjargað. Þá skýrði hin
opinbera fréttastofa landsins frá þvf
að læknir og hjúkrunarkona við
sjúkrahúsið í Lahore hefðu fallið í
eins konar svefndá þegar ieiknum
lauk. Það var eins gott að fleiri lækn-
ar og hjúkrunarkonur voru til staðar
á sjúkrahúsinu því komið var með
nokkra menn sem ekki höfðu þolað
ósigurinn og þjáðust af innvortis
verkjum allskonar.
Eriglendingar og Ástralíumenn
mætast í úrslitleik keppninnar á
ntorgun. Reuter/hb